Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 7 * FT' 1 H : i t pH |S ; Pil Jif. II hie! Wm m.§i ;j hifitr ejlífu pmmiðar /^- Upprunaleg hæð 146.7 m Núverandi hæ& 137 m Keópspíramíðinn | KonungsklefinrvQ^^Stóri salurír, * (47 m) i Drottninaarklefinn rv- Stóri salurinn Neðanjarðarklefi Blindgöng Gryfja ) - pajzA Fyrir 4.500 árum var þessi bátur smíðaður. Ef til vill var hann notaður til að flytja lík Keóps konungs til hinstu hvflu. Nú er báturinn á safni á bak við grafhýsi hans, Keóps-pira- míðann. önnur kenning er sú að Ke- óps ætti að sigla honum um himin- hvolfiö ásamt sólarguðinum Ra. Píramíðarnir í Giza. Stóri salurinn ásamt grafklefa Keóps eru einhver frægustu verk úr byggingarsögu hins Gamla konungdæmis. Veggir hins 46 metra langa gangs eru úr sléttpússuðum kalksteinshellum, sem felldar eru svo þétt saman að ekki má koma fingurnögl á milli. Gangakerfi Keóps-píramlðans er óvenju flókið og hefur valdið vanga- veltum um dulspekilegar og trúar- legar merkingar. Konungsklefinn var gerður fyrir Keóps og I drottningar- klefanum átti trúlega myndastytta af kónginum aö standa. Efstu klefamir fimm eru byggingarfræðilegt snilld- arverk til þess aö koma í veg fyrir að konungsklefinn láti undan þrýstingi hinna þungu steina. (Teikning: Stieg Larsson/TT) um þeirra hurfu þó löngu fyrr og í uppnáminu á tímum sjöunda ætt- liðar — fyrir um það bil 2350 til 2180 árum — voru grafimar rænd- ar í fyrsta sinn. Keóps í ölið? Hvað varð um Keóps konung? Það veit enginn. Ef til vill drakk bjór- þyrstur Norðurlandabúi hann á miðöldum. Frá því segir að egifskar múmíur hafi verið fluttar út og muldar til nota í læknislyf. Meðal annars munu múmíur hafa verið notaðar í hina vinsælu teriak-blöndu, sem einn af trúnaðarlæknum Nerós gerði uppskriftina að og var talin allra meina bót; átti til dæmis að taka inn við eitrun. Bestu ölgerðar- menn á Norðurlöndum á miðöld- um eru sagðir hafa bragðbætt bjór- inn með fingri af múmíu. En þeirri frásögn ber að trúa var- lega, því að hún hefur allt að geyma, sem prýða má góða þjóð- sögu. Tcxti og ljósmyndir: Hans Öhrn/TT Laus staða Staða forstöðumanns við Tilraunastöð Háskóla (s- lands í meinafræði að Keldum er laus til umsóknar. Forstöðumaður er jafnframt prófessor við lækna- deild Háskóla Islands með takmarkaðri kennslu- skyldu samkvæmt nánari ákvörðun háskólaráðs. Forstöðumaður skal hafa lokið háskólaprófi í lækn- isfræði dýra eða manna, líffræði eða öðrum skyld- um greinum sem eru á rannsóknarsviði stofnunar- innar. Forstöðumaður er ráðinn til sex ára í senn, en hann getur haldið prófessorsembætti þótt hann láti af störfum forstöðumanns. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 1993. Um- sækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, rit- smíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísinda- legum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar til stjómarformanns Til- raunastöðvarinnar, Þórðar Harðarsonar prófess- ors, Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Stjórnarformaður veitir nánari upplýsingar um starf forstöðumanns. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum við Vesturlandsveg, 112 Reykjavík. Starf á eiturefnasviði Hollustuvemd ríkisins óskar eftir að ráða tíma- bundið efnafræðing, efnaverkfræðing eða aðila með hliðstæða háskólamenntun. Starfið felst m.a. í ráðgjöf, fræðslu og eftirliti með merkingum og innflutningi eiturefna og vörutegunda sem inni- halda skaðleg efni. Einnig f verkefnum tengdum löggjöf á eiturefnasviði, m.a. í tengslum við Evr- ópskt efnahagssvæði. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Hollustuvemdar ríkisins fyrir 10. nóvember nk. Æskilegt er að umsækjandi geti haf- ið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Sigur- björg Gísladóttir, forstöðumaður eiturefnasviðs, í síma 688848. Hollustuvemd ríkisins Ármúla 1a, pósthólf 8080,128 Reykjavfk Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385 Völvuborg v/Völvufell, s. 73040 Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólann: Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Þá vantar starfsmann með sérmenntun í 50% stuðn- ingsstarf e.h. á leikskólann: Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Umsjónarmaður Félagasamtök í Reykjavík óska eftir umsjónarmanni til starfa við húseign sína. Um er að ræða fullt starf. Launakjör skv. samningum opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. nóvember 1993 á auglýsingadeild blaðsins, merkt umsjónar- maður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.