Tíminn - 17.11.1993, Síða 6

Tíminn - 17.11.1993, Síða 6
6 Tölvu- Tveir góðkunningjar í haldi Innbrotíð í tölvuhugbúnað- arfyrirtæki Friðriks Skúlason- ar við Pverholt er nú að fullu upplýst. Að sögn Harðar Jó- hannessonar hjá RLR hafa tveir menn á þrítugsaldri ver- ið handteknir og er um að ræða góðkunningja Iögregl- unnar. Friðrik Skúlason hefur endurheimt tölvuna og nán- ast allt þýfið, en það fannst í geymslu sem tvímenningam- ir höfðu yfir að ráða. Enginn hefur verið handtekinn vegna nauðgunartilraunarinnar í Breiðholtí um helgina, en unnið er að rannsókn máls- ins. -PS Sofnaði út frú sígarettu Ekki í fyrsta sinn Eldur kom upp í húsi við Vestmannabraut í Vest- mannaeyjum um klukkan 18 á föstudag. Hafði húsráðandi, sem var ölvaður, sofnað út frá Iogandi sígarettu, sem læstí sig í nærliggjandi hlutí. Það vom nágrannar, sem fundu reykjarlykt, sem hringdu á lögreglu, og braust hún inn í íbúðina og náði manninum út. Var honum ekið á sjúkra- hús, en var þó ómeiddur. Maðurinn hafði sofnað í stofunni og var stofan talsvert illa farin í kringum staðinn þar sem hann lá. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir viðkom- andi. -PS Safnahús- ið ófram bókasafn Félag bókasafnsfræðinga leggur eindregið til að Safna- húsið við Hverfisgötu verði nýtt áfram sem bókasafn og þar verði íslandsdéild þjóðar- bókhlöðunnar starfrækt. Petta var samþykkt einróma á ráðstefntí félagsins, sem hald- in var þann 12. nóvember í tilefni af tuttugu ára afmæli þess. Dagur dauðra íslensk-mexíkanska félagið stendur fyrir kynningarkvöldi á degi hinna dauðu, sem er sérstakt mexíkanskt fyrirbæri. Þá skreyta Mexíkanar híbýli sín með ýmsum dauðatákn- um, sérstakir réttir eru fram bomir o.fl. Félagið hefur starfað í rúmt eitt ár og staðið fyrir mexík- önskum kynningum af ýmsu tagi. Kynningarkvöldið verð- ur í Hákotí í Félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20.30. Innlent Miðvikudagur 17. nóvember 1993 Yfirvöld- um sama? Engar aðgerðir gegn svartri starfsemi í bílgreinum Yfirvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða, þótt upplýsingum um svarta atvinnustarfsemi í bílgreininni hafi verið komið á framfæri við þau, segir í ályktun aðalfundar Bílgreinasambandsins sem haldin var í gær. Þar segir að brýnt sé að svört vinna í bílgreinum sé stöðvuð, enda sé afrakstur hennar stór hlutí þeirra 11 milljarða sem ríkið fari á mis við árlega vegna skattsvika. í ályktuninni kemur fram það álit Bílgreinasambandsins að fella beri niður alla tolla af atvinnutækjum eins og vörubílum, hópferðabílum og öðrum atvinnubílum. Þá er skorað á stjómvöld að setja reglur um endurgreiðslur aðflutnings- gjalda og virðisaukaskatts af þungavinnutækjum til þess að fyrirtækjum verði kleift að selja úr landi tæki sem ekki nýtast þeim lengur. í ályktuninni hvetja forsvars- menn Bílgreinasambandsins stjómvöld til að taka upp sam- vinnu við sambandið um mótun framtíðarstefnu um bifreiðaeign og bifreiðainnflutning. Þeir benda á að bifreiðar á íslandi séu nauð- synjavara sem fáar fjölskyldur getí verið án. Álögur á bfla og rekstur þeirra hafi því áhrif á hveija ein- ustu fjölskyldu í landinu án tillits til efna. Auk þess hafi fimmtán þúsund manns atvinnu af bifreið- um og sölu og þjónustu við þær á íslandi. -GK Þessir vinna ekki svart. Frá þjónustuverkstæði Heklu. Nefndir drepa mál Pétur Sigurðsson, formaður ASV: Tvær til þrjár dauðar nefndir til að eyðileggja þjóðþrifamál Pétur Sigur&sson, formaður ASV. Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að leggja fram þingsálykt- unartillögu um flutning ríkis- stofnana frá Reykjavík. Hann segir að þar með ættí vilji Alþing- is til þessa máls að liggja fyrir, og einstakir ráðherrar getí síðan unnið að því að flytja stofnanir í samræmi við vilja Alþingis. Nefnd undir forystu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, fyrrver- andi alþingismanns, gerði í sumar tillögur um flutning nokkurra stofnana út á land. Ekkert hefur gerst í málinu síðan. Enga fjár- veitingu er að finna vegna flutn- ings rfldsstofnana í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár, og ekkert ,Því miður er gangurinn oft þannig, að þegar okkur dettur eitthvað í hug og erum að vinna að einhveijum þjóðþrifamálum, þá setjum við það f svona tvær til þtjár dauðar nefndir, sem skila áliti eftír áratug. Á meðan halda menn að sér höndum, vegna þess að einhveijir vísir menn í nefnd á vegum einhvers ráðuneytis séu að glíma við málið. Svo kemur frumvarp eða tillaga um þetta er á þingmálalista rfldsstjómarinnar sem lagður var fram með stefnu- ræðu forsætisráðherra. Davíð minnist heldur ekkert á þetta mál í stefnuræðunni. Þetta varð Jóni Kristjánssyni al- þingismanni tilefni til að spyrja á Alþingi hvað forsætisráðherra ætlaði sér að gera við tillögur nefndarinnar. Forsætisráðherra svaraði því til að hann ætli að beita sér fyrir því að lögð verði fram þingsályktunartillaga í sam- ræmi við tillögur nefndarmnar. Framhald málsins ráðist síðan af viðbrögðum þingmanna við til- lögunum. bara í ljós að þessir menn hafa ekkert gert annað en að spinna sér hin ósýnilegu klæði keisar- ans,' segir Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vest- fjarða. Þrátt fyrir þessa gagnrýni og hversu lítíð virðist hafa áunnist á fyrri sambærilegum tímabilum stöðugleika og vinnufriðar, telur formaður ASV að það eigi engu Þingmenn stjómarandstöðunn- ar sögðust ekki hafa mikla trú á að tillögur nefndarinnar verði framkvæmdar. Þessu mótmæltu stjómarþingmenn og sögðu að það þurfi að athuga málið vel og undirbúa flutning stofnana vand- lega. Margir þingmenn lýstu yfir stuðningi við tillögumar, en at- hygli vakti að Matthías Bjama- son, formaður stjómar Byggða- stofnunar, gagnrýndi tíllögumar. Hann sagði t.d. lítíð vit í því að flytja höfuðstöðvar Vegagerðar- innar í Borgames og nefndi mik- inn kostnað í því sambandi. -EÓ að síður að reyna enn á ný að nýta tækifærið, sem framundan er, til að vinna að uppbyggingu atvinnulífsins og auka á fjöl- breytni framleiðslugreina. H1 að svo megi verða, þurfi menn að láta hendur standa framúr erm- um og vinna sína heimavinnu, en ekki bíða eftir einhveijum kraftaverkum erlendis frá til að hressa uppá efnahag lands- manna. í þessu sambandi vitnar Pétur til síðasta góðæris. En ástæður þess voru m.a. ytri að- stæður, þegar saman fór lækkun olíuverðs og verðhækkun sjávar- afurða fremur en að eitthvað hafi verið gert hér innanlands til að skapa góðærið. Hann segir einnig að verkalýðs- hreyfingin, hið opinbera og at- vinnurekendur eigi að einhenda sér í það að reyna að ná árangri gegn skattsvikum. Þótt hann sé enginn talsmaður fyrir þenslu í opinbera geiranum, sé það engin spuming að það þurfi að fjölga um 30-50 manns í skatteftirliti til að ná sem mestu af þeim 11-15 milljörðum, sem ekki skila sér til rflds og sveitarfélaga. Það sé hinsvegar skammgóður vermir að fjölga starfsmönnum skatteftirlits og skóla þá upp, ef ekki tekst að halda þeim vegna þess að þeim bjóðast betri kjör á hinum almenna markaði en hjá ríkinu. -GRH Alþingi verður spurt Ríkisstofnanir út á land. Stjómarformaður Byggðastofnunar lítt hrifinn af tillögum nefndar um flutning ríkisstofnana Borgin úr íhaldshöndum Sameiginlegt framboð vinstriflokka gæti fellt sjálfstæðismeirihlutann í Reykjavík, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Framsóknarflokkurirm fengi 6% fylgi í Reykjavík, ef kosið yrði til borgarstjómar á morgun. Al- þýðubandalagið fengi 5% at- kvæða og Alþýðuflokkurinn 3%. Stuðningsmenn Alþýðubanda- lags eru hlynntastír sameiginlegu framboði annarra flokka en Sjálf- stæðisflokksins. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnun- ar, sem framkvæmd var dagana 6.-10. nóvember. Af þeim 424, sem svöruðu í könnuninni, voru 113 óákveðnir. 135 svarendur eða 32% sögðust kjósa Sjálfstæðisflokk, væri kosið á morgun. Kvennalistinn er næststærsti flokkurinn, sam- kvæmt könnuninni, með stuðn- ing 58 svarenda (14%). 12 svar- endur sögðust kjósa Alþýðu- flokkinn, 20 Alþýðubandalagið og 24 Framsóknarflokkinn. Ef valið stæði á milli lista Sjálf- stæðisflokks annars vegar og sameiginlegs lista hins vegar, myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa meirihluta sínum með 45% fylgi á móti 55% fylgj sameiginlega listans. Sameiginlegi listinn fengi fylgi frá öllum flokkunum, en dygg- ustu stuðningsmenn hans yrðu þeir sem annars kysu Alþýðu- bandalagið. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu, hlyti Sjálfstæð- isflokkurinn 52% fylgi. Kvenna- listinn fengi 22% atkvæða, Fram- sóknarflokkurinn 9%, Alþýðu- bandalag 8% og Alþýðuflokkur- inn 5 % atkvæða, ef kosið væri til borgarstjómar á morgun. -GK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.