Tíminn - 16.09.1993, Síða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 16. september 1993
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um 400 milljóna heilsukortaskatt
heilbrigðisráðherra:
Skelfilega óréttlát-
ur sjúklingaskattur
„Þetta er ekkert annað en nefskattur og skelfilega óréttlátur sjúk-
lingaskattur," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem sæti á í heil-
brigöisnefnd Alþingis um þann 2.000 kr. aögöngumiöa sem fólki
veröur gert að kaupa aö heilbrigðiskerfinu á næsta ári samkvæmt
fjárlagatillögu heilbrigðisráðherra.
„Þessi sjúklingaskattur er skelfi-
lega óréttíátur. I rauninni er þetta
einhver yfirbreiðsla að hafa þennan
háttinn á. Þetta þýðir það að við
þurfum öll að borga þennan 2.000
kr. skatt burtséð frá tekjum og
hvort sem við erum tekjulág eða
tekjuhá eigum við öll að borga jafnt.
Þetta er í andstöðu við þá grund-
vallarreglu sem hefur verið við
skattlagningu að þeir greiði mest
sem mest hafi,“ segir Ingibjörg.
„Það er engin spurning fyrir fólk að
það hlýtur að margborga sig fyrir
það að borga þessar 2.000 kr. og
þurfa þá ekki að greiða þessa þjón-
ustu hillu verði þegar það þarf að
nota hana,“ segir Ingibjörg.
„Það hefur enginn á móti því að
spara í heilbrigðiskerfinu sé það
hægt,“ segir Ingibjörg sem finnst
árangursríkara að skera frekar nið-
ur en upp eins og hún orðar það.
Þar á hún við að finna matarholur
þar sem illa er farið með fé. „Ég get
alls ekki sætt mig við að skattlagn-
ing hjá ríkinu komi jafnt niður á
fólki án tillits til tekna,“ segir Ingi-
björg.
Þá veltir hún fyrir sér því siðferði-
lega vandamáli sem starfsfólk
sjúkrastofnana stendur frammi fyr-
ir. „Getur það neitað einhverjum
um þjónustu vegna þess að hann
hafi ekki borgað eða getur það ekki
gert slíkt?" spyr Ingibjörg.
Ríkislögmaður segir gildar ástæður fyrir því að hann geti ekki gefið
utanríkisráðherra álit í skinkumálinu:
Itarlegar skýringar í
bréfi til ráðherrans
Gunnlaugur Classen ríkislögmaður segir að gildar ástæður séu
fyrír því hvers vegna hann geti ekki oröið við eríndi Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra um álit á lögmæti innflutnings
Hagkaups á skinku til landsins.
Hann segir að þessar skýringar
komi fram í ítarlegu máli í bréfi
sem hann sendi utanríkisráðherra í
fyrrakvöld.
„Þetta bréf mitt inniheldur ítar-
legar skýringar á því hvers vegna
ég get ekki orðið við þessu erindi.
Þær skýringar eru mun ítarlegri en
þær sem komið hafa fram. Það er
langeðlilegast að ráðherrann geri
grein fyrir þeim.“ sagði Gunnlaug-
ur.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Ríkisútvarpið í gær að svo virtist
sem embætti ríkislögmanns væri
með öllu óþarft. Það væri hlutverk
embættisins að skera úr þegar upp
kæmu lögfræðileg álitamál. Ef
embættið gæti ekki sinnt þessu
hlutverki væri það óþarft. Jón Bald-
vin sagði ennfremur að fjórir
hæstaréttarlögmenn störíuðu hjá
embættinu og reksturskostnaður
þess væri 20 milljónir á ári. Þessa
upphæð mætti spara.
Gunnlaugur Classen vildi ekki tjá
sig um þessi ummæli ráðherrans.
-EÓ
Endumýjuö kynnl af Kllnke slnnepsframlelðenda, vlnum hans og vandamönnum, ættu að vekja sömu vlðbrögð
áhorfenda og löngum áður; óbærilega skemmtun og óstöðvandi hlátur.
Spanskflugan í Borgarleikhúsinu:
GRÆSKULAUS OG SÍ-
GILDUR GAMANLEIKUR
Gamall kunningi leikhúsgesta,
gamanleikurinn Spanskflugan eftir
þá Amold og Bach, verður frum-
sýndur í Borgarleikhúsinu þann 17.
september í leikstjóm Guðrúnar Ás-
mundsdóttur.
Leikritið hefur verið reglulega á
fjölum Leikfélags Reykjavíkur allt
frá því það var fyrst frumsýnt hér-
lendis árið 1926. Hér er á ferðinni
græskulaus sígildur gamanleikur
misskilnings, blekkinga og undan-
bragða.
í hlutverki Klinke sinnepsframleið-
enda er enginn annar en Bessi
Bjarnason en hans góðu konu leikur
Helga Þ. Stephensen. Aðrir leikend-
ur eru þau Edda Heiðrún Backman,
Karl Guðmundsson, Guðmundur
Ólafsson, Valdimar Öm Flygenring,
Marinó Þorsteinsson, Guðrún Mar-
inósdóttir, Þorsteinn Guðmunds-
son, Sofffa Jakobsdóttir, Ragnheiður
Elfa Amardóttir, Theodór Júlíusson
og Valgerður Dan.
Þriggja manna hljómsveit undir
stjóm Carls Möller annast undirleik
söngva. Leikmynd hannaði Steinþór
Sigurðsson en Þómnn Sveinsdóttir
búninga. Guðrún Jóhannesdóttir
samdi dansa en um lýsingu sér Ög-
mundur Þór Jóhannesson.
-grh
llllllll
I % * * ■%. # # t'
Dr. Svelnbjöm Glzurarson lyQafræðlngur með frosk (höndunum sem hann
notar vlð tllraunlr slnar. Tfmamynd Áma Bjama
íslenskur vísindamaður flytur inn 60 froska til
rannsókna og hyggst þróa nýja aðferð við
bólusetningu gegnum nef sem
Mun útrýma
sprautunni
Það þarf að færa fómir í þágu vís-
indanna og það munu um sextíu
froskar, sem komu til landsins í
gær, fá að reyna. Dr Sveinbjöm
Gizurarson lyfjafræðingur hyggst
nota þá við rannsóknir en hann
vinnur ásamt aðila í Kaupmanna-
höfri að því að þróa nýja aðferð við
bólusetningu sem ef vel gengur
mun útrýma hefðbundinni bólu-
setningu með sprautu. Aðferðin
felst í því að úða bóluefni í nef en
það á að vemda fólk betur gegn
smitun en þegar bólefni er spraut-
að eins og algengast er.
Um ávinning þess að nota frekar
nefúða en sprautu til bólusetning-
ar segir Sveinbjöm, sem hefur yf-
irumsjón með þessu verkefni fyrir
fyrirtækið Lyfjaþróun hf.: „Bakter-
ía eða veira er gripin á slímhimn-
unni sjálfri áður en hún nær að
smita og engin mótefni hafa
myndast. Þessi áhrif fást ekki með
sprautu því þá myndast mikið
magn af móteftium í blóðinu."
Hann segir að það sé mikilvægt
að fá vemdun á slímhimnuna
sjálfa þannig að bakterían sé drep-
in þar og það sé því betri vemdun
en fáist með bólusetningu með
sprautu.
Máli sínu til stuðnings nefhir
hann sem dæmi nokkuð árvissa
bólusetningu gegn innflúensu.
Sveinbjörn segir að þeir sem
myndi mótefni féi við það væga
flensu án þess að verða þess varir.
Hann segir að væri nefúðaaðferð-
inni beitt yrði aldrei um sjúkdóm
að ræða þar sem veiran er drepin
áður en hún kemst í blóðið.
Hann segir að þegar sé byrjað að
gefa bóluefni á annan hátt en með
sprautum og nefnir sem dæmi að
bömum sé stundum gefið bóluefni
með því að láta þau sjúga það úr
sykurmola. Sveinbjörn sér þó þann
ókost við inngjöf á bóluefni að
maginn hleypi helst engu í gegn.
Sveinbjörn hefur unnið að þess-
um rannsóknum í tvö ár í sam-
vinnu við aðila í Kaupmannahöfn
sem ásamt Rannsóknarráði ríkis-
ins stendur straum af öllum kostn-
aði. Hann segir að þó að tilraunir á
dýmm lofi góðu þurfi að mörgu að
hyggja áður en aðferðin sé gjald-
geng á mönnum. „Það má gera ráð
fyrir að frá því byrjað er og þar til
þetta sést á markaði líði milli sjö
og tíu ár,“ segir Sveinbjöm og tel-
ur þennan tíma algengan við rann-
sóknir og þróun af svipuðu tagi.
Sveinbjöm segir að lyf sem eigi að
fara í öndunarfæri megi ekki hafa
áhrif á hreinsunarhæfni bifhára
þeirra. „Þegar verið er að þróa eitt-
hvað sem á að fara í öndunarfærin
er mikilvægt að tryggja það að
þetta hafi engin skaðleg áhrif á
mikilvæga starfsemi þeirra," bætir
hann við.
Hann segir að hagkvæmt sé að
nota froska í þessar rannsóknir þar
sem þeir hafi bifhár í gómi og hægt
sé að fylgjast með áhrifum efnanna
í gegnum stækkunargler þ.e.
hvemig bifhárin hreinsi sig eftir að
bóluefnum sé úðað á þau. „Hafi
eitthvert lyf slæm áhrif á bifhárin
sést það strax,“ bætir Sveinbjöm
við.
„Áður en gerðar em tilraunir á
fólki verður að vera búið að tryggja
það að það sé ekkert sem getur
skaðað þá sem taka þátt í slíkri til-
raun,“ segir Sveinbjöm og vísar til
rannsóknanna á froskunum sem
em undanfari frekari rannsókna á
fólki.
Sveinbjörn býst við niðurstöðum
úr rannsóknunum á froskunum
eftir að minnsta kosti tvo mánuði,
gangi allt vel. Þar með lýkur ævi
froskanna því samkvæmt íslensk-
um reglum verður að eyða þeim.
-HÞ
ASÍ mót-
mælir
heilsu-
kortum
Miðstjóm Alþýðusambands fslands
mótmælir harðlega öllum áformum
ríkisstjómarinnar um að selja að-
gang að heilbrigðiskerfi lands-
manna. í ályktun frá miðstjóminni
segir að gjaldtaka með þessum hætti
bitni þyngst á þeim sem minnst
mega sín. Kostnaði í heilbrigðiskerf-
inu verði að mæta með almennri
skattheimtu. -EÓ