Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. september 1993 Tíminn 7 Kosið í 186 af 196 sveitarfélögum um að fækka þeim í 43 á landinu öllu: Sveitarfélögum með færri en 500 íbúa fækki úr 142 í 3 Almennar kosningar fara fram þann 20. nóvember n.k. f öllum sveitarfélögum landsins nema tíu, um að sveitarfélögum veröi fækk- aö um 153, eöa úr 196 niður í 43. Verði tillögur umdæma- nefnda samþykktar, fækkar sveitarfélögum meö færrí en 500 íbúa langsamlega mest, eða úr 142 í 3. Þau þrjú yrðu Raufarhöfn, Reyk- hólahreppur og austanvert Snæfellsnes. Að sögn sam- starfsnefndar um samein- ingu sveitarfélaga er það höfuömarkmiðið með sam- einingunni að treysta byggð í landinu og efla stjóm heimamanna, að auðveida flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga og að auka þjónustu við íbúana og gera sveitarfélögunum betur kleift að takast á við núver- andi verkefni. Þess má geta að sveitarfélögin voru 224 fyrír 15 árum og hefur því fækkað um 28, eða kríngum tvö á árí. Til þess að sameining telj- ist samþykkt í kosningun- um þarf meiríhluta greiddra atkvæða. Hljóti tillaga ekki samþykki í öllum sveitarfélögum, sem lagt er til að sameinist, en að minnsta kosti í 2/3 þeirra, er viðkomandi sveit- arstjómum heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa, enda hamli ekki land- fræðilegar ástæður. Verði sameiningartillaga felld, en umdæmanefnd telji eigi að síður að íbúar vilji annars konar sameiningu, þá er heimild til þess að nýj- ar tillögur verði lagðar fram fyrír miðjan janúar n.k. og kosið um þær eigi síðar en 26. mars. Tillögur umdæmanefnda em f grófum dráttum eins og hér verður rakið. Vesturland Lagt er til að sveitarfélögum verði fækkað úr 36 í 9 á Vestur- landi. Akranes verði áfram sérstakt sveitarfélag. í Borgarfjarðarsýslu yrðu fjórir hreppar með samtals um 600 íbúa sameinaðir í einn. Fimm hreppar norðan Skarðs- heiðar, með hátt í 800 íbúa, verði sameinaðir í einn. Öll átta sveitarfélög Mýrasýslu verði sameinuð í eitt með tæp- lega 2.600 íbúa. Fjórir hreppar austast á Snæ- fellsnesi verði sameinaðir í einn með um 320 íbúa. Og fjórir hreppar vestast á Snæfellsnesi Sveitarfélög á íslandi samkvæmt tillögum umdæmanefnda Kortið sýnir mörk þeirra 43 sveitarféiaga, sem verða I landinu efallar sameiningartillögur verða samþykktar. verði sömuleiðis sameinaðir í eitt sveitarfélag með um 1.900 íbúa. Helgafellssveit sameinist Stykk- ishólmi með rúmlega 1.300 íbúa alls. Sömuleiðis verði allir sjö hreppar Dalasýslu eitt sveitarfé- lag með tæplega 900 íbúa. Vestfirðir Stefrit er að fækkun sveitarfé- laga á Vestfjörðum úr 24 í 4. Fimm sveitarfélög í V- Barða- strandarsýslu sameinist í eitt með tæplega 1.700 íbúa. Austur- Barðastrandarsýsla verði hins vegar áfram eitt sveitarfélag: Reykhólahreppur með um 360 íbúa. ísafjarðarsýslur báðar, ísafjörð- ur og Bolungarvík verði eitt sveitarfélag, í stað tólf, með um 6.400 íbúa. Sex hreppar Strandasýslu sam- einist í eitt sveitarfélag með lið- lega þúsund íbúa. Norðurland vestra Fækkun úr 30 sveitarfélögum í 5 hljóða tillögumar fyrir Nl. vestra. Vestur-Húnavatnssýsla verði eitt sveitarfélag með hátt í 1.500 íbúa, í stað sjö nú. Austur-Húnavatnssýsla verði tvö sveitarfélög í stað tíu nú. Annars vegar sameinist Vind- hælis-, Höfða- og Skagahreppar í einn með tæplega 800 íbúa. Hin- ir hrepparnir sjö sameinist í eina sveit með liðlega 1.700 íbúa. í Skagafirði er mælt með sam- einingu 12 sveitarfélaga í eitt með tæplega 4.700 íbúa. Norðurland eystra Á Nl. eystra er einnig lagt til að fækka sveitarfélögum úr 30 í 5. Mælt er með að 15 sveitarfélög í Eyjafirði sameinist í eitt, sem þá yrði annað stærsta sveitarfé- lag landsins með tæplega 21.000 íbúa. Átta sveitir Suður-Þingeyinga sameinist í eina með liðlega 4.200 íbúa. Þrír hreppar í Öxarfirði (Keldu- nes-, Fjalla- og hluti Öxarfiarð- arhrepps) sameinist í eina sveit með tæplega 500 íbúa. Hinn hluti Öxarfiarðarhrepps sameinist Raufarhöfn ásamt hluta Svalbarðshrepps í liðlega 400 manna sveitarfélag. Þórshafnar-, Sauðanes- og hluti Svalbarðshrepps sameinist í lið- lega 600 manna sveitarfélag. Austurland Lagt er til að 30 sveitarfélögum á Austurlandi verði fækkað í átta. Þar af verði 2 núverandi sveitar- félög, Seyðisfiörður og Djúpa- vogshreppur (sem varð til við sameiningu 3ja hreppa fyrir ári), áfram óbreytt í núverandi mynd. Á Norðursvæði sameinist Skeggjastaða- og Vopnafiarðar- hreppur í liðlega 1.000 íbúa sveitarfélag. Ellefu hreppar og bæir á Héraði sameinist í liðlega 3.000 íbúa sveitarfélag. Neskaupstaður, Norðfiarðar- og Mjóafiarðarhreppur sameinist í liðlega 1.760 manna sveitarfélag. Reyðarfiörður og Eskifiörður sameinist í um 1.800 manna sveitarfélag. Fáskrúðsfiarðar-, Búða-, Stöðv- ar- og Breiðdalshreppar samein- ist í tæplega 1.500 íbúa sveitarfé- lag. Loks mundu sex hreppar á Suð- ursvæði sameinast í eitt sveitar- félag með um 2.500 íbúa. Suðurland Á Suðurlandi eru einnig 30 sveitarfélög, sem lagt er til að sameinist í 7. Af þessum 30 standi 3 óbreytt: Vestmannaeyjar og 2 hreppar V-Skaftafellssýslu. Lagt er til að Rangárvallasýsla skiptist í tvö’sveitarfélög. Annars vegar sameinist 6 hreppar aust- an Eystri-Rangár með 1.750 manns. Hins vegar fiórir hreppar vestast í sýslunni með tæplega 1.600 íbúa. Sömuleiðis er lagt til að Árnes- sýsla skiptist í tvö sveitarfélög. Lætur nærri að skiptin yrðu um þjóðveg 1. Átta sveitarfélög ofan þjóðvegar sameinuðust í liðlega 2.300 manna sveitarfélag. Átta hreppar í Flóa og Ölfusi ásamt Selfossbæ sameinuðust í nærri 8.700 íbúa sveitarfélag. Suðurnes Á Suðurnesjum eru línur skýr- ar. Tillögumar hljóða upp á að núverandi 7 sveitarfélög á svæð- inu sameinist í eitt, með um 15.500 íbúa. Höfuðborg- arsvæðið Tillögur gera ráð fyrir að sveit- arfélögum fækki úr níu í fiögur á höfuðborgarsvæðinu. Seltjamarnes, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós sameinist Reykjavík í eina borg, sem þá teldi yfir 110.000 íbúa og rúm- lega 42% allra íslendinga. Sömuleiðis er lagt til að Garða- bær og Bessastaðahreppur sam- einist í einn 8.500 íbúa bæ. Á hinn bóginn er ekki vilji til að Kópavogur og Hafnarfiörður sameinist einum né neinum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.