Tíminn - 02.12.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 02.12.1993, Qupperneq 5
Fimmtudagur 2. desember 1993 5 Launakjör bankastjóra skoðuð Sighvatur er kominn með allar upplýsingar um kjör þeirra Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra hefur fengið upplýsingar frá bönkum og öðrum opinbenun lánastofnunum um heildarlauna- kjör stjómenda þeirra. Verið er að bera kjörin saman í viðskiptaráðu- neytinu. Sighvatur óskaði eftir upplýsing- um frá öllum opinberum lána- stofnunum um launakjör stjórn- enda þeirra, í framhaldi af harðri gagnrýni á launakjör Jóns Sigirrðs- sonar seðlabankastjóra. Að sögn Sighvats hefur engin ákvörðun verið tekin um hver viðbrögð viðskiptaráðuneytisins verða að fengnum þessum upplýs- ingum. Hún verði tekin, þegar fyr- ir hggur samanburður á launakjör- um einstakra stjórnenda þessara lánastofnana. -EÓ Rússafiskur í saltið Á vegum SÍF hf. er verið að huga að kaupum á 12-15 þús- und tonnum af Rússafiski til saltfiskverkunar hér innanlands. En það magn mundi gefa 7-10 þúsund tonn af verkuðum salt- fiski. „Ef þetta gengur upp, þá verður þetta enginn sérstakur gróðaveg- ur, en mun skárra en að gera ekki neitt. Það er fyrirsjáanlegt að það verði verulegt atvinnu- leysi í greininni á næsta ári vegna aflasamdráttar,' segir Sig- hvatur Bjarnason, stjómarfor- maður SÍF hf. Hann segir að unnið sé að þessu máli í rólegheitunum, en búist er við að ákvörðun muni liggja fyrir um áramótin. Ef af verður, mun rússneskættaði salt- fiskurinn væntanlega verða seld- ur á markaði í Portúgal og Frakklandi. Eins og kunnugt er, þá hefur verið ákveðið að auka þorsk- kvóta í Barentshafi um 200 þús- und tonn, sem þýðir að heildar- kvótinn er eitthvað um 700 þús- und tonn. Það er eitthvað annað en þau 165 þúsund tonn af þorski, sem leyfilegt er að veiða á íslandsmiðum á yfirstandandi fiskveiðiári. -GRH Vextir enn hærri en sl. sumar Meðalvextir almennra skulda- bréfa eru enn hærri en þeir voru í sumar, þrátt fyrir mikla vaxta- lækkun imdanfamar vikur. Með- alvextir á vísitölubundnum lánum eru hins vegar um 2% lægri en þeir hafa verið undanfarin tvö ár. Raunar hafa vextir á vísitölu- bundnum lánum ekki verið lægri í um 5 ár. Eins og flestir muna eftir, hækk- uðu vextir mikið í haust vegna tímabundinnar verðbólgu. Vextir á óverðtryggðum skuldabréfum fóru þá úr 12,4% í 17,9%. Á síð- ustu vikum hafa þessir vextir hins vegar lækkað, en eru þó enn 12,9%, eða nokkru hærri en þeir voru þegar þeir voru lægstir í sumar. Meðalvextir á vísitölubundnum útlánum eru nú 7,5% og hafa lækkað um 1,9% frá síðasta mán- uði. Þessir vextir hafa ekki verið lægri í um 5 ár. Sáralitlar breytingar verða á vöxtum um þessi mánaðamót. Vextir á gengisbundnum reikning- um lækka hjá flestum bönkum um örfá brot úr prósenti. -EÓ Öskjuhlíð óður en fyrstu hitaveitugeymarnir voru byggðir. Bólstaður, sem enn stendur, er á miðri mynd, en bak við hann Suðurpólar. Hitaveita Reykja- víkur í 50 ár Páll Gíslason, stjórnarformaður Hitaveitu Reykjavíkur, afhendir Armanni Snævarr, stjórnarformanni Listasafns Einars Jónssonar, „heita" gjöf. Tímamynd Árni Bjama Fimmtíu ára afmæli Hitaveitu Reykjavíkur var haldið hátíðlegt í fyrradag. Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar, var fyrsta hús- ið sem tengdist hitaveitu frá Reykjum í Mosfellssveit þann 30. nóvember 1943 og tók safnið við gjöf í tilefni dagsins. í tilefni afmælisins færði stjóm veitustofnana Reykjavíkurborgar Listasafni Einars Jónssonar gjafa- bréf, að jafnvirði einnar og hálfr- ar milljónar króna, tii upphitun- ar hússins næstu árin. Einnig var ákveðið að aðstoða Vinnuheim- ilið á Reykjalundi fjárhagslega við kaup á bifreið. Með tilkomu Hitaveitu Reykja- víkur skipuðu íslendingar sér í hóp forystuþjóða í nýtingu jarð- hita. Fyrsti vísir að hitaveitu fyrir Reykjavík var Laugaveitan, sem nýtti heita vatnið í Laugardal. Hún komst í gagnið árið 1930, en Djótlega fóm menn að líta til Reykja í Mosfellssveit sem forða- búrs fyrir hitaveitu. Samningur við eigendur jarðanna Reykja, Reykjahvols og Blómyangs var samþykktur í bæjarstjórn Reykjavíkur þann 6. júlí 1933. Nokkrar tafir urðu á fram- kvæmdum við hitaveituna vegna styrjaldarinnar í Evrópu og það var fyrst tíu árum eftir undirritun samningsins að unnt var að hleypa vatni á fyrsta hús- ið. Framkvæmdum var haldið áfram eftir það og smám saman vom öll hús bæjarins tengd hita- veitunni. -GK 1BRUSSEL - Warren Christopher sagði í gær að efnahagsbati í heimin- um væri líklegast úr sögunni ef GATT samningur kæmist ekki á. „Ef Uruguay-viðræðurnar verða árangurslausar þá verður efna- hagsbati í Evrópu í hættu og sömuleiðis í Bandaríkjunum og í heiminum í heild.' Christopher sagði ennfremur á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Jacqu- es Delors, forseta Evrópuráðsins, að tækist að semja þá þýddi það að efnahagsbati heimsins yrði ná- lægt 200 milljörðum dala. STOKKHÓLMUR - Hinn svonefndi leysi- geislamaður hefur verið sakfeUdur fyrir eitt morð og níu morðtilraunir. Maðurinn hlaut nafn sitt í sænskum fjölmiðlum vegna þess að hann notaði byssu með leysigeislamiðunartæki.' Fómarlömb mannsins voru ein- göngu innflytjendur. Maðurinn heitir John Ausonius og er 40 ára. Refsing hefur ekki verið ákveðin en áður en það verður gert verður hann látinn sæta geðrannsókn. Auk morðs og morðtilrauna var Asonius sekur fundinn um tvö vopnuð rán og ólöglega vopna- eign. Asonius, sem er mjög dáður af hægri öfgamönnmn, neitar öll- um sakargiftum. Hann segist að vísu hafa átt skammbyssu og riffil sem notuð vom í tilræðunum, en hann hafi verið búin að selja bæði vopnin löngu áður en þau voru framin. Saksóknari lýsir Ausonius á þann veg að hann sé ofbeldis- hneigður og þekktur hægri maður sem hati innflytjendur. Skotárásimar áttu sér stað á ár- unum 1991 og 1992 í Stokkhólmi og Uppsölum og skaut Ausonius einungis á innflytjendur frá Mið- austurlöndiun, Afríku og S-Amer- íku. Sá sem Ausoniusi tókst að skjóta til bana var íranskur náms- maður, Jimmy Ranjbar. Hann var á gangi á götu í Stokkhólmi þegar Ausonius skaut hann til bana. SARAJEVO Tvær hjúkrunarkonur létust og þrír aðrir sjúkraliðar slös- uðust í stórskotaliðsárás Serba á aðalsjúkrahús Sarajevo. Ekkert miðaði í friðarviðræðum aðila í Genf í gær og var deilt um skipt- ingu landsins í stríðslok 1945. Heilbrigðisstofnun SÞ telur að mun fleira fólk muni fijósa í hel í vetur en í fyrra af völdum striðs- ins í Bosníu. MOSKVA - Rússneski kommúnistaflokkurinn vann áfangasigur í gær því að áfrýjunardómstóll dæmdi bann stjómvalda við starfsemi flokksins og þátttöku í kosningunum 12. desember ógilt. Fyrrverandi yfir- maður KGB, Vladimir Kryuchkov, kom fyrir rétt í gær í landráðamáli því sem höfðað hefur verið gegn þeim sem stóðu að valdaránstil- rauninni 1991. Hann reyndi við yfirheyrslur að halda því fram að Gorbatsjov hefði verið í vitorði með valdaránsmönnum. 5VÍNARBORG - Alþjóða kjarnorkumálastofnunin mun að líkindum ákæra Norður Kóreu um að hafa brotið gegn ákvæðum kjarnorkusátt- mála SÞ. Því aðeins verður ákær- an dregin til baka að stjómvöld N- Kóreu heimili eftirlitsmönnum aðgang að kjarnorkurannsókna- stöðvum landsins. PARfS - Á alþjóðlega al- næmisdeginum í gær var upplýsingum um sjúk- dóminn komið á framfæri með ýmsum hætti, svo sem á hljóm- leikum poppara, með tölulegum upplýsingum og hvatningu til fólks um að fara varlega í kynlíf- inu. í þessrnn tilgangi væntanlega var hið mikla „reðurtákn' óbel- ískan á Concorde-torgi í París klætt gríðarmiklum bleikum smokki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.