Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 13 Sækjum styrk í sameiningu! Sveítarstjórnarmenn um land allt hafa margítrekað þá skoðun sína að sameining sveitarfélaga sé eitt besta ráðið til að sporna við mikilli byggðaröskun sem m.a. felst í samþjöppun fólks, valds og fjármagns til höfuðborgarsvæðisins. Efling sveitarstjórnarstigsins skapar skilyrði fyrir flutningi verkefna frá ríkinu. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að þar verði um að ræða rekstur grunnskólans, heilsugæslu, öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra.Við það er miðað að hin nýja verkaskipting komi til framkvæmda á næstu 2-3 árum, enda verði um verulega sameiningu sveitarfélaga að ræða. I stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga kemur m.a. fram að ákveðið er að: ♦ Stórefla Jöfnunarsjóð sveftarfélaga á árunum 1995-1998. ♦ Auka tekjur sveitarfélaga um 12-15 milljarða á ári og gera þeim þannig kleift að takast á við ný verkefni. ♦ Undirbúa sérstakar aðgerðir í atvinnumálum einstakra héraða. ♦ Sameinuð sveitarfélög njóti forgangs um fé til samgöngubóta. Kosningarnar 20. nóvember nk. eru fyrstu almennu kosningarnar um sameiningu sveitarfélaga. Þá gefst fólki kostur á að segja álit sitt á tillögum umdæmanefndanna og taka þátt í að móta framtíð eigin byggðar MÆTUM ÖLL Á KJÖRSTAÐ 20. NÓVEMBER OG LEGGJUM GRUNN AÐ EFLINGU BYGGÐANNA! Sameining sveitarfélaga ALMENNAR KOSNINGAR 20. NÓVEMBER I993 Samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.