Tíminn - 16.09.1993, Síða 7

Tíminn - 16.09.1993, Síða 7
Fimmtudagur 16. september 1993 Tíminn 7 Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir um innflutning frá ,salmonellu“-löndum: Ráðstaf- anir hafa verið óþarfar „Við höfum ekki flutt neinar slíkar landbúnaðarafurðir inn í nokkra áratugi. Þar af leiðandi hafa sér- stakar ráðstafanir verið óþarfar. Við notum auðvitað erlendar fyrir- myndir og matvælalöggjöfina," sagði Brynjólfur Sandholt yfir- dýralæknir. En Tíminn spurði hvemig eftirliti væri almennt hag- að með innflutningi á kjöti og hvort það væri kannski ekki sér- stök ástæða til nákvæms eftirlits með kjöti frá landi þar sem siilm- onella hefur dafnað m.a. í svínum og alifuglum. Þar sem innflutningur hafi eng- inn verið, sagði Brynjólfur enga þörf fyrir slíkar reglur. „En ef til slíks innflutnings kemur, þá taka gildi reglur sambærilegar við þær sem í gildi eru í nágrannalöndum okkar. Komi þetta upp, þá munum við taka mið af heilbrigðisástandi þess lands sem innflutningurinn er frá og heilbrigðisástandi í búfé hér á landi," sagði yfirdýralæknir. - HEI Bændur hafa sýnt áhuga á fiskeldisstöðvum í eigu Fram- kvæmdasjóðs: Hafa verið að kaupa sér fisk- eldisker Nokkrir bændur hafa keypt fiskel- disker af Framkvæmdasjóði ís- lands og hafið fiskeldi í smáum stfl. Bændur hafa fengið kerin á þokkalegu verði og hafa komið af stað framleiðslu með litlum til- kostnaði. í flestum tilfellum er um aukabúgrein að ræða. Framkvæmdasjóður eignaðist all- margar fiskeldisstöðvar eftir að þær komust í fjárhagslegt þrot. Sjóðurinn hefur náð að selja margar þessara stöðva, en á þó enn þó nokkrar. Framkvæmdasjóður hefúr reynt að selja stöðvamar í heilu lagi til áframhaldandi rekst- urs, en ekki hefur verið hægt að koma því við í öllum tilvikum. Framkvæmdasjóður hefúr selt ker og annan búnað úr þremur fiskeldisstöðvum. Þetta em fisk- eldisstöð á Stokkseyri, seiðaeldis- stöð í Þorlákshöfn og fiskeldis- stöðin að Bakka í Ölfusi. Það em aðallega bændur sem hafa keypt ker og tæki úr þessum stöðvum. Sigurgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Lánasýslu ríkisins, sem fer með eignir og skuldir Fram- kvæmdasjóðs, sagði að áhugi bænda á kemm í eigu sjóðsins beinist fyrst og fremst að því að koma upp fiskeldi í smáum stfl. Hann sagði að verðið á kerunum hafi verið þokkalegt frá sjónarhóli sjóðsins. Fram til þessa hefur verið álitið að fiskeldi hentaði illa sem auka- búgrein fyrir bændur. Menn hafa álitið að reksturinn þurfi að vera svo stór í sniðum til að hann borgi sig og þar af leiðandi að fjárfest- ingar þurfi að vera miklar. Nú telja ýmsir að þetta sé ekki rétt Fiskeldi í smáum stfl sé einmitt æskileg rekstrareining. -EO Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.4 af 8 Islenskir bændur eru ekki á móti samkeppni... Fullyrt er: Hið rétta er: Íændur spyrna alltaf við fótum þegar minnst er á frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. Bændur geta hagað sér eins og þeim sýnist í skjóli innflutningshafta. Með jöfnunargjöldum vilja bændur koma í veg fyrir að „fátækt fólk geti keypt sér ódýran mat.“ Rangt! íslenskir bændur hafa fyrir löngu lýst sig fylgjandi nýju GATT-samkomulagi um frjálsari viðskipti með landbúnaðar- vörur. Þeir trúa því að með alþjóðlegum samningum megi stuðla að heiðarlegri og sanngjarnri samkeppni þar sem bændur í sem flesmm löndum heims standi jafnfætis. í slíkum samning- um þarf að taka tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem við- skiptasjónarmiða og í hverju landi þarf að vera hægt að jafna aðstöðumun vegna t.d. veðurfars, strjálbýlis, framleiðslukostn- aðar o.s.frv. Islenskir bændur fagna því alþjóðlegu samkomulagi um viðskipti með búvörur, enda einkennast milliríkjaviðskipti í dag af undirboðum þar sem stór lönd geta í krafti útflutnings- bóta skákað þeim minni. Með innflutningstakmörkunum stendur íslenska þjóðin vörð um atvinnu í sínu eigin landi og sjálfstæða matvælaframleiðslu. Allt að 15 þúsund Islendingar myndu missa atvinnu sína ef innflutningur kæmi alfarið í stað innlendrar landbúnaðar- framleiðslu og um leið er augljóst að meintur „sparnaður" af slíku yrði ávísun á algjört hrun í efnahagi landsmanna. Inn- flutningstakmörkunum er einnig ætlað að vernda landið fyrir erlendum búfjársjúkdómum sem okkur hefur hingað til tekist að verjast. Fráleit staðhæfmg! Vill þjóðin leggja af íslenskan landbúnað til þess að njóta tímabundinnar veislu með niðurgreidddum útlenskum matvælum eða vill hún halda uppi atvinnu í landinu, hafa tekjur af landbúnaði og varðveita sjálfstæði sitt í matvælaframleiðslu? Allir landsmenn þyrftu að axla auknar byrðar ef landbúnaður leggðist af og „ódýri maturinn“ væri þá skammgóður vermir fyrir íslenskar fjölskyldur. Jöfnunargjöld em nomð um allan heim til þess að jafna mismun á milli landa, sem skapast m.a. af mismunandi styrkjakerf- um og rekstrarskilyrðum, mismunandi gæðakröfum, útflumings- bótum o.fl. íslenskir bændur geta ekki keppt við stórlega niður- greiddar vömr erlendis frá án þess að jöfnunargjöld komi til. Þeir geta heldur ekki keppt við verksmiðjubúskap þar sem mannúðleg meðferð dýra og umhverfissjónarmið em virt að vettugi, og rán- yrkja og ýmiskonar mengun em jafhvel allsráðandi. Þeir geta hins vegar keppt á jafhrétnsgrundvelli og leggja þá einstök gæði vöm sinnar óhikað undir dóm neytenda. ...en þeir hafna samkeppni sem byggir á undirboðum og rányrkju! ISLENSKIR BÆNDUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.