Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 25. ágúst 1993 ... MTK Búdapest sem eru andstæöingar KR-lnga I Evrópu- keppnf félagsliöa í knattpyrnu, hafa leikið tvo leiki f ungversku 1. deildinni. Þeir hefa gert eitt jafrrt- efli og tapað einum, um sföustu helgi 3-1 fyrir Raba ETO. MTK er f fjóröa neðsta sæti deildarinnar af sextán liðum. ... fatlandsmótiA f handknattfeik hefst 23. september næstkom- andi og þá mætast eftirfarandi liö: Stjarnan-Haukar, KR-Vfkingur, KA- fBV, FH-Selfoss, Valur-(R, UMFA- Þór Ak. Þessi fyrsta umferö fer fram á fimmtudegi en annars veröur 12 sinnum leikiö á miöviku- dögum og nlu sinrtum á sunnu- dögum. Alltaf veröa ieiknar heilar umferöir og f öilum tilvikum hefjast ieikirnir klukkan20. ... Þýska tonnlsstjaman, Steffi Graf, hefur hlotið hæstu fjár- hæöirnar fyrir aö spila tennis á stórmótum. Vinningsupphæð hennar er 1900 þúsund banda- rikjadalir. Arantxa Aanchez Vicarío frá Spáni kemur næst með tæpa miiljón doilara og þriöja er önnur spænsk stúlka, Conchita Martinez rneö tæpa 700 þúsund dali f verö- launafé. ... Davtd O’Laary getur ekki leikiö meö landsliði íra (knatt- spyrnu þegar það mætir Litháum þann 8. september. Leary, sem er 35 ára, meiddist f leik meö nýja félaginu sfnu, Leeds, gegn Nor- wich á dögunum. Paul McGrath er f leikbanni og getur þvf ekki leikiö með og þvf er taliö liklegt aö landsliösþjálfarinn Jack Charlton velji hinn 37 ára gamla Kevin Mor- an tii leiks fyrir Irlands hönd f 67. skiptiö. Moran mun þá leika við hliöina á Alan Kemaghan f vörn- inni en sá ieikur með Middles- boro. Andy Townsend hefur ekki getað leikið með Aston Villa í sfð- ustu tveimur leikjum vegna meiðsla svo það er spurning hvort hann verði meö gegn Litháum svo og Niall Quirm. ... Paui Gascoigne er greini- iega meira til lista lagt en að spila knattspyrnu meö Lazio á Itallu. Gascoigne hefur nefnilega samíö Ijóð sem verður gef ið út f næsta mánuði. Ljóöiö sem heitir á ensku .Just Me“ eða .bara ég“ samdi Gascoigne eftir bíkarúrslitaleik á Wembley 1991 þegar hann meiddist ilia á hné en það varð upphafið aö langri sjúkrasðgu hans. Meiösiin voru dýr fyrir Gascoígne því hann missti f kjöl- fariö aö milljón punda samningi við Lazio. Ef einhver gróði verður af útgáfu Ijóösins þá mun harm renna til góðgerðarmála. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð Ijóðið hafa mismunandi skoöanir á skáldskap knattspyrnumannsins en einn þeirra sagöi Gascoigne vera betri f Ijóöasmíði en Ijóðskáld I fótbolta! ... Danlr mæta Litháum f kvöld f Kaupmannahöfn f undartkeppni HM og er beðið eftir leiknum meö mikilli eftirvæntingu. í fyrsta lagi þá mun Michael Laudrup lelka meö danska landsliöinu eftir nær þriggja ára bið en Laudrup var óánægður meö stjómun landsliös- ins sem er f hðndum Richard Moll- er Nielsen. Laudrup lék sföast meö Dönum gegn Júgóslavfu f tapleik áriö 1990. (ööru lagi þá er mikil spenna f riðlinum þar sem Ir- ar eru efstir, svo koma Spánverjar og þvf næst Danir en tvö lið kom- ast áfram. Getraunadeildin: Tveir í bann Á fundi aganefndar í gær voru Bald- ur Bjamason og Salih Heimir Porca sem leika með Fylki dæmdir í eins leiks bann vegna 4ra gulra spjalda. Þeir leika því ekki með Fylki gegn ÍA 4. september. Lárus Orri Sigurðsson f Þór og Stefán Ómarsson Víkingi fá einnig eins leiks bann. Sævar Jóns- son tók út leikbann í gær gegn Fram vegna brottvísunar gegn ÍBK á föstudaginn var. Hreiðar Omars- son í ÍR var sá eini sem var dæmdur í leikbann. Fram-Valur 3-2 (2-0) Einkunn leiksins: 3 Uð Franu Birkir Kristinsson 3, Kristján Jónsson 4, Ágúst ÓI- afsson 2, Ómar Sigtryggsson 4 (Rúnar Sigmundsson lék of stutt), Atli Einarsson 1, Steinar Guðgeirsson 4, Ríkharður Daðason 4, Guðmundur Gísla- son 3, Valdimar Kristófersson 4, Heigi Sigurðsson 4, Kristirxn R. Jónsson 2 (Sævar Guðjónss 76. mínúta iék of stutt). Uð Vals: Bjami Sigurðsson 3, Bjarki Stefánsson 2, Jón Grétar Jónsson 3, Jón S. Helgason 3, Sævar Pétursson 2, Kristinn Lárusson 3, Ágúst Gylfason 5, Steinar Adolfsson 1 (Guð- mundur Brynjóifsson 46. mfn. 2), Sigurbjöm Hreiðarsson 3 (Ólafur Brynjóifsson lék of stutt), Anthony Kari Gregory 1, Hörður Már Magnússon 1. Dómari: Þorvarður Bjömsson 3. Gui spjöld: Kristinn Lárusson fyrir mótmæii og Guðmundur Brynjólfsson fyrir brot í fyrstu snertingu. Enska knattspyman: Úrslit í gærkvöldi: Úrvalsdeild Arsenal-Leeds........2-1 (1-0) Newsome (sjálfsmark) 2. Paul Merson 57.-Gordon Strachan 70. Man.City-Blackbum....0-2 (0-1) Mike Neweli 10. Kevin Gallacher 50. Oldham-Coventry......3-3 (1-1) Paul Bemard 38. Andy Ritchie víti 49. Olney 63.-Williams 9. Ndlovu 74. Wegerle víti 84. Sheff.UTD-Wimbledon .2-1 (1-0) Flo 43. Falconer 58.-Clarke 59. 1. deild Bamsley-Middlesboro........1-4 Charlton-TVanmere........3-1 C.Palace-Forest............2-0 Grimsby-Portsmouth.......1-1 íslenska kvennaknattspyraan: 1. deild Þróttur Nes.-UBK.....0-2 (0-0) Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Krist- rún Daðadóttir. Breiðablik held- ur því enn í vonina að verða ís- landsmeistari. Liðið er þremur stigum á efdr KR en KR á leik til góða. Fram sigraði Val 3-2 í getraunadeildinni í gærkvöldi: Liðið ungt og brothætt — sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals Það má segja að það hafí veríð sannkallaður ágústmánuður á Laugardalsvelli í gær þegar Fram sigraði Val 3-2 þar sem Ágústamir tveir, hvor í sínu liði, skomðu þijú af fímm mörímm leiksins og það meira segja í ágústmánuði! Kristinn Bjömsson var ekki mjög glaður eftir leikinn. „Það hefur ekkert lið efni á því að gefa Fram tvö mörk í forskot. Við settum okkur það fyrir leikinn að gefa sóknarmönnum Fram ekki færi en andartaks einbeitingarleysi í seinni hálfleik orsakaði ósigur okkar.“ Kristinn vildi ekki meina að leikmenn hans hefðu verið bundnir um of við Evrópukeppn- ina, liðið væri bara ungt og brot- hætt og því fór sem fór. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og fengu framherjar liðanna ákjós- anleg tækifæri til að skora mörk en það tókst ekki fyrr en á 17. mín- útu leiksins. Það voru Framarar sem urðu fyrri til að skora þegar Ríkharður Daðason hirti boltann af tánum af Jóni S. Helgasyni á miðju valarins, brunaði upp völl- inn og setti boltann glæsilega yfir Bjarna í marki Vals. Gott mark hjá Ríkharði sem lék sinn 100. meist- araflokksleik fyrir Fram í gær. Framarar bættu síðan öðm marki sínu við á 37. mínútu þegar Ómar Sigtryggsson skallaði í netið af stuttu færi eftir að Guðmundur Gíslason hafði sent boltann fyrir frá hægri. Valsmenn fengu góð færi eftir þetta mark og átti An- tony Karl m.a. skot í slána og Kristinn Lárusson skot rétt yfir slána. Seinni hálfleikur byrjaði með miklum látum og Valsmenn náðu að minnka muninn á 50. mínútu með marki Ágústs Gylfasonar eftir sendingu Kristins Lárussonar. Ág- úst lét ekki þar við sitja heldur jafnaði leikinn aðeins 40 sekúnd- um síðar eftir mikil vamarmistök Framara og skyndilega var staðan orðin jöfti, 2-2. Framarar sóttu mjög í sig veðrið í kjölfar jöfnun- armarks Valsmanna og Ágúst Ól- afsson náði að koma þeim yfir á ný með marki af stuttu færi á 65. mínútu eftir fasta fyrirgjöf frá hægri kanti. Framarar héldu áfram að sækja eftir þriðja mark sitt og Atli Einarsson og Helgi Sig- urðsson komust báðir einir í gegn en tókst ekki að skora. Ómar Sig- tryggsson átti góðan skalla fyrir Fram sem fór rétt framhjá. Framarar voru sterkari í leiknum og áttu sigurinn skilið en þeir náðu þó ekki að nýta fjölmörg góð færi og með smáheppni hefðu Valsmenn getað hirt stig af þeim. Þríeykið Helgi, Valdimar og Rík- harður voru bestir í liði Fram og auk þess átti Ómar Sigtryggsson góðan leik fyrir Fram. Ágúst Gylfa- son var langbestur Valsara sem léku ekki sannfærandi. P.S. Skagastúlkur urðu sem kunnugt er blkarmelstarar í knattspymu eftlr góðan slgur á Stjömunnl, 3-1 á sunnudaginn var. Þetta var 12. sigur ÍA f röð f blkamum og í þriðja slnn sem þær hampa blkamum og f öll skiptin þrjú hefur Jón- ína Vfglundsdóttir, sem heldur á bikamum, veriö fyrirllðl f úrslitalelkjunum og séö um að lyfta blkamum eftlrsótta. Kristján Bergur Helgason, heimsmeistari 21 árs og yngri í snóker: „Vonandi fjalla fjölmiðlar meira um snóker eftir þennan HM-titil“ og svo í öðru lagi þá hafði ég séð Indika spila á HM í fyrra á Brunei og þá spilaði hann mjög vel og hafði tekið framförum frá því þá og ég bjóst hreinlega ekki við að vinna leikinn. Leikurinn sjálfúr var frekar erfiður því það kom á daginn að Indika var góður mótspilari eins og ég hafði búist við.“ - Voru fleiri erfiðir andstæðingar sem þú mættir aðrir en Indika? .Jóhannes B. Jóhannesson var mjög erfiður og í raun var leikurinn við hann í undanúrslitum erfiðari en úrslitaleikurinn sjálfur vegna þess að við höfum spilað margoft saman og þekkjum því kosti og galla hvors annars." - Þú hefur sagt að stefnan hjá þér sé atvinnumennskan. Hvemig er líf at- vinnumannsins og hvað þarf til að gerast atvinnumaður? „í raun og vem geta allir gerst at- vinnumenn því það þarf einungis að borga þátttökugjöldin inn á at- vinnumannamótin sem fara einung- is fram í Bretlandi þar sem Mekka snókersins er. Þetta em talsverðar fjárhæðir sem þarf að borga og nú er bara að finna styrktaraðila sem geta fjármagnað keppnina. Mér finnst þetta mjög skemmtileg íþróttagrein og lifi hreinlega fyrir hana og ég ætla að gera allt til að verða at- vinnumaður í henni." - Hvernig fannst þér fjölmiðlar gera snóker skil áður en mótið fór fram? „Þeir sinntu þessu lítið en eftir að okkur íslendingunum gekk svona vel þá kviknaði áhuginn hjá þeim og vonandi Qalla íjölmiðlamir meira um snóker eftir þennan HM-titil.“ - Hvað er svo á döfinni hjá þér í snókemum á næstunni? „Framundan er að fara til Pakistan á heimsmeistaramót áhugamanna í desember. Hvert land má senda tvo spilara og ásamt mér fer Jóhannes B. Jóhannesson á þetta mót,“ sagði Kristján Bergur Helgason heims- meistari að lokum. Handknattleikur: Revine til KR? Alexander Revine sem lék í mark- inu hjá Víkingum á síðasta tíma- bili og með Gróttu þar áður er að öllum lfidndum á leiðinni í Vest- urbæinn á ný, en nú til að leika með nýliðum KR í 1. deildinni. Að sögn Ólafs Lárussonar, þjálf- ara KR, þá hefur Revine mætt á æfingar hjá KR-ingum að undan- fömu en hefur ekki enn sent inn félagaskiptin til HSÍ. Ef af þeim yrði þá myndi Revine sjá jafnvel um markmannsþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Guðmundur Pálmason hefur nú þegar skipt yfir í KR úr HK en Ólafur sagði að vegna anna í vinnu þá gæti Guð- mundur ekki verið með í byrjun keppnistímabilsins en íslands- mótið hefst fimmtudaginn 23. september. Því má svo bæta við að unglinga- landsliðsmaðurinn úr ÍBV, Davíð Hallgrímsson, hefur verið orðað- ur við KR-inga en Davíð er örv- hentur og hefur bæði leikið sem homamaður og skytta. Eins og við greindum frá í blaðinu í gær þá náði Kristján Bergur Helga- son frábærum árangri í snóker- íþróttinni þegar hann varð heims- meistari spilara undir 21 árs. Mótið fór fram í Reykjavík. Kristján sigr- aði Sri Lanka-búann Indika Dod- angoda í úrsiitum, 11-7 í spenn- andi viðureign. Tíminn náði sambandi við hinn unga heimsmeistara í gær og spurði fyrst hvort þessi árangur hefði kom- ið honum á óvart. „Sigurinn kom mér mjög á óvart. í það fyrsta þá var markmiðið að komast einungis í átta manna úrslit UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSON I kvöld: Knattspyma 1. deild kvenna ÍBA-KR............kl. 18.30 ÍA-Stjaman........kl. 18.30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.