Tíminn - 23.09.1993, Page 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTTOG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VOLVUFELL113-SlMI 73655
labriel
, HÖGG-
DEYFAR
Versliö hjá fagmönnum
<i\varahlutir
Hamarshöfða 1
Tímimi
FIMMTUDAGUR 23. SEPT. 1993
Hagkaup krefst 1,5 milljóna króna í skaðabætur frá
ríkinu vegna skinkumálsins og útilokar ekki kröfu um
miskabætur:
Fúlt að þurfa að
henda góðum mat
„Þaö er ekki um annað að ræða en að henda dönsku skinkunni.
Ekki getum við flutt hana út, því hún er fallin á tíma. Það er fráleitt
aö henda góðum mat og hálf fúlt að þurfa að gera það,“ segir Þor-
steinn Pálsson, framkvæmdastjórí Hagkaups, en síðasti söludag-
ur dönsku skinkunnar var í gær.
FVrirtækið hefur ákveðið að stefna
stjómvöldum og krefja þau um 1.5
milljón króna í skaðabætur vegna
skinkumálsins, en alls flutti fyrir-
tækið inn eitt tonn af vörunni. Jafn-
framt er lfldegt að fyrirtækið krefji
ríkið einnig um miskabætur, en
ákvörðun um það verður tekin
seinna.
Þorsteinn Pálsson segir að sú upp-
hæð, sem farið er fram á að rfltið
greiði í skaðabætur, sé kostnaður-
inn vegna skinkunnar.
„Þetta er búið að vera æði lær-
dómsríkt og fór raunar í allt aðra átt
en við áttum von á. Við áttum von á
að fá að selja þetta kjöt og einnig að
það mundu verða miklar umræður
um það. Jafnframt gerðum við okk-
ur grein fyrir því að það yrði lagt á
okkur jöfnunargjald og það jafnvel
hátt En málið tók bara allt aðra
stefnu, eins og kunnugt er,“ segir
Þorsteinn Pálsson. -grii
SJÓNVARPIÐ ráðgerir að sýna nýja umræöuþættl kl. 13:30 á sunnudögum I vetur undir nafninu Slödegls-
umræðan. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Salvör Nordal, Gfsli Marteinn Baldursson og Magnús Bjamfreðsson.
Framkvæmdastjóri Sjónvarps hefur að undanfömu haft afskipti af gerð umdelldra umræöuþátta, en hvort þessl
mynd er vfsbending um að áfram elgl aö halda á þeirri braut skal ósagt látiö.
Heilbrigðisráðherra bregst við harðri gagnrýni á biðlaunagreiðslur til hans:
Guðmundur Árni afsalar sér biðlaunum
Guðmundur Árni Stefánsson heil-
brigðisráðherra hefur ákveðið að óska
eftir því við Hafnarfjarðarbæ að bið-
launagreiðslur til hans verði felldar
niður. Þessi ákvörðun er tekin í fram-
haldi af harkalegri gagnrýni, sem
komið hefur fram á biðlaunagreiðslur
til ráðherrans.
Samkvæmt samningi, sem gerður
var við Guðmund Áma fyrir sjö árum,
átti hann að fá biðlaun í sex mánuði
þegar hann hætti sem bæjarstjóri.
Hann hefur verið á launum hjá Hafn-
arfjarðarbæ síðan hann hætti sem
bæjarstjóri í sumar, auk þess sem
hann hefur þegið laun sem ráðherra.
Með ákvörðun sinni afsalar hann sér
bæjarstjóralaunum, um 285 þúsund á
mánuði, sem hann hefði annars feng-
ið til næstu áramóta. Samtals er hér
um 1,7 milljón að ræða.
f yfirlýsingu, sem heilbrigðisráð-
herra sendi frá sér í gær, er umfjöllun
fjölmiðla um þetta mál gagnrýnd. „í
umræður um launamál mín hefur
verið blandað viðfangsefhum mínum
sem ráðherra heilbrigðis- og trygg-
ingamála og þau gerð tortryggileg í
því samhengi. Það þykir mér óvandað-
ur og óviðeigandi málflutningur og
ekki sæma þeim er að standa. Á sama
hátt hefur verið reynt að mynda trún-
aðarbrest milli mín og íbúa Hafnar-
fjarðarbæjar, sem ég hef átt mjög gott
samstarf við í gegnum árin og mun
vonandi hafa um alla framtíð," segir í
yfirlýsingu Guðmundar Áma.
í yfirlýsingunni vekur Guðmundur
Ámi athygli á því að hann hafi lækkað
í launum við að verða ráðherra. Hann
bendir jafnframt á að æðstu embættis-
menn í stjómkerfinu og menn í
stjómunarstöðum á hinum almenna
vinnumarkaði séu á hærri launum en
ráðherrar. Þetta segir hann umhugs-
unarvert.
Nokkurs kurrs hefur gætt innan AI-
þýðuflokksins vegna þessa máls og var
talið líklegt að það yrði gert að um-
talsefni á flokksstjómarfundi flokks-
ins, sem haldinn verður um næstu
heigi. Ekki er talið að það verði eftir þá
ákvörðun sem Guðmundur Ámi hefiir
nú tekið -EÓ
...ERLENDAR FRÉTTIR...
MOSKVA — Bóris Jeltsln, forseti
Rússlands, hristi af sér áskorun
keppinautar slns og varaforseta, Alex-
anders Rútskoj, og hét þvl aö vinna
stjómmálabaráttuna I Rússlandi án
þess að til blóðsúthellinga kæmi. Ró
var á götum Moskvu I gær, fólk sinnti
daglegum störfum og engin merki
vom um óróa eöa liðsfiutninga eftir aö
Jeitsln sagðist ætla að leysa upp
þingið og efna til kosninga i desem-
ber. Jeltsfn hefur aukið öryggisvörslu
viö útvarps- og sjónvarpsstöðvar og
viö aörar .hemaðariega mikilvægar*
byggingar til aö koma I veg fyrir að
öfgamenn nái yfirhöndinni, að sögn
talsmanns hans. Jeltsln útnefndi Jeg-
or Gajdar starfandi efnahagsráðherra,
auk nýja starfsins hans sem fyrsti að-
stoðarforsætisráðherra.
Leiðtogar NATÓ og vestrænna rlkja,
þ.á m. Bill Clinton Bandarikjaforseti,
sögöust styðja Jeltsln I baráttu hans
fyrir völdum.
KIEV — Fyrrum sovétiýðveldi studdu
gerðir Jeltsins, en rússneska sjálf-
stjómartýöveldiö Udmurtia tók sér
meira vald en þaö áður haföi. Það eru
höröustu viðbrögð nokkurs aissnesks
héraðs við tilkynningu Jeltslns enn
sem komið er.
TBUSI, Georgiu — Uppreisnarmenn
Abkhaza brutust I gær mörgum sinn-
um gegnum ytri vamarilnur georgiska
hersins, sem enn heldur velli i Svarta-
hafsborginni Sukhumi, áður en tókst
að hrekja þá aftur tilbaka, aö sögn ge-
orgiskra embættismanna.
BRÚSSEL — Sáttasemjaramir Owen
lávaröur og Thorvald Stoltenberg
sögöu NATÓ að bandalagið kunni að
verða aö grfpa til vopna, ef það sendir
um 50.000 hermenn til Bosníu, og að
hermennimir ættu að vera velvopnaö-
ir og komnir á sinn stað skjótlega.
Owen sagðist bera ugg I brjósti vegna
framtlöarinnar eftir að pólitiskir og
hemaöariegir forystumenn Bosniu-
múslima neituöu aö styöja alþjóðlega
friöaráætiun fýrir fyrrum júgóslav-
neska lýöveldiö.
ZAGREB — Króatar sögöust ætla aö
biöja friöargæsluliða S.þ. að fara I
næstu viku, nema Sameinuðu þjóðim-
ar fallist á kröfu þeirra um að afvopna
serbneska hermenn, sem hafa her-
tekiö þriöjunginn af lýðveldinu.
ALEXANDRÍA, Egyptalandl — Haf-
ez al-Assad Sýriandsforseti lykilmaö-
urinn f friðarumleitunum I Miöaustur-
löndum, kom I gær til Egyptalands til
viöræöna við egypskan starfsbróður
sinn, Hosni Mubarak, um mögulegan
friöarsamning Sýriendinga og fsraela.
AMMAN — Frelsishreyfmg Palestinu-
manna sagöi að moröiö á Gaza á
Abu Shaaban, lögfræöingi og háttsett-
um félaga I Fatah-deild PLO, væri I
engum tengslum viö sjálfstjómar-
samning PLO viö Israel.
KIRYAT SHMONA, fsrael — Eld-
flaug, sem var i gær skotiö frá Llban-
on, lenti i norðurhluta fsraels án þess
að valda skaða eða meiöslum á fólki,
sagði útvarpsstöð I gær. Israelski her-
inn sagöist vera aö kanna fregnina
nánar. Þaö væri i fyrsta sinn, sem eld-
flaug væri skotið yfir landamærin frá
þvi áhlaupi fsraela á skæruliða I Llb-
anon lauk 31. júii meö vopnahléi.
JÓHANNESARBORG — Hvítir
hægrisinnar, sem hlynntir em aðskiln-
aðarstefnu, hótuðu I gær þinginu aö
ringulreiö yrði eftir aö fjöldamorö á
a.m.k. 30 þeldökkum varpaöi myrkum
skugga á leiöina að meirihlutastjóm
blakkra.
VARSJÁ — Tveir stærstu vinstrisinn-
uðu flokkar Póllands vógu og mátu
stöðuna i felum f gær, áður en þeir
tækju ákvörðun um hvort þeir tækju
aftur til viö aö reyna að mynda fyrstu
vinstrisinnuðu rikisstjómina frá þvl aö
bundinn var endi á stjóm kommúnista
1989.
STOKKHÓLMUR — Sænsk yfirvöld
sögöu i gær aö Irakar ætluöu aö
leysa úr haldi þrjá slmaverkfræöinga,
sem dæmdir vom I sjö ára fangelsi
fyrir ári fyrir aö hafa komiö ólöglega
inn I landið ffá Kúveit
DENNI DÆMALAUSI
„Ég hélt að Margrét gæti ekki orðið rosaiegri en hún
er, en nú erhún farin að fara í klarinettutíma ofan á
alltannað."