Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.08.1993, Blaðsíða 9
i Fimmtudagur19. ágúst 1993 Tíminn 9 aðarmálin. Vonir standa til aðviðun- andi árangur náist í þeirri lotu sem stendur yfir þessi árin. Stefnt er að því að opinber stuðningur minnki á árabili og er svo ráð fyrir gert að heimildir til að stuðnings við land- búnaðar-vörur í milliríkjaviðskiptum lækki um 36%. Við það munu milli- ríkjaviðskipti aukast, en þó ekki mjög mikið, þar sem sett viðmiðun- arverð er svo lágt að þó að tollvemd Iækki um 36% mun það sjaldnar duga. Við getum sett upp dæmi í einföld- um tölum til þess að skýra hvemig við-miðunarverðið er notað til vemdar. Hugsum okkur að í heima- landi einhverrar vöm sé verðið 300 kr. Þessa vöru værí að jafnaði hægt að fá innflutta á 200 kr. Lægst verð í milliríkjaviðskiptum, sem jafnframt væri gert að viðmiðunarverði væri 120 kr. Tollur eða verðjöfnunargjald hefur gjaman verið mismunurinn á innlendu verði og viðmiðunarverði, en nú skulum við lækka það gjald um 36%. Verðið á innfluttu vömnni væri þá 200+115 = 315 kr., eða 15 krónum hærra en innlenda verðið, eða 5% hærra. Þar við bætist kostn- aður. Nú getur viðmiðunarverðið að sjálfsögðu verið hærra en greinir í þessu dæmi og myndi það auðvelda innflutning. Þó að ekki sé réttlætanlegt að nota viðmiðunarverð það sem sett hefur verið til þess að meta raunvemlegt verðlag, getur verið fullkomlega rétt- mætt að nota það til samanburður. Þó þarf að hafa mikla aðgát. Það get- ur verið auðvelt að nota viðmiðunar- verð til nálgunar í samanburði á verðlagi landbúnaðarafurða á Norð- urlöndum, eins og gert er í skýrslu Hagfræðistofnunar til Norrænaráð- herraráðsins. Hins vegar er fráleitt að draga af því ályktanir um raun- verulegt verð eins og gert er í frétta- tilkynningu Iðnaðar- og viðskipta- ráðumeytisins frá 4. ágúst, en þar stendun “Könnunin leiddi í ljós að íslenskir neytendur gætu sparað sér tæpa 6 milljarða ísl. króna á verðlagi ársins 1993 með því að fá land-bún- aðarvömr á heimsmarkaðsverði.” Alþjóðlegur saman- burður Kauplag í heiminum er mjög mis- jafnt og verðmyndun ólík og torveld- ar það allan raunhæfan samanburð en gefúr óvönduðum strákum mikla möguleika á að láta ljós sitt skína á kostnað sannleikans. í einu landi geta þjóðartekjur numið 30.000 doll- urum, en í öðm 300 dollurum. Þetta segir ekki að lífskjör í síðara landinu séu aðeins hundraðasti hluti lífskjara í hinu. Sá sem býr í 30.000 dollara þjóðfélaginu verður að greiða allan kostnað sem myndast í nágrenninu á verðlagi sem miðar við 30.000 doll- ara, á meðan hinn greiðir í samræmi við 300 dollara. Vissulega má ætla að sá sem býr við 30.000 dollarana búi við miklu betri Iffskjör, en hlutföllin er allt önnur en tölumar gefa til kynna. Hagfræðingar hafa lengi gert sér grein fyrir þeim vanda í saman- burði sem af þessu leiðir og reyna að taka tillit til þess. Á um það bil einu ári hafa lífskjör í Japan batnað um hátt í 30% í alþjóð- legum samanburði í dollurum mælt, vegna breytinga á gengi yens gagn- vart dollara. í raun hafa lífskjör í Japan sáralítið batnað af þessum sök- um. Á sama tíma hafa lífskjör í mörgum ríkjum Evrópu versnað um tugi prósenta í sams konar saman- burði vegna þess að viðkomandi myntir hafa farið halloka fyrir doll- ara. Það hefur tiltölulega lítil áhrif haft á lífskjörin. Þetta ætti að sýna hversu vandrötuð samanburðarleið- ingeturverið. Heimsmarkaðsverð á prófessorum Ónákvæmur og óvandaður saman- burður getur leitt menn í ógöngur. Þaðmá berasaman margt annað en verð á Iandbúnaðarafúrðum, til dæmis laun. Það má horfa framhjá því að menn lifa í misjöfnu efnahags- umhverfi. Þannig má komast að hin- um undarlegustu niðurstöðum. Þann 24. júlí var upplýst í viðtali í DV að mánaðarlaun prófessora í Kína væru 35 dollarar, en það gerir um 2.500 ísl. krónur. Nú hef ég ekki upplýsingar um laun prófessora al- mennt, en þykist þó vita að þau séu ekki lægst í Kína. En í Kína býr yfir fimmtungur mannkyns svo að það er ekki fjarri lagi að ætla að launin þar geti verið eðlilegt viðmiðunarverð í þeim skilningi sem hér er verið að fjalla um, og þar með heimsmarkaðs- verð í sama skilningi. Miðað við það er markaðsstuðningur við íslenska prófessora á bilinu 98-99% eða meiri en við Iandbúnað. Hér er síst af öllu verið að leggja til að það mat verði lagt á að mark- aðs-stuðningur við íslenska prófess- ora sé 98-99%, þ.e.a.s. að af launum þeirra sé aðeins eitt eða tvö prósent raunveruleg laun á heimsmarkaðs- verði, allt hitt sé styrkur. Þvert á móti er hér verið að vara við þeim vinnubrögðum að taka einstök mál til meðferðar, án þess að gæta nauð- synlegs samhengis, án þess að hafa fúlla yfirsýn. Séu slík vinnubrugð stunduð er auðvelt sýna hvað sem er í hvaða ljósi sem er. Séu slík vinnu- brögð stunduð er dæmið um prófess- oranajafngilt oghvaðannað. Þaðer nauðsynlegt að það komist rækilega til skila að svona má ekki vinna. Lokaorð Það hefúr komið fram hér að fram- an að íslenskar landbúnaðarafúrðir eru dýrar í samanburði við landbún- aðarvörur almennt. Að hluta til er því mætt með niðurgreiðslum eða í- gildi þeirra, eins og víða annars stað- ar. En það breytir að sjálfsögðu engu um heildarverðið. Samdráttur síð- ustu ára hefur valdið greininni erfið- leikum, þannig að erfiðara en ella hefúr verið að ná fram lækkun á verði. Nú síðustu árin hefúr samt verið unnið markvisst að þeim skipu- lagsbreytingum sem nauðsynlegar eru til þess að lækka verðið. Þetta hefur skilað árangri og mun vafa- laust halda áfram að skila auknum árangri á næstu árum. Enginn skyldi samt sem áður reikna með öðru en að íslenskar landbúnaðaraf- urðir verði um langa framtíð meðal hinna dýrari. Það liggur meðal ann- ars í hnattstöðu landsins. Vit- neskjan um það firrir framleiðendur samt sem áður ekki þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera reksturinn eins hagkvæman og frekast er kostur. En það verður Iíka að gera þá kröfu til þeirra sem telja sig þess umkomna að gagnrýna land- búnaðinn, að þeir búi yfir þekkingu á stöðu greinarinnar og ræði mál af á- byrgð. Landbúnaðarmálin eru flókin. Þau eru ekki flóknari hér á landi en annars staðar. Þau verða ekki gerð einföld eingöngu með aðgerðum innanlands. Margtafþvísemfúndið er íslenskum landbúnaði til foráttu er sameiginlegt öllum landbúnaði. Á vegum GATT hefur verið unnið að því að greiða úr alls konar flækjum í heimsviðskiptum. Þar er landbúnað- urinn nú til með-ferðar og þar eru flækjumar hvað mestar. Viðræðum- ar um landbúnaðar-málin hafa geng- ið seint og ágreiningur verið mikill. Þar er annars vegar tekist á um vilja manna til þess að auka frelsi í við- skiptum og hins vegar að vemda landbúnaðarframleiðsluna á þeim svæðum þar sem hún er óhag-stæð- ari. Sums staðar er hún landfræði- lega óhagstæð, annars staðar er hún óhagstæð vegna þess að kaupgjald er með hærra móti, og þjóðir með lægra kaupgjald gætu brotist inn á markaðinn. Það vill svo til að þessi barátta fer oft fram í sama mannin- um, þar sem viljinn til aukins frjáls- ræðis í viðskiptum er í andstöðu við viljann til þess að viðhalda landbún- aðarframleiðslu og kvíðinn fyrir þeim áhrifum sem það kann að hafa á allt samfélagið efnahagslega og menningarlega að veikja landbúnað- inn, eða brjóta hann niður. Höfundur er formaður Vlnnumálasam- bands samvinnufélaganna Má nú vænta annars barns? Leikaramir og hjónin Nicole Kid- man og Tom Cruise hafa í mörg ár óskað sér að eignast barn en ekki tekist fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að þau ættleiddu litla stúlku og skfrðu Isabellu. Hjónin tóku sér frí í sumar frá kvikmyndum og öðru erilsömu félagslífi til að vera saman ásamt dótturinni í friði fyrir forvitni fjöl- miðlanna og njóta þess að vera orðin fjölskylda, leigðu sér lysti- snekkju úti fyrir eynni Sardiníu í Miðjarðarhafi og tóku því óvenju rólega. Engu að síður spurðist til þeirra og ljósmyndari festi á filmu þessar myndir af hamingju ungu hjónanna. Þó var eftir tekið að Nicole, sem venjulegast klæðir ekki af sér fagran líkamsvöxtinn heldur Iegg- ur jafrian áherslu á að sýna grannt mittið ásamt öðru prýði, klæddist nú hólkvíðum bolum og mittis- línan virtist eitthvað hafa breyst. Þá hafði hún hægt um sig, en er venjulega kvik á fæti og nýtur þess að ærslast með manni sínum í sjónum 'og annars staðar. Þau eru til dæmis bæði tvö ákaflega áhugasöm um fallhlífastökk. Að þessu sinni var það eiginmaður- inn einn sem skemmti sér við stökk og sund og siglingar á sjó- sleðanum meðan þær mæðgur horfðu á og klöppuðu honum lof í lófa fyrir hreystina. Aðeins einu sinni allan tímann fóru þau í land og fengu sér létta göngu á eynni. Þykir mönnum nú ekki leiki vafi á að Nicole sé ófrísk, þegar þau hjónin loksins slappa af í sælu sinni yfír litlu dótturinni. Vænta má að sælan tvöfaldist þegar þau eignast einnig sitt eigið bam inn- an árs. Tálsmaður hjónanna segir aftur á móti að enginn fótur sé fyrir slíkum fréttum því framund- an sé afer erilsamur tími í leikara- starfi frúarinnar - en myndimar tala sínu máli hvað sem hver seg- ir. Tom undirbýr leik á seglbrettinu og Nicole horfir á. Hjónin á léttri göngu. Er leikkonan örlítiö framsett- ari en venjulega? Nýbökuö móöir og dóttirin Isa- bella I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.