Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. ágúst 1993 Tíminn 5 Michelle Davia, fjárbóndi í Vermont: Hreinar vörur á Bandaríkja- markaði Hér á eftir fer erindi Hichelle Dxvia sem flutf var á aðalfundi Landsambands kúabænda á Blönduósi í vikunni. Frú Davia er flárbóndi í Vermont í Banda- ríkjunum og sérhæfir sig í eldi á Jífrænt ræktuðu fé“ og sölu á því. Hún hefur jafnframt aðstoð- að nokkra bændur á Nýja Sjá- Iandi við að fá vörur sínar merktar sem .Jireinar vörur" og flytur hún inn og selur sauðflár- og nautakjöt í Bandaríkjunum. „Þær vörutegundir sem sýna mikinn vöxt í sölu á Bandaríkja- markaði í dag eru hreinar og ómengaðar búvörur, þar á meðal kjötvörur. Á meðan borgarbúar fjarlægjast þá lifnaðarhætti sem fylgja því að búa í sveit hafa þeir minni vitn- eskju um það hvemig og undir hvaða kringumstæðum kjötið sé framleitt hjá bændum. Vegna þess hversu erfitt er oft að öðlast óháða vitneskju um hvemig framleiðslan fer fram, hefur hluti neytenda fari að spyija sig meira um framleiðsluhætti hjá bænd- um. Þeir em einnig oft vantrúað- ir á staðhæfingar bænda um hreinleika og meðferð þeirra af- urða sem þeir framleiða. Þessar áhyggjur bandarískra neytenda og vantrú á staðhæf- ingum þarlendra bænda er ein- stakt tækifærí fyrir íslenska bændur. Á Bandaríkjamarkaði byijið þið með hreinan skjöld. Ykkur ber að nota þetta tækifæri sameiginlega á vel skipulagðan hátt og skapa ímynd í hugum bandarískra neytenda um ísland sem hreint og fagurt land. Vinna verður ötullega að því að við- halda slíkri fmynd í hugum neyt- enda. Hvemig náið þið þessum markmiðum? Hvemig hafið þið áhrif á þessa ímynd? Það em tvær leiðir opnar til að komast inna á Bandaríkjamarkað. Ein leiðin er að selja vömna ódýrt. Þetta þýðir að oft þarf að bjóða vömna á lægri verðum en bjóðast frá þjóðum þriðja heimsins. Með þessu móti hafið þið litla stjóm á markaðnum, en honum er stjóm- að af þeim sem geta boðið ódýr- ustu verðin. Það er erfiðleikum bundið að koma inn á Bandaríkja- markað með þessum hætti, en ef farið er þangað á lágum verðum er um litla framtíðarmöguleika að ræða og ísland myndi skapa sér ranga ímynd í hugum neytenda. önnur leið til þess að koma inn á Bandaríkjamarkað er að fræða neytendur um hreinleika ís- lenskra búvara, ná stjóm á mark- aðseiningunni og skapa rétta ímynd fyrir íslenskan landbúnað. Hluti neytenda í Bandaríkjunum borgar fýrir gæði sem hægt er að tryggja og þeir geta treyst. Að skapa þetta traust og þessa ímynd er hvorki auðvelt né ódýrt Það er heldur ekki eitthvað sem þið getið gert á eigin spýtur. Marláðssetn- ing f Bandaríkjunum er með ein- dæmum flókin og fylgir henni mikil skriffinnska til að fó inn- flutningsleyfi. Mikil samkeppni er og oft er mikinn hagnað að hafa en til þess að árangur náist þarf að þekkja vel til. Það em mörg fyrir- tæki sem notfæra sér reynsluleysi nýrra innflutningsaðila á Banda- níkjamarkaði, það ber því að var- ast óprúttna aðila sem lofa öllu fögm. Það em mjög misjafnar kröfur sem markaðir gera eftir svæðum, árstíma og oft eftir dreifingaraðil- um. Kaupsýslan hf hefur skilning á þessum málum og hefúr kynnt sér þá möguleika og kröfur sem gerðar em. Síðastliðin ellefu ár hef ég unnið að sölu á hreinu og ómenguðu lambakjöti frá sauðfjárbúi sem ég á og frá fleiri sauðfjárbændum f hinum ýmsu fylkjum Bandaríkj- anna. Við emm í þeirri aðstöðu að vera fyrsta og eina fyrirtækið í Bandaríkjunum sem hefur opin- bera viðurkenningu og stimpil bandaríska landbúnaðarráðuneyt- isins sem staðfestir að um hreint og ómengað lambakjöt sé að íslenskt sauðfé, lífrænt ræktað fé íháum gæðaflokki. ræða. Síðustu árin höfum við einnig flutt inn nýsjálenskt lambakjöt frá bændum sem standast þær kröfúr sem við ger- um til okkar eigin framleiðslu. Lambakjötinu er dreift til versl- unarkeðja vítt og dreift um Bandaríkin og einnig í gegnum nokkra heildsöluaðila. Við höfúm náð mjög góðu samstarfi við hina mismunandi aðila á helstu mark- aðssvæðum í Bandaríkjunum. Ef þið viljið vinna í gegnum Kaupsýsluna og mitt fyrirtæki og skapa ímynd og tækifæri fyrir ís- lenskt nautakjöt á raunhæfum grunni, get ég hjálpað ykkur með að nýta þau sambönd og söluaðila sem þarf að vinna með á öllum helstu mörkuðum sem sækjast eftir hreinu og ómenguðu kjöti. Það tekur tíma og fjármagn að skapa þá ímynd og umgjörð sem ber íslensku nautakjöti, tækifærin eru fyrir hendi. Þegar búið er að komast í gegnum þá skriffinnsku- og pappírsvinnu sem felst í því að fá viðurkenningu fyrir hreinar og ómengaðar afúrðir, verður ykkur ljóst að ekki er hlaupið að því að komast inn á þessa markaði. Hins vegar er það einnig besta vömin gegn samkeppni og lágum verð- um, en aðeins fást leyfi ef hægt er að tryggja að hægt sé að standa við hreinleika vörunnar.“ Oslóbandalag fíórða áratugarms Small States In Yeara of Depression: The Oslo Alllance 1930-1940 efUr Ger van Roon Van Gorcum, Assen/Maastrlcht í formála sfnum segir Ger van Roon: Jixr ( gleymsku er fallin saga efna- hagslegrar og stjómmálalegrar sam- vinnu 1930-1940 á milli Osló-ríkj- anna, eins og þau voru nefnd, Svíþjóð- ar, Noregs, Danmerkur, Hollands, Belgíu, Luxemborgar og Finnlands, þótt skjöl um hana séu varðveitt" „Samvinna þeirra hófst í desember 1930 með undirritun viðskiptasamn- ings f Osló, sem hún var við kennd, að undirlagi J. L. Mowinckel, forsætis- ráðherra Noregs og utanríkisráð- herra. Fmmkvæði að samningnum í Osló höfðu upphaflega haft Iftil ríki í þvf skyni að draga úr hömlum á við- skiptum og að styðja þannig Þjóða- bandalagið til að draga úr áhrifúm kreppunnar. Að undanskildum Belgfu, Luxemborg og Finnlandi mynduðu Oslóhópinn þau ríki sem saman höfðu unnið sem hlutlaus ríki f fyrri heims- styijöldinni og síðan frá 1918 sem fyrrverandi hlutlaus ríki „önnur lönd höfðu til marks um til- vist bandalags Oslóríkjanna, auk tví- hliða samskipta þeirra, samráð utan- ríkisráðherra þeirra í Genf og fundi háembættismanna þeirra... A sam- vinnu Oslóríkjanna reyndi fyrst á síð- ari hluta ársins 1931. Gagnstætt Norðurlöndunum felldu Belgía og Holland ekki gengi gjaldmiðils síns, eftir að Bretland felldi gengi sterlings- pundsins og tók það af gullfæti. Að auki hugðust þau hafa þjóðlega „virka" stefnu í viðskiptamálum og tóku upp kerfi (innflutnings-)kvóta, sem þau létu Ifka taka til annarra ríkja í Oslóbandalaginu. Olli það nokkrum fáleika á milli Norðurlanda annars vegar og hins vegar Hollands og Belg- íu eins og duldist ekki f júnf 1932, þegar Norðurlönd voru ófús að unir- rita Ouchy-samkomulagið sem Hol- land, Belgía og Luxemborg höfðu haft forgöngu um að frumkvæði Belga. Bar þá líka til að Bretland bjóst til að undirríta efnahagslegt samkomlag við lönd í breska samveldinu, en (að draga úr viðskiptum við) meginland Evrópu. Taldi Bretland sig þurfa að mótmæla Ouchy-samkomulagsgerðinni með til- liti til gildandi samninga sinna við Holland og Belgfu. Einmitt sú staða mála, að Bretland kaus að undirríta Ottawa-samkomulagið fremur en að styðja Ouchy-samkomulagsgerðina leiddi til þess að Holland og Belgfa þokuðust til sammæla við Þýskaland." „Samvinna á milli Oslóríkjanna réðst af pólitískum sjónarmiðum eftir inn- rás ítala í Abbesfníu og hervæðingu Rínarhéraðsins 1935 og 1936. Gott faeri ætti þó að hafa verið til frekara samstarfs þeirra á milli af pólitískum og hemaðarlegum toga. Raunar höfðu Belgfa og Holland haft hug á pólitísku samstarfi allt frá upphafi. ...týskaland áleit sér hættu búna af endurupptöku efnahagslegrar samvinnu á milli Osló- ríkjanna... Þótt sænskir og hollenskir sósíaldemókratar hvettu mjög til virkrar stefnu gagnvart Þýskalandi, kusu flest Oslóríkin óbreytt ástand sem lið f „hinu svonefhda raunsæi" og virtust lítt meðvituð um sögulegan og efnahagslegan styrk sinn gagnvart Þýskalandi. Ráðstefnan í Kaupmanna- höfn í júlí 1938 er gott dæmi um það. Frammi fyrir hugsanlegum átökum á milli Þýskalands og Tékkóslóvakfu kusu Oslóríkin að vera hlutlaus."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.