Tíminn - 19.10.1993, Page 3

Tíminn - 19.10.1993, Page 3
Þriðjudagur 19. október 1993 Tíminn 3 Háskólinn hyggst tvöfalda hagnað sinn með rekstri happdrættisvéla. Háskólarektor: Getum ekki hætt við vélarnar Háskólinn ætlar að tvöfalda hagnað sinn úr 200 millj. kr. í um 400 millj. kr. með rekstri á 350 happdrættisvél- um. Á fundi með forráðamönnum skólans í gær kom fram að fulltrúar RKÍ hafi krafist þess að Háskólinn hefði eingöngu vélamar á vínveitinga- stöðum og það hafi valdið því að upp úr viðræðum þessara aðiía slitnaði fyrir helgi. Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor segir að ekki komi til greina að hætta við rekstur vélanna en í gær var beðið eftir að dómsmálaráðherra undirritaði reglugerð sem heimilaði þessa starf- semi. „Við getum ekki hætt við þar sem við höfum bundið okkur í alla enda. Við fengum leyfi til að undirbúa þetta í febrúar. Það sem á skortir er útgáfa reglugerðar," segir Sveinbjöm. Háskólarektor segir að Háskólinn hafi áður haft stærri hluta af happ- drættismarkaðnum en undanfarin fimm ár hafi tekjur Háskólans hrapað úr 500 millj. kr. á ári niður í um 200 millj. króna. „Við höfum ekki sett allt á annan endann þótt Lottó, getraunir og Rauðakrosskassamir hafi kornið," segir Sveinbjöm. A sama tíma og tekjur Happdrættis Háskólans minnka hefur hlutur ann- arra aðila á þessum markaði farið vax- andi að sögn Háskólamanna. Þeir benda á að Lottó uppskeri nú um 400 til 500 millj. kr. í ágóða, RKÍ og sam- starfsaðilar þeirra um 400 millj. kr., Getraunir milli 100 og 150 millj. kr. og SÍBS og DAS um 50 til 60 millj. kr. eða nálægt 1.100 millj. kr. á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að sam- kvæmt Iögum hafi Happdrætti Há- skólans einkaleyfi á peningahapp- drætti hér á landi og sé því eini aðilinn sem greiðir 20% einkaleyfisgjald af tekjum sínum. Á þessu ári hefur Happdrætti Háskólans, eitt happ- drætta, þurft að greiða um 40 millj. kr. fyrir þetta einkaleyfi sem þó er ekkert einkaleyfi þegar allt kemur til alls. Forráðamenn Háskólans telja fráleitt að halda því fram að þessi nýja tækni muni kippa grundvelli undan rekstri annarra aðila sem nú ráða 85% af markaðnum. Þeir segja að um fáa spilasali verði að ræða sem hafi sam- tengda spilakassa. Jafnframt benda þeir á að álíka tölvuhappdrætti séu að ryðja sér til rúms víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Háskólamenn benda á að þeir 350 kassar sem þeir ætla að starfrækja eigi að verða á 20 stöðum á öllu landinu. Þeir benda á að RKÍ sé hins vegar með nærri 200 sölustaði í sjoppum og án- ingastöðum um land allt en á þessum stöðum verði spilakassar Háskóla- manna ekki. -HÞ Svona Ifta þelr út, hlnlr umdelldu spilakassar sem Happdrætti Há- skólans hyggst reka hér á landi. ■ ; r: i m 1 ~~~ á w 1 Wym p # I ll M ;J 1 kK’1 ** á 1 SKe i d[| 1 Harðar umræður á Alþingi um rekstur spilakassa Happdrættis Háskólans: Rauði krossinn ræður sér aug- lýsingastofu Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að sér sé ekki stætt á því að neita Happdrætti Háskólans að reka happdrætti með nýjustu tækni. Utanríkisráðherra hvatti dóms- málaráðherra til að fresta því að undirríta reglugerð um spila- kassa og lagði til að viðræður veröi hafnar mílii Háskólans, Rauða krossins og dómsmálaráðuneytisins. í ræðu Þorsteins kom fram hörð gagnrýni á málflutning Rauða krossins ekki síst Guðjóns Magnús- sonar, formanns Rauða krossins. Þorsteinn sagði að Guðjón hafi hringt í sig síðastliðinn laugardag til að fá upplýsingar um stöðu málsins. Þorsteinn sagði að fengn- um þeim upplýsingum hafi Guðjón sagt að Rauði krossinn myndi veit- ast að sér og taka málið upp á Al- þingi. Þorsteinn upplýsti einnig að Rauði krossinn hafi ráðið auglýs- ingastofuna Athygli til að reka áróður fyrir sig í þessu máli. Þorsteinn sagði að löggjöf um happdrætti hér á landi sé ófull- komin og nauðsynlegt sé að bæta þar úr. Það þurfi að vera til skýr löggjöf um þessa umfangsmiklu starfsemi. Þorsteinn sagði að það væri ekki hlutverk sitt að neita Happdrætti Háskólans að reka happdrætti með nýjustu tækni. Hann sagði að það væri skýrt í lögum að Happdrætti Háskólans hefði einkaleyfi til að reka peningahappdrætti. Hann sagði það hvorki siðlegt eða löglegt fyrir sig að fara út í einhver hrossa- kaup í þessu máli við Rauða kross- inn. Þorsteinn sagði rangt að skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu væri að gæta hagsmuna Háskólans með setu í happdrættisráði Háskól- ans. Hann sitji þar fyrir hönd ráðu- neytisins og hans hlutverk sé að hafa eftirlit með happdrættinu. Þorsteinn vakti athygli á að enginn fulltrúi hins opinbera hafi eftirlit með sama hætti með happdrættis- rekstri Rauða krossins. Þorsteinn lýsti sig tilbúinn til við- ræðna við Rauða krossinn. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra túlkaði þessa yfirlýsingu svo að Þorsteinn myndi fresta því að skrifa undir reglugerð um spila- kassa Háskólans. Jón Baldvin tók undir orð annarra þingmanna um að deiluaðilar verði leiddir saman til samkomulags. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum og gagnrýndu þeir nánast allir afstöðu dómsmálaráð- herra þó með mishörðum orðum. Þingmenn sögðu að með ákvörðun sinni sé verið að setja í hættu mik- ilvægt starf björgunar- og líknarfé- laga sem standa að spilakössum Rauða krossins. Það hljóti að snerta ríkissjóð á einn eða annan hátt. Þingmenn Alþýðubandalags- ins lögðu til að Háskólanum yrði gefið einkaleyfisgjald sem hann greiðir í ríkissjóð í dag. Mennta- málaráðherra upplýsti að hann væri fylgjandi því að einkaleyfis- gjaldið verði afnumið og að gjaldið renni til Háskólans. Nokkrir þingmenn bentu á að Há- skólinn sé ríkisstofnun og að ríkis- sjóður ætti að taka að sér að veita honum fjármagn til framkvæmda. -EÓ Tugir aðila hafa óskað eftir því við dómsmálaráðu- neytið að fá að reka ný peningahappdrætti: Fjórum millj- öröum eytt í happdrætti íslendingar keyptu happdrættis- miða af ýmsum gerðum fyrir um fjóra miiíjarða króna á síðasta árí. Inni í þessarí tölu eru einungis stóru happdrættin. Hagnaður happ- drættisfyrírtækjanna var rúmlega 1,1 milljarður og rekstrarkostnaður yfir 800 milljónir. Dómsmálaráðu- neytinu hefur á síðustu mánuðum boríst fjöldi umsókna frá félaga- samtökum um leyfi til rekstrar happdrætta af ýmsum gerðum. Veltan á happdrættismarkaðinum hér á landi er gífurlega mikil og því þarf ekki að koma á óvart að það heyrist hljóð úr horni þegar Happ- drætti Háskólans kemur með 350 nýja spilakassa inn á markaðinn. Peningahagsmunir eru svo miklir. Á síðasta ári velti Happdrætti Há- skólans tæplega 1.489 milljónum. SÍBS velti 216 milljónum, DAS 168 milljónum, Lottó 1.050 milljónum, Getraunir 362 milljónum og spila- kassar Rauða krossins skiluðu 586 milljónum eftir að vinningar höfðu verið greiddir. Þessi happdrætti greiddu 1.765 milljónir í vinninga og eru vinning- ar spilakassa Rauða krossins þá ekki taldir með. Rekstur happdrættanna kostaði 809 milljónir og hagnaður þeirra var 1.126 milljónir. Hagnað- urinn skiptist þannig að Háskóli ís- lands fékk 239,2 milljónir (þar af þarf hann að greiða 47,8 milljónir í einkaleyfisgjald), SÍBS fékk 34,5 milljónir, DAS fékk 28,9 milljónir, ÍSÍ 159 milljónir, Öryrkjabandalagið 136,3, UMFÍ 45,4 milljónir, Lands- björg og Slysavarnafélagið 72 millj- ónir, SÁÁ 28 milljónir og Rauði krossinn 299 milljónir. Það er því Rauði krossinn sem er sá einstaki aðili sem hafði mestan hagnað af rekstri happdrætta á síðasta ári. Flest happdrættin gera ráð fyrir svipuðum hagnaði á næsta ári, en Rauði krossinn áætlar þó að auka hagnað sinn um nokkra tugi millj- óna. Það eru margir sem geta hugsað sér að fá einhvern hluta af happ- drættiskökunni. Yfir dómsmála- ráðuneytið hefur rignt umsóknum frá ýmsum aðilum um að setja á fót happdrætti. Landsbjörg hefur sótt um að starfrækja sjónvarpsbingó, DAS og SÍBS hafa sótt um leyfi til að reka saman spilavélar og spilakassa með vinningum í reiðufé, Fram- kvæmdanefnd um heimsmeistara- mót í handknattleik hefur sótt um leyfi til að reka íþróttagetraunir eða tölvubingó, íþróttasamband íslands hefur óskað eftir leyfi til að reka sjónvarpsbingó, Ferðamálaráð hefur óskað eftir að fá að reka spilavíti og DAS og SÍBS hafa sameiginlega óskað eftir að lögum verði breytt í þá veru að þeim verði leyft að bjóða peningavinninga. Flest bendir til að allir þessir aðilar fái neitun frá dómsmálaráðuneytinu. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.