Tíminn - 19.10.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. október 1993 Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir í átta mánuði og þolinmæðin á þrotum. Sjómannasambandið: Félögin afli sér strax heimildar til verkfalls Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands íslands bein- ir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að þau afli sér nú þegar verkfallshelmildar. Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir í um átta mánuði. Að mati sjómanna hefur enginn vilji verið af hálfu viðsemjenda þeirra til að gera raunhæfa kjarasamninga við þá. Brýnt sé orðið að ljúka gerð kjarasamninga fyrir veiðigreinar sem engir samningar eru til fyrir, auk þess sem nauðsynlegt er að end- urskoða ýmis réttindamál sjó- manna. í stað þess að vilja leysa kjaramál sjómanna með samningum, hefur færst í vöxt að útgerðarmenn brjóti kjarasamninga á sjómönnum, m.a. með því að þvinga þá til þátttöku í kvótakaupum útgerða. f mörgum tilvikum hafa útgerðir lækkað laun sjómanna í skjóli þessara kvóta- kaupa. „Slík framkoma verður ekki liðin lengur og virðist eina leiðin til lausnar málum sjómanna vera að beita útgerðarmenn þrýstingi," seg- ir í ályktun formannafundar SSÍ. Þá skorar fundurinn á stjómvöld að styðja við veiðar íslenskra skipa á al- þjóðlegum hafsvæðum með því að gera raunhæfa samninga við þau strandríki, sem hagsmuna hafa að gæta. Jafríframt hvetur fundurinn stjórn- völd til að breyta kvótalögunum, svo að heimilt verði að skrá íslensk skip hérlendis, sem ekki hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni innan land- helginnar, þannig að þeim verði gert mögulegt að stunda veiðar utan landhelgi undir íslenskum fána. -GRH Rekstur KEA hefur batnað 10 milljóna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga fyrstu átta mánuði ársins. Rekst- ur KEA og dótturfyrirtækja batn- aði nokkuð frá síðasta ári, sér- staklega rekstur Útgerðarfélags Dalvíkinga. Þróunin á milli rekstrartekna og rekstrargjalda hefur verið hagstæðari á þessu ári en í fyrra, þannig að hagnaður fyrir fjármagnsliði er hærri en á sama tíma f fyrra. Fjármagnskostnaður hefur þró- ast á verri veg hjá KEA á árinu. Gengisfellingin í júní veldur þar mestu, en vegna hennar hækk- uðu erlend lán um 44 milljónir umfram innlendar verðhækkan- ir. Samsvarandi tala fyrir KEA og dótturíyrirtæki er um 101 millj- ón. -EÓ Þormóður rammi á Siglufirði: Arnarnes á rækju í Flæmska hattinn Frá Þórgný Dýrfjörð, fréttarítara Tfmans á Akureyri Amames, skip Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, lagði af stað í veiði- ferð til Nýfundnalands á laugardag. Skipið hefur m.a. verið í slipp á Ak- ureyri, þar sem það var búið til rækjuveiða við Nýfundnaland á hafsvæði sem nefnist Plæmski hatturinn. Skipið hefur nú verið skráð í St Vincent og Grenadin í Karíbahafi, þar sem það er kvóta- Iaust og fæst ekki skráð á íslandi. Allir í 13 manna áhöfn skipsins eru íslendingar, enda hefur að sögn Ró- berts Guðfinnssonar, framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma, aldrei stað- ið annað til. FVrirtækið hefur ákaft reynt að fá skipið skráð á íslandi, en án árangurs. Róbert sagði það æski- legra, bæði vegna fiskveiðiréttar ís- lendinga í framtíðinni og vegna þess að rækjan, sem komið verður með í verksmiðjuna á Siglufirði, verður að meðhöndlast eins og Rússarækja, sem aftur verður til þess að framleiðslan fær á sig háa tolla þegar hún er flutt til Evrópu- bandalagslanda. Skipið heldur til veiða ásamt Sunnunni, sem er frystitogari í eigu Þorrnóðs ramma. Siglingin í Flæmska hattinn tekur um fimm sólarhringa og veiðarnar fara fram í fullu samráði við stjómvöld á Ný- fundnalandi, sem gera kröfu um að vissum reglum í sambandi við möskvastærð, smáfisk, o.fl. sé fylgt. Myndin var tekln af Amameslnu I Siglufjarðarhöfn, þar sem Vélaverkstæðl Jóns og Eriings vann að endurbótum á skipinu. Síðari hluti endurbótanna fór fram í Slippstöðfnni á Akureyri. Skipið hélt úr höfn áleiðls f Flæmska hattinn sl. laugardag. Tímamynd Þórgnýr — vildir þú vera dn þess? ISLENSKIR BÆNDUR Verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin um debetkort: Hagræðingin skili sér til neytenda í álitsgerö ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna um debetkort er óna króna. Það stafar fyrst og lögö áhersla á að fundnar veröi leiðir sem allir aðilar geti orðið fremst af lægri kostnaði þeirra, ásáttir um, þannig að það hagræði í viðskiptum, sem debetkortin samanborið við ávísanaviðskipti bjóöa uppá, verði ekki kæft í fæöingu vegna óhóflegrar gjaldtöku sem debetkortinu er ætlað að leysa og ágreinings um framkvæmd. afhólmi. -GRH VILLIBRAÐ TILREIDD Það ríkir sælkerastemning í Veislurnar verða um helgar og sú önnum kafnir við að tilreiða rjúp- Skrúð á Hótel Sögu þessa dagana, íyrsta stóð um nýliðna helgi. Mat- ur og endur, þegarÁrni Bjamason, þar sem slegið hefur verið upp reiðslumeistaramir Bjami Þór Ól- ljósmyndari Tímans, leit inn til ekta íslenskri villibráðarveislu. afsson og Bragi Agnarsson vom þeirra í eldhúsi Hóteí Sögu. Nýtt Ferðamála- ráð skipað Það er álit verkalýðshreyfingar- innar og Neytendasamtakanna að með tilkomu debetkortanna megi ná fram verulegri hagræðingu í greiðslumiðlun. Hinsvegar verður að tryggja að sú hagræðing skili sér til neytenda. Samtökin geta ekki fallist á að hagræðing f greiðslumiðlun leiði til hærra vömverðs. Jafnframt mótmæla samtökin öllum hugmyndum bankanna um að taka til sín óskiptan þann ávinning sem hag- ræðið af debetkortunum felur í sér. Eins og komið hefur fram, skipt- ir hagræði bankanna með tilkomu debetkortanna hundmðum millj- Skipað var í Ferðamálaráð íslands um síðustu mánaðamóL Skipuð vom sem aðalmenn, án til- nefningar: Birgir Þorgilsson for- maður, Tómas Ingi Olrich varafor- maður, Þórhallur Jósepsson, Auður Gunnarsdóttir og Amór Benónýs- son. Samkvæmt tilnefningu vom skip- uð: Júlíus Sigurbjörnsson, Kjartan Lámsson, Kristbjörg Þórhallsdóttir, Ágúst Hafberg, Höskuldur Jónsson, Pétur J. Eiríksson, Þóroddur F. Þór- oddsson, Bjami I. Árnason, Ómar Benediktsson, Paul Richardson, Júlíus Hafstein, Pétur Geirsson, Ás- laug S. Alfreðsdóttir, Heiðar Ingi Svansson, Jón Iliugason, Karen Erla Erlingsdóttir, Jóhannes Sigmunds- son og Jóhann D. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.