Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 2
2 Tfminn Fimmtudagur 23. september 1993 Helmut Schmídt, fyrrverandi kanslari V-Þýska- lands, í Reykjavík: Þeir scm áhuga hafa á þróun og horfum í efnahags- og sfjóramál- um Evrópu ættu að fjöJmenna í Sólnasal Hótel Sðgu nk. laugar- dag, 25. september, tll að hlýða á dr. Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslara V- Þýskalands, flytja er- indi um ástand mála í álfunni í Kanslarinn fyrrverandi kemur hmgað til iands f boði Samtaka um vestræna samvinnu, Varð- bergs og Germaníu. Fundurinn er öllum opinn, en aðgangseyrir með hádegisverði er krónur tvö þúsund og 1100 krónur fyrir námsmenn gegn framvísun skóla- skírteinis. Dr. Schmidt hefur um langt ára- bii verið einn helsti stjómmála- maður Vesturlanda og einn af ris- unum f þýskri póiitfk eftirstríðs- áranna. Hann gegndi embætti kansiara V- Þýskalands 1974-1982 og kom m.a. í opinbera heimsókn hingað til lands. Arið 1983 tók hann við starfi útgefenda viku- blaðsins Die Zeit í Hamborg sem hann gegnir enn. Auk þess er hann eftirsóttur fyrirlesari og ferðast mikið um heiminn vegna fyrirlestrahaids. Horfur eni á að um 9% færra fé verði slátrað á næsta haustl en kemur tll slátrunar I haust bændur myndu reyna treysta á að útflutningur á kjöti sem er ffam yf- ir greiðslumark gæfi þeim einhverj- ar tekjur. Menn vissu hins vegar ekkert hvað þessi útflutningur kynni að gefa af sér. Asbjöm sagðist þó vera sæmilega bjartsýnn á að bændur fengju einhverjar tekjur af þessu. Asbjörn sagði þessa miklu lækkun á greiðslumarki ýta undir ffamhjá- sölu á kjöti og það væri mjög alvar- legt fyrir bændastéttina sem heild. Asbjöm hefúr lýst efasemdum um það kerfi ffamleiðslustýringar og beingreiðslna sem sauðfjárbændur búa við: „Ég hef efasemdir um ágæti þessa framleiðslukerfis sem sauð- fjárbændur búa við. Ég tel að það þurfi að fara að huga að breytingum á þessu kerfi. Ég tel að það hafi ekki náð tilgangi sínum. Við verðum að halda þessum beingreiðslum hvort sem við miðum þær við greiðslu- mark eða ffamleiðslu, en fram- leiðsluna verðum við að gefa ffjálsa. Ég held að það verði ekki hjá því komist," sagði Ásbjöm. -EÓ Ásbjörn Sigurgeirsson sauðfjárbóndi telur að lækkun greiðslumarks ýti undir framhjásölu á kindakjöti: Hefur mjög slæm áhrif á kjör bænda Asbjörn Sigurgeirsson, fjárbóndi á Ásbjarnarstöðum í Mýrasýslu, seg- ir að 9,2% samdráttur á greiðslu- marki komi til með að hafa mjög slæm áhrif á kjör bænda. Hann segir hugsanlegt að bændur geti bætt sér þennan tekjumissi að ein- hverju leyti með tekjum af kjöti sem selt yrði á erienda markaði. Asbjörn segist tejja óhjákvæmilegt að huga að breytingum á ffam- leiðslustjórauninni með það að markmiði að gefa framleiðsluna frjálsa. Skerðingin á greiðslumarki næsta haust er 9,2% eða 750 tonn, fer úr 8.150 tonnum í 7.400 tonn. Bein- greiðslur til bænda lækka um 154 milljónir króna. Þar af verður um 55 milljónum varið til markaðs- færslu lambakjöts á innanlands- markaði. Lækkun beingreiðslnafyr- ir ríkissjóð verður því tæpar 100 milljónir króna. Fyrir sauðfjárræktina í heild jafn- gildir þessi 750 tonna framleiðslu- samdráttur auk lægri beingreiðslna því að meðalsauðfjárbúum í landinu fækkaði um 99 eða úr 1.069 í 970. Þetta þýddi að ársverkum innan greinarinnar fækkaði um 181, úr 1.946 f 1.765. Asbjöm sagði að bændur hefðu takmarkaða möguleika til að bregð- ast við þessari skerðingu. Þeir hefðu þegar lækkað fasta kostnaðinn hjá sér mjög mikið og óvíst að margir gætu gert betur þar. Það myndi hins vegar laga stöðu bænda mikið ef hægt yrði að Iækka verð á aðföng- um. s.s. áburði, kjamfóðri o.fl. Asbjöm sagðist telja að margir Húseigendur styöja húsa- leigubætur Sfjóm Húseigendafélagsins hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við að húsaleigu- bætur verði teknar upp. Félagið Unnið að endurskoðun á bifreiðamálum lögreglunnar í Reykjavík: Maríurnar þykja dýrar í rekstri Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, segir að því sé ekki að leyna að þessar svokölluðu JHaríu- bifreiðar" lögreglunnar hafi verið mjög dýrar í rekstri. Hann segir að ef hægt sé að draga úr rekstri á þeim og mæta þörfum lögreglunnar með öðram hætti, þá sé alveg sjálf- sagt að gera það, ef það er ódýrara. Að frumkvæði lögreglustjórans hefúr starfshópur innan lögreglunn- ar unnið að endurskoðun á bifreiða- málum embættisins í nokkum tíma. Lögreglustjóri segir að ef hægt sé að spara í þessum efnum án þess að verða fyrir einhverjum skakkaföll- um, þá sé það auðvitað hið besta mál. „Ég gekk svo langt að biðja þá að líta á þetta út frá því sjónarmiði að þeir hefðu lögregluna í Reykjavík bfllausa og hvernig þeir myndu fullægja þörfúm okkar í þeim eftium frá grunni. Þetta er nú það sem ver- ið er að vinna að og þeir era búnir að gera ansi margt gott og eiga eftir að gera meira,“ segir Böðvar Bragason lögreglustjóri. -gríi bendir á að skattfrelsi leigutekna leiði til mestu hagsbóta fyrir leigj- endur og sé hagkvæmasti kostur- inn fyrir samfélagið. Skattfrelsi leigutekna stuðli að hóflegri húsa- leigu og sé tíl þess fallið að örva leigumarkaðinn og auka ffamboð á leiguhúsnæði. Stjóm Húseigendafélagsins telur að stuðningur hins opinbera við efnalitla leigjendur létti húsnæðis- kostnað þeirra. Húsaleigubætur séu einnig fallnar til að auka öryggi og festu í leiguviðskiptum. Stjóm félagsins telur að þær tölur sem liggja fyrir um fjölda þeirra sem húsaleigubóta kunna að njóta og fjárhæðirnar sem nefndar hafa ver- ið gefi ekki ástæðu til að ætla að bætumar hafi umtalsverð áhrif á leigumarkaðinn eða fasteignaverð. Félagið telur hins vegar að húsa- leigubætur án nauðsynlegra breyt- inga á reglum um skattlagningu leigutekna nái ekki tilgangi sínum heldur hljóti þvert á móti að leiða til hækkunar á húsaleigu. -EÓ Forysta Alþýðubandalagsins verður óbreytt næstu tvö árin: Ólafur Ragnar sjálfkjörinn Ólafur Ragnar Grímsson verður formaður Alþýðubandalagsins næstu tvö árin þar sem enginn bauð sig fram gegn honum. Stein- grímur J. Sigfússon verður sömu- leiðis áfram varaformaður flokks- ins þar eð ekkert mótframboð kom gegn honum. Alþýðubandalagið breytti í sumar reglum um kjör formanns og vara- formanns í þá vera að almennir flokksmenn skyldu kjósa forystu flokksins en ekki einungis fulltrú- ar á landsfundi. En þar sem Ólafur Ragnar og Steingrímur J. buðu sig einir fram verður ekki efnt til kosninga meðal flokksmanna. -EÓ BÆJARFÉLÖGIN á Akranesi, Kópavogl og Selfossl hafa samráð um tónllstarkynningu I skólum bæjanna I vetur. Haldnir verða mánaðartegir tónleikar, með mörgu af besta llstafólki landsins, sem ætlaðir eru grunnskóla- og framhaldsskóianemum sem og almennum bæjarbúum. Hér má sjá helstu aðstandendur tónleikanna. Leiklistarsamband íslands: Byggingu dómshúss harölega mótmælt Leiklistarsamband íslands mótmælir harðlega fyrirhug- aðri byggingu nýs dómshúss á homi Ingólfsstrætis og Lindar- götu. Þetta kemur fram í nýlegri ályktun leiklistarþings. Þar er varað við skipulagsslysi sem eigi sér stað þegar þrengt sé að stóram og fögram byggingum sem hafi menningarhlutverki að gegna. Þar er vísað til Þjóð- leikhússins og Borgarleikhúss- ins sem glöggs dæmis um þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.