Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 14
Sanna sagan um Rauða október komin fram: Uppreisnarforinginn sannur kommúnisti Hann er þekktur í sögunni sem rússneskur kafbátsforingi í and- stöðu við yfírvöld, sem vildi flýja til Vesturlanda. En Valery Sa- blin, foricólfurinn í uppreisn sem skók sovésku stjórnina og varð innblásturinn að kaldastríðs- metsölubókinni „Leitin að Rauða október**, hefði orðið miður sín yfír því á hvem hátt saga hans var sögð. tíðahaldanna. En Sablin — 45 ára aðstoð- aryfirmaður Sablin uppreisnarforingi endaöi ævi sína fyrir framan aftökusveit. KGB-skjöl, sem breska blaðið Sunday Times komst yfir, sýna að uppreisnarmaðurinn, sem Sean Connery túlkaði í kvikmyndinni um Rauða október sem göfugan and- kommúnista, var í reynd ákafur marx-lenínisti, sem gerði sér vonir um að hleypa af stað annarri bylt- ingu til að sópa burt spilltum stjóm- völdum í Kreml, sem hann sakaði um að hafa svikið fólkið. Sögunni snúið við Til þessa hefur Iítið verið vitað um hina raunverulegu sögu Rauða októ- ber. Bandaríski rithöfundurinn Tom Clancy byggði bók sína á blaðaúr- klippum og ritgerð úr herskóla. Sannleikurinn um eitthvert hrika- legasta atvikið í kalda stríðinu er einkennilegri en skáldskapurinn, og hann snýr sögu Clancys gersamlega við. Skipstjórinn á kjamorkukafbátn- um, sem í bókinni er sífellt angraður af illum pólitískum kommissar, er gerólíkúr fyrirmyndinni Sablin, sem var sjálfur pólitískur kommissar sem læsti skipstjórann sinn inni eina ís- kalda nóvembemótt árið 1975. Skip- ið þeirra var ekki kafbátur, heldur freigátan Storozhevoy (Vörður), sem átti að beijast gegn kafbátum. En endalok samsærisins vom stórkost- legri en nokkur skáldskapur, þegar hann flýði á haf út undir sprengju- regni sovéskra herflugvéla. Leyniskjölin — eitt þeirra er undir- ritað af Leonid Brésnjef forseta og forsætisnefnd hans — leiða í ljós að Sablin var eindreginn kommúnisti, sem hugmyndafræðileg svik forystu- manna Sovétríkjanna höfðu svipt trúnni. Hann var hugsjónamaður sem hafði svignað fyrir vindum al- ræðisins og skipulagði ekki upp- reisnina sína í þeirri von að eignast betra líf á Vesturlöndum, heldur í þeirri bamalegu trú að hún myndi fæða af sér nýja byltingu kommún- ísta til að koma aftur á fræðum Marx og Leníns. Sablin hafði tekið upp á segulband ástríðufullt ákall um að grípa til vopna gegn spilltum yfirvöldum, sem hann hafði vonast til að geta út- varpað til þjóðarinnar. Hann áleit að það myndi leiða til „víðtæks nets byltingarhópa um landið þvert og endilangt", sem sprytti upp „eins og sveppir eftir rigningu". í staðinn varð hann að leggja á flótta til örygg- is á alþjóðlegu hafsvæði með sovéska sjóherinn og loftherinn á hælunum. Uppreisnin olli skelfmgu á æöstu stöðum Skjölin sem m.a. geyma skýrslur til Brésnjefs frá Júri Andropof, þáver- andi yfirmanni KGB, sýna í fyrsta sinn skelfinguna sem greip um sig á æðstu stöðum vegna samsærisins. Forystuliðið beið milli vonar og ótta í Moskvu meðan á eltingaleiknum við Storozhevoy stóð og allt þar til skipið var stöðvað í aðeins 50 mílna fjarlægð frá sænskri landhelgi. Þá gripu ráðamennimir til öruggra ráða til að tryggja að það sama gerð- ist aldrei framar. Sablin var skotinn. Aginn var hert- ur. Fréttir af uppreisninni voru pólitískra liðsforingja sem bar ábyrgð á innrætingu áhafnarinnar og var í reynd næstæðstur yfir- manna um borð, næstur á eftir skip- stjóranum — var að störfum í káetu sinni. Hann var að búa til segul- bandsupptöku sem hann hafði í huga að útvarpa til þjóðarinnar. Áskorun skipstjórans til þjóðarinnar „Heilir og sælir, félagar. Ég beini orðum mínum til ykkar sem geymið í brjósti byltingarfortíð lands okkar og lítið nútíðina gagnrýnisaugum, ekki af vantrú, og sem hugsið í al- vöru um framtíð þjóðar okkar. Um- fram allt, þakka ég ykkur fyrir stuðn- inginn, að öðrum kosti væri ég ekki að ávarpa ykkur nú. Áskorun okkar er ekki svik við föðurlandið heldur eingöngu framfarasinnuð, pólitísk áskorun: Hinir raunverulegu svikar- ar eru þeir sem munu reyna að Kafbátaveiöarinn Storozhevoy. Efst er eitt skjalanna þar sem saga uppreisn- arinnar er rakin. Þaö var sjálfur Brésnjef sem undirritaöi þaö. bældar niður. Andropof gaf Brésnjef skýrslu um að Sablin hefði notað „flóknar" röksemdafærslur, sem studdar voru „tilvitnunum úr sígild- um verkum marx-lenínismans“ til að „koma óorði á stjóm Sovétríkj- anna og forystumenn þeirra“. Eftir að örfáir háttsettir embættis- menn höfðu lesið afrit af vopna- kvaðningu hans, var það læst niðri í skjalasafni KGB og þar hefúr það legið í 18 ár. Sorgleg saga Sablins hefst að kvöldi aðfangadags 58. afmælis október- byltingarinnar, þegar Storozhevoy, sem tilheyrði Eystrasaltsflotanum, lá við akkeri í höfri Riga, höfuðborg- ar Lettlands. Flestir úr 250 manna áhöfn skips- ins voru í landgönguleyfi vegna há- stöðva okkur.“ Hann hét því að ef uppreisn hans heppnaðist, yrði gerð „nákvæm hreingeming í ríkisapparatinu, sem verður brotið upp og hent á rusla- hauga sögunnar, þar sem það er al- varlega smitað af frændahyglingu, mútum, framagimi og fyrirlitningu á almenningi". Ávarpið var snjöll ákæra á stöðnun- ina, sem einkenndi Brésnjef-tímabil- ið. „Það, sem áður fyrr var byltingar- kenndasta ríkisvaldið, hefúr á 50 ár- um gleypt lýðræðislegan ávinning af byltingunni og malað hann mélinu smærra í skrifræðismyllu, og aðeins skilið eftir ysta hratið. Verið stolt af því að minnast fortíðarinnar, horfið fram á veginn til framtíðar, en gefið ekki of mikinn gaum að nútíðinni, gerið ykkur ekki vonir um að finna nokkum byltingaranda þar. Þetta er kjörorð sovéskra hugmyndasmiða samtímans." 5. nóvember tók Sablin þá áhættu að gera að trúnaðarmanni sínum Al- exander Shein, háseta og fyrrum sakamann. Sablin sagði honum að hann ætlaði að hafa forystu í bylt- ingu og bað hásetann um stuðning. Shein samþykkti að hlera skoðanir annarra í áhöftiinni. Tveir dagar liðu. Shein gaf þá skýrslu að fjórir aðrir hásetar vildu vera með. Sablin var tilbúinn 8. nóvember. Með hjálp hinna örfáu stuðnings- manna sinna tók hann skipstjórann höndum og læsti hann inni í káetu. Síðan kallaði hann hina yfirmennina saman á fund þar sem hann hvatti þá, með skammbyssu í hendi, til að styðja uppreisnina sína. Hann væri ekki að bjóða þeim frelsi, eða betra líf á Vesturlöndum. Hann vildi að Storozhevoy héldi sig innan sovéskr- ar lögsögu eins og kyndill byltingar- innar, sem lýsti leiðina til uppreisnar og endumýjunar kommúnismans. Liðsforingjamir héldu að hann væri genginn af vitinu. Sablin lét það ekki á sig fá og lét læsa þá inni. Skipið yrði frjálst svæði, óháð rflris- og flokksstofnunum Atburðarásin tók ekki heppilega stefnu. Hópur háseta reyndi að frelsa skipstjórann, en Shein beindi að þeim byssu og stöðvaði þá. Síðan kom í ljós, seint um kvöldið, að ein- um liðsforingja hafði tekist að kom- ast í land til að gera viðvart. Þó að Sablin væri tregur til, ákvað hann að sigla út á haf. Kl. 2.15 f.h. 9. nóvem- ber sigldi Storozhevoy á fullri ferð út úr höfninni og stefndi á haf út. Tveim tímum síðar hófst Sablin handa við að senda út á ljósvakann kröfur sínar, um fjarskiptatæki skipsins til æðstu stjómar sjóhers- ins. Hann vildi að skipið yrði yfirlýst „svæði, frjálst og óháð ríkis- og flokksstofnunum, í eitt ár“, og að einn manna hans kæmi fram í út- varpi og sjónvarpi í hálftíma á hverj- um degi til að flytja fordæmingu sína á stjómvöldum. Hann krafðist þess að fá rétt til að Ieggja skipi sínu við akkeri hvar sem væri í landhelgi Sovétríkjanna, þ.m.t. lægi sjóhersins, án þess að aðrir kæmu um borð. Hann krafðist þess að fá að senda og taka á móti pósti, og hann krafðist aðgangs að útvarpsstöð samsærismönnunum til Sean Connery fór meö hlutverk hins hugumprúöa kafbátsskipstjóra, sem geröi uppreisn gegn alvondu kommúnistakerfi í kvikmyndinni Leitin aö Rauöa október. handa til að senda boðskap sinn beint til fólksins. Meðan æðsta yfirstjóm sjóhersins sendi skip og flugvélar á eftir hon- um, voru kröfur hans sendar til Kremlar þar sem leiðtogar Sovét- ríkjanna sátu neyðarfund alla nótt- ina. Kl. 8.55 f.h., þegar Storozhevoy stefndi í átt til Svíþjóðar, sendu sov- éskir yfirmenn sjóhersins Sablin úr- slitakosti: að snúa aftur til hafnar tafarlaust eða taka afleiðingunum. En hann hélt áfram. Þrettán mínút- um síðar var skip hans komið út úr sovéskri landhelgi. Svíar hlustuðu agndofa á fjarskiptin Fjarskiptamenn sænska sjó- hersins sátu opinmynntir og hlustuðu agndofa á orðaskiptin milli Storozhevoy og sjóher- stjómarinnar. Sovésk varðskip og flugvélar á hælum Sablins fengu skipanir um að hefja skothríð, gæfist hann ekki upp. En Sablin neitaði enn að snúa við. Sovéskar herflugvélar fóm að varpa sprengjum í sjóinn fyrir framan Storozhevoy. Nokkrir sjóliðar frelsuðu skip- stjórann og aðra liðsforingja, þegar sú skeifing rann upp fyrir þeim að þeir kynnu að Iáta lífið vegna hugsjóna snarbrjálaðs marxista. Þeir gerðu áhlaup á brúna. í áflogunum þar varð skipstjóranum á að skjóta Sablin í fótlegginn. Þegar skipstjórinn var aftur búinn að ná stjóminni, sendi hann brýn skilaboð um að hætta strax sprengjuárásinni. Uppreisn- inni var lokið, 17 stundum eftir að hún hófst og í rúmlega 20 mfina fjarlægð utan sovéskrar landhelgi. Sablin var dreginn fyrir herrétL Meðan á rannsókn málsins og réttar- höldum stóð er sagt að hann hafi „haldið ró sinni og ekki breytt um stjómmálaskoðun". Aftökusveit setti punktinn aftan við söguna. Shein, aðalvitorðsmaður hans, var dæmdur í átta ára þrælkunarvinnu. Þó að málinu væri þar með lokið, endurköstuðust höggbylgjur um sovéska herinn, ekki aðeins vegna samsærisins. Það kom í ljós að flug- menn flughersins, sem tóku þátt í eltingaleiknum við Storozhevoy, höfðu verið tregir til að hefja skot- hríð. Var Sablin fyrsti píslarvottur nýja rússneska lýðræðisins? Rannsóknamefnd hefur komist að því að skv. skjölunum neyddust yfir- menn hersins til að grípa til ógnana til að fá flugmennina til að hefja að- gerðir. Nefndin mælti með .ströngum flokksagá' gagnvart þeim í hemum og sjóhemum, sem sýndu „áhuga- leysi“ gagnvart starfi sínu. Nefndin gaf líka skýrslu um að grip- ið hefði verið til aðgerða til að hindra að upplýsingar um uppreisn- ina Iækju út. Þær mistókust. Wash- ington Post birti óstaðfesta frétt 1976 og Clancy fékk nánari upplýs- ingar 1982 úr fræðilegri ritgerð, sem nemandi við háskóla bandaríska sjó- hersins samdi. Þó að Sablin hafi ekki verið sá and- kommúnisti sem skáldsagan gerir hann, mætti líta á hann sem fyrsta píslarvott nýja rússneska lýðræðis- ins í ljósi þeirra sögulegu atburða sem á eftir fylgdu. Sjálfstraust gömlu stjómvaldanna hafði orðið fyrir slæmu áfalli. Andropof, sem gerði sér fyllilega grein fyrir ban- vænum veiídeikum þeirra, varð með tímanum forseti og bar ábyrgð á frama Mikhails Gorbatsjovs, sem átti eftir að leggja kerfið endanlega í rúst. Það sama og Sablin sagði um sov- éska keríið er nú oft á vömm leið- toga Rússlands. En Sablin er enn op- inberlega skilgreindur sem glæpa- maður og svikari við land sitL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.