Tíminn - 10.09.1993, Side 8

Tíminn - 10.09.1993, Side 8
8 Tfminn Föstudagur 10. september 1993 Sigríður Ámadóttir frá Blöndugerði Fædd 26. júní 1899 Díin 2. september 1993 Látin er í hárri elli á Akranesi Sigríð- ur Ámadóttir frá Blöndugerði í Hró- arstungu, sem lengi var forstöðukona Elliheimilis Akraness. Útför hennar verður gerð í dag frá Akraneskirkju. Ég kynntist Sigríði Ámadóttur fljót- lega eftir að ég kom til starfa hjá Akra- neskaupstað vorið 1954, því eíliheim- ilið var ein af stofnunum bæjarins. Þar gerðist hún forstöðukona 1. okL 1946 og gegndi því starfi í rúmlega 26 ár eða til 1. nóv. 1972. Með okkur tókst strax mikið og gott samstarf og vinátta alla tíð síðan. Mér fannst mik- ið til um skyldurækni hennar og hag- sýni, ásamt umhyggju fyrir þeim er þar dvöldu. Um reksturinn hafði hún gott samband við bæinn. Elliheimilið hafði ekki starfað nema í nokkur ár þegar hún tók við stjóm þess. Hún mótaði því reksturinn öðmm fremur. Á þeim tíma dvöldu 15-18 vistmenn á heimilinu og alltaf biðlisti. Húsa- kynnin vom þröng og óþægileg, en notuð til þess ýtrasta, enda þörfin mikil. Hópurinn var sundurleitur, því auk gamla fólksins var elliheimilið at- hvarf einstaklinga á öllum aldri sem bjuggu við ýmis sérvandamál. Sigríður var bæði góður stjómandi og hagsýn húsmóðir. Þar leið öllum vel og þaðan fór enginn fyrr en yfir lauk. Sigríður sýndi mikla umhyggju fyrir fólkinu, sem þar bjó, og hafði góðan skilning á fjármálum heimilis- ins. Hún ræktaði kartöflur, rak hænsnabú og gerði slátur á haustin eins og siður er á mörgum heimilum. Fjárhagsvandamál elliheimilisins á þeim árum var óþekkt fyrirbæri og bar það sig flest árin. Sumir á eili- heimilinu höfðu af og til tekjur fyrir ýmsa vinnu og gætti hún þess vand- íega að þær nýttust þeim persónulega, en fæm ekki forgörðum. Slík var um- hyggja hennar. Sigríði þótti vænt um starfið og átti bæði myndugleika og góðvild, sem öllum stjómendum er nauðsynlegt svo vel fari. Hún var dugnaðarforkur og vakti yfir velferð heimilisins. Hún var úrræðagóð og Ieysti hvert vandamál, sem að hönd- um bar, af fullri yfirvegun. Bæjar- stjóm Akraness sýndi Sigríði sérstak- an sóma 1971 er hún hafði stjómað elliheimilinu í 25 ár. Bæjarstjómin bar ætíð óskorað traust til hennar og mat hana mikils. Ekki er hægt að ræða svo um störf Sigríðar að ekki sé jafnframt minnst á Þorbjörgu Jónsdóttur frá Vatnsenda í Vesturhópi. Hún starfaði með Sigríði allan tímann og átti þar sitt heimili til æviloka 1975. Lengi sáu þær einar um allan rekstur heimilisins. Þær bjuggu í heimilinu og unnu allt sem með þurfti, hvort sem var á nóttu sem degi. Þorbjörg var mikil öndvegis- kona, greind og hjartahlý, og vann við heimilið með sama hugarfari og Sig- ríður. Slík umhyggjusemi og þjón- ustulund, sem þessar konur sýndu elliheimilinu við erfiðar aðstæður, var frábær. Slíkra starfa er ástæða til að minnast og verða aldrei þökkuð sem vert er. Eftir að Sigríður hætti störfum 1972 stofnaði hún sitt eigið heimili, en flutti síðan á Dvalarheimilið Höfða 1980. Þar stundaði hún föndur og aðra handavinnu af miklum áhuga svo lengi sem heilsan leyfði. Er til mikið safn af fallegum munum sem bera vott um hagleik hennar og smekkvísi. Sigríður var ákaflega vel gerð kona og miklum mannkostum búin. Hún kunni góð skil á ættfólki sínu og sýndi því mikla tryggð og vináttu eins og öllum þeim, sem hún einu sinni tók tryggð við. í kringum hana var enginn hávaði, skrum eða sýndarmennska. Heiðarleikinn og samviskusemin var henni í blóð borin. Hún var háttvís og hógvær í framkomu og sá yfirleitt það besta sem bjó í hveijum manni. Stækkun elliheimilisins á Akranesi var henni mikið áhugamál og studdi hún það myndarlega. Hún hafði reynslu af gamla tímanum og taldi umbóta þörf. Hún var þakklát fyrir þjónustuna á Höfða og brosti við hverjum nýjum degi allt þar til yfir lauk. Líf hennar var í langan tíma þjónusta við þá sem minnst mega sín f lffinu. Slíkra er gott að minnast. All- ir vinir Sigríðar kveðja hana að leiðar- lokum með virðingu og þakklæti fyrir fagurt ævistarf. Blessuð sé minning hennar. Daníel Ágústínusson Sigríður Ámadóttir, fyrrverandi for- stöðukona Elliheimilisins í Amardal á Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 2. september sl. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, en jarðsett síðdegis á Hvalsnesi. Góður vinur og góð frænka fjöl- skyldu minnar, sú er nú kveður, var fædd og uppalin í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Hún fæddist á Hey- kollsstöðum 26. júní 1899, en þaðan fluttist hún að Straumi 1908 og loks að Blöndugerði 1915, en öll eru þessi býli í sömu sveiL Sigríður var komin af merku mann- kostafólki á Héraði. Móðir hennar var Þuríður Kristjánsdóttir Kröger stór- bónda og kirkjusmiðs á Hvanná á Jök- uldal og konu hans Elínar Margrétar Þorgrímsdóttur prests á Húsavík, í Hofteigi og Þingmúla. Auk Þuríðar vora böm hjónanna á Hvanná Guð- ríður húsmóðir á Stórabakka, Anna Jakobína húsmóðir á Urriðavatni, Gunnþórann húsmóðir á Hvanná, Þorvaldur bóndi í Fremraseli og Bene- dikt bóndi á Stórabakka. Faðir Sigríðar, Ámi Ámason búfræð- ingur, var Húnvetningur, sonur Áma Jónssonar hreppstjóra og danne- brogsmanns á Þverá í Hallárdal og konu hans Svanlaugar Bjömsdóttur. Meðal annarra bama þeirra hjóna vora þeir Bjöm hreppstjóri á Syðri-Ey í Vindhælishreppi, séra Jón á Bíldu- dal, Ólafur kaupmaður á Stokkseyri, Sigríður húsmóðir að Ytri-Hóli á Skagaströnd og Sigurlaug á Þverl Hjónin Ámi og Þuríður hófu búskap á einni af jörðum foreldra Þuríðar, Heykollsstöðum, 1892, en þar bjuggu þau næstu 16 árin. Hjónin á Heykolls- stöðum biðu á búskaparáram sínum margvíslegt tjón, andstreymi og mikla sorg, misstu m.a. í frambemsku fjög- ur af bömum sínum. Böm Áma og Þuríðar, er upp komust, vora Jóhann, Sigríður, Kristbjörg og Svanlaug, sem fórst af hesti í Eyvindará skömmu eft- ir að hún hafði gifst ungum bónda á Héraði. Afi Sigríðar í móðurætt var Kristján smiður Jóhannsson Kröger, kominn af hinni kunnu ætt lærdóms- og at- hafhamanna í Siglufirði og í Eyjafirði. Afi Kristjáns Kröger var Jóhann Ka- spar Kröger, sem á unga aldri, 1787, kom frá Kaupmannahöfn til Siglu- fjarðar til verslunarstarfa. Hann varð þar verslunarstjóri, eignaðist höfuð- bólið Höfn og bjó þar stórbúi, stórvel metinn maður og hreppstjóri. Kona hans var Rakel Halldórsdóttir frá Skógum í Reykjahverfi og vora þeirra synir Jörgen prestur á Helgustöðum, Halldór sýslumaður í Þingeyrarþingi og Jóhann bóndi, faðir Kristjáns Krö- ger, en hann bjó á Munkaþverá í Eyja- firði. Áður en Kristján Kröger kom til starfa hjá séra Þorgrími hafði hann lært smíðar hjá völundinum Þorsteini Höskuldur Ottó Guðmundsson Mig langar í örfáum orðum að minnast fósturföður míns, Hösk- ulds Ottó Guðmundssonar, er lést á Landakotsspítala 23. ágúst sl. eftir langa sjúkralegu. Ég var á ellefta ári þegar Ottó gift- ist móður minni, Ingibjörgu Valdi- marsdóttur, seinni konu sinni. Við vorum tvö yngstu systkinin af sex bömum móður minnar frá fyrra hjónabandi þá eftir heima. Ottó reyndist okkur sem besti faðir. Við Ottó áttum saman yndislegar stundir og margar góðar minning- ar koma upp í hugann þegar horft er til baka. Við deildum saman áhuganum á bókalestri, þótt smekkurinn hafi kannski ekki alltaf verið sá sami. Löngum stundum var varið í hlustun á harmonikku- leik, sem hann dáði og vildi svo gjama deila með öðrum. Hann kenndi mér að meta íslenskan bragarhátt með ljóðum sínum og þær eru ófáar vísumar sem hann orti til mín, allar gullfallegar eins og þessi hémæ Augnatillit þekki ég þitt, því ég aldrei gleymi. Litla blíða blómið mitt, besta telpa í heimi. Eins og lesa má úr vísunni var Ottó mikið fyrir böm. Þau vora alltaf vel- komin í faðm hans og hann hafði alltaf pláss fyrir eitt til viðbótar, þótt fangið væri fullL Systkinabömin mín nutu þess að eiga þennan góða aukaafa, sem átti það til að hlaupa eftir hverri þeirri ósk sem þau gátu upphugsað, ekkert var of gott fyrir bömin. Þótt alltaf sé erfitt að kveðja þá, sem okkur era kærir, getum við huggað okkur við að þjáningum hans er loks lokið. Ég vona að á þeim 19 árum, sem ég fékk að njóta samvista við Ottó, hafi ég getað endurgoldið hon- um eitthvað af því sem hann gaf mér með návist sinni. Ég kveð góðan föður, sem lifir í minningunni og mun lifa. Olína Guðlaugsdóttir Þessi grein átti að birtast með öðr- um minningargreinum um Höskuld Ottó Guðmundsson sl. laugardag, en varð viðskila við þær. Höfundur er beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. Daníelssyni á Skipalóni við Eyjafjörð. Hann hafði því orð á sér fyrir að vera duglegur og góður smiður þegar hann kom til starfa í Hofteigi á Jökul- dal til að byggja þar nýja kirkju 1848. Sú ferð Kristjáns Kröger til starfa fyrir austan fékk farsælan endi, því nokkra eftir lok kirkjusmíðinnar gekk hann að eiga Elínu Margréti, dóttur séra Þorgríms. Að loknu brúðkaupi reistu ungu hjónin sér bú á næsta bæ, á kirkjujörðinni Hvanná á Jökuldal. Böm séra Þorgríms Amórssonar vora auk Elínar Margrétar, Hansína Sigurbjörg prestsfrú í Hofteigi og Jón Þórarinn sem gekk í Reykjavíkurskóla 1865, en Iést tvítugur, öllum harm- dauði. Hann stefndi að því, eins og forfeður hans, að verða prestur, en með fráfalli hans slitnaði um sinn sú samfellda keðja presta sem hafði var- að í ættinni um aldir. Af móðurafa og móðurömmu Sigríð- ar, þeim Kristjáni og Elínu Margréti, er það að segja að þau bjuggu stórbúi á Hvanná til hárrar elli. Þau vora talin um skeið ríkustu bændur á Héraði. Kristján bóndi lét ekki deigan síga, jók eignir sínar með því m.a. að kaupa Hvanná af kirkjujarðasjóði og margar fleiri jarðir, einkum í Tunguhreppi. Um aldamótin lét Kristján Kröger bú- skap og jörð að mestu í hendur Gunn- þórannar dóttur sinnar og tengdason- arins Jóns alþingismanns Jónssonar. Sigríður Ámadóttir, sú er nú er kvödd, var óvenjufróð um sinn frænd- garð. Af þeim fróðleik vora henni kærastar minningar og sagnir um langafa hennar, séra Þorgrím Amórs- son, sem var af prestum og biskupum kominn aftur í aldir. Kona Þorgríms prests og langamma Sigríðar var Guðríður Pétursdóttir frá Engey, Guðmundssonar, en móðir séra Þorgríms var Margrét Bjöms- dóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónsson- ar. Amór, faðir séra Þorgríms, var prestur á Bergsstöðum og sonur Áma biskups á Hólum Þórarinssonar. Það geislaði gleði og stolt úr andliti Sig- ríðar vinkonu minnar þegar hún rifj- aði upp sögur og sagnir um séra Þor- grím langafa sinn, er höfðu varðveist meðal manna á Héraði. „Séra Þorgrímur og Guðríður kona hans þóttu gestrisin með afbrigðum og hjálpsöm sveitungum sfnum, ekki síst þegar illa áraði. Er svo sagt að vet- ur einn, þá er séra Þorgrímur var í Hofteigi, hafi verið einstök harðindi og að þá hafi fjöldi bænda orðið hey- laus. Lét þá prestur hvem þann hafa hey og mat sem þurfti, og svo fyllti hann tómar hlöður í Hofteigi af fé bænda." „Fyrir síðustu aldamót var rætt um að kvæði Gríms Thomsens „Sá er nú meira en trúr og tryggur" væri ort um hund sem séra Þorgrímur átti í Þing- múla. Fékkst hundurinn ekki frá líki húsbónda síns og neytti einskis. Syrgði hann sig og svelti í hel. Virtist svo sem séra Þorgrímur hafi verið hamingjumaður þar sem hann kom að sér þeim lífveram, sem tryggastar era og gjamastar á fómfýsi." Séra Þorgrímur hóf prestsskap á Húsavík 1840, í Hofteigi 1848 og í Þingmúla 1864. Þá tók við prestsskap í Hofteigi tengdasonur hans, séra Þor- valdur Ásgeirsson, eiginmaður Han- sínu Sigurbjargar Þorgrímsdóttur. Séra Þorgrímur var fæddur 1807, en lést 1868. Með fráfalli Sigríðar Ámadóttur hafa öll systkinin, böm Áma og Þuríðar sem fæddust á Hvanná og Heykolls- stöðum, en vora síðar kennd við Blöndugerði, kvatt þennan heim. Systkinin þijú, Sigríður, Kristbjörg og Jóhann, sem lengst lifðu, héldu æt- íð nánu og ástríku sambandi. Jóhann var hinn eini þeirra systkina sem kvæntist og eignaðist böm. Haustið 1921 kvæntist hann Stefaníu Sig- bjömsdóttur ffá Litla-Bakka í sömu sveiL Böm Jóhanns og Stefaníu era Svanlaug húsmóðir í Reykjavík, Sig- urbjöm bóndi í Blöndugerði, Ámi bóndi á Blöndubakka og Vilborg hús- móðir í Reykjavík. Sigríður var því alla tíð ógift og bam- laus, en gott og innilegt samband átti hún ætíð við böm systkina sinna, auk sambands við böm, bamaböm og bamabamaböm Jóhanns bróður síns. Var það hamingjustund Sigríðar árið 1953 þegar Kristbjörg systir hennar eignaðist fósturdóttur, en þá tók Kristbjörg að sér þriggja ára stúlku sem var á heimili fyrir munaðarlaus böm. Var hún þá óskírð, en gekk und- ir nafninu Stella. Kristbjörg lét skíra hanaÁmýju Sigríði Benediktsdóttur. í Blöndugerði dvaldist Sigríður með- al foreldra sinna og systkina þar til hún hleypti heimdraganum um 1918. Fyrst var haldið til starfa á Hótelinu á Blönduósi, en síðar til Seyðisfjarðar til að læra fatasaum. Þá iðn stundaði Sigríður á ýmsum stöðum um árabil. Leiðin lá nú til Reykjavíkur þar sem Sigríður starfaði hjá Sturlubræðram, kunnum athafnamönnum þess tíma, og síðar á pijónastofu. Árið 1935 flutt- ist Sigríður til Sandgerðis þar sem hún varð ráðskona Bjöms Samúels- sonar útvegsbónda til 1944. Á árum hennar í Sandgerði dvaldi hjá henni Þuríður móðir hennar, sem lést þar 9. maí 1943 og var jarðsett þar í Hvals- neskirkjugarði. Ámi faðir Sigríðar lést f Blöndugerði 22. júní 1953. Hafði hann setið 38 ár í hreppsnefnd og gegnt fleiri trúnaðar- störfúm fyrir sveit sína. Á árinu 1942 var hann gerður að heiðursfélaga Búnaðarfélags Tunguhrepps á 50 ára afmæli þess. Þá er Ámi varð 75 ára héldu sveitungar hans afmælisveislu að Blöndugerði og færðu honum göngustaf að gjöf, góðan grip sem austfirski listamaðurinn Ríkarður Jónsson hafði gjörL Gjöf þessi, ásamt fleiri virðingarvottum, sýndi að sveit- ungar hans bára til hans hlýjan vel- vildarhug. Ámi var jarðsettur að Kirkjubæ 9. júlf. Óvenjumargt fólk frá öllum heimilum f sveitinni sótti þá jarðarför. Á árinu 1946 tók Sigríður við starfi forstöðukonu Elliheimilisins í Amar- dal á Akranesi. Því starfi gegndi hún þar til hún hætti störfum 1972. Á næstu áram dvaldi hún í íbúð sem hún hafði eignast að Jaðarsbraut 39, eða þar til hún gerðist vistmaður á dvalarheimilinu Höfða 1979. Frá 1992 hafði Sigríður dvöl á Sjúkrahúsi Akra- ness. Sigríður var afar þakklát fyrir nær 50 ára dvöl sína á Akranesi. Þar stofnaði hún til kynna við gott fólk, sem sýndi henni vinsemd og virðingu. Nánasti samstarfsmaður hennar í starfi á Elli- heimilinu var Þorbjörg Jónsdóttir. Heiðursmaðurinn Daníel Ágústínus- son var einn af þeim Akumesingum sem Sigríður mat mikils. Hann lét þessi orð falla um samstarf þeirra í minningargrein sem hann ritaði í Morgunblaðið um Þorbjörgu Jóns- dóttur 10. júlí 1975: „Þegar ég gerðist bæjarstjóri á Akra- nesi vorið 1954 kynntist ég Þorbjörgu fljótlega vegna starfa hennar við elli- heimilið. Sigríður Ámadóttir var þá forstöðukona, en því starfi gegndi Sig- ríður í 26 ár. Það vakti strax athygli mína og aðdáun hversu samstarf þeirra var gott um málefni elliheimil- isins og umhyggja þeirra fyrir hag heimilisins og þeirra sem þar dvöldu var alveg frábær. Þar var unnið nótt sem dag, ef með þurfti, og hagsýni gætt í hvívetna." Að leiðarlokum er Ámýju Sigríði Benediktsdóttur, starfsfólki Höfða, starfsfólki Sjúkrahúss Akraness og öllum, sem veittu Sigríði Ámadóttur stuðning og vinarþel á ævikveldi, færðar alúðarþakkir. Farsælu æviskeiði SigríðarÁmadótt- ur er lokið, en eftir lifir minningin um góða konu og samferðamann. Eyþór Þórðarson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.