Tíminn - 17.11.1993, Page 4

Tíminn - 17.11.1993, Page 4
4 Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Stöðu- gjöldin slæmur bisness Gjöldin öll í kostnað Bílastaeðasjóðs við inn- heimtu og umstang Innheimtukerfi stöðugjalda er óhemju dýrt. Álagnmgin sem Ieggst á sjö hundruð króna sekt, sé hún greidd þremur mánuðmn eftir tfikomu hennar, fer öll í kostnað. Taeplega þriðjungur allra stöðugjalda fer tfi innheimtu hjá lögfraeðingi. Innheimtukosm- aður hjá lögfraeðingi er um 30% af því sem kemur inn. Stöðugjöld eru bæði stöðu- mælasektir og sektir fyrir að leggja bílum ólöglega. Innheimta stöðugjalda fer fram á þremur stigum. Fruminnheimtan er C- gíróseðill sem er settur á rúðuna á bílum og tveimur vikrnn síðar hækkar gjaldið rnn 50% og þá er sendur út B- gfróseðill. Um það bil þremur mánuðum síðar er sendur út A- gnróseðill í nafni lög- fræðistofunnar en upp á sömu upphæð. Kostnaðurinn við þessa þijá gíróseðla er mikill. Af sekt sem upphaflega er 700 krónur er kostnaðurinn 300 krónur. Álagn- ingin á þessu stigi fer því svo til öll í kostnað. Um 30% af gjöldunum enda í innheimtu hjá lögfræðingi. Sig- urður Þóroddsson, lögfræðingur Bflastæðasjóðs, segir að af þeim innheimtist um helmingurinn. Á þessu ári hefur um 25 og hálf milljón komið tfi innheimtu hjá lögfræðingi og af þeim peningum hafa innheimst um 13 og hálf milljón. Bflastæðasjóður á lögveð í bifreiðum sem vangoldin gjöld hvfla á og því getur hann inn- heimt þau með uppboði á við- komandi bifreið. Bflastæðasjóður greiðir lögfræðistofunni um 30% af því sem innheimtist en sam- kvæmt samningi greiðir hann ekki fyrir áranguriausa inn- heimtu eða útlagðan kostnað. Sigurður segir að menn séu oft með mörg vangoldin gjöld. .Þeg- ar upphæðin er komin upp í 27- 30 þúsund krónur er tekinn sami kostnaður af innheimtunni og venjulegum vanskilagjöldiun. Kostnaður af lægri upphæðum getur líka orðið mikill. Maður sem skuldar 10 þúsund í stöðu- gjöld getur þurft að borga 30- 40 þúsund ári seinna ef það þarf að gera fjámám hjá honum.' -GK Vinur Hafnar- fjarðar Ferðatímaritið Farvís heldur upp á fimm ára afmæli sitt á þessu ári. Tímaritið er gefið út af útgáfufyrirtækinu Farvegi hf., en fyrir tveimur árum keypti Far- vegur útgáfuréttinn af öðm ferðatímariti, Áföngum, og hefur síðan gefið út blaðið Farvís- áfangar. Eitt aðalefni nýs tölu- blaðs Farvís-áfanga er grein um Hafnarfjörð sem ferðamannabæ. í tfiefni þess vom bæjarstjóm Hafnarfjarðar færð 100 eintök af blaðinu til dreifingar á allar stofnamr bæjarins. Á myndinni sjáum við Þórunni Gestsdóttur ritstjóra afhenda Ingvari Viktors- syni bæjarstjóra gjpfina. -ÁG Steingrímur J. Sigfússon, Ólafur Ragnar Grimsson og Ragnor Arnalds kynna útflutningsleið Alþýðubandalags. Timamynd Ámi Bjarna Ný leið Alþýðubandalags Útflutningsleið í stað samdráttar og þenslu Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði á blaða- mannafundi í gær að einkavæðing eða ríkisrekstur væru úrelt viðhorf og umræðan um hefðbundin efnahagsmál, kvóta, innflutning eða ann- að í íslenskum stjómmálum væri stöðnuð. Hann sagði að hin nýja leið flokksins, útflutningsleiðin, væri grundvöllur fiokksins í viðræðum fyr- ir nýrri landsstjóm á íslandi. Á landsfundi Alþýðubandalags- ins, sem haldinn verður í næstu viku, verður lagt fyrir þingfulltrúa 120 síðna tfilögugerð sem forusta Ðokksins hefur tekið saman nm þessa nýju útflutningsleið. Þessi nýja stefna var formlega kynnt opinberlega í gær og þar kom m.a. fram að Alþýðubanda- lagið hyggst blása tfi nýrrar sóknar þar sem ekki aðeins er verið að móta stefnu flokksins tfi lengri tíma, heldur einnig að skapa grundvöll að víðtækri samstöðu þjóðarinnar um endurreisn efna- hagslífs, jafnari skiptingu lífsgæða og nauðsynlega siðbót í stjómkerfi ríkis og fyrirtækja. Ólafur Ragnar Grímsson segir að með þessari nýju leið sé flokkurinn að hafna bæði samdráttarleið nú- verandi rfldsstjómar, sem kennd er við fijálshyggju og svokallaðri þensluleið sem kennd er við fram- sóknararatugina. Þess í stað boðar forustan leið sem viðurkennir að útflumingssókn sé gangvél hagkerfisins. Samkvæmt því fær aukinn útflutningur for- gang í öllu hagkerfinu, þjónusm- greinum, mennta- og fjármálalífi og einnig með margvíslegum breytingum í skattakerfi, sjóðum og bankastofnunum. Stefnumót- tm einstakra atvinnugreina verður í höndum atvinnulífs, Iaunafólks og stjómvalda í trausti þess að þjóðartekjur fari vaxandi með aukinni framleiðslu og sölu á er- lendum mörkuðum. Markmiðið er að minnka halla rfldssjóðs, skapa stöðugjeika og festa fulla at- vinnu í sessi. Meðal annars er lagt tfi að stofn- aður verði sérstakur áhættulána- sjóður og að veitt verði sérstök skattfríðindi handa þeim sem skara fram úr við að afla erlendra markaða fyrir útflutningsafurðir. Formaður flokksins sagði að þess- ar hugmyndir væm sóttar í smiðju þjóða eins og t.d. Japans, Hollands og Danmeikur og rit fjölmargra er- lendra fræðimanna. -GRH Biðlaunaréttur fyrir Héraðsdómi Átta láglaunakonur innan SFR leita réttar síns »Ég lít á þetta sem spumingu um réttlæti og nú reynir á það fyrir Héraðsdómi. Hér er ekki um að ræða biðlaun ráðherra eða bæjarstjóra heldur láglaunafólks sem á rétt á þeim samkvæmt samningum við Landakot út frá lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Að vissu leyti er hér um prófmál að ræða því nú reynir í fyrsta skipti á það að Landakotsspítali standi við gerða samninga fyrir dómi,' seg- ir Sigríður Kristinsdóttir, formað- ur Starfsmannafélags rfldsstofn- ana. í gær hófst skýrslutaka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli átta ófaglærðra kvenna í SFR gegn St. Jósefsspítala, Landakots- spftala, sem sagt var upp störfum í fyrra. Þá var sagt upp störfum tæplega 20 manns innan SFR. Konumar átta krefjast réttar síns til biðlauna auk desembempp- bótar, en því hefur spítalinn hafnað. Konumar sem leita rétt- ar síns fyrir Héraðsdómi em m.a. fyrrverandi ræstingarstjóri, síma- kona og skrifstofufólk sem var með að jafnaði 50-65 þúsund króna mánaðarlaun. Vilborg Halldórsdóttir, ein af konunum átta, segir að sín biðla- unakrafa hljóði upp á að fá greiddar 40 þúsund krónur brút- tó í sex mánuði. En hún hafði unnið á Landakoti í 15 ár þegar henni var sagt upp störfum á síð- asta ári. Sigríður Kristinsdóttir segir að upphæð biðlauna fari eftir starfs- aldri og launum. Auk þess eigi eftír að greiða af þeim skatta og önnur gjöld. Hún segir að spítal- inn hafi alfarið hafnað að greiða þessu fófid biðlaun vegna þess að stjómendur spítalans töldu sig ekki hafa lagt niður stöður þess- ara kvenna og vom með allskon- ar millifærsluleiðir í því sam- bandi. Það fólst m.a. í því að þeg- ar lögð var niður staða einnar manneskju þá var henni boðin staða annarrar sem áttí að hætta. ,Við blásum á millifærsluleiðina og viðurkennum hana ekki því teljum að þama hafi menn verið að leggja niður stöður.' Sigríður segir að það sé ekkert skemmtíefni að þurfa að leita réttar síns fyrir dómstólum. Þar fyrir utan kostí það töluverða fjármuni sem stjóm BSRB hefur samþykkt að greiða. Formaður SFR segir að Landa- kotspítali hafi ekkert gert tfi að hjálpa ófaglærða fólkinu að fá aðra vinnu við sitt hæfi á meðan annað hafi verið uppi á teningn- um gagnvart fagfólkinu. Það er Ragnar H. Hall sem sæk- ir málið en veijandi er fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala, Logi Guðbrandsson. Dómari er Allan Vagn Magnússon héraðs- dómari. -GRH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.