Tíminn - 19.10.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.10.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. október 1993 Tíminn 11 Um þarnæstu helgi hefst í Varmahlíð í Skagafirði þing Landssambands hestamannafélaga, - L.H. Vaflaust kemur reiðleiðaum- ræðan upp á þessu þingi, en undan- faríð hefur mikil umræða farið fram um reiðleiðir á höfuðborgar- svæðinu. Auk þess er landsmót á Hellu næsta sumar en það þýðir, ef að líkum lætur, gífuriegar útreiðar á öllu landinu. Þannig er gert ráð fyrir um tvö þúsund útlendingum til landsins í tengslum við þetta mót, og margir þeirra eru beinlínis komnir hingað til útreiða. Þá munu íslendingar sjálfir verða einnig á faraldsfæti á hestbaki. Á meðfylgjandi myndum kemur glöggt í ljós að einfalt er að laga vestan við stokkinn yfir Grafarlæk- inn, þannig að hestamenn komist leiðar sinnar. Samt er hér lagt til að nokkrir metrar vestan Hafravatns verði lagaðir þannig að komast megi beint af Hólmsheiðinni yfir á Úlfars- fellsveginn og niður í Mosfellsbæ. Þá er einnig bent á að hið undur- fagra hús Thors heitins Jensen og Þorbjargar Kristjánsdóttur, Korp- úlfsstaðir, sé alla daga hið mesta kaplaskjól, auk þess sem það skýlir kylfingum og kartöflubændum. Er því mikið hagsmunamál fyrir hesta- menn, að sem minnst sé hróflað við því, þótt það njóti auðvitað eðlilegs viðhalds vegna skjalageymsla og myndhöggvaranna í kjallaranum. Errólistasafn á miklu fremur heima á stað eins og í Borgarkringlunni, sem er miðsvæðis og öll þjóðin á leið um. Ekki spillir heldur nálægð- in við Borgarleikhúsið og Verslunar- skólann og menningarfrömuðina á Morgunblaðinu og Sjóvá-Almenn- um. Framkvæmdir í Grafarvoginum hafa spillt helstu reiöleið hestamanna milli Fáks- og Harðarsvæðanna í Reykja- vík og Mosfellssveit. Greinilega er lít- ið mál að laga þannig neðan stokks- ins að hestum sé auðveld leiðin. Reiðleiðir á höfuð- borgarsvæðinu Fögur reiðgata liggur beint upp á Hólmsheiðina og væri lítilsháttar lagað vestan Hafravatns, kæmust hesta- menn beint f Mosfellsbæinn. Hestamenn vilja hafa Korpúlfsstaðina sína óbreytta til skjóls f útreiöum. Það vilja kylfingarnir Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri og Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra ábyggilega llka. Errólistasafnið á að fara niður f Borgarkringlu, þar sem fólkið er til þess að njóta þess. Hver reiöleiðin afannarri verður mannvirkjagerðinni að bráö. Reið- skiltið falliö og sprengjuhætta fram- undan. Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.