Tíminn - 23.09.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 23. september 1993
Sigrún
Landsþing LFK á
Hallonnsstað
Á landsþinginu á Hallormsstað 9. október veröur rætt um sveitarstjómarkosn-
ingamar aö vorí.
Dagskrá:
1. Hvers vegna starfa konur stutt I sveitarstjómum? Frummælandi Herdfs Sæ-
mundsdóttir bæjarfulltrúi.
2. Yfir þröskuldinn. Frummælandi Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
3. Áfram til átaka. Frummælandi Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur.
Framkwemdastjó™ LFK
Norðuríandskjördæmi eystra
Kjördæmisþing veröur haidiö 16. október næstkomandi.
Formenn félaga eru hvattir til aö halda aöatfundi og kjósa fulltrúa á þingiö. Dag-
skrá og fundarstaöur nánar auglýst slöar.
KFNE
Suðuriand
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suöuriandi verður haldiö laugardaginn 23.
október 1993 I Vestmannaeyjum og hefet Id. 10.00 árdegis. Dagskrá nánar aug-
lýst siðar.
StjómKSFS
Framsóknarkonur Vesturíandi
Aöalfundur félagsins veröur haldinn föstudaginn 24. september n.k. og hefet kl.
20.00 i Framsóknarhúsinu I Borgamesi. Venjuleg aöalfundarstörf og kaffi.
Stjómki
Kópavogur- Framsóknarvist
Spilum fimmtudaginn 23. sept aö Digranesvegi 12 Id. 20.30. Góö verölaun.
Molakaffi. Fœyja, fétag framsóknarkvenna
Ungir framsóknarmenn
í Reykjavík
Aöalfundur Félags ungra framsóknarmanna veröur haldinn aö Hafríarstræti 20,
3. hæö, fimmtudaginn 30. september n.k. kl. 20.00.
Á dagskrá veröa venjuleg aöalfundarstörf.
Allir ungir ffamsóknarmenn velkomnir.
BLAÐÍERA VANTAR
Blaðburður
er holl og
góð hreyfing
iiitai
1111 i ■ • ■ HHr.ii.ir
•iii iii iiii' '.ílíí ir
L ■ a II ■ ■ ■ M ■ • • •!
W-tJCTbo <S»'GO WM—
Tíniimi
Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9
lis- og minmngargremar
Þeim, sem óska birtingar áafmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa
að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag.
Þœr þurfa aö vera vélritaðar.
Dagur írímerkisins
Það hefir verið venja nú um nokkur
ár að gefa út sérstakar frimerkja-
blokkir á degi frimerkisins. Núna f
ár eru þetta svo tvær blokkir, báðar
prentaðar hjá BDT, Intemational
Security Printing Ltd., High Wyc-
ombe, Buckinghamshire í Englandi.
Þá eru báðar blokkimar marglitar.
Annars vegar blokk til að minnast
60 ára afmælis Hópflugs ftala og
hinsvegar blokk með átta frímerkj-
um, tveim af hvorri gerð, en það er
sama fyrirkomulag og verið hefir
undanfarin ár. Þá blokk hefir Þröst-
ur Magnússon unnið og er hún
prentuð í Englandi, eins og áður
segir, eins og fyrri blokkir. Hlynur
Ólafsson hefir hinsvegar unnið Hóp-
flugsblokkina, sem er með þrem fri-
merkjum, að verðgildi 10,00, 50,00
og 100,00 krónur. Þá eru einnig
skemmtilegir stimplar gerðir til
fyrsta dags stimplunar beggja blokk-
anna. Þá má sérstaklega taka fram
um flugblokkina, að hún verður
eins og áður einnig gefin út í frí-
merkjahefti og þá eru frímerkin tvö,
lengst til vinstri í blokkinni, með rif-
götuðum kanti. Snúum okkur svo
að hinni opinberu frásögn af tilefn-
um beggja blokkanna.
Póstflug á íslandi
Það voru framsýnir menn, sem létu
sér til hugar koma að lokinni fyrri
heimsstyrjöld, að flugvélin ætti eftir
að verða eitt helsta samgöngutæki
íslendinga á þessari öld. Tvær til-
raunir höfðu verið gerðar til far-
þegaflugs hér á landi áður en sam-
fellt atvinnuflug hófst með stofnun
Flugfélags Akureyrar árið 1937.
Fyrri tilraunin var gerð árið 1919,
en þá var Flugfélag Íslands, hið
fyrsta með því nafni, stofnað. Önnur
tilraun til stofnunar flugfélags hér
var gerð 1928 með stofnun Flugfé-
lags íslands nr. 2. Það hélt uppi
áætlunarflugi með Junkers-sjóflug-
vélum til allmargra staða innan-
lands næstu fiögur árin, en varð að
hætta rekstri 1931, eftir að heim-
skreppan var skollin á. Árin 1928-
1931 er talið að flugvélar félagsins
hafi flogið allt að 180 þús. km vega-
lengd og flutt um 2600 farþega auk
pósts og annars farangurs. Árið
1937 var stofhað þriðja flugfélagið
hér á landi, Flugfélag Akureyrar.
Festi félagið fljótlega kaup á fiög-
urra sæta sjóflugvél af Waco-gerð, er
hlaut einkennisstafina TF-ÖRN, og
var henni flogið fyrsta áætlunarflug-
ið: Akureyri-Reykjavík-Akureyri, 4.
maí og þá er samfleytt atvinnuflug
talið hefiast á íslandi. Árið 1940 var
nafni félagsins breytt í Flugfélag ís-
lands, hið þriðja með því nafni, og
heimili þess og varnarþing flutt til
Reykjavíkur. Þrátt fyrir ýmsar tak-
markanir af völdum síðari heims-
styrjaldarinnar jókst íslenskt at-
vinnuflug er leið á stríðsárin og eftir
lok þeirra, meðal annars vegna flug-
vallagerðar setuliðsins hér á landi.
Ungir menn héldu utan til flugnáms
og í framhaldi af því var flugfélagið
Loftleiðir hf. stofnað í Reykjavík
1944.
í upphafi miðuðust flugvélakaup
beggja félaganna við innanlands-
flug, ýmist með sjó- eða landflugvél-
um. Sögu þeirra má skipta í tímabil
* * m ♦> * * * *- **> ♦ *,*.#;!
**»♦»♦**«**«*>♦ «♦. ♦•*-* vá JJtéí*■%' „Jy.
; Hrtpi i \k; itaía ; hoitujg ítaia ; hopfu*; ítala ;
♦ 60ÁKA * ÚOÁRA * «DÁRA '.C./ít-
_____ t»ÁRA § " » . Íí‘
* ■ ‘ wmggejjœ&sam *
eftir flugvélaeign, einkum eftir að
Loftleiðir snéru sér alfarið að milli-
landaflugi árið 1952. Þann 11. júní
1945 fór Catalina-flugbáturinn TF-
ISP frá Flugfélagi íslands í fyrsta
millilandaflugið með póst og far-
þega milli Reykjavíkur og Skot-
lands. Loftleiðavélin „Hekla“ TF-
RVH, sem kom til landsins 1947, var
hins vegar fyrsta stóra millilanda-
flugvél Islendinga, þangað til „Gull-
faxi“ TF-ISE og „Geysir" TF-RVC
bættust í flugflotann nokkru síðar.
Var þetta gjörbylting í póstflutning-
um milli Islands og annarra landa.
Árið 1973 gengu bæði flugfélögin,
Loftleiðir og Flugfélag íslands, tií
samstarfs með stofnun Flugleiða hf.
Um þessar mundir á félagið 11 flug-
vélar með sætum fyrir 1399 farþega
og er flugfloti þeirra einn sá yngsti í
Evrópu. Flugsamgöngur íslendinga
á þessari öld, tækni þeirra og hraði
hafa fært „Einbúann í Atlantshaf-
inu“ heim í hlað umheimsins á
nokkrum áratugum.
PÓSTFLUG
Nr. 1 D-463 Junkers F-13 „Súlan"
Fyrsta flugvélin sem notuð var hér-
lendis til póst- og farþegaflugs árið
1928. Flugfélag íslands nr. 2.
Nr. 2 TF-ORN Waco YKS-7
Fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar,
síðar Flugfélag íslands nr. 3. Kom tií
landsins árið 1938. Upphaf samfellds
póst- og farþegaflugs.
Nr. 3 TF-RVK Grumman G-
21A/JRF-5 Coose
Ragnar V. BjÖrgvinsson
Valgerður Sveinsdóttir
ii
HiSTAMIÐSTOÐIII LAK6H0III
Langholtll • 801 Selfoss • lceland
Tel:354-(9)8-21061
Fax: 354-(9)8-23236
HESÍAFE
RIDING TOURS
Blokkirnar sem koma út
9. október.
Fyrsti af fimm Grumman-flugbát-
um Loftleiða. Keyptur árið 1944.
Grumman-vélamar voru burðarás-
inn í innanlandsflugi Loftleiða
(1944-1952).
Nr. 4 TF-ISP Consolidated PBY-5
Catalina „Sæfaxi" (Gamli Pétur)
Keypt árið 1944 af Flugfélagi ís-
lands. Þessi flugbátur fór 1945 fyrsta
millilandaflug íslenskrar flugvélar
með farþega og póst.
Hópflug ítala 60 ára
Liðin eru 60 ár síðan ítalskur flug-
leiðangur, sem í voru 24 flugvélar,
lagði af stað frá Róm til Bandaríkj-
anna með viðkomu í Reykjavík.
Leiðangursstjóri var Balbo hers-
höfðingi, flugmálaráðherra ítala.
För þessi var vel undirbúin og vakti
heimsathygli. Allur útbúnaður var
hinn besti, enda höfðu þeir öðlast
dýrmæta reynslu í flugferð til Suð-
ur-Ameríku tveimur árum áður. Til-
gangur ferðanna var að sýna styrk
og samhug ítölsku þjóðarinnar, því
ítalfa var orðið stórveldi og endur-
minningin um fornaldarfrægð hafði
vaknað að nýju meðal ítala. Flug-
leiðangramir áttu að sýna tákn
skipulagsins og bera friðarorð milli
þjóða.
Þann 5. júlí 1933 kom ítalski leið-
angurinn til Reykjavíkur eftir sex
stunda flug frá Londonderry og
lentu flugvélamar í Vatnagörðum.
Fjöldi fólks hópaðist þangað til að
fagna leiðangursmönnum, en for-
sætisráðherrann, Ásgeir Ásgeirsson,
og borgarstjórinn í Reykjavík, Jón
Þorláksson, buðu ítalana velkomna.
Blaðamenn, myndatökumenn og
fiöldi áhorfenda biðu komu ítalanna
á hæðunum umhverfis Vatnagarða.
íslenska póststjómin lét yfirprenta
þrjú verðgildi úr frímerkjaútgáfu
með mynd Kristjáns X. frá 1920 og
1931 til nota í póstferð þessari til
Bandaríkjanna og einnig áfram til
meginlands Evrópu, en þau vom
stimpluð frá 2. til 11. júlí 1933. Vom
frímerkin yfimrentuð með orðun-
um „Hópflug Itala 1933“.
Héðan héldu leiðangursmenn
áfram 12. júlí 1933, til Cartwright á
Labrador.
Sigurður H. Þorsteinsson
I