Tíminn - 19.10.1993, Side 2

Tíminn - 19.10.1993, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 19. október 1993 Rúmlega 7.300 manns hafa tilkynnt um breytingu á trúfélagsaðild frá árinu 1986: Þúsundir manna sagt sig úr Þjóðkirkjunni á fáum árum Rúmlega 7.300 manns hafa skráö breytingar á aðild sinni aö trúfé- lögum frá árinu 1986, þegar hafin var skráning í þjóðskrá á slíkum breytingum. Þá er einungis um að ræða skráningu einstaklinga um skipti á trúfélagi, en ekki fjölgun eða fækkun vegna fæðinga, mannsláta eða flutninga milli landa. Segja má að þjóökirkjan hafi orðið undir í samkeppninni um sálirnar síðustu árin. Fyrir 1990 var nánast jaftivægi, en síðan hafa 2.400 skráð sig úr þjóð- kirkjunni en aðeins um þúsund inn. Hundruð manna tilkynntu sig úr fríkirkjusöfnuðum á árunum 1988- 1990, en jafnvægi er sfðan. Af öðr- um trúfélögum virðist Vegurinn hafa langmest aðdráttarafl og mjög fáir skrá sig úr honum. Þeim fjölgar einnig sem skrá sig utan trúfélaga og hafa þeir langsamlega flestir horfið frá þjóðkirkjunni. Á tæplega fjórum síðustu árunum (1990 til ág. 1993) hafa rúmlega 1.600 manns skráð sig í sértrúar- söfnuðina, sem var 135% fjölgun miðað við næstu fjögur árin þar á undan. Langflest hefur þetta fólk sagt sig úr þjóðkirkjunni. Mikill meirihluti þeirra sem segir sig úr sértrúarsöfnuðum gengur í þjóð- kirkjuna en ekki aðra sérsöfnuði. Af rúmlega 2.300 manns sem hafa skráð sig í einhvem sértrúarsafnað- Sjóður um eflingu atvinnu- mála kvenna veitir nokkrum hundruðum vinnu: 64 konur fá 60 millj. í styrk Starfshópur sem fór yfir um- sóknir um styrk frá sjóði til efl- ingar atvinnumála kvenna, legg- ur til að 64 einkaaðilar verði styrktir um samtals 60 milljónir króna. Um 370 konur tengjast þessum fjárveitingum á einn eða annan hátL Síðar munu um 190 konur bætast í þann hóp ef áætl- anir umsækjenda ganga eftir. Tillögumar verða kynntar á rík- isstjómarfundi í dag. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra upplýsti þetta á Al- þingi í svari við fyrirspum frá Valgerði Sverrisdóttur alþingis- manni. Sjóðurinn er hluti af aðgerðum sem ríkisstjómin greip til í tengslum við gerð kjarasamn- inga til að minnka atvinnuleysi f landinu. Alls bámst yfir 150 umsóknir þar sem sótt var um rúmar 300 milljónir króna, þar af um 250 milljónir frá einkaaðilum og 60 milljónir frá sveitarfélögum. Sótt var um styrki til mjög fjöl- breyttra verkefna t.d. ýmis konar saumaskap, vinnslu sjávaraf- urða, ýmis konar smáiðnað, að- hlynningu bama, fatlaðra, aldr- aðra og sjúkra. Gerður verður sérstakur samn- ingur vegna hverrar einustu styrkveitingar þar sem gerð verður grein fyrir hvemig styrkir verða greiddir. Óskað verður eft- ir greinargerð um gang verkefna áður en hver styrkhluti verður greiddur. Ef misbrestur verður á að styrkurinn verði notaður í það sem til er ætlast, verður krafist að framlagið verði endurgreitt í samningunum verður þess getið að atvinnulausar konur verði látnar ganga fyrir um vinnu. Um 45% sfyrkveitinga em til kvenna á höfuðborgarsvæðinu og um 55% til kvenna utan þess. -EÓ anna frá 1986 höfðu hátt f 2 þúsund áður tilheyrt þjóðkirkjunni. En að- eins um 200 vom að færa sig milli þessara smærri trúfélaga og rúm- lega 100 vom áður utan trúfélaga. Af um 2.700 manns sem skráðu sig í þjóðkirkjuna sömu ár, komu um 2.100 frá fríkirkjusöfnuðum, um 440 höfðu skráð sig úr einhverjum sértrúarsafnaðanna en um 200 vom áður utan trúfélaga. Af tæplega 1.600 sem skráðu sig inn í fríkirkjusöfnuðina þessi ár komu nær aílir úr þjóðkirkjunni. Fríkirkjusöfnuðir höfðu þá sérstöðu frá upphafi og til ársins 1992, að að- iid að þeim var bundin við lögheim- ili á félagssvæði þeirra. Af því leiddi að ef einstaklingur sem átti aðild að fríkirkjusöfnuði flutti út fyrir féiags- svæðið, breyttist trúfélagsaðild hans sjálfkrafa þannig að hann taldist til þjóðkirkjunnar, nema að hann sjálf- ur skráði sig í annað trúfélag. Af þeim rösklega 2.200 manns sem horfið hafa úr fríkirkjusöfhuðum frá 1986 var tæplega helmingurinn vegna flutninga. Hinn helmingur- inn tilkynnti trúfélagaskipti. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík minnkaði mjög á ámnum 1988 tii 1990. Rúmlega 1.000 manns gengu úr söfnuðinum þessi ár en aðeins 260 vom skráðir í hann. Síðasta ár var hið fyrsta um langt skeið sem mun fleiri skráðu sig í söfnuðinn heldur en úr honum. Vegurinn virðist, sem fyrr segir, hafa langsamlega mesta aðdráttar- afiið síðustu árin og mjög fáir skrá sig úr honum. Söfnuðurinn var fyrst skráður 1990 og síðan hafa um 750 manns skráð sig í hann en aðeins 21 skráð sig úr honum. Fyrstu átta mánuði þessa árs létu álíka margir skrá sig í Veginn (80) eins og í þjóðkirkjuna. Stóri munur- inn er aftur á móti, að aðeins 7 hafa skráð sig úr Veginum þessa mánuði en um 260 manns hafa á sama tíma horfið frá þjóðkirkjunni. í aðeins fjóra aðra sértrúarsöfnuði hafa fleiri en 50 manns skráð sig á þessum tæplega fjómm ámm. Um 250 hafa skráð sig í Hvítasunnusöfn- uðinn en yfir 80 skráð sig úr hon- um. Um 210 hafa skráð sig í Kaþ- ólsku kirkjuna en um 130 úr henni. Tæplega 120 hafa gengið í Krossinn og rúmlega 30 úr honum. Og tæp- Iega hundrað hafa gerst Vottar Je- hóva en hátt í 30 gengið úr þeim söfnuði. Hjá aðeins einu þessara trúfélaga, Baháísamfélaginu, hafa heldur fleiri (47) skráð sig úr honum en inn í s.I. fjögur ár. Að undanfömu hafa yfir hundrað manns árlega látið skrá sig utan trú- félaga. Þessi hópur telur orðið hátt á fjórða þúsund manna. Langflestir þeirra tilheyrðu þjóðkirkjunni áður. Sumum þeirra snýst hugur og skrá sig þá flestir aftur inn í þjóðkirkjuna en einnig nokkrir í önnur trúfélög. - HEI Þjóðkirkjan hefur misst mörg sókn- arböm á seinni ámm. Áfram óvissa um rekstur meðferðarheimilisins að Staðarfelli í Dölum: Ráðherra vill áfram rekstur að Staðarfelli Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrígðisráðherra lýsti því yfir á Al- þingi í gær aö hann hefði mikinn áhuga á að tryggja áframhaldandi rekstur meðferðarheimilisins að Staðarfelli í Dölum, en SÁÁ telur aö svo geti faríð að heimilinu verði lokað vegna skorts á rekstrar- fé. Ráðherra sagði að hann mundi ræða um þetta viö forsvarsmenn SÁÁ á næstu vikum. Ingibjörg Pálmadóttir alþingis- maður, sem átti fmmkvæði að því að ræða þetta mál á Alþingi, sagði ljóst að ef meðferðarheimilinu að Staðar- felli yrði lokað um næstu áramót eins og rætt hefur verið um að gera, yrði heimilið ekki opnað aftur. Ástæðan sé m.a. sú að hús að Staðar- felli séu orðin gömul, auk þess sem þau séu ekki f eigu SÁÁ. Ingibjörg sagði menn vera sammála um að meðferðarúrræðin að Staðarfelli hafi skilað góðum árangri. Meðferðin sé þar að auki ódýr samanborið við aðra kosti. Guðmundur Ámi tók undir þetta og sagði óumdeilt að árangur meðferð- arinnar á Staðarfelli sé góður. Hann sagðist hafa áhuga á að tryggja áframhaldandi rekstur að Staðarfelli. Það liggi hins vegar ekki enn fyrir hvernig SÁÁ hyggist verja fjármun- um sínum á næsta ári. Hann sagðist ætla að ræða þetta við forsvarsmenn samtakanna á næstu vikum. Guðmundur Ámi sagði að ef svo færi að SÁÁ missti eitthvað af þeim tekjum sem samtökin hafa haft af rekstri spilakassa, væri hann tilbú- inn til að endurskoða fjárveitingu til samtakanna. Gert er ráð fyrir að innheimt verði gjöld af áfengissjúklingum á næsta ári. Guðmundur Ámi sagði að leitað yrði eftir tillögum frá aðilum sem sinna áfengismeðferð um hvemig best sé að standa að þessari gjald- töku. Hann sagðist í framhaldi af því taka endanlega ákvörðun í málinu. -EÓ Rækja úr Djúpinu Rækjuveiði hefur verið ágæt í innanverðu ísafjaröardjúpi undanfarið og hafa bátarnir fengið um tvö tonn í hverj- um róðrí en veiöarnar eru leyfðar hvem virkan dag. Myndin var tekin sl. föstu- dagskvöld þegar Bjöm Elías Halldórsson kom niður á bryggju til aö taka á móti afa sínum, Elíasi Ingibjartssyni, skipstjóra á Finnbjörgu ÍS. —SBS, Selfossl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.