Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. september 1993 Tíminn 3 SUS gagnrýnir atvinnu- miðlun Al- þýðuflokksins „Síðustu misserin hefur Alþýðu- flokkurinn hins vegar slegið öll fyrri met í pólitískum embættisveit- ingum og hreinlega slegið eign sicni á embætti sem losna í utan- ríkisþjónustu og einnig banka- stjóra- og ráðuneytisstöður. Eru auglýsingar embætta sem ráðherrar Alþýðuflokksins veita nú orðnar hreint sjónarspil," segir í ályktun sem Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur sent frá sér um „at- vinnumiðlun Alþýðuflokksins". í ályktuninni eru embættisveiting- ar Alþýðuflokksins harðlega gagn- rýndar. Skorað er á forystumenn Al- þýðuflokksins að láta af þessari „her- fangastefnu" í embættisveitingum eins og það er kallað. Slík vinnu- brögð eigi heima í bananalýðveld- um. Vikið er sérstaklega að ráðningum heilbrigðisráðherra á Karli Steinari Guðnasyni í starf forstjóra TVygg- ingastofnunar. Ungir sjálfstæðis- menn telja að aðrir umsækjendur um stöðuna og þjóðin öll hafi verið höfð af fíflum við þessa embættis- veitingu. -EÓ Hveragerði: Nýtt eld- Sjaldgæft mun að fleltl bankastjórar sltjl saman tll borðs en var I gær þegar vaxtasklptasamnlngamlr voru undlrrltaðlr I gær. Ásamt þrem bankastjórum Seðlabankans sjáum vlð héma helstu stjómendur allra viöskiptabankanna sem landsmenn hafa trúaö fyrir að ávaxta þá 126 mllljarða sem sem þeir eiga lnni á bankareikningum. Að meðtöldum 28 milljarða Innlánum I sparisjóðunum samsvarar upphæðin I kringum 600.000 kr. bankalnnlstæöu á hvem ein- stakling í landinu. Tfmamynd Áml BJama Vaxtaskiptasamningum Seðlabanka og innlánsstofnana ætlað að ná meiri stöðugleika á vexti: hús við Heilsustofn- unina Guðmundur Ámi heilbrigðisráð- herra opnaði í vikunni nýtt eldhús og borðsal við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Nýja húsnæðið bætir mjög alla aðstöðu stofnunarinnar til að taka á móti gestum. Kostn- aður við bygginguna er um 120 milljónir. Framkvæmdir við eldhúsið hóf- ust 1988 og unnið hefur verið þar með hléum síðan. Húsið er tæp- lega 1.000 fermetrar að stærð. I framtíðinni er stefnt að bygg- ingu húss fýrir endurhæfingastarf- semi Heilsustofnunarinnar. Þar er um að ræða læknastofur, sjúkra- þjálfun, sjúkranudd, íþróttastarf- semi og fleira. Þá hafa forráða- menn stofnunarinnar einnig mik- inn hug á að reisa nýja gistiálmu, en elstu gistiálmumar eru að verða úr sér gengnar. Að sögn Áma Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnun- arinnar, er fyrirhugað að markaðs- setja starfsemi stofnunarinnar er- lendis f framtíðinni. -sbs/EÓ Seðlabankinn „veðjar“ á 2% verðbólgu til áramóta Seðlabankinn hefur gert svokallaða vaxtaskiptasamninga við bankana og Lánastofnun sparisjóðanna. Markmið þeirra er að draga úr þeirri vaxtaáhættu sem skapast af misvægi milli verð- tryggðra eigna og skulda sem bankastjórar hafa oft og lengi kvart- að undan. Samningunum er ætlað að stuðla að því að bankar og sparisjóðir geti ákveðið vexti sína án tillits til skammvinnra sveiflna í verðbólgu og þannig aukið stöðugleika og jafnvel stuðl- að að lækkun vaxta. Fyrsta fjögurra mánaða samningstímabiiið (sept./des.) er gengið út frá því að verðbólga verið um 2% og ákveðinni 24,5 milljarða viðmiðunarfjárhæð. Þann 1. janúar eiga bankamir að borga Seðlabankanum jafnvirði 8% nafnvaxta af upphæðinni (24,5 milljörðum) og Seðlabankinn aftur á móti að borga bönkunum verð- tryggingu samkvæmt lánskjaravísi- tölu auk 6% vaxta. Standist verð- bólguspáin munu greiðslumar líka standast á. Reynist hins vegar verð- bólgan meiri verða greiðslur Seðla- bankans til bankanna meiri en þeir ar verði verðbólga meiri eitthvert misseri en áætlanir hafa gert ráð fyrir. í tengslum við undirskrift samn- inganna í gær tilkynnti íslandsbanki um 3-3,5% almenna lækkun nafn- vaxta hinn 1. október, miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Og frekari nafnvaxtalækkanir séu síðan fyrirhugaðar þann 1. nóvember. Búnaðarbanki tilkynnti sömuleiðis almenna nafnvaxtalækkun þann 1. október. En Landsbanki og spari- sjóðir segjast á næstunni ákveða nafnvexti sína f ljósi hjaðnandi verð- bólgu. - HEI Guðmundur Aml Stefánsson hellbrigðlsráöherra og Áml Gunnarsson framkvæmdastjóri fengu sér aö smakka hjá kokknum á Hellsustofnunlnnl. Ekkl er vltað hvað þeim var boölð, en það munu ekkl hafa verið kalkúna- lapplr. Tlmamynd sbs greiða honum og síðan öfugt ef verðbólgan verður minni. Samningamir eru til 1. janúar 1996. En verðbólguspár verða gerð- ar á fjögurra mánaða fresti og upp- gjör eins og áður er lýst fer fram í lok hvers ársfjórðungs. Viðmiðunar- fjárhæðin er í upphafi ákveðin með tilliti til misvægis milli verð- tryggðra innlána og útlána banka og sparisjóða, en verður síðan lækkuð um 1/7 á hverju nýju 4ra mánaða tímabili. Sú stiglækkun á að hvetja bankana til að draga úr verðtrygg- ingarmisvæginu á samningstíman- um. Samningamir ganga út frá að verð- tryggðar skuldir bankanna (einkum innlán) séu nú tæplega 25 milljörð- um kr. hærri en verðtryggðar eignir (aðallega útlán). Þetta misvægi hef- ur haft neikvæð áhrif á afkomu bankanna þegar verðbólga hefur tekið skyndilegt stökk upp á við. Þetta misvægi virðist hlutfallslega langmest hjá Islandsbanka, þar sem samið er við hann um 7,1 milljarð af viðmiðunarfjárhæðinni. í samningi við Landsbankann (sem hefur hátt í tvöfalt meiri út- og innlán) er samið um 6,8 milljarða viðmiðunarfjár- hæð. Hjá Búnaðarbankanum er fjár- hæðin 5,3 milljarðar og sú sama hjá sparisjóðunum. Þess má geta að það em ekki þau innlán sem eru beinlínis verðtryggð sem mestum vandanum valda. Heldur eru það hinir svokölluðu skiptikjarareikningar, sem bera nafnvexti en njóta þó verðtrygging- Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Stykkishólmi föstu- daginn 24. september 1993 kl. 10.30. Fundarstaður: Hótel Stykkishólmur. Dagskrá: Setning aðalfundar. Skýrsla stjómar: Amar Sigurmundsson, formaður SF. Ársreikningar 1992. Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda. Erindi: Þorsteinn Pálsson, sjávarú^/egsráðherra. Ásmundur Stefánsson, framkvstj. (slandsbanka hf.: Bankarnir og sjávarútvegurinn. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ: Vextir og kjarasamningar. Sighvatur Bjarnason, ffamkvstj. Vinnslustöðvarinnar hf.: Eigum við okkur framtíð? Tryggvi Finnsson, framkvstj. Fiskiðjusaml. Húsavíkur hf.: Landvinnsla ( breyttum heimi. Friðrik Pálsson, forstj. Sölumiðst. hraðfrystihúsanna: Er ekki samkeppni örugglega alltaf til góðs? Umræður. Önnur mál. Stjómin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.