Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 19. ágúst 1993 Ami Benediktsson: Heimsmarkað s verð á prófessorum Tilefhi þessarar greinar er skýrslan sem Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands gerði fyrir Neytendasamtökin um stuðning fslenskra stjómvalda við landbúnað, og skiiað var í mars 1993. Einnig verður minnst á skýrslu sömu stofnunar til Norræna ráðherraráðsins frá því í nóvember 1992 og kynnt var á blaðamanna- fúndi 4. ágúst 1993. Mikil umræða hefur verið um ís- lenskan landbúnað um árabil. Að sjálfsögðu hefur margt verið rétt- mætt í gagnrýni á landbúnaðinn, enda er hann ekki hafinn yfir gagn- rýni fremur en annað. Hins vegar hafa fordómar verið óþarf-lega áber- andi og margt af því sem sagt hefur verið verður varla líkt við annað en nomaveiðar. Sennilega er óþarfi að finna þeim orðum stað þar sem þetta ætti að vera flestum ljóst, nema ef til vill veiðimönnunum sjálfur. Hér verður þó bent á þrenn ummæli í einu og sama dagblaðinu þann 7. þ.m.: 1) Þar er ákveðnum samtök- um líkt við risaeðlur af því að þau hafa ekki tekið undir að leggja ætti landbúnaðinn í rúst 2) Þar em bændur atyrtir fyrir að verja og skýra málstað sinn, rétt eins og sjálfsagt sé að þeir láti troða á sér að vild. 3) Og þar er því haldið fram, örugglega gegn betri vit-und, að skaðlaust væri að leggja landbúnaðinn niður, nóg annað væri að gera hér á landi. Vinnubrögö Æskilegt væri að þegar Hagfræði- stofnun gefur út álit væri hægt að treysta því að það byggði á traustum grunni, greindi skilmerkilega frá þeim forsendum sem byggt er á, lýsti þeim vandkvæðum og vafamálum sem jafnan eru ef komast á að trauslri niðurstöðu, og gerði grein fyrir af hverju niðurstaðan hefði orðið þessi en ekki hin. Sá sem þetta ritar hefur nokkrum sinnum í starfi sínu fengið lögfræðiálit frá Háskóla íslands í hendur, og hafa þau undan- tekningarlaust verið vel unnin og rökstudd, þó að niðurstöður hafi ekki alltaf verið óyggjandi, enda hef- ur það verið tekið fram. Hinu er ekki að leyna að sá hinn sami telur sig hafa þá reynslu af vinnubrögðum Hagfræðistofnunar að því sem þaðan kemur verði að taka með fyrirvara. Þegar Hagfræðistofnun tekur fyrir málefni, sem eru jafn umdeiíd og af- flutt og landbúnaðarmálin, verður hún að gæta mikillar varúðar. Hún verður að haga uppleggi málsins úr- vinnslu og niðurstöðu þannig að auðvelt sé að greina samhengið í því sem um er fjallað. Um landbúnaðar- málin verður tæpast fjallað nema í samhengi við landbúnaðarmál heimsins og í samhengi milli land- búnaðar og annarra þátta efnahags- mála heimsins. Svo samslungin eru þessi mál. Að taka íslenskan land- búnað út úr samhengi oglátaeins og samhengið sé ekki til er fölsun, jafnvel þó að farið sé rétt með að öllu öðru leyti. En því er ekki einu sinni að heilsa í þeirri skýrslu sem hér er fjallað um. Hagfræðistofnun verður að gæta þess að það sem frá henni fer verði ekki vatn á myllu þeirra sem stunda nomaveiðar. Þessara sjónar- miða hefur hún ekki gætt sem skyldi í skýrslu sinni um markaðsstuðning íslenskra stjómvalda við landbúnað. Hver var tilgangurinn? Þessum orðum verður að finna stað. í inngangi skýrslunnar til Neyt- enda-samtakanna segir. “Að beiðni Neytendasamtakanna hefúr Hag- fræðistofnun H.Í. kannað stuðning stjómvalda við landbúnað og hvemig þessi stuðningur skiptist milli land- búnaðargreina. Einnig var kannað hvaða áhrif það hefði á markaðinn fyrir búvömr ef þessi stuðningur yrði jafnaður þannig að allar greinar fengju sama hlutfall af framleiðslu- virði í stuðning frá stjóm-völdum.” Af þessu má ráða að Neytendasam- tökin hafi ætlað sér að gera kröfu um jöfnun milli greina. Sú krafa er ekki óeðlileg þar sem líklegt er að slík jöfnun geti leitt til lægra heildar- verðs. Sé þessi tilgáta rétt, og þetta er aðeins tilgáta því að hvergi kemur þetta skýrt fram, gefa upplýsingar Hagfræðistofnunar Neytendasam- tökunum aðra mynd en ætlast var til. Hagfræðistofnun gefúr upplýsingar um árin 1992 og 1993. Vegna þeirra breytinga sem er verið að vinna að í framhaldi af nýjum búvörusamningi urðu opinberar greiðslur vegna að- lögunarinnar verulegar á þessum ámm, uppkaup á fúllvirðisrétti og greiðslurvegnamagnaðlögunar. Þar að auki em enn greiddar útflutn- ingsbætur árið 1992 og er vandséð hvaða erindi það á að taka þær með í samanburð á verðhlutföllum innan- lands. Fyrsta árið sem Neytendasam- tökin gætu búist við að ná fram breytingum á stuðningi við einstakar greinar er 1994. Upplýsingar Hag- fræðistofnunar gefa ekki fúllnægj- andi upplýsingar um það sem vitað er um það ár, en ætla má að það hefði skipt Neytendasamtökin mestu máli. Viðmiðunarverö (AMS) í skýrslunni er getið um tvær aðferð- ir við að meta markaðsstuðning, AMS og PSE. AMS (Aggregate Mea- surement of Support) varð fyrir val- inu. En jafnframt segir: “Markaðs- stuðningur sem reiknaður er með AMS-aðferðinni ætti því að öðm jöfnu að vera lægri en markaðstuðn- ingur sem reiknaður með PSE að- ferðinni.” Af þessu má ráða að hægt sé að fá mismunandi útkomur um markaðsstuðning eftir því hvað að- ferð er notuð. Það er eðlilegt því að hvorki AMS né PSE endurspeglar raunvemleikann. AMS-listinn er mælikvarði sem uppbyggður er á sérstakan hátt og sýnir að jafnaði lægra eða lægsta verð í viðskiptum á heimsmarkaði. Þetta hefði Hag- fræðistofnun þurft að skýra til þess að menn hefðu átt auðveldara með að átta sig á málinu. í umræðum um skýrsluna hefúr það viðmiðunar- verð, sem Hag-fræðistofnun tilgrein- ir sem heimsmarkaðsverð, verið túlkað þannig að við gætum keypt viðkomandi vömr á því verði á heimsmarkaði. Þeir sem hafa unnið með þennan lista telja sig vita að verðið á AMS-listanum eigi lítið skylt við það verð sem við gætum að jafn- aði fengið vömna á á heims-markaði. Það er að vísu ekki hægt að ásaka Hagfræðistofnun fyrir ályktanir sem aðrir draga af skýrslu hennar, nema að því marki sem skýrslan sjálf gefur tilefni til. Hagfræðistofnun hefúr Iáðst að gera nauðsynlega fyrirvara og skilur allar gáttir eftir opnar til mistúlkunar. í áfangaskýrslu GATT-nefndar í mars 1992 segir: “Það er þó ekki allt sem sýnist í þessum efnum...... stjómvöld í hverju landi ákveða sjálf það viðmiðunarverð sem notað er við tollígildingu (þ.e.a.s. það AMS- verð sem Hagfræðistofnun notar er ákveðið af stjómvöldum í einhverju landi, en er ekki raunvemlegt heims- markaðsverð. Innskot ÁB) Heims- markaðurinn fyrir flestar landbúnað- arvömr er ófúllkominn og endur- speglar ekki eðlilegar markaðsað- stæður. í flestum tilvikum verka þessar markaðstmflanir til lækkunar verðs og gera það sveiflukenndara. Stjómvöldum er því í lófa lagið að finna mjög lág viðmiðunarverð fyrir þær vömr sem þau vilja skýla fyrir innflutningi.” Hér að ofan hef ég upplýst að Hag- fræðistofnun hafi notað AMS-lista sem sé ákveðinn af stjómvöldum í einhverju landi. Hagfræðistofnun sjálf gerir enga grein fyrir tilurð þess lista sem hún notar, né hvernig hann er uppbyggður. Þetta er að sjálf- sögðu mikill galli á vinnubrögðum. Það er væntanlega hægt að fé upplýs- ingar um hvort tveggja með einu símtali. En málið snýst ekki um það. Málið snýst um skýrslu Hagfræði- stofnunar og vinnubrögðin við hana, það sem snýr að öllum þeim sem fé skýrsluna í hendur og nota hana. Mér vitanlega hefur ekki verið nema einn AMS-listi tiltækur til nota hér á landi. Sá listi er gerður árið 1988 og nær til áranna 1986-88. Hann er tek- inn saman af stjómvöldum í Noregi með viðbótar-upplýsingum ftá Efna- hagsbandalagi Evrópu. Hátt raungengi í áfangaskýrslu GATT-nefndarinn- ar segir: “Sú tilviljun að raungengi hér á landi var mjög hátt á viðmiðun- arámnum 1986-1988 magnar þessi áhrif enn.” Þ.e.a.s. hátt raungengi eykur muninn á erlendu og innlendu verði. Hagfræðistofnun notar þá forsendu í útreikningum sínum “að hlutfallið milli erlends og innlends verðs á landbúnaðarvömm hafí þró- ast í samræmi við raungengi ís- lensku krónunnar á tímabilinu frá 1988 til 1993." Þetta verður varla skilið öðmvísi en svo að Hagfræði- stofnun umreikni frá árinu 1988 til 1993 á sama raungengi og var 1988, sem gerir samanburðinn óeðlilega ó- hagstæðan fyrir ísland. Hafí Hag- fræðistofnun reiknað svona em það mjög óeðlileg vinnubrögð. Hafi hún ekki reiknað svona bendir það til þess að henni sé mjög áfátt í að koma frá sér greinilegum texta. Flutningskostnaður og heildsölukostnaður Ég hef ekki getað komið auga á það í skýrslunni hvemig farið er með kostnað við flutning vöm frá framleiðslulandi hingað til lands. Með samanburði á AMS-listanum og þeim tölum sem koma fram í út- reikningum Hagfræðistofnunar virð- ist lítið sem ekkert tillit tekið til flutningskostnaðar. Ekki er heldur gerð nein grein fyrir umsýslu við kaup vömnnar erlendis og dreifingu hennar hér á landi á heildsölustigi. Það virðist augljóst að sá kostnaður kemur hvergi fram. Mjög bagalegt er að ekki skuli gerð betri grein fyrir þessum þáttum. GATT-nefndin gerir ráð fyrir að cif/fob hlutfallið fyrir ísland sé 1,114. Hún segir einnig að “Ennfremur á f UPniUAIIfillR^I t WUk 1 I HfUlUlilK I eftir að bætast við heildsöluálagning, sem gera má ráð fyrir að verði að lág- marki 10-15%, ofan á cif-verðið að viðbættum tollum.” Sé það rétt, eins og sýnist vera, að Hagfræðistofnun taki lftið eða ekkert tillit til flutn- ingskostnaðar, ekkert tillit til heild- sölukostnaðar og reikni þar að auki með óeðlilega háu raungengi þá get- ur látið nærri að bæta þurfi 40% ofan á verðið áAMS-listanum til þess að fó það lægsta verð sem íslendingar gætu fengið á heimsmarkaði. Nú hefúr skýrsla Hagfræði-stofnunar til Neytendasamtakanna, og sambæri- leg skýrsla til Norrænu ráðherra- nefndarinnar, orðið til þess að sú á- lyktun hefúr verið dregin að við gæt- um sparað sex milljarða króna með þvf að kaupa umræddar landbúnað- arvömr á heimsmarkaði. Þá tölu má því lækka niður í 3.6 milljarða króna. Fleira hefur áhrif á 6 milljarðana í inngangi skýrslu Hagfræðistofn- unarsegir: “Með stuðningi viðland- bún-aðinn er hér átt við annars vegar innflutningshöft og hins vegar bein- ar og óbeinar greiðslur stjómvalda að frádregnum þeim sköttum sem landbún-aðurinn greiðir.” í áfanga- skýrslu GATT-nefndarinnar segir þetta um heilbrigðisástæður: “Það er fullvíst að hér mun verða bannað- ur innflutn-ingur á eggjum og hráu kjöti, fersku og frystu. Þessar vömr em um 40% af innanlandsneysl- unni.” Svo virðist sem Hagfræði- stofnun geri ekki greinarmun á inn- flutningshöftum eftir eðli þeirra og sjái þess vegna enga ástæðu til þess að gera grein fyrir því að 40% af tölulegum samanburði hennar get- ur ekki orðið raunhæfúr. Þegar verið var í sjömannanefnd að fást við hugsanlegan innflutning og sparnað af þeim sökum virtist þeim sem þetta ritar að líklegast þyrfti að greiða fyrir mjólk á heims- markaði hátt í tvöfalt það verð sem tilgreint er á AMS-listanum. Við það mætti svo bæta kostnaði. Niðurstaða hans var því sú að mjólk og fleiri mjólkurafúrðir yrðu ekki fluttar inn, þóaðleyftyrði. GATT-nefndin kemst að svipaðri niðurstöðu: “Það er einnig ólíklegt að það svari kostnaði að flytja hingað nýmjólk og e.t.v. einnig rjóma... ”segir hún. Og GATT-nefndin heldur áfram að við þetta “hækkar það hlutfall varasem ekki lenda í beinni samkeppni við innflutning í um 60% af innanlands- neyslu.” Eg hef ekki hugsað mér að fara í neinn talnaleik hér, en það get- ur hver sem er fundið út sjálfur að nú er 6 milljarða króna spamaður- inn farinn að nálgast ískyggilega 1.5 milljarð króna og er þó enn eftir að taka tillit til mismunar á verðinu á AMS-listanum og því verði sem við þyrftum að greiða á heimsmarkaði. Sólarlandaferðir og málsamfélagið Hér á landi er ýmislegt sem hefúr orðið til þess að hægt hefúr verið að halda upp góðum lífskjörum. Þannig er í flestum þjóðfélögum að sumt getur verið hagstætt en annað óhag- stæðara. Við erum þannig í sveit sett að landbúnaður er óhagstæðari en víða annars staðar vegna legu lands- ins, land-búnaðarafurðir eru þvf hlutfallslega dýrar. Við erum einnig þannig í sveit sett að almennt vöru- verð tekur á sig hækkun vegna langra flutningsleiða. Sólarlanda- ferðir til Miðjarðarhafsins eru dýrari hér en f norðanverðri Evrópu. Prentað mál geldur þess að málsam- félagið er lítið og varla er hægt að finna markað fyrir afurðir á íslensku máli annars staðar. Þess vegna eru ís- iensk dagblöð dýrari en annars stað- ar. Hins vegar er fólginn markaðs- vemd í málsamfélaginu. Þó að erlent lesefni eigi óhindraðan aðgang á ís- lenskan markað liggur það í hlutar- ins eðli að markaðurinn fyrir lesefni takmarkast í meginatriðum af mál- inu. Þess vegna komast menn upp með að hafa íslensk dagblöð dýrari en dagblöð annars staðar. Hvort á- stæða er til að fara að reikna þennan náttúmlega markaðsstuðning yfir í prósentur skal ósagt látið. En þeim til gamans sem áhuga hafa á pró- sentureikningi skal bent á að Hull Daily Mail kostar f lausasölu, um- reiknað í ísl krónur, kr. 27, Hamburger Abendblatt kr. 34 og Dagblað alþýðunnar í Kína kr. 3. Ekki veit ég hver þessara talna færi inn á AMS-lista. Hér á landi kosta stærstu dagblöðin kr. 125 og 130 í lausasölu. Vemdun heima- markaðar Flestar þjóðir heims leggja áherslu á að vera sjálfúm sér nægar um grund-vallarframleiðslu matvæla til eigin nota. Fyrir þessari stefnu em aðallega tvenn rök, annars vegar að það ógnar fullveldi þjóðar á öllum tímum að vera of háð öðmm þjóðum um að metta grunnþarfir, og í öðm lagi að það getur verið lífsnauðsyn fyrir þjóð að framleiða megnið af sínum matvömm sjálf. Á þessu fengu menn að kenna í tveimur ^ heimsstyijöldum, þannig að seint gleymist Jafnvel þó að menn voni að til slíkra harmleikja komi aldrei aftur er fótt sem bendir til þess að sú von sé raunhæf. Mannkynið er ekki hætt að berast á banaspjótum. Ekki er auðvelt að fullyrða neitt um hvemig okkur hefði reitt af í seinni heims- styrjöldinni ef við hefðum ekki fram- leitt mikinn hluta landbúnaðaraf- urða okkar. Hins vegar verður ekki séð að við hefðum komist klakklaust í gegnum fyrri heimsstyrjöldina. Það veldur okkur svo erfiðleikum á öllum tímum að við emm mjög háð inn- flutningi á landbúnaðarvömm og getum ekki breytt því. Þar er meðal annars um að ræða komvömr, sykur, ávexti og fóðurvömr. Þessar vömr hafa þó yfirleitt fram yfir aðrar land- búnaðarafurðir að geymsluþol þeirra er meira og víðar er hægt að leita fanga um innkaup. í sama blaði og vitnað var til áðan seg- ir að vísu að við þurfum engu að kvíða í þessu efhi þvi að við höfum fiskinn. Viðmiðunarverð Vegna þess að þjóðir heims leggja áherslu á að vera að miklu leyti sjálf- um sér nægar um landbúnaðarvömr hefur víða verið rekin sú stefna að vemda landbúnaðinn með ýmsum ráðum. Lengst af hafa innflutnings- höft verið einna drýgst, fyrir utan eðlilegar takmarkanir vegna sýking- arhættu. Nú hafa menn sannfærst um að innflutningshöft séu sjaldnast af hinu góða og best sé að hafa við- skipti sem frjálsust. Á vettvangi GATT hefur verið unnið mikið starf á því sviði, en þó vantar töluvert á að náðst hail samkomulag um landbún-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.