Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. ágúst 1993 Tíminn 7 Filippía Jónsdóttir frá Jarðbrú í Svarfaðardal Fædd. 25. ágúst 1914, Dáin. 13. ágúst 1993 Mig Iangar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar Filippíu Jónsdóttur. Það er erfitt að henda reiður á öll- um þeim minningum sem nú sækja á hugann, því svo stutt er síðan amma umvafði mig sínum hlýja faðmi. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa frá bamæsku átt mikið og náið samband við ömmu Píu og afa Óla á Akranesi. Sem bam dvaldi ég oftar en ekki dögum, jafnvel vikum sam- an, á heimili þeirra á Höfðabraut- inni, síðar á Suðurgötunni. Það var í senn gaman og þroskandi að um- gangast ömmu því þótt hún væri vinnandi myrkranna á milli, innan sem utan heimilis, þá átti hún alltaf stund til að spjalla um heima og geima. Þegar árin tóku að líða og ég komst til vits og ára varð samband okkar æ einlægara og alltaf var hún til staðar ef ég þurfti á að halda. Mér er minnistætt hvað félagar mínir undruðust oft á togstreitu-tímabili unglingsáranna hvað ég var oft uppi á Skaga, hjá afa og ömmu. Því þrátt fyrir að mikið væri að gerast, gat aldrei Iiðið langur timi á milli heim- sókna. Alltaf var gott að leita til ömmu um góð ráð. Hún var víðsýn og gáfúð kona, sem fátt var óviðkomandi. Æt- íð tókst henni að snúa sorg í gleði og var eins og allt Iifnaði í návist henn- ar. Einstakt var að upplifa þann kær- Ieik sem ríkti á milli ömmu og afa. Það var eins og þau yrðu hamingju- samari með degi hverjum. Þau voru stolt af bömunum sínum tveimur og létu sér annt um bamabörn og okkar böm. Ég bið Guð að veita móður minni og Badda styrk nú þegar þau kveðja móður sína í hinsta sinn. Þótt samverustundir okkar ömmu verði ekki fleiri að sinni, er ég þess fullviss að sú birta sem af minningu ömmu minnar stafar muni lýsa mína Iffsins Ieið og vera mér styrkur í lífsins þrautum. Guð blessi minn- ingu hennar. Ólafur Kjartan Sigurðarson. Jíve glöð er vor æska, fwe létt er vor lund, er lífsstríð eig huga vom þjáir, þar áttum við fjölmarga indæla stimd, er œvi vor saknar og þráir, því œskan er braut og blómin dauð og borgimar hmndar og löndin auð. “ Þ.E. Þetta fallega Ijóð Þorsteins með angurværum trega sínum kom í huga minn er ég frétti andlát Fil- ippíu Jónsdóttur. Hugurinn hvarfl- aði 60 ár aftur í tímann er við kvödd- um Laugarvatnsskólann vorið 1993 eftir mjög skemmtilegan vetur. Þá var vor í lofti og allir fullir bjartsýni þótt kreppa væri í þjóðfélaginu og tækifærin ekki mörg. TVeyst var á það lögmál að öll él birti upp um síðir. Veturinn 1932-1933 dvöldu 110 nemendur á Laugarvatni úr flestum byggðum landsins. Þroskað fólk og að meirihluta nær tvítugt að aldri. Sterk vináttubönd myndast á þessu aldursskeiði milli fólks úr hinum fjarlægustu landshlutum sem aldrei fymasL Nemendum fjölgaði í skól- anum ár frá ári enda gat hann sér mikinn og góðan orðstír. Kennslan var mjög fjölbreytt, ekki aðeins bók- legar greinar heldur einnig íþróttir, afburða söngkennsla, smíðar, bók- band og handavinna fyrir stúlkur. Mikil áhersla var lögð á félagslffið og allt sem varðar mannrækt. Laugar- vatnsskólinn var þá orðinn stærsti og eftirsóknarverðasti héraðsskóli landsins undir stjóm Bjama Bjama- sonar sem hugsaði um nemendur sína eins og umhyggjusamur faðir hugsar um bömin sín. Síðla vetrar sneri útvarpið hljóðnema sínum að skólanum og sendi þaðan kvölddag- skrá með söng og ræðum. Allt lyfti þetta skólanum enda fjölgaði nem- endum um 30 á næsta hausti. Filippía Jónsdóttir frá Jarðbrú í Svarfaðardal var nemandi í yngri deild skólans þennan vetur. Hún var þá 18 ára og búin að ná fullum þroska. Gjörvuleg stúlka sem marg- ir litu hým auga. Foreldrar hennar vom hjónin Þóra Jóhannsdóttir frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal og Jón Baldvin Hallgrímsson frá Stóm-Há- mundarstöðum á Arskógsströnd. Þau bjuggu allan sinn búskap á Jarðbrú í Svarfaðardal. Böm þeirra vom 5 og var Filippía yngst þeirra. Þau em nú öll látin. Sigurður, bróð- ir hennar, var kaupmaður í Reykja- vík, Jóhann og Guðrún áttu heimili á Dalvík en Jón tók við búi á Jarðbrú og síðar Halldór, sonur hans, sem látinn er fyrir nokkmm ámm. Svarfaðardalurinn er fögur sveit og svipmikil og hefur marga afbragðs- menn. Þar em fjöllin há og tignar- leg. Gróðurinn á sér djúpar rætur, silungsámar renna lygnar um slétt- ar gmndir dalsins. Upp af botni hans rís svo Heljardalsheiði. Því hefur stundum verið haldið fram að hver maður beri nokkuð svipmót um- hverfis síns. Hvort svo er eða ekki, var Filippía gerðarleg í sjón og raun og hafði glaðlegt og festulegt við- mót. Hún hafði sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum en háttvís- in brást henni aldrei. Þá var hún ágætur námsmaður, greind og fé- lagslynd. Filippía var því hinn besti skólaþegn, sem allir höfðu mætur á, bæði nemendur og kennarar. Okkur skólasystkinum hennar urðu það mikil vonbrigði að hún kom ekki í skólann haustið 1933. Einn af görpum skólans í eldri deild hafði numið hana á brott með sér svo að hún átti ekki afturkvæmt Sá var Ólafur K. Guðjónsson frá Hnífs- dal. Filippía notaði fyrstu þrjú árin til að undirbúa sig fyrir væntanleg heimilisstörf. Hún fór m.a. í Hús- mæðraskólann Ósk á ísafirði. Brúð- kaup þeirra ólafs fór svo fram 8. júní 1935. f Hnífsdal stóð svo heimili þeirra til 1963 er þau fluttu á Akra- nes. Þar áttu þau sfðan heimili sitt f------------------------------- ÍJ* Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi Grímur S. Runólfsson Alfhólsvegl 8A andaöist á heimili slnu 16. ágúst Þau eignuðust 2 böm, Guðjón Bald- vin, forstjóra SÍS, sem kvæntur er Guðlaugu Brynju Guðjónsdóttur frá ísafirði og Ásgerði, kennara í Kópa- vogi, gift Sigurði Rúnari Jónssyni, tónlistarmanni úr Reykjavík. Ólafur K. Guðjónsson var lengi úti- bússtjóri Kaupfélags ísfirðinga í Hnífsdal. Þar kom ég nokkrum sinnum á glæsilegt heimili þeirra hjóna. Lagði ég jafnan lykkju á leið mína, ætti ég leið um Vestfirði, svo ég gæti notið gleðifúnda með þess- um ágætu skólafélögum mínum. Eftir að þau fluttu á Akranes voru hæg heimatökin. Endumýjaðist nú vinskapurinn og samskiptin urðu tíð uns yfir lauk. Ólafur andaðist 13. apríl 1992. Þau voru bæði einstaklega skemmtileg, gestrisin og góð heim að sækja. Umræðuefnið þraut aldrei, þau höfðu einatt frá mörgu að segja, gömlum og nýjum atburðum. Fil- ippía var myndarleg húsmóðir, mik- il móðir bama sinna og umhyggju- söm amma og langamma. Bar hún fjölskyldu sína mjög fyrir brjósti. Al- veg sérstaklega tók hún ástfóstri við Ólaf Kjartan, dótturson sinn, enda var hann mikill sólargeisli í lífi hennar frá upphafi og dvaldi löng- um hjá ömmu og afa á Akranesi. Hann hefir á síðari ámm goldið fóst- urlaunin ríkulega og sýnt Filippíu mikla ástúð og umhyggju þegar þörfin var mest. Fyrir 8 ámm kom í ljós að Filippía gekk með illkynjaðan sjúkdóm sem hún hefur síðan barist við af mikilli festu og þrautseigju. Það varð henni mikið áfall þegar Ólafur andaðist á síðasta ári eftir 2-3 mánaða legu á sjúkrahúsi. Hann hafði verið við góða heilsu og lengst af í fullu starfi fram undir það síðasta. Veitti hann Filippíu mikinn stuðning og sýndi henni mikla nærgætni. Allt þetta og ýmislegt annað sem á dundi bar hún með hetjulund sem aðdáun vakti. Kjarkur hennar og manndómur var slíkur að enginn ókunnugur hefði látið sér til hugar koma að hún bæri dauðann í brjósti sér. Slík var reisn hennar og styrkur gagnvart ofurefl- inu og hinum grimmu örlögum. Baráttunni lauk svo hljóðlega 13. þ.m. Glæsilega stúlkan úr Svarfaðar- dalnum sem gekk út í sólskinið á Laugarvatni vorið 1933 — með bjartar framtíðarvonir, umvafin ást og umhyggju eins af skólafélögum sínum — hefur lokið vegferð sinni. í lífi hennar skiptust á skin og skúrir. Hamingjudísimar vörðuðu lengi veg hennar en þegar örlaganomim- ar spenntu klæmar sýndi hún þann styrk sem ekki gleymist. Ég veit að hin fjölmenna og glaða sveit æsku- fólks sem var samtíða Ólafi og Fil- ippíu frá Laugarvatni fyrir 60 ámm og enn er ofar moldu, man þau vel og minnist þeirra beggja með þakk- læti fyrir góðar samvemstundir. Megi höfundur lífsins blessa böm þeirra hjóna og fiölskyldur á við- kvæmri skilnaðarstundu. Öll bless- um við minningu góðs vinar sem kvatt hefur eftir langa og hetjulega baráttu við þann, sem alltaf sigrar að lokum. Daníel Ágústínusson -------------------------------\ Katrfn Ó. Oddsdóttlr Oddur B. Grfmsson Herdls Elnarsdóttlr Eyrún Oddsdóttir Hrelöar Oddsson Katrfn OddsdótUr Valdlmar Harðarson Landsþing LFK 6. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldiö 8.-10. okt. nk. á Hallormsstaö og hefst aö kvöldi þess 8. Framkvmmdastjóm LFK Aðalfundur Skúlagarðs hf. Aöalfundur I hlutafélaginu Skúlagaröi hf„ fyrir starfsáríö 1992, veröur haldinn I húsnæði félagsins viö Lækjartorg, Hafnarstræti 20, 3. hæö, mánudaginn 30. ág- úst 1993 Id. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins III. kafla, grein 3.4. 2. Onnur mál. Slfómén Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregiö var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 9. ágúst 1993. Vinningsnúm- er em sem hér segir: 1. vinningur nr. 2662 2. vinningur — 28222 3. vinningur — 32521 4. vinningur — 4604 5. vinningur—15511 6. vinningur — 4209 7. vinningur — 6912 8. vinningur — 19425 9. vinningur — 21816 10. vinningur — 32868 11. vinningur—13957 12. vinningur—13631 13. vinningur — 35632 14. vinningur — 29225 15. vinningur —12778 Ógreiddir miöar em ógildir. Vinnings sjal vitja innan árs frá útdrætti. Frekarí upp- lýsingar em veittar I sfma 91-624480. FrmsóknmHoUaMtnn Suðurland Framsóknarfélögin I Ámessýslu efna til samvemstundar I Haukadalsskógi nk. sunnudag 22. ágúst kl. 14.00. Farin verður skoðunarferö undir leiðsögn um skóginn. Grill veröa meö I för og þar getur fólk grillaö sitt rómaöa lambakjötl Rútuferö veröur frá Vömhúsi K.Á. kl. 12.30. Þátttaka tilkynnist Lóu, vs. 21000 og hs. 63338, og Theódóri, 61189 fyrir laugardag. Miðstjónarfundur SUF veröur haldinn 27. agúst nk. I Iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og hefst hann kl. 19.00. Dagskrá: 1. Setning 2. Skýrsla stjómar 3. Ályktanir 4. Önnur mál Héraðsmót firamsóknar- manna í Skagafirði veröur haldiö I Miögaröi laugardaginn 28. ágúst Dagskrá: Ávarp Jón Kristjánsson alþingismaður. Söngun Mánakvartettinn á Sauöárkróki, viö hljóöfæriö Heiödfs Lilja Magnús- dóttir. Einsöngun Jóhann Már Jóhannsson, viö hljóöfæriö Sólveig S. Einarsdóttir. Gamanmál Jóhannes Kristjánsson. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur og syngur fyrir dansinum. Allir velkomnir. Sgómln ------------------------------'N ií Eiginmaöur minn og faöir okkar Eysteinn Jónsson fynverandi ráöherra MKMeKi7 er lést 11. ágúst 1993 veröur jarösunginn frá Hallgrimskirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 3. Sótvetg Eyjótfsdótör ogböm _______________________________________________________________/ Innilegar þakirtil allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö and- lát og útför Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Efra-Núpl, Hraunbs 42 Reykjavík. Starfsfólki Laugaskjóls og Skjóls eru færöar sérstakar þakkir fyrir góöa umönnun. Pálína Ragnhlldur Benedlktsdóttir HJaltl Jósefsson Guörún Benedlktsdóttlr Aðalbjörg Benediktsdóttir HJördls Benedlktsdóttlr Jón Þ. Eggertsson Brynhlldur Benediktsdótdr Elfs Jónsson Slgrföur Benediktsdóttir Slguröur Þórhallsson Alda Benediktsdóttlr Ketilriöur Benediktsdóttlr Slgbjöm Pálsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.