Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. ágúst 1993 Tíminn 7 Endurmenntunarstofnun býður upp á nám í fjölskyldumeðferð: Mið tekið af íslendingum 16 hestartil Bandaríkjanna: Stóriækkun á flutningskostnaði Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands býður upp á tveggja ára nám í Qölskyldumeðferð næsta haust fyrir fagfólk f félagsmála- og heil- brigðisþjónustu. Ráðgjafa- og fræðsluþjónustan Tengsl hf. skipuleggur námið í sam- vinnu við „Institut för Fimiljeterapi“ í Gautaborg. Tekið verður mið af aðstæðum, menningu og sérstöðu íslensku fjöl- skyldunnar. Aðalkennarar verða Nanna K. Sigurðardóttir MSW og fil. dr. Sigrún Júlíusdóttir frá Tengslum en ráðgjafar og gestakennarar verða Kristín Gústavsdóttir og Karl Gustaf Piltz. -GKG. 16 hestar fóru á föstudaginn til Bandaríkjanna með Eimskipi í sér- smfðuðum gám í eigu Jóns Frið- rikssonar, bónda á Vatnsleysu í SkagafirðL Hestamir eru aðallega í eigu Jóns og Sigurðar Sæmunds- sonar, bónda og tamningamanns í Holtsmúla í LandsveiL Akaflega dýrt hefur verið að flytja hesta til Bandaríkjanna og hefur það háð útflutningi mjög mikið. Þó eru aðrar þjóðir á kafi í þessum útflutn- ingi og Þjóðverjar fremstir. Fyrir sæmilegan töltara borgar Banda- ríkjamarkaður um 5 til 6 þúsund dollara eða um fjögur hundruð þús- und krónur. Þó má ætla að góðir reiðhestar fari á miklu hærra verði, enda er mjög mikil reiðmennsku- hefð í Bandaríkjunum, en almenn- ingur á mjög erfitt með að kaupa og annast hina stóru og dýru amerísku hesta, t.d. kúrekahestinn svokallaða. Að sögn Víðis Aðalsteinssonar hjá flutningasviði Eimskips, þá hefur fé- lagið núna teygt sig jafti langt og mögulegt er til að lækka flutnings- kostnað á hrossunum og er óstað- fest tala í því sambandi, skv. heim- ildum blaðsins, um kr. 38 þúsund á hesL Ofan á það kemur svo fastur kostnaður í Bandaríkjunum um 1300 dalir, þegar hrossin eru sett í sóttkví og blóðprufur. Sóttkvíin er fjórir dagar fyrir hesta frá íslandi, en hross sem koma frá Þýskalandi þurfa að vera í 8 daga í sóttkví. Áður fyrr sló Eimskip þessum kostnaði saman í eina tölu og var þá flutningskostnaður óheyrilega dýr. Núna hefur tekist að fá innfutnings- aðilana úti til þess að takast á við er- lenda kostnaðinn og er flutningur- inn þá skv. heimildum blaðsins dott- inn niður í kr. 38 þúsund á hest sem áður segir. Að sögn Víðis taka útflytjendur nokkra áhættu með þessari send- ingu, en eðlilegt hefði þótt að láta reyna á alla þætti málsins í Banda- ríkjunum og senda hestana úr landi. Því hefði Eimskip teygt sig langt í samkomulagsátt með lækkun far- gjaldanna. Þama væri svo sannar- lega mikill markaður fyrir hendi ef Bandaríkjamönnunum líkuðu hest- arnir. Eðlilegt væri líka að réttir að- ilar reyndu að hafa áhrif á að hið op- inbera félli frá sóttkvíakostnaði á ís- lenskum hestum til Bandaríkjanna, þetta væri bara dýrt formsatriði sem varla væri réttlætanlegt að krefjast á hrossum frá íslandi. Þar í landi væri þetta þó stórpólitískt mál og ekki leyst eftir öðrum leiðum. Verðlags- eftirlit o. fl. spilaði einnig inn í þetta og væm Bandaríkjamenn ákaflega fastir fyrir með svona atriði. Víðir sagði að þeir Eimskipsfélags- menn hefðu langa reynslu í að tak- ast á við undarlegar kröfur og erfi- leika í útflutningi á íslensku hest- umnum. í Evrópu væri þetta þannig að Evrópubandalagið setti ákaflega flóknar reglur um innflutning á hrossum inn á svæði þess, t.d. varð- andi heilbrigðis- og uppmnavott- orð, síðan krefðist hvert land líka síns eyðublaðs og forms fyrir sín vottorð, þau væm reyndar jafn mörg og löndin þrátt fyrir að allir væm í Evrópubandalaginu sjálfu. Á heims- meistaramótinu í Hoílandi hefði svo komið upp ákaflega fyndin staða með hestana sem Eimskip sá um, at- hugasemdir þarlends dýrlæknis um hestana hefðu ekki verið teknar gildar vegna þess að þær vom hand- skrifaðar en ekki vélritaðar. Þetta at- riði, sem leit út fyrir að verða stór- mál, leystist þó fljótt þegar ritvél kom í leitimar. Vonandi breyttist þó þetta allt til batnaðar með EES samningunum, sagði Víðir. - GTK Búnaðarsamband Austuriands andvígt framkomnum tillögum um breytingu Stéttarsambandsins: Sameining Stéttarsam- bands og Búnaðar- er markmiðið félags Andsta&a við framkomnar tillögur um breytingar í samþykktum Stéttarsam- bands bænda kemur fram f samþykkt a&alfundar Búna&arsambands Austur- lands. Lagt er til að samþykktum SB ver&i eldd breytt að svo stöddu, heldur lögö höfu&áhersla á að heildarendur- skoðun fari fram á félagakerfi bænda. Við þá endurskoðun vill BA að haft verði að leiðarljósi að Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands sameinist í ein heildarsamtök sem haldi einn árlegan landsfund. í öðru lagi að búnaðarsam- bönd verði þungamiðja félagskerfisins og vægi þeirra á landsvísu fari eftir fjölda bænda á hverju sambandssvæði. Og í þriðja lagi að hreppabúnaðarfélögin verði áfram grunneiningar búnaðarsam- banda, nema að bændur á viðkomandi svæði kjósi annað fyrirkomulag sem byggi á jöfhum atkvæðisrétti bænda. Komi til þess að breytingar verði gerðar á samþykktum Stéttarfélagsins á næsta aðalfundi þess án meira samráðs við bændastéttina þá óska aðalfundarfull- trúar Búnaðarsambands Austurlands eftir því að tillit verði tekið til tillagna og athugasemda sem Stéttarsambandinu hafi borist frá einstökum búnaðarfélög- um á Austurlandi. , ERTU UTFLYTJANDI? EÐA VILTU FLYTJA ÚT? GÓÐURÁRANGUR Útflutningsráð íslands, í samvinnu við íslandsbanka, Iðnlánasjóð og Stjórnunarfélag íslands, hefur ákveðið að bjóða á nýtil verkefnisins ÚTFLUTNINGSAUKNING OG HAGVÖXTUR, vegna hins góða árangurs sem náðst hefur ífyrri skiptin. FYRIRTÆKI í FRAMLEIÐSLU OG ÞJÓNUSTU Verkefnið er ætlað fyrirtækjum íframleiðslu og þjónustu sem framleiða útflutningshæfa vöru eða þjónustu. Ahugi á að hefja útflutning eða treysta þegar hafinn útflutning er skilyrði og fjárhagslegur grundvöllur verður að vera fyrir hendi. ÞRÍR DAGAR Á MÁNUÐI Ef þú tekur þátt í þessu verkefni þarft þú að verja þremur dögum á mánuði til aðgerða sem tengjast verkefninu. Tveir dagar í hverjum mánuði fara í vinnufund í Reykjavík og einn dagur fer í starf innan fyrirtækis þíns með ráðunauti. Þú þarft einnig að verja um það bil einni viku til kynnisfarar á valið markaðssvæði. SEPTEMBER ’93 - JÚNÍ ’94 Áætlað er að verkefnið hefjist í september 1993 og að því verði lokið i júní 1994. Kostnaður hvers fyrirtækis er 340 þúsund, sem greiðast í áföngum meðan á verkefninu stendur, en íslandsbanki, Iðnlánasjóður og Útfltningsráð bera meginhluta kostnaðar. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér til Hauks Björnssonar, verkefnisstjóra hjá Utflutningsráði ísiands, og veitir hann allar nánari upplýsingar. /0 /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS ÍSLENSKT VE/TÁ GOTT LÁGMÚLA 5 108 REYKJAVÍK SÍMI 91 688777 MYNDSÍMI 91 689197 NYR ÁSKRIFANDI Nafn áskrífanda: Póstnúmer: Heimilisfang: Simi: Greiðslufyrirkomulag MILLIFÆRSLUBEIÐNI Kort nn Gildir út Ég undimtaður/uð óska hér með eftir að gerast áskrifandi að Tlmanum Kennitala Tíminn Lynghálsi 9.110 Reykjavlk Póstfax 68769. Pósthólf 10240

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.