Tíminn - 10.09.1993, Page 7

Tíminn - 10.09.1993, Page 7
Föstudagur 10. september 1993 Tíminn 7 ■ II— .11— 1 1 1—!■ ——^■ .1 - w *• Sharon Stone og William Baldwin f kvikmyndinni .Sliver". SLIVER Sllver ★ 1/2 Handrit: Joe Eszterhas. Byggt á sam- nefndri skáldsögu Ira Levin. Framlelðandl: Robert Evans. Lelkstjóri: Phillip Noyce. Aðalhlutverk: Sharon Stone, Wllllam Baldwln, Tom Berenger, Martln Landau og Colleen Camp. Háskólabfó og Bfóhöllln. Bðnnuð Innan 16 ára. Það eru allt hæfir einstaklingar í sínu fagi sem standa að baki Sliver, en engu að síður veldur hún mikl- um vonbrigðum. Nýjasta stór- stjaman í Bandaríkjunum, Sharon Stone, leikur hér í fyrstu mynd sinni eftir hina geysivinsælu Ógn- areðli, sem gerði hana að eftirsótt- ustu leikkonunni í Hollywood. Eins og í þeirri mynd fækkar hún talsvert fötum hér og leikur í opin- skáum kynlífssenum, en þær höfðu þó eitthvað með söguþráð- inn að gera í fyrri myndinni. Hér eru þær ekkert annað en sölu- brella sem koma fléttunni í sög- unni ekkert við. Það er fátt jafn ömurlegt á að horfa í kvikmynd- um eins og þegar kynlíf og ofbeldi er notað án þess að það hafi nokk- urra merkingu eða þýðingu í framvindu þeirra. Sharon Stone leikur Carly Norris sem í byrjun myndarinnar flytur inn í íbúðarhús þar sem morðingi gengur laus og flytur hún inn í íbúð þar sem kona hafði verið myrt stuttu áður. Hún kynnist tveimur karlmönnum sem búa í húsinu og báðir verða hrifnir af henni. Annar er Jack Landsford (Berenger), útbrunninn rithöf- undur, en hinn er eigandi hússins, Zeke Hawkins (Baldwin). Náin kynni takast með Carly og Zeke, en Jack situr eftir með sárt ennið. Fleiri íbúar hússins deyja við skuggalegar aðstæður og svo fer að Carly fer að gruna þá Jack og Zeke báða, en við eftirgrennslan benda þeir hvor á annan. Þetta er alls ekki slæm hugmynd og vissulega hefði verið hægt að vinna betur úr henni og gera slarkfæra spennumynd. Gallinn við Sliver er aðallega sá að hún er aldrei spennandi nema síðustu mínútumar. Uppbygging spenn- unnar er lafhæg og fyllt er upp í með löngum og tilgerðarlegum kynlífssenum sem eins og áður sagði koma fléttunni í sögunni ekkert við. Leikstjórinn, Phillip Noyce, sem áður hefur gert Patriot Games og Dead Calm, hinar ágæt- ustu spennumyndir, veldur mikl- um vonbrigðum og það er vonandi að hann komi ekki nálægt svona lágkúrumyndum aftur, því það er meira í hann spunnið en þetta verk gefur til kynna. Það er fleira hæfileikafólk sem tók þátt í gerð Sliver, en virðist hafa verið eitt- hvað annars hugar. Joe Eszterhas, handritshöfundur Ógnareðlis, nær engan veginn að gera ágætum reyfara Ira Levin góð skil, en hann á fátt sameiginlegt með myndinni, og tónlist Howards Shore er væg- ast sagt froðukennd. Leikararnir standa sig í sjálfu sér ekkert illa og eru í raun það skásta við myndina. Sharon Stone leikur Carly ágætlega, en er þó ekki jafn eftirminnileg og í ógnareðli. William Baldwin og Tom Berenger standa sig báðir þokkalega, en leikurunum er vissulega vorkunn, því persónur myndarinnar eru lítt krassandi og bjóða e.Lv. ekki upp á neinn stórleik. örn Markússon í skotlínu ln the Llne of Flre ★★★ 1/2 Handrit: Jeff Maguire. Framlelöandi: Jeff Apple. Lelkstjóri: Wolfgang Petersen. Aðalhlutverk: Cllnt Eastwood, John Malkovich, Rene Russo, Dylan McDer- mott, Fred Dalton Thompson, Gary Cole og John Mahoney. Stjömubló. Bönnuö Innan 16 ára. Harðjaxlinn Clint Eastwood leik- ur hér nokkuð hefðbundna per- sónu á ferli sínum, þótt ekki sé hann lögga heldur í lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna. Það örlar þó aðeins á mýkt f fari hans hér, en það er langt frá því að þetta mikla vígi hins harða karlmanns sýni eitthvert veiklyndi. Það verður kaldur dagur í helvíti þegar það gerist Leikstjórinn, Wolfgang Petersen, hefur átt litlu láni að fagna síðan hann gerði hina rómuðu spennu- mynd Das Boot en eins og nafn hans gefur til kynna er hann Þjóð- verji, sem hefur starfað í Banda- ríkjunum um nokkurt skeið, en ekki náð verulegri hylli. Það er því örugglega gaman hjá honum þessa dagana, því f skotlínu er ein af vinsælustu myndum ársins í heiminum, enda mjög vel heppn- uð spennumynd. Frank Horrigan (Eastwood) er ' leyniþjónustumaður í eldri kant- inum, sem var í lífverði Johns F. Kennedy örlagaríkan dag nokkum í Dallas. Samviskan hefur nagað hann alla daga síðan, því hann tel- ur sig hafa haft færi á að bjarga forsetanum látna. Hann dregst aft- ur inn í lífvarðarstarfið 25 árum seinna þegar kaldrifjaður náungi, sem kallar sig Booth (Malkovich), gerir Horrigan viðvart um áætlan- ir sínar um að myrða forsetann. Litið er á málið í fyrstu sem aðeins eina af 1400 morðhótunum sem forsetinn fær á ári hverju, en fljót- lega kemur í ljós að Booth er al- vara um að feta í fótspor nafna síns, sem myrti Abraham Lincoln. Horrigan fer aftur í lífvarðasveit forsetans og spurningin er hvort hann nær í þetta skiptið að bjarga honum, en Booth hringir alltaf öðru hverju og rabbar um daginn í Dallas um árið. Það er mikið lagt í þetta verk, Ld. er mikið um stór hópatriði þegar forsetinn er á kosningaferðalagi, en Booth hyggst einmitt láta til skarar skríða á meðan á því stend- ur. Öll umgjörð er mjög trúverðug og greinilegt að handritshöfund- urinn, Jeff Maguire, hefúr unnið heimavinnuna sína vel hvað varð- ar störf lífvarðanna. Myndin er verulega spennandi og aldrei lang- dregin, þótt vissulega hefði verið hægt að gera hana hraðari, en Pet- ersen tekur góðan tíma í að kynna persónur til leiks, sem gerir mynd- ina betri þegar upp er staðið. Það er hins vegar frekar hvimleitt að endilega hafi þurft að troða inn ástarsambandi milli Horrigans og annars lífvarðar, sem Rene Russo leikur. Þótt Eastwood sé mikið karlmenni, þá er hann aðeins far- inn að eldast kallinn og ástarsam- band við fallega og unga konu er ekki sérlega trúverðugt. En af því að þetta er nú einu sinni Eastwood þá fyrirgefst þessi klisja í handrit- inu. Leikhópurinn er góður og Clint Eastwood verður sífellt betri leik- ari með aldrinum, en hann er þaulvanur að leika persónur eins og Frank Horrigan. Senuþjófurinn er að sjálfsögðu John Malkovich, sem kemur ekki á óvart, því þess- um frábæra leikara virðist sjaldan eða aldrei fatast flugið og skapar hér mjög eftirminnilegt og kald- lynt illmenni. Rene Russo (Lethal Weapon 3) leikur fastan lið eins og venjulega, gallharðan kvenmann að berjast f miðju karlaveldinu, og gerir það ágætlega. Dylan McDer- mott kemur skemmtilega á óvart í hlutverki félaga Horrigans og sýn- ir ágætan leik, en það hefur hann ekki sést gera áður að mér vitandi. í skotlínu er afbragðs afþreying og boðar vonandi endurkomu Wolfgangs Petersen í hóp betri leikstjóra spennumvnda. Orn Markússon Landsþing LFK S. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna veröur haldið 8.-10. okt. nk. á Hailoimsstað og hefst aö kvöldi þess 8. Framkvæfndastjóm LFK Framsóknarkonur Kópavogi Aöalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna I Kópavogi, veröur haldinn miö- vikudaginn 22. september kl. 20.30 aö Digranesvegi 12. Venjuleg aöalfundarstörf. Dagskrá fundarins veröur nánar auglýst slöar. Stjómki Eftirlaunasjóður Slát- urfélags Suðurlands tilkynnir almennan sjóðfélagafund Haldinn verður almennur sjóðfélagafundur í Eft- irlaunasjóði Sláturfélags Suðurlands föstudag- inn 17. september 1993 kl. 17:00 í mötuneyti SS að Fosshálsi 1, Reykjavík (gengið inn frá Draghálsi). Fundarefni er tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins. Breytingartillögurnar fela í sér: a. Að sjóðstjórn verði heimilað að lengja greiðslutíma makalífeyris við sérstakar að- stæður. b. Að sett verði sérstakt gildistökuákvæði vegna endurútreiknings á lífeyri til handa lífeyris- þegum samkvæmt breytingu á reglugerðinni frá 4. júní sl. Nánari upplýsingar um breytingartillögur þessar eru veittar á skrifstofu sjóðsins að Fosshálsi 1, Reykjavík, s: 677800. Stjórnin VINNU- OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR Vinnu- og dvalar- heimili Sjálfsbjargar óskar eftir að ráða sjúkraliða sem fyrst. Um er að ræða 100% starf og hlutastarf. Upplýsingar gefur Guðrún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunar- forstjóri, í síma 29133. Leikskólastjóri Leikskólastjóri óskast við leikskólann Brekkubæ, Vopnafirði. Um er að ræða nýjan og velbúinn leikskóla. Við leik- skólann eru sex stöðugildi og starfar þar ein fóstra auk leikskólastjóra. í leikskólanum eru nú um 69 böm. Umsóknir skal senda á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, Vopnafirði. Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 97-31122. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum f blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.ra.k. tveiraur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa aö vera vélritaöar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.