Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 23. október 1993 Tíminn Ritstjóri: Þór Jónsson ábm. Aflstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Ásgrímsson Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóm og skrtfstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavfk. Póstfang: Pósthólf 5210,125 Reykjavik. Aöalsfml: 618300. Auglýslngasfml: 618322. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 61-83-03 í öldudal Tilviljun ræður því að þing Verkamannasambands- ins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins ber upp á svipaðan tíma. En hún verður til þess að skilaboð- in þar á milli eru greinileg. Verkalýðurinn leggur til að kjarasamningum verði sagt upp vegna van- efnda ríkisstjórnarinnar og leiðtogi hennar og Flokksins segir umbúðalaust að það verði mikið og dýrkeypt slys ef efnt verði til óspekta á vinnumark- aði. Samtímis þessum skilaboðum heimtar stjórn Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar að stjórnarsam- starfinu verði slitið þegar í stað, vegna þess að þar ráði frjálshyggjan ein. Jafnaðarstefnunni sé fórnað fyrir stöður og fríðindi og sé það ekki viðunandi fyrir alþýðuflokksmenn. Þótt Davíð Oddsson telji það mikla þjóðargæfu að hann standi við stjórnvölinn þegar siglt er í kröppum sjó, er ekki þar með sagt að aðrir séu á sama máli, nema auðvitað Morgunblaðið, sem ávallt er hið auðmjúka og jákvæða málgagn þegar Flokkurinn þarf á að halda. Mikið lof var borið á kreppusiglingarræðuna í málgagninu í gær. Forsætisráðherra kynnti engin úrræði til að koma í veg fyrir það mikla slys, sem hann telur verða ef launþegar standa við þá kröfu að heimta að ríkisvaldið standi við sinn hluta heildarsamn- inga. Hann boðaði aðeins skánandi lífskjör án þess að rökstyðja nánar með hvaða hætti þau eiga að nást. Það verður ekki auðvelt að sannfæra almennt launafólk um að ekkert sé til skiptanna og að það jaðri við landráð ef það heimtar sinn rétt og að staðið verði við gerða samninga. Framkoma stjórnarherranna og allra þeirra sér- gæðinga, sem raða sér á jötu opinberra stofnana og embætta, er ekki til þess fallin að sætta lág- launafólkið við kjör sín, og það er hætt að láta telja sér trú um að hvergi sé smuga né ráðrúm til að jafna ofurlítið lífskjörin. Ef formaður Sjálfstæðisflokksins telur það mikið slys og dýrkeypt ef stjórn hans kemst ekki upp með samningsrof og verkalýðurinn heimtar sitt, þá er óhætt að benda honum á að framganga ráðherra í stjórn hans og gæðinga í stjórn- og embættis- mannakerfinu er stórslys. Hér er auðvitað átt við þær uppljóstranir, sem verið er að gera á öllum þeim sjálfteknu kjörum sem tíðkast á æðri stöð- um. Verkamannasambandið sendir stjórninni skýr skilaboð um réttmætar kröfur sínar og Iaunþega- hreyfingin almennt mun ekki sætta sig við ein- hliða kjaraskerðingar, ef yfirstéttirnar sleppa engu af feng sínum á móti. Það eru þær sem eru að sliga efnahagslífið og siðferðisvitundina yfirleitt. Hagsmunasamtökin, sem ganga undir heitinu Sjálfstæðisflokkur, sigla nú krappan sjó og eru nú í djúpum öldudal, eins og skoðanakannanir sanna. Draga verður í efa þá staðhæfingu formannsins að það sé fagnaðarefni að hann standi við stjórnvöl þjóðarskútunnar, þar sem hann hefur greinilega engan áttavita til að stýra eftir og kann heldur ekki á hann. Stefnan er einsýn, þrátt fyrir brim og boða: hart í stjór. Sú stefna mun aldrei leiða skútuna upp úr öldudalnum. Konur I Bosnlu-Hersegóvínu horfa á llk eiginmanna sinna tekin ofan af bllpalli. Hundruö, ef til vill þúsund, óbreyttra borgara hafa vísvitandi veriö myrt af hersveitum og þúsundir manna eru týndar í fyrrverandi Júgó- slaviu. Allir aöilar stríösins hafa fram- iö alvarlega glæpi. Mynd: Amnesty International Linkind við stríðsglæpamenn og morðhunda ógnarstjóma veldur því, að mannréttindi em brotin víða um heim. Þeir, sem glæpina fremja, telja að þeir verði aldrei látnir svara til saka. Þess vegna er átak Amnesty Inter- national gegn mannránum og pólit- ískum morðum bráðnauðsynlegt og mikilvægt. Rödd íslands á að hljóma í þessari umræðu og fordæma slík voðaverk, en íslensk stjómvöld eiga „Punto fínal“ einnig í öllu sínu starfi, innanlands og utan, að vera á varðbergi gagnvart hvers kyns stuðningi við erlenda stjómarherra, sem kúga þegna sína og beita þá harðræði. Brottnám Aðfaranótt hins 21. júlí árið 1977 mddust vopnaðir og grímuklæddir menn, trúlega úr flughemum, inn á sofandi fjölskyldu í San Justo í út- jaðri Buenos Aires. Þeir höfðu heim- ilisfólkið á brott með sér: Gustavo Antonio Lavalle, Monicu Maríu Le- mos og fjórtán mánaða gamla dóttur þeirra. Þeim var rænt í skjóli myrk- urs á ónúmemðum bíl. Monica Mar- ía var komin átta mánuði á leið að öðm bami sínu. Á þessum tíma ofsótti herforingja- stjómin í Argentínu pólitíska and- stæðinga sína og tugir þúsunda hurfu eða vom myrtir fyrir litlar og oft á tíðum engar sakir. Monica María var listamaður, Gustavo Antonio jarðfræðingur og áhugamaður um skák. Um afdrif hans er ekkert vitað. Flíkur Monicu Maríu fundust í sjónum skammt undan La Plata fáum vikum síðar. Hún hafði verið látin eiga bam sitt í fangabúðum til þess að 59 ára gömul lögreglukona gæti eignast það. Eftir fæðinguna var hún færð um borð í herflugvél ásamt öðmm kvenföng- um og fleygt í hafið. Fimm dögum eftir hvarf þeirra, þessa nótt fyrir sextán ámm, kom þó dóttir þeirra litla í leitimar, sársvöng og óhrein. Móðuramma stúlkunnar, Haide Lemos, tók hana að sér. Eng- inn veit hvers vegna baminu var skilað. Og Haide Lemos leitar enn skýringa á brottnámi dóttur sinnar og tengdasonar. Argentínsk yfirvöld þegja þunnu hljóði. Ótal aðstandendur þeirra, sem huríú með sama eða svipuðum hætti á tímum ógnarstjómarinnar, em óþreyttir í viðleitni sinni að grafast fýrir um afdrif þeirra. Þeir mótmæla hástöfúm skoðun perónistans Carlos Saúl Menem forseta, sem vill láta eins og ekkert hafi ískorist og byrja upp á nýtt, eyða fortíðinni með einu pennastriki: „Punto final". „Las madres locas de Plaza del Mayo“ — brjáluðu mæðumar, sem svo vom nefúdar vegna þess að þær þorðu að bjóða herforingjastjóminni byrginn, þorðu að mótmæla glæpum hersins og heimta áreiðanlegar upp- lýsingar um afdrif afkomenda sinna — hafa enn ekki gefist upp. Kjarkur þeirra, þrautseigja og baráttuþrek var mikilvægt lóð á vogarskálamir, þegar lýðræði var þröngvað í gegn í Argentínu. Mæðumar krefjast enn svara. Og enn brjálaðri vom álitnar ömm- umar, „las abuelas", sem leyfðu sér að spyrjast fyrir um böm dætra sinna, sem fædd vom í fangabúðum. í þeim flokki var Haide Lemos. Tíu ár liðu. Á þeim tíma missti her- inn völdin og fólk, sem vissi um grimmdarverk stjómarinnar, þorði að leysa frá skjóðunni. Sextíu og níu ára gömul kona, sem verið hafði í lögreglunni í San Justo, varð að láta af hendi „bam sitt“, Maríu José, sem Þór Jónsson skrifar var í raun dóttir Gustavo Antonio La- valle og Monicu Maríu Lemos, fædd í fangabúðum. María José er nú sex- tán ára gömul og býr með systur sinni og móðurömmu. Foreldrar hennar hurfú, saklaus, án ákæm, án þess að fá kost á vömum fyrir hlutlausum dómi. Þetta og ótalmörg önnur dæmi sýna að mál tengd mannréttinda- brotum herforingjastjómarinnar em ekki leidd til lykta, þótt stjómar- farið sé annað og betra. Það er enn langt í „punto final". Um 500 böm fæddust í fangabúðum í Argentínu á ámnum 1976 til 1979. Ömmumar hafa fúndið um 220 böm. lúttugu og átta hafa flust til ættingja sinna, þrettán hafa kosið að vera um kyrrt hjá óbreyttum kjörforeldmm sínum, sex böm bíða dómsúrskurðar um þessi mál sín og sjö em Iátin. Af holdi og blóði Á bak við hverja tölu í skrám um horfna menn er einstaklingur af holdi og blóði, sem á ákveðin gmnd- vallarréttindi, æðri öllum öðmm lögum. Þegar þau em brotin og fót- um troðin og hann á þess ekki kost að veija sig — hugsanlega vegna þess að hann hefúr verið myrtur — verður samfélagið að vera reiðubúið að láta þann, sem afbrotið framdi, svara til saka. Ekki aðeins hins myrta vegna, heldur líka samfélagsins vegna. Annað dæmi má taka frá Marokkó. Fyrir tveim ámm vom þrír bræður látnir lausir eftir átján ára fangelsis- vist, ótrúlegar raunir og pyntingar, þótt þeir væm aldrei ákærðir um neitt eða dæmdir. Aðstandendur þeirra vissu ekki hvort þeir væm lífs eða liðnir. Bræðumir fara nú víða um heim á vegum Amnesty Intemational til þess að sýna að baráttan gegn mann- réttindabrotunum ber árangur. Það megi ekki gleyma hinum týndu. Þeir gætu enn verið á lífi einhvers staðar, lokaðir inni í dimmri dýflissu. Amnesty Intemational hefur efnt til alþjóðlegrar herferðar gegn „manns- hvörfum" og pólitískum morðum. í bréfi frá samtökunum segin ,Áður fyrr vom einræðisstjómir herfor- ingja og alræðisstjómir helstu söku- dólgar, en nú gerist það í vaxandi mæli að ríkisstjómir, sem þykjast virða mannréttindi, víla ekki fýrir sér að skjóta niður eða nema á brott andstæðinga sína, sem þátt í meðvit- aðri undirokunarstefnu." Fantaskapur, sem er jafnvel bann- aður í styrjöldum, dreifist um heimsbyggðina og verður þægileg og hraðvirk lausn á ýmsum vandamál- um gerspilltra og blóðþyrstra stjóm- valda. Oft em þetta stjómir sem njóta stuðnings og vemdar voldugra bandamanna, sem — eins og sam- tökin taka fram f bréfi sínu — hafa ríkari áhuga á hemaðaraðstöðu og efnahagslegum ávinningi en mann- réttindum: „Sem dæmi má nefna að á síðasta áratug létu meðal annarra rikisstjómir Bandaríkjanna og Frakklands sig hafa það að vopna, þjálfa og fjármagna öryggissveitimar í Chad, þó þessar sömu sveitir væm berar að því að slátra með skipuleg- um hætti þúsundum vamarlausra borgara." Spjótunum er sömuleiðis beint gegn morðóðum andspymuhópum, td. í Perú, Súdan og frak. Herferð Amnesty Intemational fer fram næstu níu mánuði og byggist á áætlun í fjórtán liðum. Þar er farið fram á að engum sé haldið leynilega í fangelsi, að viðkomandi ríki hafi alltaf upplýsingar um hvar fangi sé hafður í haldi og veiti honum vemd, og einnig að æðsta stjómvald hvers ríkis fordæmi pólitísk morð og skipuleg mannrán. Tilgangurinn er að þrýsta á þær rík- isstjómir, sem leyfa sér að fangelsa eða koma fyrir kattamef pólitískum andstæðingum sínum, sem ekki hafa annað til saka unnið en að vera á öndverðum meiði við yfirvaldið. Slíkt á sér jafnvel stað í ríkjum, sem álitin em lýðræðisleg, svo sem í Ind- landi og lýrklandi. Hvorki þeir, sem bera pólitíska ábyrgð á voðaverkunum, né hinir, sem fremja þau, em látnir svara til saka. Enda fer þessi aðferð til að berja niður pólitíska andstöðu eins og eldur á akri um alla jarðarkringl- una. Ástæðunnar er meira að segja að leita í þeirri linkind, sem fjöl- margar ríkisstjómir sýndu gagnvart stríðsglæpamönnum seinni heims- styrjaldar; ekki síst íslensk stjóm- völd. Ég vitna enn í bréf Amnesty Inter- national: „Ef einstakar ríkisstjómir og hið alþjóðlega samfélag láta ekki fljótlega að sér kveða í því skyni að binda enda á pólitísk morð og „mannshvörf‘, gæti svo farið að flóð- alda fjöldadrápa yfirþyrmdi þær stofnanir sem settar vom á laggimar eftir skelfingar seinni heimsstyrjald- ar til að vemda alþjóðleg mannrétt- indi.“ ísland beiti sér Undir þetta ákall verður heils hugar tekið og því beint til íslenskra stjóm- valda að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir þessu heimsþrifamáli. Eins er það sjálfsögð krafa að stríðsglæpa- dómstóll sá, sem verið er að koma á fót vegna ófriðarins í fyrrverandi Júgóslavíu, verði til frambúðar og fái víðara starfssvið. Án samtakamáttar þjóðanna verður ekki komist fyrir skipuleg múgmorð einstakra stjóm- valda og í þeim efnum geta íslensk stjómvöld haft áhrif, hafi þau döng- un í sér til þess og sjái út fyrir land- steinana. Það er vonandi að herferð Amnesty Intemational takist að opna augu manna hér á Iandi og annars staðar fyrir skipulegum glæpaverkum víða um heim, sem iðulega bitna á vamarlausu fólki, og verður að kveða niður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.