Tíminn - 19.10.1993, Síða 8

Tíminn - 19.10.1993, Síða 8
12 Tíminn Þriðjudagur 19. október 1993 „Ég ætlaði bara að losa um eitt spor Leikfélag Akureyrar sýnir AFTURGÖNG- UR efttr Henrik Ibsen. Þýðing: Bjami Bene- diktsson frá HofteigL Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikmynd og búnlngan Elín Edda Amadóttir. Lýslng: Ingvar Bjöms- son. Afturgöngur eru annað verkið sem Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga á þessu tuttugu ára afmæli atvinnuleik- húss í bænum. Þetta magnaða verk gerir miklar kröfur til leikaranna, sem verða, án þess að tækniundur leik- hússins séu mikið notuð, að bera uppi textann, sem er svo hlaðinn efni að áhorfendur eru Iangan tíma á eftir að velta honum fyrir sér. Afturgöngumar eru því verðugt verkefni fyrir leikfélag með tuttugu ára reynslu sem atvinnu- leikhús. Verkið er ögrandi fyrir áhorfendur í mörgum skilningi. Þó það sé skrifað fyrir aldamót og eigi að gerast á þeim tíma í Noregi, eru spumingar þess og vangaveltumar sem það vekur meðal áhorfenda svo gott sem óháðar tíma. Ef undan em skilin skoðanaskiptin um óvígða sambúð og brunatrygging- ar, er bókstaflega allt í leikritinu í fullu gildi, hvemig sem það er skoðað: sem afmarkaðar rökræður um einstök málefni eða sem spegill á lífsskoðanir manna almennt. I verkinu er varpað fram spumingum um skyldur sem þjóðfélagið, þ.m.t. trú manna, leggur á herðar þeim og hvemig þær, sem byggja á fomeskju, geta valdið áþján og óhamingju þeirra sem halda þær. Þá þurfa persónur að takast á við möguleg sifjaspel! og afleiðingar sjúk- dóms, sem var álíka voðalegur þá og alnæmi er nú. í framhaldi af þessu vakna spumingar um hvort og hvaða líf er þess virði að því sé lifað. Þessar spumingar em nú ofarlega á baugi, þegar tæknin gerir mögulegt að halda lífsmarki með fólki í óhugnanlegu ástandi. Búningar em smekklegir og trúverð- ugir. Klæðnaður Ósvalds er nútíma- legastur, enda er hann fulltrúi nýrra tíma og hugsunarháttar. Leikmyndin er einföld: franskir gluggar og gólf úr ljósmáluðum viði og húsgögn sárafá. Eg held að leikmyndin mætti að skað- Iausu vera dálítið þyngri, það hefði undirstrikað angist persónanna. í sviðsgólfinu er hallandi lina, þannig að sviðið er hærra eftir því sem innar dregur. Þetta brýtur á skemmtilegan hátt upp hina hefðbundnu línu og færir atburðina nær áhorfendum. Lýsingin er vel hönnuð og athyglinni beint með henni að nánum samræð- um persónanna með því að draga of- urhægt úr lýsingu annarstaðar á svið- inu. Kannski mætti vera meira sam- ræmi í raunsærri lýsingunni utan stofunnar og svo innan hennar. Það er tvímælalaust Sunna Borg í hlutverki frú Alving, sem ber uppi sýninguna; hún er aðalpersónan og er á sviðinu nær allan tímann. Með henni búa öll leyndarmálin og sám minningamar, sem aldrei áttu að komast upp. Sunna Borg stendur sig frábærlega í þessu hlutverki. Hún túlkar konu sem hefur mátt þola margt og hefur svo harða skel að hún hæðist að minningum sínum, þó sár- ar séu. En þegar skelin brotnar og það opnast inn í kvikuna, þá sjáum við manneskju sem við hljótum að finna til djúprar samúðar með. Sunna Borg sýnir okkur þjáningar Helenu Alving með glæsibrag, ef svo má að orði kom- ast. Kristján Franklín Magnús leikur son frú Alving, sem er kominn heim eftir langa (jarvem. Leikur Kristjáns varð á stundum ósannfærandi í fyrri hluta sýningarinnar, þegar hann hóf að segja móður sinni hið voðalega leynd- armál sitt. En í seinni hlutanum náði Siguröur Karlsson í hlutverki séra Manders og Þráinn Karlsson sem snikkarinn Jakob Engstrand. Ljósm. PállA. Pálsson Kristján Franklln Magnús I hlutverki Ósvalds og Sunna Borg sem móöir hans, fm Alving. Ljósm. Páll A. Pálsson hann tökum á áhorfendum og hélt þeim agndofa allt til enda í samleik sínum við Sunnu Borg. Leikur Sigurðar Karlssonar í hlut- verki séra Manders var með miklum ágætum og hann var alltaf sannfær- andi. Rósa Guðný Þórsdóttir túlkaði Regínu Engstrand, vinnukonu á heimilinu, skemmtilega jafnt í sak- (1.E1KHÚS I leysi sem og þegar hörmungamar ríða yfir. Það eina, sem út á mátti setja, var að hún fór fullhratt með textann í geðshræringum og það sama má reyndar segja um Kristján á stöku stað. Þráinn Karlsson Iék Jakob Eng- strand, snikkara og föður Regínu, sem með óvæntum hætti tengist fjöl- skylduleyndarmálunum. Leikur Þrá- ins var yfirvegaður og öruggur og ekki laust við að áhorfendum létti við nær- veru hans. Sveinn Einarsson hefúr leyst sitt hlutverk vel af hendi og hefur náð að þræða vandrataðan meðalveg milli gamans og alvöru. Það eru margir staðir í verkinu frá höfundarins hendi sem bjóða upp á að áhorfendum sé skemmt. Þessa staði hefur leikstjórinn nýtt sér án þess að það bitni nokkru sinni á þeirri alvöru sem ríkja þarf. Það er mikill vandi. Sýning Leikfélags Akureyrar á Aftur- göngunum er afar vel heppnuð og til mikils sóma, enda einvala lið sem að henni stendur. Það er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að fjölmenna á sýninguna. Þá ættu áhorfendur að hella upp á gott kaffi þegar þeir koma til síns heima og ræða efni verksins í stóru og smáu. I því leynast ótal þræð- ir, jafnt bókmenntalegir sem og sið- ferðilegir, sem gaman og gagnlegt er að rekja sig eftir. Frú Alving segir á einum stað um kenningakerfi séra Manders: „Ég ætlaði bara að losa um eitt spor, en þegar það losnaði, þá raknaði allur saumurinn upp.“ Þessi orð mætti eins hafa um verkið og at- burðarásina í heild sinni. Þórgnýr Dýrfjörð Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir um- sóknum um ffamlög úr sjóðnum árið 1994. Eldri um- sóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að um- sækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, bygg- ingarkostnaöi, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1992 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1993. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt, áskilur sjóð- stjómin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1993, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Stjóm Framkvæmdasjóðs aldraðra. Fyrirtækið The Firm ★★★ Handrít: Robert Towne og David Rayfiel. Byggt ð samnefndri skáld- sögu John Gríshams. Framleiöendur: Scott Rudin og John Davis. Leikstjóri: Sidney Pollack. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jeanne Tripplehom, Ed Harris, Holly Hunter, Gene Hackman, Hal Holbrook, David Strathaim og Gary Busey. Háskólabió og Sambíóin. Það er hópur valinkunns fólks sem stendur að baki þessari stórmynd frá Hollywood. Leik- stjórinn, Sidney Pollack, fékk Óskarsverðlaun fyrir Out of Africa en var jafnframt tilnefndur fyrir hina frábæru Tootsie og They Shoot Horses, Don’t they? í aðal- hlutverki er vinsælasti leikari ungu kyrislóðarinnar, Tom Cruise, og honum til aðstoðar margir mjög þekktir leikarar eins og Gene Hackman og Holly Hunter. Það er samt ekki laust við að Fyrirtækið valdi dálitlum vonbrigðum. Sagan segir af nýútskrifuðum lögfræðingi, Mitch McDeere (Cruise), sem flytur ásamt Abby (Tripplehorn), konu sinni, til Memphis til að hefja störf hjá lítilli og forríkri lögfræðistofu. Fyrir Mitch er þetta draumi líkast, því byrjunarlaun hans eru frábær, hann og kona hans fá hús á góðum kjörum, námslánin hans eru greidd og að auki fær hann 5% launahækkun á öðru ári fyrir utan bónusa. Fljótlega finnst Mitch og konu hans að fyrirtækið skipti sér fullmikið af einkalífi þeirra og einnig virðist dánar- og slysatíðnin vera óvenju há hjá fyrirtækinu. Þegar Alríkislögreglan hefur sam- band við Mitch staðfestir hún grun hans um að fyrirtækið sé peninga- þvottastöð fyrir mafíuna. Mitch verður að hjálpa þeim að afla sannana til að hann og Abby sleppi lifandi úr öllu saman. ( kiiikmyndiii 1 Handritið er byggt á margfaldri metsölubók John Grishams og hætt er við að þeir sem lesið hafa ágætan reyfara hans verði fyrir nokkrum vonbrigðum. Handrits- höfundar fylgja bókinni í aðal- atriðum en gera þó nokkrar veiga- miklar breytingar og er þá sérstaklega átt við endinn. Sumar þessar breytingar ganga ágætlega upp en aðrar eru til vansa eins og aukin áhersla á samband Mitch og Abby, hann gerður meiri réttlætis- postuli og hlutimir e.t.v. einfald- aðir um of. í sannleika sagt eru þessum breytingum ætlað að gera það auðveldara að matreiða sög- una ofan í Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir þessi vonbrigði er myndin spennandi, ágætlega leikin og allur umbúnaður er til fyrir- myndar. Tónlist Dave Gmsins er stórskemmtileg, dálítið jössuð og á vel við. Leikararnir standa sig vel en enginn eins vel og Gene Hackman. Hann fer mjög vel með lítið en veigamikið hlutverk sitt. Tom Cmise og Jeanne Tripplehom er sniðin í hlutverk sín og valda hlut- verkum sínum vel en sýna þó engan stórleik. Fyrirtækið er ágæt afþreying og góð Hollywoodframleiðsla með annmörkunum sem því fylgir, spennandi á köflum en ristir ekki djúpt. Örn Markússon

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.