Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.08.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. ágúst 1993 Tíminn 9 r BLAÐBERA VANTAR Dalbraut - Kleppsveg - Laugarásveg - Laugateig Blaðburður er holl og góð hreyfing :; ] | { limto [__ -00^0 cw'ao ®®oo- Iiminn Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Laus læknisstaöa Staða heilsugæslulæknis er hér með auglýst laus til umsóknar. Stöðunni fýlgir 25% aðstoðarlæknisstaða hjá FSÍ. Umsækjandi þarf að vera sérfiræðingur í heimilislækn- ingum. Umsóknarfrestur er til 30. september 1993 og umsókn- um skal skila á þar til gerðum eyðublööum. Staðan er veitt frá 1. nóvember 1993 eða eftir nánara samkomulagi. Nánarí upplýsingar veitir Einar Axelsson, yfirlæknir HFí, í símum 94-4500 og 94-4307. Heilsugæslustööin (safirði. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Borgarnesi skorar hér með á gjaldend- ur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem ekki hafa staðið skil á tekjuskatti, útsvari, eignaskatti, sérstökum eigna- skatti, kirkjugarðsgjaldi, gjaldi í ffamkvæmdasjóð aldr- aðra, sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhús- næði, iðnaðarsjóðs- og iönaðarmálagjaldi, slysatrygg- ingu skv. 36. gr. almannatryggingalaga, slysatrygginga- gjalda vegna hemilisstarfa, útflutningsráðsgjaldi, launaskatti, bifreiðaskatti, slysatryggingagjaldi öku- manna, þungaskatti skv. ökumælum, tryggingargjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, atvinnuleysistryggingagjaldi, slysa- tryggingagjaldi atvinnurekenda, aðflutningsgjöldum, virðisaukaskatti, þ.m.t. viðbótar- og aukaálagningu virð- isaukaskatts vegna fýrri tímabila og staðgreiðslu opin- berra gjalda, verðbótum af tekjuskatti og útsvari, sem voru álögð 1993 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1993, að gera þegar skil. Án frekari fyrirvara verður krafist fjárnáms fýrir ógreidd- um eftirstöðvum gjaldanna, með áföllnum verðbót- um/vöxtum og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birt- ingu greiðsluáskorunar þessarar. Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnáms- gerð í för með sér verulegan kostnað fýrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fýrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og 1,5% af heildar- skuldinni greiðist í stimpilgjald, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur því hvattir til að gera fuli skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Borgamesi 23. ágúst 1993. Sýslumaöurinn í Borgarnesi. Bob og Dolores eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli I febrúar á næsta ári, en engir pappirar finnast til að staðfesta hjónabandið. Bob Hope hinn gamansami glettist á gamals aldri: Kannast ekki við að hafa kvænst henni Grace Gátan um giftingu Bob Hopes og Grace nokkurrar TVoxell fyrir 59 ár- um í staðinn fyrir konu hans til næstum sextíu ára, hennar Dolores, stendur ennþá óráðin. Þau hjón Bob og Dolores voru að undirbúa sextíu ára brúðkaupsafmælið sem átti að verða í febrúar næstkom- andi, þegar farið var að leita að gift- ingarvottorðinu. Hið furðulega kom í Ijós að Bob hafði hreint ekki gifst Dolores í Erie Court, Pennsyl- vanniu þann 19. febrúar 1933, eins og hann hefur alltaf haldið, heldur er hann ennþá, samkvæmt réttar- bókum í Erie sýslu, giftur Grace, og athöfnin ku hafa farið þar fram í janúar ári áður. Grace þessi Troxell var skemmti- kraftur í farandleikhúsi og kabarett, þar sem Bob skemmti einnig i upp- hafi ferils síns og þau voru elskend- ur frá árinu 1929 og þar til þau komu í fyrsta sinn fram á Broadway f New York. Stuttu síðar sá Bob Dolores syngja í næturklúbbi þar í borg og grínistinn og söngkonan breska urðu yfir sig ástfangin hvort af öðru. Parið hefur síðan verið eitt hið séstæðasta í leikarastétt Holly- wood, vegna þess hve þau hafa verið samrýmd og trú hvort öðru alla tíð og hjónabandið ákaflega sterkt og traust, þrátt fýrir að alla nauðsyn- lega pappíra vanti. Hvað hefur orðið um hina raunverulega eiginkonu er væntanlega enn önnur gátan. Fyrir skömmu hélt gamanleikar- inn frægi upp á níræðisafmæli sitt og um hann var gerður þriggja klukkustunda sjónvarpsþáttur af til- efninu. Þar fór gamli maðurinn enn og aftur fögrum orðum um konu sína Dolores. Talsmaður hjónanna segir hins vegar að málið sé allt hið undarleg- asta og verði svo væntanlega áfram. Bob er vlst ennþá giftur Grace sem lék og söng með honum I kabarett þegar hann var að stíga fyrstu sporin í skemmtanabransanum fyrir meira en hálfri öld slðan. Vandinn að vera pabbi í einni og sömu vikunni gerðist tvennt í lífi Roger Moore, hins eina sanna dýr- lings og James Bond, — hann horfði á eldri son sinn hefja efnilegan söngferil á Gala-góðgerðarballi í París og fékk send- an heim svimandi háan reikning eftir skemmdir þess yngri á leiguhúsnæði hans í Oxford. Ef að líkum lætur mun leikarinn halda stillingu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.