Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 25. ágúst 1993 8 Tíminn Landsþing LFK 6. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið 8.-10. okt. nk. ð Hallormsstaö og hefst að kvöldi þess 8. t-ramKvæmattsyom Aðalfundur Skúlagarðs hf. Aöalfundur I hlutafélaginu Skúlagarði hf., fyrir starfsáríö 1992, veröur haldinn I húsnæöi félagsins viö Lækjartorg, Hafnarstræti 20, 3. hæö, mánudaginn 30. ág- úst 1993 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins III. kafla, grein 3.4. 2. Onnur mál. Stfdmán Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregiö var I Sumarhappdrætti Framséknarflokksins 9. ágúst 1993. Vinningsnúm- er eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 2662 2. vinningur — 28222 3. vinningur — 32521 4. vinningur — 4604 5. vinningur—15511 6. vinningur — 4209 7. vinningur — 6912 8. vinningur—19425 9. vinningur — 21816 10. vinningur — 32868 11. vinningur —13957 12. vinningur — 13631 13. vinningur — 35632 14. vinningur — 29225 15. vinningur—12778 Ögreiddir miöar eru ógildir. Vinnings sjal vitja innan árs frá útdrætti. Frekarí upp- lýsingar enr veittar I slma 91-624480. FramsóknariloMawinn Miðstjónarfundur SUF veröur haldinn 27. agúst nk. I Iþrbttakennaraskólanum ð Laugarvatni og hefst hann Id. 19.00. Dagskrá: 1. Setning 2. Skýrsla stjómar 3. Ályktanir 4. Önnur mál Héraðsmót framsóknar- manna í Skagafiröi veröur haldið I Miðgaröi laugardaginn 28. ágúst Dagskrá: Ávarp Jón Kristjánsson alþingismaöur. Söngur Mánakvartettinn á Sauöárkróki, viö hljóöfærið Heiödls Lilja Magnús- dóttir. Einsöngun Jóhann Már Jóhannsson, viö hljóöfæriö Sólveig S. Einarsdóttir. Gamanmál Jóhannes Kristjánsson. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur og syngur fýrir dansinum. Allir velkomnir. SQómin Stefna ‘93 — Ráðstefna um sveitarstjómarmál verður hald- in laugardaginn 28. ágúst í íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Ráðstefnustjóri: Þorvaldur Snorrason, formaöur FUF Ámessýslu. Dagskrá 10.00-10.10 Setnlngarávarp, Siguröur Sigurösson, fomiaður SUF. 10.10- 11.50 FramsöguerindL 10.10- 10.35 ÓlafurOrn Haraldsson: Markmiö og vandamál v/sameiningar sveitarfélaga. 10.35-11.00 Diffa Sigfusdóttir Heppileg stærö sveitarfélaga, samelning sveitar- félaga. 11.00-11.25 Jón Kristjánsson: Verkaskipting rikis og sveitarfélaga. 11.25-11.50 PáR Magnússon: Sveitarstjómarmál meö augum ungra. 12.00-13.00 Hádegteveröur 13.00-13.30 Ávarp, Halldór Ásgrimsson, varaformaöur Framsóknarflokksins. 13.30- 15.00 PaBorösumræöur. Stjómandi Sigurður Sigurösson, formaöur SUF. Þátttakendur: Drlfa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Keflavlkur. Isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli. Magnea Amadóttir, bæjarfulltrúi I Hverageröi. Magnús Stefánsson, sveitarstjóri á Grundarfiröi. Ölafur Öm Haraldsson, framkvæmdastjóri umdæmanefndar SASS: Páll Magnússon, formaöur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Kópavogi. Siv Friðlerfsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjamamesi. 15.00-15.10 Ávarp, Ólafla Ingólfsdóttir, formaöur KSFS. 15.10- 15.20 Ávaip, Jón Helgason alþingismaður. 15.20-15.30 Avarp, Guöni Ágústsson alþinginsmaöur. 15.30- 16.00 Kaffihlé 16.00-17.30 Hópvinna. 17.30- 18.00 Hópar sklla álltL 18.00-19.30 Sælustund. 19.30- 21.00 Kvöldveröur. 21.00-7777 Sameining svettarfélaga? Maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi Höskuldur Ottó Guðmundsson frð Randversstööum Brelðdal, Bjargarstfg 17, Reyltjavfk lést þann 23. ágúst á öldmnardeild Landa- kotsspitala. Útförin veröur auglýst sföar. Inglbjörg Valdimarsdóttlr og aðrlr vandamenn. j Amnesty Intemational: Akall um hj álp! - Júlí 1993 Kína Zhang Ruiyu er 55 ára kristin kona. Hermt er að lögregla haft barið hana áður en hún var handtekin 1990 og óttast er að hún sæti áfram harðræði í fangelsinu. Zhang Ruiyu hefur tvisvar áður set- ið í fangelsi, alls í sjö ár, fyrir trúboð. Eftir að hún var látin laus í apríl 1989 hélt hún einkatrúarsamkomur á heimili sínu. 31. maf 1990 er hermt að hópur manna úr PSB-ör- yggislögreglunni hafi ráðist inn á heimili hennar og gert upptækar biblíur og bækur um trúarleg efhi. PSB-mennimir brenndu andlit hennar með rafmagnsbareflum og kýldu hana svo harkalega að margar tennur brotnuðu. Eftir þetta varð hún oft fyrir ofsóknum og barsmíð- um lögreglu og að endingu var hún handtekin 25. ágúst 1990. Eftir handtökuna var henni haldið í marga mánuði í fangelsi án þess að nokkrar upplýsingar væru gefnar um mál hennar. Zhang Ruiyu tilheyrir Nýja Testa- mentiskirkjunni í Fujian-héraði. Þetta er mótmælendasöfnuður sem yfirvöld á staðnum hafa bannað. Hún kom fyrir rétt í apríl 1991 og var dæmd í september sama ár í fjög- urra ára fangelsi fyrir andbyltingar- áróður, fyrir þær sakir að því er virð- ist að hún hélt ólöglega fundi og átti í bréfaviðskiptum við útlendinga. Hún situr í kvennafangelsi f Fujian í Kína. Gerið svo vel að biðja stjóm Kína að sleppa Zhang Ruiyu þegar í stað úr fangelsi án nokkurra skilyrða og láta rannsaka hvort gmnur um harðræði er á rökum reistur. Ef svo er, að þeir, sem bera ábyrgð á því, verði leiddir fyrir rétL Premier Li Peng Cuowuyuan 9 Xihuangchenggenbeijie Beijingshi 100032 People’s Republic of China Kuwait Zahra Muhammad ‘Abd al-Khaliq, 24 ára jórdönsk kona, var dæmd fyr- ir „samvinnu" við íraka á hemáms- tímanum og afþlánar tíu ára fangels- isdóm í Central-fangelsinu í Kuwait. Hún var ekki sökuð um að hafa hvatt til ofbeldis eða hafa beitt ofbeldi. Hún er því samviskufangi. Zahra var ritarí á kúveiska dagblað- inu al-Qabas, þegar yfirstjóm Iraks- hers lét loka því eftir hemám íraka og lét þess í stað gefa út blað sem nefndist al- Nida’. Hún bar fyrir rétti að hún hefði fyrst neitað að starfa fyrir nýja blaðið, en íraskir hermenn komu heim til hennar, tóku vegabréf hennar og þvinguðu hana til að vinnavið al-Nida’. í apríl 1991, eftir að stjóm Kuwaits hafði aftur fengið völdin í sínar hendur, var Zahra handtekin og sök- uð um að hafa unnið fyrir Iraka. Hún segir að sér hafi verið hótað öllu illu meðan hún var í haldi og að hún hafí ekki fengið að hitta lög- fræðing sinn fyrir réttarhöldin. Her- dómstóll dæmdi hana og 14 aðra starfsmenn al-Nida’ fyrir samvinnu Frá Kuwait við hemámsliðið. Sex menn voru dæmdir til dauða, en síðar var dóm- unum breytt í lífstíðarfongelsi. Aðrir vom dæmdir í tíu ára fangelsi. Her- dómstóllinn kom saman f maí og júní 1991 og dæmdi 101 mann fyrir sömu sakir. Réttarhöldin vom aug- ljóslega hlutdræg. Mörgum verjend- um var meinað að ræða við skjól- stæðinga sína og þeir fengu ekki að yfirheyra vitni saksóknara. Sumir vom dæmdir eingöngu á gmndvelli Játninga" sem knúnar vom fram með pyntingum. Öllum var neitað um rétt til að áffýja. Þessi réttarhöld héldu áffarn þar til herlögum var af- létt í Kuwait í lok júní 1991. Þeir, sem höfðu verið handteknir meðan herlög giltu, fengu að dúsa áfram án dóms þar tií í apríl 1992. Þá hófust yfirheyrslur fyrir ríkisöryggisdóm- stóli, en réttargangur þar stenst heldur ekki alþjóðalög um hlutlausa dómstóla. Einn maður hefúr verið líflátinn á gmndvelli dóms ríkisör- yggisdómstólsins. Gerið svo vel að senda kurteis bréf og biðja um að Zahra Muhammad ‘Abd al-Khaliq verði látin laus úr fangelsi. His Highness Shaikh Sa’ad al- ‘AJbddallah al Sabah Prime Minister Al-Diwan al-Amiri Kuwait Angóla Pedro Katenguenha, ljósmyndari á sextugsaldri, var í hópi þeirra sem stjómarherinn í Angóla eða menn, sem hann hafði undir vopnum, skaut á í Benguela í janúar, fyrír það eitt að láta í ljós stuðning við UNITA- hreyfinguna (National Union for the Total Independence of Angola). Með friðarsamningnum 1991 virtist endi bundinn á 16 ára stríð milli UN- ITA og stjómarinnar MPLA (People’s Movement for the Liberation of An- gola). Átök urðu samt eftir þing- kosningar í september í fyrra, sem eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna lýstu þó að mestu frjálsar og óháðar. Stjórnarflokkurinn MPLA vann, en Unitamenn töldu að MPLA hefði haft í frammi kosningasvik. Þeir endur- skipulögðu her sinn og lögðu undir sig borgir og bæi. Bardagar byrjuðu í höfuðborginni Luanda í lok október, meðan þar stóðu yfir viðræður um sættir. Stjómarherinn réðst á Unita- menn og borgarbúa. Herlögregla gerði húsleit að stuðningsmönnum Unita með aðstoð vopnaðra borgara. Mörg hundmð manna fórust eða vom drepnir af ásetningi. Hundmð annarra vom fluttir í fangelsi, sumir „hurfu". Tugir vom fluttir í grafreit og teknir af lífi. Ijanúar réðust stjómarhermenn og borgarar á Unitamenn í Benguela og Lubango. Pedro Katenguenha var í hópi þeirra tuga manna sem vom drepnir. í þessum hópi var einnig meðal annarra prestur mótmæl- endakirkju, sem var dreginn út af heimili sínu og skotinn fyrir framan fjölskyldu sína. Unitamenn drápu einnig þá sem gmnaðir vom um stuðning við stjómina á svæðum, sem þeir réðu fyrir kosningarnar, og í þeim hémð- um, sem þeir lögðu undir sig eftir þær. í Benguela-héraði einu er hermt að Unita hafi drepið tugi manna síðarí hluta ársins 1992. Gerið svo vel að skrifa ríkisstjóm- inni og biðjið um rannsókn á dauða Pedros Katenguenha og annarra stuðningsmanna UNITA og að þeir, sem stóðu að drápi hans, verði leidd- ir fyrir rétt. Sua Excelencia Presidente José Eduardo dos Santos Gabinete da Presidenda da República República de Angola Grímur S. Runólfsson Fæddur 19. október 1925 Dáinn 16. ágúst 1993 Kveðja firá KFR Mánudaginn 23. ágúst sl. var til moldar borinn Grímur S. Runólfs- son. Með Grími er fallinn frá góður drengur, sem burtkallaðist alltof snemma, en hann hafði átt við þrá- látan sjúkdóm að stríða síðustu árin. Kjördæmissamband framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi vill með þessum fátæklegu orðum kveðja fyrrum formann sinn, en Grímur var formaður KFR árin 1980-1982. Það er álit þeirra sem störfuðu með honum að þar hafi far- ið saman góð yfirsýn og einstakt lag á að fá menn til að starfa fyrir flokk- inn. Hann var ráðagóður og menn hlustuðu á það sem hann hafði til málanna að leggja. Ætíð bar hann sáttarorð á milli og allir treystu hon- um. Þegar Grímur óskaði eftir því að láta af formennsku KFR vegna anna, og þá þegar var sjúkdómurinn farinn að taka sinn toll, var þess faríð á leit við hann að taka að sér það vanda- verk að veita formennsku uppstill- ingamefnd flokksins í Reykjanes- kjördæmi fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Það gerði hann með sóma eins og allt annað sem hann tók að sér fyrir Kjördæmasambandið. Allir treystu Grími. Fyrir þetta og margt fleira sem verður ekki tíundað hér vill Kjör- dæmasambandið þakka. Við í stjóm KFR höfum misst góðan félaga og ráðgjafo, sem svo auðvelt var að leita til og fá svör sem öllum líkaði, en stærri er missir fjölskyldu hans. Við sendum Katrínu konu hans og bömum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góðan félaga lifir. Stjóra KFR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.