Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 5 Djúpavogshreppur heitir nú sveitarfélag sem áöur náöi yfir þrjá hreppa. Ekki ber á ööru en þvf aö sameiningin hafi oröiö öllum fbúunum til heilla. Vel heppnuð sameining r Olafur Ragnarsson skrifar Ekki er nema mánuður þar til íbúar flestra sveitarfélaga landsins kjósa um að leggja niður sveitarfélög og sameinast öðrum og mynda með því stærri einingar. Um er að ræða grundvallarbreytingar á stjómkerfi, sem rekja má allt til upphafs byggðar í Iand- inu, en hreppaskipanin er eldri en Alþingi og var til samhliða hinum forau goðorðum. Mjög hefur verið að því fundið að þau mál- efni, sem kjósa á um, hafi verið illa kynnt og að almennt viti fólk tæpast um hvað það á að velja og hvaða breytingar sameining sveitarfélaga kemur tU með að hafa, þegar hún er um garð gengin. En umræður um sameiningu sveitarfélaga hafa samt staðið yfir lengi, og víða hefur verið kosið um málið og breytingar verið gerðar í nokkrum fámennustu sveitarfélög- unum. Árangur sameiningar er að koma í Ijós og í eftirfarandi skrifi gerir Ólafur Ragnars- son, sveitarstjóri í Djúpavogshreppi, grein fyrir hvemig reynslan er, þegar ár er liðið frá sameiningu þriggja sveitarfélaga í eitt Um aðdraganda sameiningar Þann 1. október 1992 sameinuðust þrjú syðstu sveitarfélög í Suður- Múlasýslu, þ.e. Búlandshreppur, Beruneshreppur og Geit- hellnahreppur, í eitt sveitarfélag undir nafn- inu Djúpavogshrcppur. Árið 1940 var Bú- Iandshreppi skipt út úr Geithellnahreppi. í manntali 1703 hét hreppurinn Álftafjarðar- hreppur og síðar Geithellnahreppur. Grein- arhöfundi er ekki kunnugt um annað en að Beruneshreppur hafi ávallt verið sjálfstætt sveitarfélag og með þeim landsmerkjum sem giltu fyrir sameininguna 1992. í gegnum árin hefur af og til verið viðruð sú hugmynd að sameina þessi sveitarfélög í eitt Það var þó ekki fyrr en haustið 1991 að ákveðið var að kjósa samráðsnefnd, sem kannaði kosti þess og galla að sameina þessi sveitarfélög. Nefndin skilaði áliti í maí árið eftir og lagði til að kosið yrði um samein- ingu þessara sveitarfélaga 4. júlí 1992. í kjöl- far jákvæðrar niðurstöðu var ný sveitar- stjóm kosin 5. september og tók við 1. októ- ber 1992. Samstarf sveitarfélaganna f gegnum tíðina var samstarf sveitarfélag- anna mikið. Má þar nefna að á Djúpavogi komu böm saman í efri bekki gmnnskóla (8.-10. bekk). Svæðið var eitt atvinnusvæði með eitt verkalýðsfélag. Samstarf var um rekstur heilsugæslu ásamt Breiðdalshreppi (Djúpavogshreppur og Breiðdalshreppur eru eitt læknishérað frá 1897). Árið 1990 var hafist handa við byggingu dvalarheimilis aldraðra á Djúpavogi, sem var samstarfs- verkefni sveitarfélaganna. Heimilið á að rúma 12 vistmenn og er um 430 m2 að stærð. Tónskóli Djúpavogs var nýttur af ná- grannasveitarfé- lögunum og hér- aðsbókasafn var staðsett á Djúpa- vogi. Þá tóku sveitarfélögin þátt í rekstri slökkvi- liðs á Djúpavogi. Sameiginleg félagsstarf- semi var líka töluverð á milli þessara fyrrver- andi sveitarfélaga. Undirbúningur sameiningar Samstarfsnefndin fór ítarlega í gegnum þau mál, sem hún taldi að skiptu íbúana mestu og hefðu mest að segja um afstöðu til sam- einingar. Haldnir voru borgarafundir í öll- um sveitarfélögum. Áður en fundimir voru haldnir sendi nefndin frá sér dreifibréf, þar sem velt var upp helstu málum sem fram höfðu komið á fundum nefndarinnar. í fram- haldi af borgarafundunum var síðan leitast við að fá svör við hinum ýmsu málum, sem fram komu. Þau mál, sem helst vom skoðuð, vom skólamál, vegamál, málefni aldraðra (s.s. heimilishjálp), fjármál, sorphirða, hrein- dýramál, nefndaskipanir og síðast en ekki síst hvert yrði hlutverk skólamannvirkja og samkomuhúsa í dreifbýlinu, yrði skóli lagð- ur af þar. Þar sem borgarafundir vom frekar illa sótt- ir og óánægja kom fram í hreppsnefndum dreifbýlishreppanna um að málið væri ekki nægjanlega kynnt, var ákveðið að formaður samstarfsnefhdarinnar færi á þau heimili í dreifbýlinu sem óskuðu þess og kynnti mál- ið frekar. Tel ég að þær heimsóknir hafi ver- ið mjög gagnlegar fyrir alla aðila. Samstarf eftir sameiningu Sameining Búlands-, Bemnes- og Geit- hellnahrepps gekk mjög vel, að mínu mati. Það ákvæði í 109. gr. sveitarstjóm- arlaga 8/1986 um að meirihluta at- kvæðisbærra íbúa þyrfti til að fella sameiningu (þ.e.a.s. meirihluti þeirra sem höfðu atkvæðisrétt í sveitarfélaginu) virkaði frekar neikvætt á fólk og tel ég það til bóta að þessu ákvæði var breytt nú fyrir kosningamar 20. nóvember. Við hreppsnefndarkosningamar 5. septem- ber 1992 komu fráfarandi hreppsnefndir sér saman um lista til framboðs þar sem skipt- ingin var nokkuð jöfn milli gömlu hrepp- anna. Við nefndakosningar síðar var jafn- framt reynt að hafa sem mesta dreifingu á nefndamönnum, sem mun að mínu mati verða nokkuð leiðbeinandi um skiptingu í nefndir síðar. Fjölgað var í sveitarstjóm úr 5 í 7 og komið var á fót þriggja manna hrepps- ráði. Eins og áður hefur komið fram, var sam- vinna þessara sveitarfélaga nokkuð mikil. Halda mætti að með sameiningu sveitarfé- laganna og þar með fækkun sveitarstjórnar- manna væri valdið tekið frá fólkinu og lýð- ræði þar með skert. Ég tel aftur á móti að því sé öfugt farið. Það fyrirkomulag, sem var á samstarfinu, þ.e. að 15 hreppsnefndarmenn hittust einu sinni til tvisvar á ári, var mjög þungt í vöfum. Eftir sameiningu hittist hreppsnefndin einu sinni í mánuði og hreppsnefnd eftir þörfum þess á milli. Nefndir hafa verið virkari eftir sameiningu, en þess má geta að í mörgum smærri sveit- arfélögum eru ekki starfandi nefndir, þannig að raunverulegt vald þar er á fárra höndum. Niðurstaða Ljóst er að töluverður sparnaður varð með sameiningunni. Skrifstofa Búlandshrepps tók við öllu bókhaldi fyrir hið nýja sveitarfé- lag án þess að bæta við starfskrafti. Hagræð- ing náðist í skólaakstri og skólamálum með breyttu skipulagi án þess að það kæmi niður á nemendum. Skóli var aflagður á Berufjarðarströnd og má segja að það hafi verið aðalágreinings- málið eftir sameiningu. Rétt er að það komi fram að fimm nemendur áttu að vera í skól- anum og foreldrar þriggja þeirra óskuðu eft- ir að bömin þeirra færu í skóla á Djúpavogi. Hreppsnefnd taldi ekki réttlætanlegt að reka skóla fyrir tvö böm, enda var ekki um lengri veg að fara í skóla á Djúpavogi. Sorphirða var tekin upp í sveitum og sveit- arfélagið bauð upp á aðstoð sumarstarfsfólks við að taka til á jörðum, t.d. við að fjarlægja hús sem ekki nýttust lengur. Heimilishjálp hefur aukist eftir sameininguna, sem skýrist m.a. með því að í litlum samfélögum veigra menn sér frekar við því að þiggja þessa þjón- ustu. Minni valdabarátta Það er mitt mat að sameining þessara sveit- arfélaga hafi verið mikið framfaraskref, sem mun styrkja þetta byggðarlag og gera það betur í stakk búið til að veita íbúum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á lögum sam- kvæmt. Við þekkjum þess dæmi að í smærri samfélögum hafa komið upp miklar deilur milli manna og fjölskyldna um það sem við köllum „völdin“. Slíkar deilur hafa gert það að verkum að fólk hefur flust í burtu og at- vinnutækifæri hafa jafnvel tapast úr byggð- arlögum. Með stærri einingum verður minni hætta á slíku, þar sem návígið verður minna. Sameining sveitarfélaga er eitt mik- ilvægasta hagsmunamál landsbyggðarinnar í dag. Flutningur verkefna til sveitarfélag- anna, sem skapa fleiri störf, mun m.a. gera það að verkum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.