Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 15 Bóndinn í Helludal býst við góðum árangri, en þar er nú borað eftir heitu vatni: Einkarekin hita- veita í Biskups- tungum? Framsóknarfélag Sandgerðis heldur aðalfund I Verkalýöshúsinu 28. okt. kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Önnur mál. S&mti Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjamamess Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjamamess verður haldinn föstudaginn 29. okt. nk. kl. 20.30, að Melabraut 5, Seltjamamesi. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Framsóknarfélag Settjamamess Miðstjómarfundur SUF verður haldinn 5. nóvember og hefst klukkan 18.00. Fundarstaðurog dagskrá fundarins verða auglýst slðar. Framkvæmdastjóm Krístófer A. Tómasson, bóndi í Helludal í Biskupstungum, borar eftir heitu vatni um þessar mundir á eigin kostnað. Gangi verkið vel, hyggst hann selja nágrönnum sínum heita vatnið og nýta það við búreksturinn. Eftir því sem næst veröur komist, yröi Krístófer fyrsti bóndinn til að reka „einkarekna hitaveitu" hér á landi. Borholan er sem næst á bæjar- hlaði Helludals og er rætt var við Kristófer, var hún orðin um 125 metra djúp og vatnið um 65 gráðu heitt, en rennslið ekki nema 2 til 3 lítrar á sekúndu. „Við vonumst til að hitta á heita sprungu á 150 til 200 metra dýpi,“ segir Kristófer og bætir við að miðað við mælingar Orkustofnunar megi búast við heilmiklu vatni úr sprungu þar undir. Hann er ekki óvanur fram- kvæmdum af þessu tagi, því fyrir er 65 metra djúp borhola sem hann segir að hafi skilað ótrúlega góðum árangri, þ.e. einum lítra af heitu vatni á sekúndu, en það hef- ur dugað til að hita upp íbúðar- húsið í Helludal. Það eru líklega ekki til margar einkareknar hitaveitur á landinu, en ef vel gengur má jafnvel búast við að Kristófer reki eina slíka inn- an skamms, því sumir nágranna hans hafa sýnt þessu máli áhuga. Það kemur samt fleira til, því Kristófer rekur stórt svínabú og segist þurfa meira af heitu vatni til þeirrar starfsemi. Ámi Johnsen. Tfmamynd Ámi Bjama Vinir og kunningjar Vinir og kunningjar heitir nýr geisladiskur og snælda með Árna Johnsen, alls 17 lög úr ýmsum átt- um, gömul og ný. Hljómlistar- mennimir, sem leika með Áma, em meðal annarra Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari, Grettir Bjömsson harmonikkuleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Sigurður Rúnar Jónsson á ýmis hljóðfæri og Jón Sigurðsson bassaleikari, en hann útsetti lögin á plötunni, sem var tekin upp í Stúdíó Stemmu af Sigurði Rúnari. Jóhanna Linnet söngvari syngur með Árna í laginu Síðasti dans og í nokkmm lögum syngur sönghóp- ur með. Mörg laganna 17 em ný, önnur gamalkunn í nýjum búningi, en lögin em bæði innlend og erlend. A plötunni em 5 textar eftir Árna og 3 lög, en aðrir laga- og ljóðahöf- undar em Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Ási í Bæ, Evert Táube, Kristinn Svavarsson, Irving Berlin, Loftur Guðmundsson, Magnús frá Vöglum, Alfreð Wash- ington Þórðarson, Jónas Hall- grímsson, Jónas Guðlaugsson, Franz Schubert, auk fleiri. Platan er gefm út til styrktar Slysavamaskóla sjómanna og ör- yggismálum sjómanna. Sigmund teiknar forsíðu geisladisksins, en allir textar fylgja með í söngbók. Japis dreifir Vinum og kunningj- um. 1 Árni hefur áður gefið út plöturn- ar Milli lands og eyja, Þú veist hvað ég meina og Ég skal vaka með ljóð- um Halldórs Laxness. (Fréttatilkynning) „Heitt vatn býður alltaf upp á mikla möguleika," segir Kristófer og hefur þá ýmislegt í huga, sem hann vill ekki greina frá að svo komnu máli. Eftir því sem komist verður næst, er sjaldgæft að bændur ráðist í framkvæmdir að þessum toga fyrir eigin reikning. Kristófer í Helludal er samt ekki eini bóndinn sem hef- ur staðið í þessum framkvæmd- um, því nýlega var lokið við 300 metra djúpa holu f Neðra-Dal, en þar komu upp milli 11 og 12 lítrar á sekúndu af 65 gráðu heitu vatni. Kristófer er samt ekki kunnugt um að fleiri bændur í nágrenni við sig hyggi á svipaðar framkvæmdir, en eitthvað mun hafa verið um að þeir hafi borað eftir heitu vatni f félagi hver við annan. -HÞ BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Aöalfundur Félags ungra framsóknarmanna I Kópavogi veröur haldinn að Digranesvegi 12 sunnudaginn 24. október kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjómin. Aðalfundur Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Kópavogi veröur haldinn aö Digranesvegi 12, mánudaginn 25. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Setning 2. Kjör starfsmanna fundarins 3. Skýrsla formanns, skýrsla gjaldkera 4. Kosningar 5. Avarp Steingrims Hermannssonar, alþingismanns og formanns Framsóknar- flokkslns 6. Sveitarstjómarmái 7. Önnur mál Stjómin Kjörskrá til kosninga um sameiningu sveitarfélaga, er fram eiga að fara 20. nóvember nk., liggur frammi al- menningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkur- borgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, á almennum skrif- stofutíma frá 27. október til 20. nóvember nk. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. nóvember nk. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 20. október 1993, Borgarstjórinn í Reykjavík í UWTTLu&in KMTT ] UOS rZZ„ UOSf l Uráð J SACHS sem í bifreiðar Það borgar Þekking VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS SACHS KUPLINGAR I MAN - BENZ - VOLVO - SCANIA 'FARARBRODDI •' FJÖRUTÍU ÁR! Framleiðendur vandaðra vöru- og fólksflutningabifreiða nota ngar og höggdeyfa upprunalega hluta sínar . sig að nota það besta! Reynsla Þjónusta LKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.