Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA m reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SlMI 73655 ■abriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Nefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum lætur kanna kosti og galla þess að sameina Suðurnesin í eitt sveitarfélag: Verða Suðurnesin eitt sveitarfélag? Nefnd sem vinnur aö sameiningu sveitarfélaga á Suöurnesjum hefur látiö kanna ítariega kosti þess og galla aö sameina öll sveit- arfólögin á Suöurnesjum í eitt. Veröi af sameiningu sveitarfélag- anna verður hið nýja sveitarfélag þriðja stærsta sveitarfélag landsins meö um 15.500 íbúa. f dag eru sjö sveitarfélög á Suður- nesjum. nefndir nú að tillögum um sam- einingu sveitarfélaga. Á næstu dögum og vikum munu nefndim- ar kynna tillögur sínar, en nefnd- imar á Austurlandi og Norður- landi vestra hafa þegar lagt sínar tillögur fram. Nefndin á Norður- landi eystra mun leggja sína til- lögu fram á aðalfundi samtaka sveitarfélaga í kjördæminu sem haldinn verður 2. og 3. september. -EÓ GarÖabær: Bærinn mun greiða fimm miiljónir fyrir eina viðbótarkennslustund á dag fyrír sjö til átta ára nem- endur f vetur. Að sögn Sig- rúnar Gísladóttur, skólastjóra f Fiataskóla, er tilgangurinn að lengja skóladaginn og koma til móts við foreldra sem sinna hálfú starfi. Sigrún segir að bæjarfélagið standi alfarið straum af kostn- aðinum sem þetta hefur f för með sér. Hún segir að þessi breyting komi þvf öllum nem- endum og foreldrum til góða óháð efnahag. Samtök stofnuð um betri aimenningssamgöngur Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík og formaður nefndarinn- ar, vildi ekki greina frá niðurstöðu skýrslu sem nefhdin hefur látið vinna um kosti og galla þess að sameina sveitarfélögin í eitt. Hann sagði þó að það væru nokkrir stór- ir gallar sem væru samfara svo víðtækri sameiningu, en samein- ingunni fylgdu einnig kostir. Aðstæður á Suðumesjum til að sameina sveitarfélög eru að mörgu leyti allt aðrar en í öðrum lands- hlutum. Á Suðumesjum em nokkur tiltölulega stór sveitarfé- lög. Lítil sveitarfélög þar sem íbú- ar byggja afkomu sfna á landbún- aði em ekki til staðar á Suðumesj- um. Kristján sagði að þessar að- stæður gerðu það að verkum að menn ræði um sameiningu sveit- arfélaga á Suðumesjum á allt öðr- um forsendum en í flestum öðmm landshlutum. Kristján sagði ekki ljóst hvaða til- lögu sameiningamefridin muni koma með, en nefndinni ber að skila tillögu fyrir 15. septembei. Hann sagði að nefndin ætlaði að taka afstöðu til hugmyndarinnar um að sameina öll sveitarfélögin á Suðumesjum í eitt sveitarfélag áð- ur en aðrir möguleikar yrðu rædd- ir. í öllum landshlutum vinna Stofnuð hafa verið samtök sem hafa það að markmiði að vinna að bættum almenningssamgöngum. Samtökin, sem heita Umferðar- samtök almennings, vilja efla vist- vænar samgöngur og bæta að- stöðu fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Samtökin hyggj- ast ennfremur hvetja til aðgerða sem dragi úr mengun, hávaða og slysum af völdum farartækja. Aðild að samtökunum geta átt einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki. Samtökin bjóða stjóm- um sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu samvinnu um stefnu- mál sín. Þau ætla að vinna að markmiðum sínum m.a. með út- gáfu- og fræðslustarfsemi. „Stofnun Umferðarsamtaka al- mennings er brýnt og þarft verk sem margir höfðu beðið með óþreyju. Þær tugþúsundir manna á höfuðborgarsvæðinu sem nota ekki einkabfl að staðaldri - af marg- víslegum ástæðum - hafa hingað til ekki átt málsvara til að gæta hags- muna sinna. Stjómmálaflokkar hafa ekki sinnt þörfúm þessa stóra hóps sem skyldi. Borgaryfirvöld hafa því íyrst og fremst tekið mið af hagsmunum og óskum bflasala og bfleigenda við mótun umferðar- stefnu og borgarskipulags,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá samtökunum. Samtökin hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf og farið fram á að allar tillögur um mál sem varði al- menningssamgöngur eða hags- muni fótgangandi fólks og hjól- reiðafólks, verði sendar samtökun- um til umsagnar. Einnig hafa þau farið fram á að fá að hafa áheymar- fúlltrúa á nefndafundum hjá Reykjavíkurborg þegar fjallað er um umhverfis-, umferðar- og skipulagsmál og málefni SVR. í stjóm Umferðarsamtaka al- mennings eru Einar Valur Ingi- mundarson formaður, Óskar Dýr- mundur Ólafsson varaformaður, Amþór Helgason, Jón Kjartansson frá Pálmholti og Elías Davíðsson. ...ERLENDAR FRÉTTIR... LONDON - Tveir Iraskir sendiherrar, annar þeirra fymjm ráðherra, til- kynntu (gær að þeir hefðu ákveðið aö ganga til liös við andstæðinga Saddams Husseins. Talsmaður Irösku stjómarínnar sagði f gær aö mennimir sem heföu verið sendi- herrar landsins I Kanada og Túnis hefðu hætt störfum I utanrikisþjón- ustunni f sföasta mánuöi. LONDON - Breska stjómin varaði f gær breska feröamenn við ferðalög- um f Austur-Tyrklandi, eftir að tyrk- neskum hermönnum auðnaðist að leysa tvo breska ferðamenn úr haldi kúrdfskra uppreisnarmanna. AMMAN - Yasser Arafat, forseti PLO, hefur átt erfitt uppdráttar vegna ásakana um að hann sé helst til of einráður um stjóm sam- takanna, auk þess sem þvl er haldið fram að mikill flótti sé úr samtökun- um. Arafat ráðgaðist við Jórdani og Palestfnumenn áður en hann gekkst til friðarviöræðna viö Israelsmenn. JÓHANNESARBORG - Fjórir lét- ust, þar af fjögurra ára bam, f átök- um hermanna og fólks sem hefur tekiö sér bólfestu f Phola-garðinum, nærri Jóhannesarborg. KAUPMANNAHÖFN - Eftir vel heppnaða aögerö viö að ná þýskum kafbáti frá þvf f sfðari heimsstyrjöld- innni af hafsbotni I danskri lögsögu, hafa komið upp vandamál. Fram- kvæmdaaðilar hafa átt f erfiðleikum með að lyfta kafbátnum upp á flutn- ingapramma og getur það tafiö að hægt verði að opna hann. ANCONA - Nfu særöir Bosnfu- menn, fyrsti hluti þeirra 450 sjúkra og særðra Bosnfumanna sem vista á, á ftölskum sjúkrahúsum voru flutt- ir með flugvél frá heimalandi slnu. Flugvélin lenti á Falconara herflug- vellinum á ftalfu. MOSKVA - Rússneski utanrlkisráð- herrann tilkynnti f gær nýtt samein- að átak Samveldis sjálfstæðra rfkja, til að berjast gegn hryðjuverkum, eituriyfjum, mengun og útbreiðslu gereyðingarvopna. HARARE - Sendimenn Sameinuðu Þjóðanna f Angola, sögöu að ástandiö I landinu væri hræöilegt. Þúsundir væru deyjandi vegna beinna eða óbeinna afleiðinga 'strfðsástandsins þar f landi. UBANON - Skæruliðar skutu f gær eldflaugum að búöum bandamanna Israelsmanna f Suður-Lfbanon og er þetta önnur árás skæruliöa sföan nfu fsraelskir hermenn féllu f valinn f sfðustu viku. BOSNIA - Hjálpariest SÞ með mat og lyf fyrir hina 55 þúsund múslima sem fastir eru i Mostar, var stöðvuð af Króötum f Bosnfu vegna deilna um flutning á llkum króaskra her- manna. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.