Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 24
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 labriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 TVÖFALDUR1. vinningur Timmii LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER1993 Reynslusaga fyrrverandi spilafíkils Henti öllu frá sér og gaf frat í allt fyrir fíknina „Það fóru öll launin í spilakassana, meðan þeirra naut við. Ég bæði sveik og stal peningum, falsaöi ávísanir og sveik víxla út úr bönkum til að fjármagna spilamennskuna. Ætli ég hafi ekki eytt þremur til Ijórum milljónum í kassana sl. flögur ár, ef ekki meira. Ég var búinn að henda öllu frá mér og gaf frat í allt til að geta spilað." „Það er engln skömm að lelta sér hjálpar vlö spllafikn," seglr fynverandl fikill. Hann telur að þáttur SÁÁ (útbretðslu spilakassa og tekjur af þelm séu á skjön viö grundvallarhugsun þelrra og AA-samtakanna Timamyrtd: Ámi Bjama „Fjölskylda eða vinir skiptu orðið engu máli og maður borgaði ekki reikninga, keypti ekki mat eða annað fyrir heimilið, heldur fór með allt beint í kassana," segir 25 ára Reyk- víkingur og tveggja bama faðir. Hann býr nú á áfangaheimili á höf- uðborgarsvæðinu, er atvinnulaus og er að reyna að koma undir sig fótun- um á nýjan leik eftir að hafa farið í 4 vikna meðferð gegn spilafíkninni á deild 16 á Vífilsstaðaspítala. Daginn, sem hann fór í meðferð, gekk hann á fund RLR, lagði spilin á borðið og á eflaust eftir að taka afleiðingum gerða sinna. Eins og gefur að skilja, líst honum ekkert á þá stefnu að fjölga spilaköss- um þar sem hægt er að leggja meira undir og hraðar en áður. Hann segist hafa hlustað á umræð- una um spilakassa í útvarpi og lesið aðeins um málið í fjölmiðlum. Hann segir að þótt formaður Rauða kross- ins, sem jafnframt er skrifstofústjóri í heilbrigðisráðuneytinu, haldi því fram að kassarnir í sjoppunum „gefi“ ekki nema 3200 krónur og kassar á pöbbunum hámark 8 þúsund krónur í vinnning, þá séu kassamir einungis fyrir þá til að græða, enda ekki hann- aðir fyrir neytandann. Hann segist vera einna mest hneykslaður á því að SÁÁ skuli vera viðriðin þetta mál. „Sú hugsun, sem AA-samtökin em gmndvölluð á og einnig SÁÁ, virðist alveg vera horfin. Þetta er bara kom- ið út í harðan bisness og ekkert ann- að.“ Fíklum fjölgar Hann segist óttast að sífellt fleiri ánetjist spilafíkninni eftir því sem kössum fjölgar. Hann segir að spila- fíklar séu sviplausir og einmana við iðju sína fyrir framan kassana þar sem þeir stinga vélrænt hverjum peningnum á fætur öðmm í rifuna í von um ágóða. Sjálfur var hann lagð- ur í einelti í skóla. „Þegar mest var eyddi ég trúlega 50 þúsund krónum yfir daginn og var stundum 7-8 tíma á dag við kassana, mest síðustu tvö árin. Ég var búinn að spila frá mér unnustu mína og tvö börn, sem við eigum saman. Hún vildi ekki sjá mig og kærði sig ekki um að ég væri að umgangast bömin, eins og gefur að skilja. En það aftraði mér ekki frá spilamennskunni, auk þess sem ég þreifst hvergi í vinnu.“ Hann segir að líf spilafíkilsins gangi ekki aðeins út á það að spila, heldur fari einna mestur tími í að verða sér út um aur til að fjármagna fíknina. Það verða allar sellur að vera í gangi til að redda pening. í hvert einasta sinn, þegar maður var búinn að tapa 10-20 þúsund krónum, þá gekk fyrsta hugsunin út á það hvemig maður gæti reddað sér aur. Maður var stundum alveg brjálaður, eins og rándýr í leit að bráð.“ Hann segist ekki aðeins hafa átt við verulega spilafíkn að etja, heldur og einnig áfengisvandamál og er alkó- hólisti. Áfengi og spil „Maður fór á pöbbana um kvöldin og um helgar, þar sem kassamir em. Það var alltaf bjór og brennivín með spila- mennskunni. Þessu fylgdi auðvitað óregla og maður missti að sjálfsögðu ökuskírteinið fyrir vikið.“ Sjálfur segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hann var orðinn langt leiddur af spilafíkninni fyrr en maður, sem var að mkka hann fyrir falsaða ávísun, benti honum á það. Hann sagðist alls ekki hafa litið á sfna fíkn sem einhvem sjúkdóm, heldur sem aumingjaskap. „Ég hafði falsað ávísun á stað, sem þessi maður á og þar sem ég var að spila. Hann sagði mér frá fundi GA- samtakanna, en það em samtök í lík- ingu við M-samtökin, en aðeins fyrir spilafíkla. GA-samtökin hafa starfeð hérlendis í um það bil eitt ár og enn sem komið er em félagar í GA-sam- tökunum fáir.“ Hann byrjaði að sækja fundi hjá þess- um samtökum áður en hann fór uppá Vífilsstaði og spilaði með fundunum. Þrátt fyrir spilafíknina spilaði hann mjög lítið í Lottóinu, en keypti því meir af skafmiðum til að byrja með. Hann segir að þeir, sem kaupa Lottó- miða á hverjum Iaugardegi og miða í Víkingalottóinu á hverjum miðviku- degi, spila bingó einu sinni til tvisvar í viku og kaupa í hvert sinn 15-20 spjöld, séu spilasjúkir. Það sé aðeins spuming um á hve háu stigi sú fíkn sé. „Ég hvet eindregið alla þá, sem eiga við þessi vandamál að etja, að koma með þau strax upp á borðið og leita sér hjálpar. Það er engin skömm að því.“ -GRH ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA — Búist er við að Bill Clinton Bandarikjaforseti fari til Moskvu i janúar til leiðtogafundar með Bórís Jeltsln Rússlandsforseta, að þvf er bandarískur embættismaður sagði I gær. Embættis- maðurinn, sem vill ekki láta nafns sins getið, gaf ekki upp nákvæma dagsetn- ingu, en sagði að búist værí viö aö fund- urínn ætti sér staö I kjölfariö á leiötoga- fundi NATÓ I Bmssel 10. og 11. janúar. NAÍRÓBI — Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri S.þ., flaug I gærtil Sómallu. Hann foröaöist þó óróaborgina Mogadishu og fór beint til bæjaríns Ba- idoa, aö sögn háttsetts embættismanns S.þ. Ekki lá Ijóst fyrir hvort Boutros- Ghali, sem nú reynir aö koma á fót sáttaráöstefnu Sómala, færí til Mogadis- hu. Bandarikin og önnur riki höföu ráö- lagt honum að láta vera aö fara til Sóm- allu af ótta um aö nærvera hans þar kunni aö kynda undir óróa. SARAJEVO — Bardagar Króata og múslima I miöhluta Bosnlu hjöðnuöu I fyrrinótt, aö sögn breskra friðargæslu- liða. Skothriö stóö áfram umhverfis bæ- inn Gomji Vakuf I miöhluta Bosnlu, en stórskotahrlö og sprengjuskothriö stöðvaöist og breskir friöargæsluliöar fengu tækifæri til aö komast aftur til bækistöðva sem þeir yfirgáfu á fimmtu- dag, sagöi talsmaöur breska liösins I vamariiði Sameinuöu þjóöanna (UNP- ROFOR) I Vitez. KIGALJ — Höfuöpauramir i valdaráni hersins, sem batt enda á lýðræöistilraun I Búmndi, hafa komiö á fót Þjóöarbjörg- unarráði undir forystu fyrrverandi innan- rikisráöherra og lýst yfir neyöarástandi. Rikisrekiö útvarp Búrundi, sem frétta- stofa Reuters fýlgist meö ffá höfuöborg grannríkisins Rwanda, sagöi ráöiö hafa kosiö Francois Ngeze, óbreyttan borg- ara, þjóöarieiötoga. PORT-AU-PRiNCE — Diplómatar reyndu I gær að koma friöaráætlun um Haiti aftur á rétt spor, en uröu óöara fýr- ir enn einu áfallinu. Háttsettum lýöræö- issinnuöum stjómmálamanni var rænt og sagði fjölskylda hans byssumenn hliöholla hemum hafa numiö hann á brott. Maöurinn er Samuel Milord, þing- maöur I neöri deild þingsins. WASHINGTON — Deila um utanrlkis- stefnu milli Bills Clinton forseta og þingsins hefur gert báöa aöila hikandi viö aö senda bandariskt heriiö til anrv- arra landa og heröir á tilraunum til aö finna betri aöferö til aö fást viö hættu- ástand I framtiöinni. Paris — Franski seölabankinn lækkaöi i gær vexti á tveim mikilvægum sviöum og fetaöi þannig i slóð vaxtalækkana annarra Evrópuþjóöa meö þýska seöla- bankann I fararbroddi. Talsmaöur franska seölabankans sagöist lækka ihlutunarvexti sina um 0,30 prósentust- ig, I 6,45% á mánudag. Fimm til tiu daga neyöariánsvextir voru strax lækk- aöir i 7,25% úr 7,75%. SRINAGAR, Indlandi — Indverskar ör- yggissveitir streymdu I gær um stræti Srinagar, mannauö vegna útgöngu- banns, til að reyna aö afstýra fýrirhug- uöum mótmælum gegn umsátri hersins um helgasta Islamska helgidóm Kashmir. MARJAYOUN, Libanon — Vopnaöar sveitir, studdar fsraelum, drápu tvo pal- estinska skæruliöa, sem komust inn á .öryggissvæðiö" sem Israelar hersitja I suöurhluta Líbanons, aö sögn heimilda innan öryggisliösins i gær. TABA, Egyptalandi — Tveggja daga samningaviöræöum PLO og fsraela lauk meö þvl aö Israelar samþykktu aö láta lausan fyrsta hóp palestinskra fanga I byrjun næstu viku. SAMTREDIA, Georgíu — Uppreisnaríiö brottrekna forsetans Zviad Gamsak- hurdia virtist I gær ráöa yfir mestum hluta Vestur-Georgiu, en brást hiö reiö- asta viö þvl sem þaö kallar afskipti Rússa I fyrrum sovéska lýöveldinu. DENNI DÆMALAUSI „Hefur þú tekið eftir að brosið hennar mömmu verður stundum eftir, þegar hún er farín út. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.