Tíminn - 16.09.1993, Síða 12

Tíminn - 16.09.1993, Síða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 ^aHabriei HÖGG- DEYFAR Versliö hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Iíniiiin FIMMTUDAGUR 16. SEPT. 1993 Guðmundur Ámi fær greidd 6 mánaða biðlaun: Með sex hundruð þúsund á mánuði Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra er á launum hjá Hafnarfjarðarbæ til næstu áramóta, en hann hætti sem kunnugt er sem bæjarstjóri HafnarQarðar á miðju þessu ári. Þetta er samkvæmt samningi, sem gerður var við Guðmund Áma fyrir sjö árum og kveður á um biðlaun í sex mánuði, þegar hann hverfur úr embætti. Biðlaunin, sem Guömundur Ámi fær, em um 285 þúsund á mánuði, en ráðherralaunin em um 280 þúsund. Samkvæmt þessu em heildarlaun hans um 565 þósund á mánuði. Þessar upplýsingar koma fram f frétt í DV í gær. t>á em ótalin iaun sem Guðmundur fær fýrir að sitja í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, en hann gegnir áfram störfum bæj- arfulltrúa. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafharfirði, sagði f samtali við Tfmann að greiðsla biðlauna til Guðmundar Áma hafi ekki kom- ið inn á borð til sín, enda sé hér um samningsbundin laun að ræða. Þegar Ingvar settíst f stól bæj- arstjóra í sumar, var gerður við hann samningur. Ingvar óskaði eftir að biðiaunaréttur hans yrði styttur í þrjá mánuði. „Þessi samningur er til einungis tíu mánaða og þar sem ég er í launa- lausu leyfi frá skólanum, fannst mér engm ástæða til að ég væri á sex mánaða biðlaunum fyrir tíu mánaða vinnu. Ég óskaði því eft- ir að þetta yrðu bara þriggja mánaða biðlaun þangað til ég færi f kennsluna aftur. Ég ætla hins vegar ekkert í kennsluna aftur næsta haust, því ég ætla mér að vera áfram bæjarstjóri eftiv næstu kosningar," sagði Ingvar. Einn fulltrúi í tryggingaráði hefur efasemdir um hæfni Karls Steinars til að gegna starfi for- stjóra Tryggingastofnunar: TRYGGINGARÁÐ TELUR 5 UMSÆKJENDUR HÆFA Meirihluti tryggingaráðs telur að fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins séu vel hæfir til að gegna stöðunni, en alls sóttu 13 um hana. Þetta eru Hilmar Björgvins- son deildarstjóri, Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræðingur, Karí Steinar Guðnason alþingismaður, Kristján Guðjónsson deildarstjórí, og Pétur Blöndal tryggingastærðfræðingur. Fulltrúi Kvennalistans í ráðinu telur að Karl Steinar sé ekki í hópi þeirra sem best uppfylla skilyrði til að gegna forstjóra- stöðunni. Tryggingaráði ber lögum sam- kvæmt að gefa heilbrigðisráð- herra umsögn um umsóknir um stöðu forstjóra TVyggingastofn- unar. Heilbrigðisráðherra skipar síðan í stöðuna og er hann ekki bundinn af áliti tryggingaráðs. Búist er við að ráðherra taki ákvörðun í málinu fljótlega. í umsögn tryggingaráðs til heil- brigðisráðherra segir að ráðinu hafi verið vandi á höndum, því að engin sérstök skilyrði um hæfni hafi verið sett við auglýs- ingu stöðunnar og engin starfs- lýsing sé til á embætti forstjóra. Við umfjöllun um umsóknimar lagði tryggingaráð áherslu á menntun, starfsferil og reynslu, stjórnun og félagsstörf, auk fleiri atriða. Tryggingaráð taldi þá fimm um- sækjendur, sem áður eru nefnd- ir, uppfylla best það mat sem ráðið lagði til grundvallar í um- fjöllun sinni. Sigríður Lillý Bald- ursdóttir, fulltrúi Kvennalistans í tryggingaráði, taldi að Karl Steinar Guðnason og Hilmar Björgvinsson væru ekki í hópi þeirra sem uppfylltu best þessi skilyrði. Hún taldi hins vegar að Ólína Torfadóttir, eina konan í hópi umsækjenda, uppfyllti þetta skilyrði. -EÓ Karl Steinar Guónason: Hæfur. Hllmar BJörgvlnsson: Hæfur. Kristján Guöjónsson: Hæfur. Jón Sæmundur Slgurjónsson: Hæfur. Pétur Blöndal: Hæfur. ...ERLENDAR FRÉTTIR... JERÚSALEM — Jitzhak Rabin, for- sætisráöherra Israels, beindi athygli sinni aö Sýrlandi eftir komuna til Isra- els I gær eftir aö hafa undirritaö fríöar- samkomulag viö PLO og óvænta við- komu I Marokkó. JERÚSALEM — Palestlnskur byssu- maöur var drepinn og þrir israelskir hemnenn særöir I bardaga I bænum Hebron á hemumda vesturbakkanum á þriöjudag, aö þvl er israelski herínn sagöi I gær. Hjá Sameinuöu þjóöurv um ræddi formaöur PLO, Jassir Ara- fat, aukiö hlutverk S.þ. á hemumdu svæöunum sem innan tföar eiga aö falla undir heimastjóm Palestlnu- manna, á fundi með Boutros Boutros- Ghali aöalrítara. KAlRÓ — Muammar Gaddafi, leiötogi Llbýu, h'itti tvo leiötoga Palestlnu- manna sem eru andsnúnir friöar- samningi PLO og Israels, sagöi I til- kynningu hinnar opinberu libýsku tféttastofu JANA I BAGDAD átti Farouk Kaddoumi, yfirmaöur eríendra málefna hjá PLO sem neitaöi aö und- irrita samninginn viö fsrael á mánu- dag, viöræöur viö háttsetta embættis- menn I Irak, aö sögn dagblaöa I Bagdad. ZAGREB — Bardagar hjöönuöu þeg- ar fríöargæsluiiöar Sameinuöu þjóö- anna bjuggu sig undir aö koma fyrir liöi á vfglínum Serba i suöurhluta Króatiu, aö þvf sagt var (króatiska út- varpinu I gær. BANJA LUKA, Bosníu — Uppreisn- arhermenn I næststærstu borg Bo- snfu hafa boðiö leiötoga Serba, Rado- van Karadzic, byrginn meö kröfu um aö sjálfskipuö stjórn hans segi af sér og kosningar fari hið fýrsta fram. TBUSI, Georgiu — Þingiö í fynver- andi sovétlýöveldinu Georgiu sam- þykkti i gær aö fella niöur fundi f tvo mánuöi til aö koma til móts viö kröfu Eduards Shevardnadze, leiötoga Ge- orgiu, og koma I veg fyrir aö hann segi af sér. GRANDVILLE, Frakklandl — Rót- tækir franskir bændur settu uþþ veg- artálma á þjóðvegum umhverfis Paris (gær til að leggja áherslu á kröfu sina um aö stjómin beiti neitunarvaldi gegn viöskiptasamningi um landbúnaöar- vörur milli Bandarikjanna og EB, sem er lykilatriöi i GATT- samningi um heimsviöskipti. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR — Llbýu- menn sögöu I gær aö mennimir tveir, sem sakaöir eru um aö sprengja upp farþegaflugvél Pan Am yfir Lockerbie I Skotlandi, gætu komiö fyrir rétt I Bret- landi eöa Bandarlkjunum aö þvf tilskildu aö lagaleg meöferö málsins væri sann- gjöm og refsiaögerðum S.þ. yrði aflétt jafnskjótt og þeir gæfu sig fram. VARSJÁ — Sérfræöingar Lufthansa hófust I gær handa viö aö leita aö vls- bendingum til aö skýra ástæöur þess aö ein flugvéla þeima brotlenti I Var- sjá. Tveir létust og 45 slösuöust TÓKÝÓ — Ráðstafanir Japana til að örva efnahagslifiö veröa birtar (dag og er búist viö aö féö, sem til þeirra veröi varið, nemi um sex trilljón jenum (56,6 milljöröum dollara), sagöi I vlö- lesnu dagblaöi I gær. LISSABON — Rlkisstjóm Angólu hvatti Sameinuöu þjóöimar til aö beita uppreisnarhreyfinguna UNITA refsiaö- geröum. UNITA lét sér fátt um hótan- imar finnast og sagöi refsiaögerðir ekki geta haft áhrif á bardagagetu hreyfingarinnar. HANOI — Vfetnam undir stjóm kommúnista er á réttri braut til aö komast aö samningum snemma f október viö Alþjóöasjóöinn, sem mun setja landiö aftur aö boröi alþjóöafjár- mála, sögöu diplómatar og banka- menn I gær. LOS ANGELES — 13 ára strákurinn, sem sakar Michael Jackson um aö hafa misnotað sig kynferöislega, hefur lagt fram kæru þar sem búist er viö aö hann fari fram á margar milljónir doll- ara f skaðabætur. DENNI DÆMALAUSI „Komdu nú, Wilson! Við getum ekki farið í eltingaleik nema fá einhvem tilað elta.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.