Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. desember 1993
5
Ábyrgð ekki framseld
með kjarasamningum
TV2 biðst
afsökunar á
dagskrár-
kynningu
í umsögn Verslunarráðs íslands til Alþingis vegna skattafrumvarps
ríkisstjómar er m.a. bent á að öll ábyrgð á skattabreytingum og skil-
virkni skattkerfisins sé á ábyrgð ríkisstjómar og þingmanna og því
verði slík ábyrgð ekki framseld með kjarasamningum.
í umsögn ráðsins er mótmælt
fyrirhugaðri lækkun virðisauka-
skatts á matvælum og fyrirhug-
uðum tollahækkunum á feiti og
olíur. Fagnað er áformum um að
falla frá skattlagningu fjármagns-
tekna, en lýst yfir vonbrigðum
með hækkun tryggingagjalds.
Verslunarráðið telur að fyrir-
huguð breyting á matarskattin-
um muni veikja virðisauka-
skattskerfið og auka möguleika á
undanskotum. Samhliða því
verði allt eftirlit mun Qóknara og
muni krefjast meiri mannafla
með tiiheyrandi útgjöldum fyrir
ríkissjóð.
Jafnframt telur ráðið rétt að
kanna hvort ekki sé ástæða til að
lækka almenna skattahlutfallið í
Breyttar strætóleiðir
Næstkomandi mánudag taka
gildi breytingar á leiðakerfi
Strætisvagna Reykjavíkur.
Breytingar verða á leiðum 1, 2,
8, 12, 14, 15 og 17.
Tvær mikilvægar breytingar
verða á leið 1. Hún mun eftir-
leiðis annast þjónustu við Loft-
leiðahótelið og nágrenni í stað
leiðar 17, sem leggst af. í stað
þess að aka mánudaga til föstu-
daga frá kl. 07- 19, verður ekið
alla daga vikunnar á hálftíma
fresti frá kl. 07-24 (nema sunnu-
daga, frá kl. 10).
Á leið 2, Grandi-Vogar, verður
brottför frá Lækjartorgi flýtt um
tvær mínútur til þess að skapa
öruggari tengsl við Árbæjar- og
Breiðholtsleiðir á Hlemmi. Brott-
för á leið 8, Hægri hringleið,
verður sömuleiðis flýtt um þrjár
mínútur í öllum ferðum frá
Hlemmi til þess að auðvelda
tengingu við leið 11 á Grensás-
stöð. Sjá mynd.
Á leið 12 hefur orðið að breyta
akstursleið vegna nýs umferðar-
skipulags við Breiðholtsbraut.
Vagnamir aka í annnarri leiðinni
Miðskóga/Seljabraut, en í hinni
um Breiðholtsbraut. Tímaáætlun
leiðarinnar er óbreytt frá því sem
áður var.
Leið 15 færist til fyrra horfs,
þ.e. ekur rakleitt um Gagnveg og
Völundarhús að Víkurvegi í
Leið 1:
Hlíðar-Eiðsgrandi
framhaldi af Fjallkonuvegi og
sömu leið til baka. Tengsl milli
Hamra- og Foldahverfa aukast.
Leið 15 hefur hingað til þjónað
Rima- og Hamrahverfi ásamt
Grafarvogi. Frá og með mánu-
deginum mun ný leið, leið 14,
þjóna nýju byggðinni í Rima- og
Engjahverfi. í fyrstu þarf sú Ieið
einnig að þjóna Gylfaflöt vestan-
megin á svæðinu. Gert er ráð
fyrir 30 mín. tíðni og þjónustu
frá kl. 07-24 alla daga (nema
sunnudaga frá kl. 10). Vagnamir
aka rétt- og rangsælis á víxl um
Fjallkonuveg.
23% og stefna að því á næstu
einu til tveimur ámm að skatt-
þrepið verði aðeins eitt og þá
e.t.v. 20%.
Bent er á að nú þegar valda
niðurgreiðslur á kjöti, fiski og
mjólkurvörum því að þessar
brýnustu lífsnauðsynjar bera
ígildi 14% virðisaúkaskatts. Ráð-
ið tekur undir með fjármála-
ráðuneyti og forystu BSRB þess
efnis að heppilegra væri að fara
aðrar leiðir en að lækka matar-
skattinn og bendir m.a. á hækk-
un persónuafsláttar eða greiðslu
á tekjutengdum fjölskyldubót-
um.
Þá er hætt við að fyrirhugaðar
tollahækkanir á feiti og olíur
muni valda allt að 14% hækkun
á innlendu smjörlfld. Verslunar-
ráðið telur varasamt að ráðast í
jafn umdeildar breytingar fyrir
ekki meiri ávinning en sem
nemur 20 milljón króna tekju-
auka fyrir ríkissjóð. -GRH
Danska sjónvarpsstöðin TV2
biðst afsökunar á ásökunum á
hendur David McTaggart, fv.
formanni Greenpeace Interna-
tional, sem fram komu í fréttatil-
kynningu stöðvarinnar vegna
sýningar á myndinni „Maðurinn
í regnboganum", sem Magnús
Guðmundsson blaðamaður tók
þátt í að gera. í tilkynningu
stöðvarinnar var McTaggart m.a.
sakaður um að múta ráðamönn-
um rflqa í Alþjóðlega hvalveiði-
ráðinu til að styðja málstað
Grænfriðunga.
Magnús Guðmundsson segir að
sér komi þetta mál ekki við, þar
sem þessi ummæli hafi ekki
komið fram í myndinni. Þau hafl
komið frá kynningardeild sjón-
varpsstöðvarinnar.
Grænfriðungar krefjast nú í
framhaldi af þessu afsökunar-
beiðni fyrir allar ásakanir sem
danska sjónvarpsstöðin hefur
sett fram gegn þeim. -PS
1STOKKHÓLMUR Per
Gyllenhammar, stjómar-
formaður Volvo, hefur
sagt sig úr stjórn fyrirtækisins
ásamt fjómm meðreiðarsveinum
sínum. Þar með er samruninn við
frönsku Renault-verksmiðjurnar
endanlega úr sögunni. Gyllen-
hammar telur einnig að samstarfi
fyrirtækjanna ljúki úr þessu. Gyll-
enhammar gagnrýndi harðlega
framkvæmdastjóra Volvo, Sören
Gyll, sem hefur að undanförnu
beitt sér gegn' samrunanum, en að
sögn Gyllenhammars var hann
fenginn að fyrirtækinu til að
ganga frá samningi við Renault.
Gyll er sakaöur um hallarbyltingu
í Volvol Hlutir í Volvo hafa að
undanfömu hækkað í verði, þeg-
ar fréttir hafa borist af því, að
samruninn við Renault færi út
um þúfur. Hlutabréfin hækkuðu
verulega í gær.
BRUSSEL - Háttsettur
^^breskur embættismaður
ÆKtL segir að Atlantshafsbanda-
lagið hyggist útiloka Úkraínu frá
áætluðu samkomulagi um sam-
starf við ríki, sem áður áttu aðild
að Varsjárbandalaginu, nema
stjómvöld undimti samning gegn
útbreiðslu kjamavopna. Hann ját-
r E RtR E U1 p wF 1 U T er|
aði því að vestræn samvinna
myndi neita Úkraínu um aðild að
„friðarbandalaginu' nema þar
yrði fallist á að eyða öllum
kjamavopnum, sem það fékk í arf
frá Sovéttímanum.
3LUNDÚNIR - Ekilslaus
neðanjarðarlest í Lundún-
um tók í gær af stað með
150 farþega innanborðs og ók um
tveggja kílómetra langa leið á 70
kflómetra hraða áður en sjálfvirk-
um hemlabúnaði tókst að stöðva
hana. Atburðurinn átti sér stað á
álagstíma. Ekillinn hafði bmgðið
sér út á King's Cross stöðinni í
miðborg Lundúna til að athuga
bilaða hurð, þegar lestin bmnaði
af stað af sjálfu sér. Talsmaður
neðanjarðarlestasamgangna í
Lundúnum sagði að öryggisbún-
aðurinn hefði virkað og engin
hætta hefði verið á ferðum.
Mannleg mistök og tæknibilun
hefðu valdið því, að lestin hefði
tekið af stað. Margir farþegar telja
atburðinn þó enn eina staðfest-
ingu á því að neðanjarðarlestir
Lundúnaborgar, sem hafa verið
starfræktar frá árinu 1863, séu að
hmni komnar. í síðustu viku varð
að bjarga alls 20 þúsund farþeg-
um úr lestum, sem höfðu stansað
í rökum og skítugum göngunum
eftir að rafmagnstruflun lamaði
stóran hluta brautarkerfisins. Það
tók fimm daga að finna bilunina
og opna allar leiðir á nýjan leik.
Talsmenn neðanjarðarlestasam-
gangnanna kenna áratugalöngu
fjársvelti um.
4TEPELENE - Hörmulegar
lýsingar berast af aðbúnaði
geðsjúkra á geðveikrahæli í
Tepelene í Albaníu um 200 kíló-
metrum frá höfuðborginni Tírana.
Böm og fullorðnir dvelja þar nakin
eða tötraleg, sum þakin eigin saur,
og í síðustu viku fraus fjórtán ára
gömul telpa í hel. „Ástandið er fyrir
neðan mannlega virðingu,' segir
yfirhjúkrunarkonan á hælinu, „en
við getum ekkert gert.' Albanía er
fátækasta land Evrópu. Þegar fjöm-
tíu ára langri Stalíns-einangrun
lauk fyrir þremur árum kom í ljós
hræðilegur aðbúnaður geðsjúkra
og fatlaðra í landinu. Á þessum
tíma hefur ekkert breyst til batnað-
ar á hælinu í Tepelene.
5TÚNIS - Frelsissamtök ar-
aba, PLO, biðja Bandaríkja-
menn um aðstoð við að
hefla eins konar takmarkaða sjálfs-
sljóm á Gazasvæðinu hinn 13. des-
ember. Þau segja að samningavið-
ræðunar við ísrael séu í ógöngum.
Rabin, forsætisráðherra ísraels, segir
hins vegar að dagsetningin 13. des-
ember sé ekki heilög tala. Hann
sagði að það væri enginn harmleik-
ur þótt sjálfsstjórnin hæfist síðar,
mestu skipti að komast að góðu
samkomulagi.