Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. ágúst 1993 Tíminn 3 Heildarstuðningur til landbúnaðarins minnkað úr um 17 milljörðum árin 1988—1992 niður í 13 milljarða í ár: Fjórðungur sparnaðarins rauk út í veður og vind Vonbrígöi Tímamanns urðu ekki lítil þegar nærrí fjórðungur þess 255 þús. kr. spamaðar sem Hagfræðistofnun HÍ lofaði honum og hans fjölskyldu nýlega, virtist allt í einu rokinn út í veður og vind. Nýjar upplýsingar Hagfræðistofn- unarmanna sýna nefnilega að út- reiknaður heildarstuðningur til landbúnaðar, sem var 16,7 millj- arðar árið 1988, hefur minnkað í „aðeins" 13 milljarða á þessu ári, eða um hátt í 60 þúsund krónur á hans fjögurra manna fjölskyldu. Og þar með er ekki allt talið, því í „spamaðinum“, matarinnkaupum á heimsmarkaðsverði einhvers staðar í útlöndum, er ekkert tillit tekið til kostnaðar af flutningum til landsins. Má td. benda á að matvæli sem flutt voru inn í fyrra hækkuðu um rúmlega 16% á leið- inni til landsins, úr 7,1 milljarði fob í 8,3 milljarð cif. Sighvatur Björgvinsson boðaði til frétta- mannafundar í gær til að svara fyr- ir þá háværu gagnrýni sem komið hefúr fram á skýrsluna „Landbún- aðarstefnan og hagur heimil- anna“. Vegna hennar skrifaði Sig- hvatur Hagfræðistofnun HÍ og óskaði eftir umsögn hennar um aðfinnslur við skýrsluna. Sömu- leiðis óskaði hann eftir að stofnun- in tæki tillit til „þeirra breytinga sem kunni að hafa verið gerðar á stuðningi við íslenskan landbúnað frá þeim tíma sem talnalegar upp- lýsingar í skýrslunni miðast við og upplýsi hver verður niðurstaða að teknu tilliti til þeirra breytinga." Máli sínu til stuðnings um áreið- anleika talnanna benda Hagfræði- stoftiunarmenn á, að þeir byggi útreikninga sína á gögnum „úr sjálfu Landbúnaðarráðuneytinu." Varðandi úreltar tölur frá 1988 benda þeir á, að meðfylgjandi mynd „sýnir glöggt, að árið 1988 er alls ekki afbrigðilegt og óhæft til viðmiðunar, því heildarstuðn- ingurinn er nánast óbreyttur þar til áhrifa Búvörusamningsins fer fyrst að gæta árið 1993. Að sjálf- sögðu geta skýrsluhöfúndar Bú- vörusamningsins og áhrifa hans í umfjöllun sinni um ísland, þótt hann hafi ekki verið kominn til framkvæmda við gerð skýrslunn- ar,“ sögðu hagfræðingarnir. Þess- um áhrifum virðast þeir samt hafa „gleymt" við kynningu á skýrsl- unni. Því í fréttatilkynningu til fiölmiðla þann 4. ágúst s.l. gerðu þeir alla sína sparnaðarútreikn- inga út frá gömlu (1988) tölunum og lofuðu landsmönnum eftirfar- andi: „Könnunin sýndi að heildar- stuðningur íslenskra neytenda við landbúnaðinn nemur samtals 16,7 milljörðum ísl. kr. á verðlagi þessa árs. Þetta jaftigildir um 255 þús.kr. á hverja fiögurra manna fiöl- skyldu, eða sem samsvarar um 7% heildarútgjalda heimilanna. Með því að spara neytendum þessa upp- hæð mætti lækka heildarútgjöld heimilanna til matvælakaupa um rúm 40%“. Þetta var einmitt það atriði sem hvað best var tíundað í fréttatil- kynningunni um skýrsluna, í um- fiöllun fiölmiðla um hana og gagnrýninni á hana. En eins og meðfylgjandi mynd Hagfræði- Slghvatur Björgvlnsson. stofnunar sýnir einmitt glöggt þá hefur útreiknaður heildarstuðn- ingur við landbúnaðinn þegar lækkað um fiórðung á þessu ári og sparnaðarmöguleikamir sem lofað var þá væntanlega samsvarandi. Heimsmarkaðsverð á landbúnað- arvörum, sem sparnaðurinn var miðaður við, er annað atriði sem deilt hefur verið um. Fræðingar Hagfræðistofnunar segja stuðning við landbúnað í alþjóðlegum hag- skýrslum flokkaðan í tvennt, þ.e. annars vegar beinan fiármagns- stuðning stjórnvalda og hins vegar svonefndan markaðsstuðning. „Markaðsstuðningurinn er í stuttu máli munurinn á heimsmarkaðs- verði eða m.ö.o. sá verðmunur sem lendir á neytendum vegna innflutningsvemdar." Það heims- markaðsverð sem notast sé við í skýrslunni sé fengið frá OECD, sem miði tölur sínar við staðfest Sr. Þórarinn Þór prófastur látinn Sr. Þórarinn Þór, fyrrum prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi, lést síðastliftinn laugardag, 71 árs að aldri. Sr. Þórarinn fæddist 13. október 1921 á Akureyri og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskól- anum þar í bæ árið 1943. Hann nam guftfræði við Háskóla íslands og lauk embættisprófi árið 1948. Hann varð sóknarprestur að Reyk- hólum árið 1948 og síðan á Patreks- firði árið 1969 til ársins 1987. Hann var prófastur í Barðastrandarpró- fastsdæmi frá 1960 til ársins 1987. Auk þessa gegndi hann aukaþjón- ustu í öðmm prestaköllum. Sr. Þór- arinn var skólastjóri Iðnskólans á Patreksfirði, formaður fræðsluráðs A-Barðastrandarsýslu og formaður skólanefndar í Reykhólaskólahverfi. Hann sat í sáttanefnd á Reykhólum og á Patreksfirði og einnig í stjórn Eyrarsparisjóðs. Þá sá Sr. Þórarinn Þór um áratugaskeið, um gerð krossgátunnar í Tímanum. Kona Þórarins, Ingibjörg Þór Jóns- dóttir, lést árið 1978. Milljónir króna 20.000 - 18.000 - 16.000 - 14.000 - 12.000 - 10.000 - 8.000 - 6.000 - 4.000 - 2.000 - 111% 0 Heildarstuöningur til íslensks landbúnaöar Á föstu verölagi ársins 1993 StuOningur scm % af Milljónir króna 20.000 1988 1992 Glænýir útrelkningar Hagfræöi- stofnunar HÍ sýna aö heildar- stuðningur til íslensks landbúnað- ar hefur f ár minnkað um fjórðung frá því sem hann hefur verið á undanfömum ámm. Mestu munar þar um nærri 4 milljarða króna lækkun á stuðningi stjómvalda. útflutningsverð afurða frá útflutn- ingslöndum landbúnaðarvara. Það sé hins vegar rétt að íslenskir neyt- endur verði að fara til útlanda til þess að eiga möguleika á að kaupa á heimsmarkaðsverði. „Við tökum ekki tillit til flutningskostnaðar hingað til lands, en samkvæmt gögnum frá innflytjendum gæti sá kostnaður numið 4—5% af út- söluverði innfluttra landbúnaðar- vara.“ Að þetta breyti nær engu um hlutfallslegan samanburð á milli landa, þar sem heldur ekki er tekið tillit til flutningskostnaðar í gögn- um fyrir hin Norðurlöndin, er ef- laust rétt hjá skýrsluhöfundum. En samkvæmt skýrslunni áttu all- ar frændþjóðimar möguleika á að spara a.m.k. helming og allt upp í 3/4 þess sparnaðar (á mann) sem okkur íslendingum stóð til boða ef við hefðum hætt öllum styrkjum til landbúnaðarins og keypt allar landbúnaðarvörur á heimsmark- aðsverði árið 1988. Aftur á móti hlýtur þetta líka að breyta þó nokkru þegar kemur að útreiknuðum spamaði í krónum talið (255.000 kr. sem þeir sögðu íslensku fiögurra manna fiölskyld- una geta sparað við það að allar landbúnaðarafurðir væm keyptar á heimsmarkaðsverði, flutta til ís- lands), árið 1993. - HEI Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Stykkishólmi skorar hér með á þá gjaldendur í Snæfells- og Hnappadalssýslu, sem ekki hafa staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjalddaga 1. ágúst 1993 og fýrr, virðisaukaskatti með gjalddaga 5. ágúst 1993 og fyrr, og tekjuskatti, útsvari í eignarskatti, sérstökum eignarskatti, gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra, skatti af skrifstofu- og verslunar- húsnæði, iðnaðarsjóðs- og iðnaðarmálagjaldi, slysa- tryggingagrjaldi v/heimilisstarfa, launaskatti og trygg- ingargjaldi, vinnueftiriitsgjaldi, atvinnuleysistryggingar- gjaldi, slysa-tryggingargjaldi atvinnurekenda, aðflutningsgjöldum, skráningargjaldi skipshafna, skipa- gjöldum, lesta- og vitagjaldi, bifreiðagjöldum og þunga- skatti með gjalddaga 1. júlí 1993 og fyrr, að gera þegar skil. Án frekari fyrirvara verður krafist fjámáms fyrir ógreidd- um eftirstöðvum gjaldanna, með áföllnum verðbót- um/vöxtum og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birt- ingu greiðsluáskorunar þessarar. Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnáms- gerð í för með sér verulegan kostnað fýrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og 1,5% af heildarskuldinni greiðist í stimpilgjald, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur því hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostn- að. Stykkishólmi 20. ágúst 1993. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi. VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS DRIFSÚNÁÐUR ER SÉRGftEIN optibelt kílreimar - viftureimar - tímareimar i FARARBRODDI •' CJÖRUTÍU og OPTIBELT eru leiðandi merki á heimsmarkaði fyrir drif- og flutningskeðjur og reimar. Vörur frá þessum framleiðendum eru þekktar fyrir gæði. Eigum á lager allar algengar stærðir af keðjum, tannhjólum, reimum og reimskífum. með skömmum fyrirvara allar fáanlegar stærðir og gerðir. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. RENOLB keðjur og tannhjól Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.