Tíminn - 17.11.1993, Síða 2
2
LEIÐARI
Miðvikudagur 17. nóvember 1993
Aronska?
Spumingunni um hvort Jón
Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sé að
bijóta lög eða ekki, þegar hann
neitar að skýra utanríkismála-
nefnd Alþingis frá samningavið-
ræðum ráðuneytisins og banda-
rískra hermálayfirvalda um
framhald á starfsemi herstöðvar-
innar hér á landi, verður ekki
auðveldlega svarað. Séu lögin
nákvæmlega skoðuð, virðist sem
unnt sé að hártoga þau atriði í
það óendanlega.
Jón Baldvin Hannibalsson ber
þó stjómskipulega ábyrgð á því,
að ekki sé haldið leyndum upp-
lýsingum, sem varða meiriháttar
hagsmuni þjóðarinnar. Þær eiga
ótvírætt að berast inn á borð ut-
anríkismálanefndar.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins,
heldur því aftur á móti fast fram
að Jón Baldvin bijóti lög og sak-
ar hann þar á ofan um aronsku;
að hann sé umfram allt að
vernda fjárhagslega hagsmuni
tengda hemum með þögn sinni.
Ólafur Ragnar segir að utanríkis-
ráðherra beri skylda til að upp-
lýsa utanríkismálanefndina um
efnisatriði viðræðnanna, en Jón
Baldvin svarar því, að umræður
um forsendur þeirra og stefnu-
mótun séu hlutverk nefndarinn-
ar og að málið hafi líka komið til
kasta hennar á því stigi.
Ólafur Ragnar fullyrðir að full-
trúar utanríkisráðuneytisins hafi
hafnað tillögum Bandaríkjahers
um minni hernaðarumsvif á
landinu. Aftur á móti þvemeitar
Jón Baldvin að um aronsku sé
að ræða, þótt ákvarðanir ís-
lensku fulltrúanna eigi að
ákvarðast við mat á því hvað
þjóni hagsmunum íslendinga
best.
Á þessu er ekki nokkur leið að
átta sig, fyrr en allar upplýsingar
liggja fyrir. Og það er giska
ósannfærandi málflutningur að
halda því fram, að utanríkisráðu-
neytið þegji um samningana ein-
göngu vegna þess að Bandaríkja-
menp hafi beðið um það. Full-
trúar stjómarandstöðuflokkanna
í utanríksmálanefndinni hafa í
þijá mánuði óskað eftir svömm
frá utanríkisráðherra um tillögur
hvors aðila um sig.
Hvemig má það vera, að við-
ræður um framtíð herstöðvar á
Hvar er
verkurinn?
Á RÁS
Stækkun sveitarfélaga og sam-
eining alls kyns umdæma á að
vera allra meina bót og umfram
allt hagræðing. Skólaumdæmi og
læknishéröð eflast og lögsagnar-
umdæmi verða enn mikilúðugri
en nú er. En landið og náttúm-
farið breytist ekki og það er sama
hve mörgum tugmilljónum er
varið til heilbrigðismála þegar
hann Óli kommi á Hombjargi fær
tannpínu, þegar haustlægðirnar
ganga yfir, verður hann að hafa
hana þar til slotar og hægt er að
koma heilbrigðisþjónustunni í
gagnið vestur þar.
Frægt er úr fréttum að tann-
læknir fór með töng sína norður í
Látravík á dögunum og brimlenti
þar og Óli beið í fjömnni þar sem
tannskömmin var dregin úr hon-
um og tannlæknirinn fór aftur til
ísafjarðar en Ólafur Þ. Jónsson
kleif aftur til starfa í Hornbjarg-
svita með einni tönn færra en
kvalalaus.
Menntasetur
Á milli þess sem Óli þjónustar
vitann og þar með sjófarendur og
gáir til veðurs og hyggur að hafís
nýtir hann tímann til lestrar og
munu fáir staðir á íslandi sem
bækur em eins í hávegum hafðar
og í bústað vitavarðar á Horn-
bjargi.
Forveri Óla komma var Jóhann
Pétursson, rithöfundur og bóka-
maður svo mikill að fáir finnast
hans líkar sunnan Breiðafjarðar.
Sjálfur er Óli kommi fundvís á
það sem bitastætt kann að vera í
bókmenntum og það er trúa þess
sem hér hripar að sönn menning
eigi sér ekki síður bústað efst á
Hombjargi en í dýrðarmustemm
þéttbýlisins, þar sem hagræðingin
ræður ríkjum.
Sú saga er sögð að vitavörður-
inn á Hombjargi hafi vfljað hafa
dætur sínar veturlangt í vitanum
og þær verið þess meira en fúsar.
En kerfið lætur ekki að sér hæða.
Stúlkurnar voru á skólaskyldu-
aldri og það er talsvert langt að
sækja skóla frá Hombjargi.
Vitavörðurinn taldi sig fullfæran
um að kenna bömum sínum þau
fræði sem gmnnskólinn veitir. En
samkvæmt lagaboði er bannað að
kenna börnum á heimilum sín-
um. Þar ofan í kaupið hafði vita-
vörður ekki tUskilin kennslurétt-
indi. Eftir miklar bréfaskriftir og
samningagerð fékkst þó leyfi til
að vitavörðurinn fengi að kenna
börnum sínum að stauta á þær
bækur sem sendar vom að sunn-
an og draga tU stafs og yfirleitt aUt
Munu dátarnir halda af landi brott? Utanríkismálanefnd fær engin svör.
íslandi komi ekki lýðræðislega
kjörnum fulltrúum þessa lands
við, nú þegar kalda stríðinu er
lokið og ekki stafar bein hætta af
neinu herveldi? Mætti gera sér í
það sem kennt er í grunnskólum.
Leið veturinn og gekk aUt þetta
hið besta og prófin frá Horn-
bjargsnámi voru síst verri en úr
öðrum menntastofnunum.
En hissa varð vitavörðurinn
þegar þegar hann fékk send
kennaralaun. Það er nefnilega
bannað að kenna bömum sínum
nema á launataxta stéttarfélags-
ins.
Kjósverjar við Tjörnina
Á tímum hinna miklu samein-
inga og jöfnunar burt séð frá bú-
setu, vill það oft gleymast að
landið er hvorki slétt né feUt og
þótt hverskyns umdæmi séu
sameinuð og stækkuð breytir það
oft sáraUtlu um það mannlíf sem
er í landinu.
Það er sama hve margar og fínar
tannlæknastofur eru settur upp á
ísafirði, fjaran í Aðalvík er sá spít-
ali sem er nærtækastur þegar lina
þarf kvalir Óla komma á Horn-
hugarlund að ótti um að björg-
unarþyrlur hersins hyrfu af landi
brott, ef umsvif hans minnka í
takt við nýja tíma. Eða jafnvel -
og þó er það aronska - að at-
bjargi og draga úr honum
skemmda tönn. Það vill til að
hann er enginn aukvisi og kvart-
ar ekki yfir lélegri heilbrigðis-
þjónustu þótt frumstæð sé.
Nú ættu þeir sem oftast tönnlast
á dýrleika tannlæknaþjónustu að
grennslast fyrir um hvað læknir-
inn tók fyrir handtakið.
Um helgina á að kjósa um sam-
einingu sveitaríélaga ög sýnist sitt
hveijum um þær tiltektir. Þjón-
ustusvæðin eiga að stækka og
hagræðingin margblessaða að
aukast um allan mun. Víða mun
sjálfsagt vel til takast. En á öðrum
landsvæðum er bágt að sjá hvað
vinnst með breytingunum.
Ef til að mynda bóndi í Brynju-
dal fær vonda rótarbólgu þegar
svellbunkar og skriður loka leið-
um á tannlæknastofur við Lauga-
veginn, þá skiptir hann litlu máli
þótt hann búi í Reykjavík, eins og
hann mun gera ef Kjósin samein-
ast höfuðborginni. Hann gæti
vinnuleysi ykist á Suðumesjum.
En það vekur forundran, sé það
rétt sem Ríkisútvarpið skýrði frá
í gærkvöld, að helsta bitbeinið á
samningafundum íslendinga og
Bandaríkjamanna sé hvort eða
að hvaða marki orrustuþotur
verði starfræktar á Keflavíkur-
stöðinni. íslenska samninga-
nefndin vilji öflugra eftirlit á
þessu svæði en Bandaríkjamenn
- og vísa þá áreiðanlega í tvíhliða
varnarsamning þjóðanna.
Spurning Ólafs Ragnars Gríms-
sonar í forsíðufrétt Tímans í gær
á þess vegna fyllilega rétt á sér:
„Er það ekki nokkuð sérstakt
fyrir vopnlausa íslenska þjóð að
íslensku embættismennirnir, í
nafni Jóns Baldvins, séu að
krefjast meiri hernaðarumsvifa
hér á Iandi heldur en hið öfluga
herveldi telur nauðsynlegt?
Hvaðan fá embættismenn utan-
ríkisráðuneytisins meiri vitn-
eskju um hernaðarlegar þarfir
heldur en í öllu samanlögðu
veldinu í Pentagon?"
kannski barist niður á Hvalfjarð-
arveg þar sem björgunarsveit
með tannlækni í farteskinu biði
hans með góða töng.
Þótt Kjósin sameinist Reykjavík
breytir það ekki landinu hið
minnsta, en kannski hefðu ein-
hveijir íbúar innan Elliðaáa gam-
an af að kalla sig Kjalnesinga eða
Kjósveija. Ef til vill er allt þetta
deila um keisarans skegg. Hvort
einhver sveitarmörk eru færð út
eða suður, breytir hvorki Iandinu
né íbúum þess.
Bókelskur vitavörður með tarrn-
pínu spyr ekkert um frá hvaða
læknishéraði hjálpin berst og
hann getur vel kennt börnum
sínum utan allra skólaumdæma.
Hornbjarg, Reykjavík og
Brynjudalur eru hluti af sama
landi og fólkið sem þessa staði
byggir getur allt fengið svipaða
tannpínu, en aðstaðan til lækn-
inga er óneitanlega ærið misjöfn.
OÓ
’ TÍMINN Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík
Ritstjóri: Þór Jónsson • Aðsto&arritstjóri: Oddur Ólofsson • Fréttasfjóri: Stefón Ásgrímsson Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Utgefandi: Mótvæg? hf • StjórnarformaSur: Steingrímur Gunnarsson • Auglýsingastjóri GuSni Geir Einarsson. Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303
• Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • Útlit : Auglýsingastofan Örkin • Mánaðaráskrift 1400 kr. Verð í lausasölu 125 kr.