Tíminn - 17.11.1993, Qupperneq 8
8
Veröld
Miðvikudagur 17. nóvember 1993
IRA og sambandssinnar hafna viðræðum
(Reuter) Breska stjómin gaf í skyn í gær að hún myndi hafa að engu
mótmaeli harðsnúinna norðurírskra mótmælenda gegn því að írski
lýðveldisherinn (ERA) tæki þátt í friðarviðræðum í þeim tilgangi að
binda endi á óöldina á Norður-írlandi.
John Major, forsætisráherra
Bretlands, sagðist í fyrradag geta
samþykkt að ERA tæki þátt í frið-
arviðræðum, gegn því að samtök
þessi létu af hryðjuverkum.
Leiðtogar norðurírskra sam-
bandssinna, sem eru mótmæl-
endur, lýstu því þegar á eftir yfir
að þeir myndu aldrei setjast að
samningaborði með Sinn Fein,
stjórnmálaflokki þeim sem er
stjómmálaarmur IRA. Er svo að
sjá af þessu að breska stjómin sé
að fjarlægjast afstöðu sambands-
sinna í Norður-írlandsmálum.
Gerry Adams, talsmaður Sinn
Fein, hefur einnig hafnað tilboði
Majors. Hann segir bresku
stjómina þegar hafa rætt við IRA
leynilega, en því harðneitar Sir
Breskir kaupsýslu-
menn vilja ekki
veislumáltíðir
Patrick Mayhew, norðurírlands-
málaráðherra Bretlands. Endur-
tók Mayhew ummæli Majors um
að ekki kæmi til greina að ganga
til samninga við IRA fyrr en
samtökin hefðu sýnt og sannað
að þau hefðu látið af ofbeldi.
Mayhew sagði ennfremur að
breska stjómin yrði ekki ein um
að ákveða hveijir tækju þátt í að
semja frið á Norður-írlandi og
gaf þar með í skyn að stjóm hans
liti á stjóm írska lýðveldisins sem
aðila að málinu.
Dick Spring, aðstoðarforsætis-
ráðherra írlands, fagnaði tilboði
Majors um hlutdeild IRA í samn-
ingum og kallaði það „traustan
gmnn að byggja á.“ John Smith,
leiðtogi Verkamannaflokksins
breska og þar með bresku stjóm-
arandstöðunnar, kveðst standa
með Major í þessu máli.
ÓeirSir ó NorSur-írlandi. Eftir sí&ustu illvirkjahviSuna
þar virSist Major staSróSinn í aS stilla þar til fri&ar.
(Reuter) — Þreyttir kaupsýslumenn kysu heldur að elda baunir á ri-
stuðu brauði á hótelherbergjunum en að borða fimm rétta máltíð á
veitingahúsi. Þetta kemur m.a. fram í skoðanakönnun fyrir hótel sem
birt verður í dag.
Virðulegir breskir kaupsýslumenn sem svömðu spumingum Hyatt
Hotels and Resorts sögðu að örbylgjuofn væri sá aukahlutur sem
mikilvægastur væri, þar sem þeirra hugmynd um fullkomna kvöld-
stund væri að „elda baunir á herbergjunum og missa meðvitund fyrir
framan sjónvarpið'.
Myndsímar, faxtæki, einkatölvur og farsímar vom líka álitnir nauð-
synlegir aukahlutir á hinu fullkomna hótelherbergi 21. aldarinnar.
Leysibyssa dregur
úr hættu á hjarta-
siúdómum fituneyt-
enda
(Reuter) — Leysibyssa sem brennir göt á hjartað og myndar nýjar
æðar til vamar kransæðasjúkdómum hefur nú komið Bretum til
hjálpar, en vegna fitumengaðs mataræðis þeirra em þeir gjamir á að
fá hjartasjúkdóma, tilkynntu læknar í gær.
Þessi nýja tækni, sem á uppmna sinn í Bandaríkjunum, á að geta
haft sömu áhrif og skurðaðgerð en án þess að þurfi að græða æðar
eða slagæðar í sjúklinginn eða nota öndunarvél.
Fyrstu Bretamir tveir nutu þessarar meðferðar í þessum mánuði og
sýna góð batamerki, sagði talskona læknahóps frá Lea- sjúkrahúsinu í
Cambridge og grannsjúkrahúsinu Papworth, sem vom fmmkvöðlar í
hjartaskurðlækningum.
Nýfasistar og fyrrum
kommúnistar sigurvænlegir
Alessandra Mussolini - verSur Clinton að heilsa
henni með handabandi?
(Reuter) Borgar- og sveitar-
stjómakosningar fara fram á ítal-
íu á sunnudag og er kristilegum
demókrötum, flokki þeim er ráð-
ið hefur mestu í stjórnmálum
landsins lengst af frá lokum
heimsstyijaldarinnar síðari, spáð
miklum hrakförum. Segir blaðið
La Repubblica flokkinn óttast að
kosningarnar verði banabiti
hans.
Kommúnistaflokknum fyrrver-
andi, sem nú heitir Vinstrisinn-
aði lýðræðisflokkurinn, er hins-
vegar spáð drjúgum árangri og
jafnvel að í kosningunum verði
staðfest að hann sé fylgismesti
flokkur landsins. Einnig þykir
blása heldur byrlega fyrir nýfas-
istum og er sumra ætlan að Al-
essandra Mussolini, frambjóð-
andi þeirra til borgarstjóraemb-
ættis í Napólí, nái kosningu. Fyr-
irhugað er að leiðtogar sjö helstu
iðnríkja heims hittist í Napólí í
júlí næsta ár og eru bandarískir
stjórnmálamenn þegar farnir að
hafa áhyggjur af að Clinton, for-
seti þeirra, verði þá að taka í
hendina á Alessöndru, sem er
sonardóttir Mussolinis einræðis-
herra.
Kosið er í þetta sinn í um fjórð-
ungi borgar- og sveitarfélaga ítal-
íu. Ekki mun kveða þar mikið að
Norðlendingabandalagi, sem hef-
ur annars mestan vind í seglin
ítalskra stjórnmálaflokka, því að í
þetta sinn verður einkum kosið í
mið- og suðurhluta landsins.
1ALGEIRSBORG -
Alsírskur saksóknari
krafðist þess í gær að
38 „herskáir* múslímar, ákærð-
ir fyrir hlutdeild að morðum á
sex lögreglumönnum í Algeirs-
borg í febrúar s.l. ár, yrðu
dæmdir til dauða. S.I. tæp tvö
ár hafa um 1600 manns verið
drepnir af pólitískum ástæðum
í Alsír, flestir í skærum milli ör-
yggisliðs og bókstafstrúarsinna.
AÞENUBORG
Andreas Papandreú,
forsætisráðherra Grikk-
lands, tilkynnti í gær eftir við-
ræður þeirra Glafkosar Kler-
ídesar, forsætisráðherra Kýpur-
Grikkja, að Kýpur mundi hér
eftir heyra til varnarsvæðis
gríska hersins. Ef tyrkneski her-
inn færði sig upp á skaftið á
Kýpur, mundi það því þýða stríð
milli Grikklands og Tyrklands.
Tyrkir gerðu innrás á Kýpur
1974 og hertóku hluta eyjarinn-
ar, og telst sá hluti síðan sérstakt
ríki Kýpur-Tyrkja. Enda þótt
Grikkland og Tyrkland séu bæði
í Nató, hefur hvað eftir annað
legið við stríði á milli þeirra út af
Kýpur og rétti til auðlinda undir
botni Eyjahafs.
JERÚSALEM - ísraelsk-
ir hermenn skutu til bana
palestínskan ungling í al-
Bireh á Vesturbakka og í Gaza
drap óbreyttur ísraelskur borgari
araba sem ráðist hafði á og
stungið með hnífi tvo ísraela.
Frá því að ísrael og Frelsissamtök
Palestínu (PLO) gerðu frið með
sér í september hafa 20 Palest-
ínumenn og 11 ísraelar verið
drepnir í illindum á Vesturbakka
og í Gaza.
4HELSINKI - Varnar-
málaráðherrar Danmerk-
ur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar, staddir saman á fundi
í Abo (Turku), skoruðu í gær á
Rússland að kveðja heim hið
fyrsta allt herlið sitt í Eistlandi og
Lettlandi, eins og hvatt er til í
lokaniðurstöðum leiðtogaráð-
stefnu Ráðstefnunnar um öryggi
og samvinnu í Evrópu (RÖSE)
1992. Segir í áskoruninni að
mikilvægt se fyrir allt Eystra-
saltssvæðið að rússneski herinn
fari úr löndunum tveimur.
SRINAGAR - 65 ís-
lamskir uppreisnarmenn í
indverska fylkinu Kasmír,
sem í mánuð hafa setið umsetnir
í Hazratbalmosku í Srinagar, gáf-
ust í gær upp fyrir indversku
herliði. Hazratbalmoska er mesti
helgistaður múslíma í Kasmír og
er þar varðveitt hár sem sagt er
að sé af höfði Múhameðs spá-
manns. Múslímar eru í meiri-
hluta í Kasmír og hafa flokkar af
þeirra trú verið í uppreisn gegn
Indlandsstióm í um fjögur ár.
ROM - Um 800.000
manns eru á flótta og ör-
bjarga undan stríði Hútúa
og Tútsa í Mið-Afríkuríkinu Búr-
úndi, sem staðið hefur síðan
valdaránstilraun var gerð þar 21.
okt. s.l. Ein af stofnunum Samein-
uðu þjóðanna, World Food Pro-
gramme (WFP), segist þurfa 14
milljónir dollaia til að fæða flótta-
fólkið næstu þriá mánuði.
LUNDUNUM Evrópu-
ríki flest hafa minnkað
birgðir sínar af svokölluð-
um venjulegum vopnum um
fjórðung eða því sem næst frá því
að Nató og Varsjárbandalag gerðu
samning þar að lútandi 1990. Var
sá samningur hinn fyrsti um
venjuleg vopn sem gerður var frá
lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.
LUNDÚNUM í nýút
kominni skýrslu frá Am-
nesty International segir
m.a. að í íran séu konur hýddar
fyrir að óhlýðnast fslömskum fyrir-
mælum um klæðaburð og minni-
hlutatrúflokkar og þjóðemisminni-
hlutar þarlendis, t.d. Baháar,
kristnir menn, Kúrdar, Balútar og
arabar sæti ofsóknum.