Tíminn - 23.09.1993, Síða 9
Fimmtudagur 23. september 1993
Tíminn 9
Hrafnistu gefiA augnskoðunartæki
Við opnun nýrrar heilsugæslu á Hrafnistu í Reykjavík, þann 8. september síðastliðinn,
færðu félagar úr Kiwanisklúbl •' Heklu heimilinu að gjöf augnskoðunartæki af full-
komnustu gerð.
Myndin er af afhendingu augnsKoðunartækisins. Frá vinstri eru: Pálmi V. Jónsson
læknir, Rafn Sigurðsson forstjóri, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadags-
ráðs, Ida Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Heklufélagamir Arthur Stefánsson, Þor-
steinn Sigurðsson, Þórarinn Guðmundsson, Jón Pálsson, Ólafúr G. Karlsson formað-
ur Heklu, Einar Þórir Sigurðsson, Jón Grétar Guðmundsson og Karl Lilliendahl.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Félagsstarf f Risinu f dag, fimmtudag.
Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í aust-
ursal. Dansað f vestursal kl. 20. Lifandi
músík.
Tónleikar í Hafnarborg
Sinnhoffer-kvartettinn frá Miinchen
heldur tónleika í Hafnarborg, menning-
ar- og Iistastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld,
fimmtudag, kl. 20.30. Á efnisskrá tón-
leikanna eru verk eftir Luigi Boccherini,
Felix Mendelssohn-Bartholdy og Bedrich
Smetana.
Sinnhoffer-kvartettinn kom fyrst hing-
að til lands árið 1977 á 150. ártíð Beetho-
vens til að taka þátt í heildarflutningi á
strengjakvartettum hans ásamt tveim
öðrum kvartettum frá Vestur- Þýska-
landi.
Kvartettinn skipa: Ingo Sinnhoffer 1.
fiðla, Aldo Volpini 2. fiðla, Roland Metz-
ger lágfiðla og Peter Wöpke knéfiðla.
Tónlistarmennimir starfa allir í Bayeri-
sches Staatsorchester, sem er hljómsveit
ríkisóperunnar í Múnchen. Ingo Sinn-
hoffer er konsertmeistari hljómsveitar-
innar.
Fræðslufundur um slítgigt
Síðastliðið vor stóð Gigtarfélagið fyrir
fræðslufundaröð um einstaka gigtsjúk-
dóma sem mjög góð aðsókn var að, en
um 100 manns sóttu hvem fúnd að með-
altali. Ætlunin er að halda slíku fræðslu-
starfi áfram nú í haust og fjallar fyrsti
fræðslufundurinn um slitgigt Þessi
sjúkdómur er talinn algengastur gigt-
sjúkdóma, en miðað við reynslu annarra
þjóða má reikna með því að 15% fslend-
inga séu á hverjum tíma með slitgigtar-
einkenni. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Ár-
sal Hótel Sögu í kvöld, fimmtudag.
Á fúndinum mun Helgi Jónsson, sér-
fræðingur í gigtsjúkdómum, flytja erindi
um helstu orsakir og meðferð fólks með
slitgigt og kemur hann til með að greina
sérstaklega frá nýjustu rannsóknum á
sjúkdómnum. Þá ætlar Brynjólfúr Mog-
ensen, sérfræðingur í bæklunarsjúk-
dómum, að fjalla um þær aðgerðir sem
fólki með slitgigt stendur til boða. Að-
gangur er ókeypis og eru allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Hafdís Ólafsdóttir sýnir
í Gallerí Úmbni
Einþrykksmyndir Hafdísar Ólafsdóttur
verða til sýnis í Gallerí Úmbru, Amt-
mannsstíg 1, frá 23. september til 13.
október. Calleríið er opið þriðjudaga til
laugardaga kl. 13-18, laugardaga kl. 14-
18.
Kynningarfundur samtakanna
NýDögun
í kvöld, fimmtudaginn 23. sept., verður
haldinn kynningarfúndur samtakanna
Ný Dögun, samtaka um sorg og sorgar-
viðbrögð, í Safnaðarheimili Grensás-
kirkju. Kynnt verður vetrarstarf samtak-
anna: fræðslustarf, nærhópavinna, síma-
þjónusta. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er
öllum opinn.
Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn 7.
október. Samkvæmt hefð samtakanna er
fyrstí fyrirlestur vetrarstarfsins „Sorg og
sorgarviðbrögð". Fyrirlesari er Bragi
Skúlason, sjúkrahúsprestur Ríkisspítala.
Fyrirlesturinn verður í Safnaðarheimili
Grensáskirkju og hefst kl. 20. Sama
kvöld verða skráðir þátttakendur í fyrsta
nærhópinn.
JL Torg — Nýtt markaóstorg
Fyrr í þessum mánuði opnaði nýtt mark-
aðstorg á annarri hæð JL hússins að
Hringbraut 121. Markaðstorgið hefur
hlotið nafnið JL Torg. Undanfamar vikur
hefur húsnæðið tekið stakkaskiptum;
eftir lagfæringar og breytingar er með
sanni hægt að segja að birta, ylur og
hreint loft fylli salina. Sölubásar eru
leigðir út á töluvert lægra verði en nú
tíðkast og ætti því vöruverð að verða
lægra en á sambærilegum mörkuðum.
Mikið verður um uppákomur. NBA-
skiptimyndabás, fjör í portinu, uppboð
kl. 15 alla daga sem opið er. Kynningar-
salur þar sem fyrirtækjum gefst kostur á
að kynna vöru sína eða þjónustu. Kafft-
húsið verður lánað út til líknar- og fé-
lagasamtaka eina helgi í senn og verður
því fjölbreytni í kaffimeðlæti. JL Torg er
opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl.
11-17.
Sýning FerðaUúbbsins 4x4
í LaugardalshöII:
„Ferðabílar og fagurt
land 1993“
Sýningin „Ferðabílar og fagurt land
1993“, jeppa- og útivistarsýning Ferða-
klúbbsins 4x4, verður haldin dagana 24.,
25. og 26. september í Laugardalshöll-
inni og á útisvæði. Staðið verður fyrir
ýmsum uppákomum sem tengjast jepp-
um og tæknibúnaði þeirra. Ferðaklúbb-
urinn 4x4 býður allt áhugafólk um jeppa
og ferðamennsku velkomið á þessa
stærstu sýningu klúbbsins til þessa.
Ferðaklúbburinn var stofnaður 1983 og
er því 10 ára f ár. Margt hefur verið gert í
tilefni afmælisins. Haldinn var Jeppadag-
ur fjölskyldunnar í mars, þar sem 700 til
800 jeppar tóku þátt, eins og frægt er, og
haldið var viðamikið námskeið í ferða-
mennsku í tengslum við Jeppadaginn.
Ferðaklúbburinn er þessa dagana að gefa
út kvikmynd, þar sem fjallað er um starf-
semi klúbbsins og farið á fjöll með fé-
lagsmönnum. Myndin, sem nefnd er
„Vegir liggja til alíra átta", verður til sölu
á sýningunni „Ferðabílar og fagurt land“,
sem verður mjög vönduð og umfangs-
mikil í tilefni afmælis klúbbsins.
Flugleiðir munu bjóða sérstaka helgar-
pakka þessa helgi til að auðvelda áhuga-
mönnum á landsbyggðinni að sækja sýn-
inguna.
Opnunarathöfh fer ffam klukkan 16
þann 24. september, og mun Össur
Skarphéðinsson umhverfisráðherra
opna sýninguna að viðstöddum boðs-
gestum. Sýningin verður opnuð fyrir al-
menning klukkan 18 sama dag.
Sýningin er opin frá klukkan 10 til 22
Iaugardag og sunnudag.
Listasafn íslands:
Grafikverkstæói í fyrirlestrasal
Meðan á yfirlitssýningu á grafíkverkum
Braga Ásgeirssonar stendur verða safn-
gestum kynntar ýmsar hliðar grafíklist-
arinnar. Eftirgreindir félagar í „fslenskri
grafík", samtökum íslenskra grafíklista-
manna, munu standa fyrir sýnikennslu í
safninu um helgar kl. 15-17. Sýnikennsl-
an fer fram í Sal 5, fyrirlestrasal.
26. septemben Ríkharður Valtingojer,
Messótinta. 3. október Ingunn Eydal,
1/lÆting. 10. októben Hafdís Ólafsdótt-
ir, 1/1 TVérista. 17. október Sigrid Valt-
ingojer, Æting. 24. október Magdalena
Margrét Kjartansdóttir, 1/2 Dúkrista. Að-
alheiður Skarphéðinsdóttir, TVérista. 31.
október Valgerður Hauksdóttir, Æting
og einþrykk.
25.000 aödáendur tenórsöngvarans Lucianos Pavarotti voru saman komnir I göröum og á grasflötum við Leeds-
kastaia til að hlýöa á hinn óviöjafnanlega söngvara og varö aö beita ýmsum tæknilegum ráðstöfunum til aö þeir
mættu njóta sem best.
Pavarotti heill-
ar 25.000
áheyrendur
Fyrir skömmu hélt
hinn óviðjafnanlegi ten-
órsöngvari Luciano Pa-
varotti tónleika á lend-
unum við Leeds-kastala
og þar sem þetta eru
einu tónleikarnir, sem
hann heldur í Englandi í
ár, vildu fáir láta þá fram-
hjá sér fara. 25.000
manns fengu miða og
komu sér vel íyrir á stór-
um grasflötum og í
grónum görðum. Var þar
margt frægðarmennið
saman komið.
Tónleikarnir hófust á
slaginu hálfátta um
kvöldið og í tvær stundir
stanslaust glöddu Pava-
rotti, söngkonan Cynthia
Lawrence og Fflharmón-
íuhljómsveitin og kór
skilningarvit viðstaddra
með tónlist eftir Puccini,
Mascagni og Leonca-
vallo. Var samdóma álit
viðstaddra að Pavarotti
hefði sjaldan sungið bet-
ur að undanfömu.
Sarah Ferguson naut veöurbllðunnar og fögru tónlistarinnar f flutningi stórsöngvarans.
I hópi áheyrenda mátti sjá m.a. popparann Bob Geldof, sem stóð fyrir Band-Aid
tónleikum um árið, og David Mellor, fyrrum ráöherra, sem gefinn var titillinn ngleöi-
málaráðherra", þar sem honum þóknaöist ekki að ganga nógu hægt um gleðinnar
dyr. Honum varö aö falli að vera f slagtogi með nútímakonu, sem gerði sér grein
fyrir hvílfk markaösvara það væri að lýsa sérkennilegum tiltektum hans þegar þau
voru tvö ein saman.