Tíminn - 03.12.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. desember 1993
Skafti Jósefsson
garðyrkjubóndi, Hveragerði
t MINNING
Fæddur 1. mars 1920
Dáinn 28. návember 1993
Þá er hann Skafti vinur minn
horfinn yfir móðuna miklu. Vissu-
lega kom það ekki á óvart, eins og
heilsa hams var orðin, en söknuð-
urinn er jafn mikill. Og vissulega
hefði verið erfitt að hugsa sér
Skafta þurfa að lifa lengi við at-
hafna- og þrekleysi, slíkur ákafa-
og dugnaðarmaður sem hann var
alla tíð meðan heilsan entist, og
hvað hann naut þess að sjá árang-
ur ræktunarmannsins á öllum
sviðum.
Skafti var sonur merkishjónanna
Hólmfríðar HaUdórsdóttur og séra
Jósefs Jónssonar prófasts á Set-
bergi á Snæfellsnesi. Að loknu
barnaskólanámi var hann í hér-
aðsskólanum í Reykholti. Síðar lá
leiðin á Garðyrkjuskólann að
Reykjum, hann útskrifaðist þaðan
og þar með var brautin vörðuð að
lífsstarfinu.
Fljótlega eftir að eg settist að hér
í Hveragerði árið 1954, hófust
Jón Þ.
Neðra-Dal
t MINNING
Fæddur 18. janúar 1916
Dáinn 5. nóvember 1993
Mér barst sú frétt þann 5. nóv-
ember sl. að hatnn Jón í Neðra-
Dal væri dáinn, að hann hefði
dáið þá um morguninn.
Hann var búinn að eiga við
veikindi að strfða í nokkur ár og
fór ástandið versnandi, en hvor-
ki mig né aðra óraði fyrir því að
kallið væri komið.
Ég var smábam þegar ég dvald-
ist fyrst hjá Jóni og Heiðu
frænku í Neðra-Dal. Það var ekki
ósjaldan sem ég fékk að sofa í
millinu hjá þeim og kallaði ég
þau lengi vel „hinnapabba og
hinnamömmu'', enda voru þau
mér sem slík. Ég man að oft
sofnaði ég undir sögulestri
hinnapabba míns.
Ég átti svo mikið heima í
Neðra- Dal að ég hélt því statt og
stöðugt fram að þar ætti ég átta
bræður.
Þegar ég lít til baka og fer að
hugsa um fortíðina, þá sé ég hve
góðan vin ég hef átt þar sem Jón
var og þá ekki síður eftir að ég
fullorðnaðist og kynntist honum
sem jafningja.
Jón var fastur fyrir og stóð eins
og klettur með þeim sem honum
vom kærir. Hann var glaðvær og
gamansamur og vildi helst hafa
létt í kringum sig.
Það var örugglega þessi kátína
sem létti honum lífið í hans
miklu veikindum og gerði hon-
um kleift að halda reisn sinni til
hinstu stundar.
Elsku Heiða mín, „hinnabræð-
urnir mínir 8' og fjölskyldur
ykkar. Ykkur sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur á
þessari sorgarstundu.
Pjóla lngimundardóttir
Sumir dagar em minnisstæðari
en aðrir. Það var vor í lofti, ekki
bara árstíðin, vor í víðum skiln-
ingi. Það var fermingardagur
okkar tvíhurasystra, á hvíta-
sunnu 1942.
kynni mín af þeim hjónum,
Margréti og Skafta, og hafa aukist
og varðveist alla tíð síðan. Það má
segja að samskipti okkar Skafta
hafi verið mest á þrem sviðum.
Mest að sjálfsögðu í sambandi við
okkar starf, garðyrkjuna, á meðan
eg var í henni. Skafti var frábær
ræktunarmaður og má með sanni
segja að hann hafi fæðst með
græna fingur, og ætíð var gott til
hans að leita, hvort heldur var um
aðstoð eða góð ráð að ræða, og á
eg honum margt að þakka í þeim
efnum. Hann var á margan hátt
fastheldinn í sínum rekstri, en gat
líka farið út á lítt troðnar slóðir
með góðum árangri í þeim efnum,
og minnist eg þess ekki að hann
færi út í neitt slíkt sem hann réð
ekki við.
Frá okkar samverustundum hér á
árum áður við stangveiði á eg
margar og góðar minningar, sem
eg ætla ekki að tíunda hér, en get
þó ekki stillt mig um að minnast
eins atviks, sem lýsir að nokkru
hversu næmur og naskur veiði-
maður hann var. Við fórum saman
þrír félagar til veiða í ársprænu
Biðin eftir að messan í Miðdals-
kirkju hæfist veitti nægan tíma
til umhugsunar um þá nýstár-
legu hluti sem í vændum voru.
Það átti einnig að vera hjóna-
vígsla. Næstelsta systir mín, Að-
alheiður, myndi giftast í dag.
Viltu setja þig inn í hugarheim
fermingarbamsins, sem hugsaði
margt og um fleira en fermingar-
athöfnina sjálfa.
Þá rifjaði ég upp er fundum
okkar, mín og tilvonandi eigin-
manns Heiðu systur, bar fyrst
saman. Þá var hún í fangi hans á
afviknum stað í bænum heima.
Trúlegt er að þá hafi ég verið
skömmustuleg og lagt á flótta.
En inn í hugsanir mínar þennan
dag blandaðist þetta rómantíska
ívaf um riddarann á hvíta hest-
inum, er sótti brúði sína.
Öll athöfnin í Miðdalskirkju fór
fram með hefðbundnum hætti.
Að henni lokinni var stigið um
borð á vörubílspall og ekið sem
leið lá út Laugardalinn, niður
um Grímsnes, þá upp um Bisk-
upstungur að Neðra-Dal, bæ
brúðgumans, Jóns Þ. Einarsson-
ar. Þar var haldin brúðkaups-
veisla af mikilli rausn í þröngum
húsakynnum, sem ég minnist
ekki að bagaði neitt.
Já, þetta var upphaf hjúskapar
Jóns í Neðra-Dal, en svo vil ég
nefna hann, og systur minnar
Aðalheiðar. Þetta var líka fyrsta
ferð mín á þennan stað, sem er
að mér finnst fegursta bæjar-
stæðið í Biskupstungum.
Mikið starf hófst nú hjá þeim
ungu hjónum, því víða þurfti að
taka til hendinni fyrir ungan
mann hlaðinn hugsjónum, bú-
fræðingsmenntaðan frá Hvann-
eyri. Því starfi er best lýst með
því að líta heim að Neðra-Dal nú
að hálfri öld liðinni.
Það er skemmst frá að segja að
táningsárum mínum eyddi ég á
þessum stað hjá systur minni og
mági. En þá þótti það við hæfi
að vinnan tæki við að fermingu
lokinni. Neðri-Dalur var mitt
annað heimili fyrstu hjúskaparár
Jóns og Heiðu.
Margt væri hægt að rifja upp
austur í Skaftafellssýslu. Skafti var
að venju fyrstur að hafa sig til og
hefja veiðina og lagði af stað niður
með ánni. Er hann kom til baka að
stundu liðinni án þess að hafa orð-
ið var, höfðum við fengið eina eða
tvær bleikjur. Hann leit á aflann
með hálfgerðri vanþóknun og
sagði: „Nú, eg hélt eg ætti að veiða
sjóbirting.* Það stóð ekki á bleikju-
veiðinni hjá honum á eftir. Skafti
var ákaflega siðavandur í öllu sem
við kom veiðiskap.
Skafti var mjög góður bridgespil-
ari af áhugamanni að vera, og
varð eg þeirrar ánægju aðnjótandi
að vera hans spilafélagi öðru hver-
ju. Og þrátt fyrir yfir þrjátíu ára
samveru í Bridgefélagi Hveragerðis
minnist eg þess vart að hafa heyrt
frá honum ónot eða styggðaryrði
þó félagi hans gerði skyssur. Sem
dæmi um baráttu og spilalag hans
get eg nefnt, að í erfiðum sóknar-
spilum var ekki fyrst og fremst
hugsað um að vinna spilið, heldur
var barist svo um hvern slag, að
hann átti það til að spyrja í lok
spilsins: „Og hvernig fór svo
þetta?"
frá þeim tíma, en minnisstæðust
hlýtur samt að vera glaðværðin
og hamingjan er drengirnir
þeirra komu í heiminn, það er
sagan um sigrana stóru.
Hægt væri að bregða upp mynd
af heimilinu þegar risið er nýtt
íbúðarhús, holsteinsbygging með
valmaþaki, sem mjög var í tísku
þá. Miðstöðvarhitun, koksvél.
Oft á kvöldin las Jón upphátt
einhverja spennandi ástarsögu
fyrir heimilisfólkið, því útvarpið
bauð ekki oft upp á mikið
skemmtiefni. Strákamir misjafn-
lega færir á leikvelli lífsins í þá
daga, því þegar einn þurfti að
skríða gat annar sprett úr spori
og sá elsti jafnvel svarað fyrir sig.
Já, þetta var í gamla daga, það
var gaman að lifa og sjá fram-
vindu lífsins.
Árin hafa liðið. Drengirnir í
Neðra-Dal hlusta ekki lengur á
sögur frænkunnar, sögur um
skessuna í fjallinu sem reyndi
stundum að góma óþæga stráka.
Eða um stelpuna í pappakjóln-
um sem grét perlutárum.
Alvara lífsins kveður dyra hjá
okkur öllum, hjá mér og þér.
Þótt vistum mínum lyki hjá þeim
Neðra-Dalshjónum, var ég þar
mjög handgengin. Þau björguðu
mér og mínum á erfiðum stund-
um og voru boðin og búin að
hlaupa til þegar með þurfti, það
er of langt mál að rekja.
Fyrir okkur, sem eftir stöndum,
voru umskiptin of snögg. En
þetta er framvinda lífsins og allt
æskufólkið sorgbitna, sem fylgdi
afa sínum seinasta spölinn, það á
minninguna um hann, traustan
og ráðhollan. En það er eins og
Davíð segir í einu kvæða sinna:
„Sorgin gleymir engum'. En
sorgin þroskar okkur líka, unga
æskufólk.
Elsku Heiða mín, ég veit að þú
hefur misst, en þú ert rík, rík af
góðum minningum um góðan
mann. Ég votta mági mínum
virðingu mína og við hjónin
biðjum Guð að blessa ykkur öll.
Lilja Guðmundsdóttir
Einarsson
9
Eg hef minnst hér aðeins fáeinna
atvika úr samskiptum okkar
Skafta, en eg vona að þau gefi
nokkra mynd af því, hvemig þessi
öndvegisdrengur kom mér fyrir
sjónir og reyndist mér. En í þessu
sambandi má ekki gleyma eftirlif-
andi konu hans, Margréti Jóns-
dóttur, sem ætíð stóð við hlið
manns síns, og samhent unnu þau
að því, að gera garðyrkjustöðina
og heimilið að Heiðmörk 39 arð-
vænt og ávallt hlýlegt heim að
sækja.
Að lokum vil eg ítreka þakkir
mínar til þín og fjölskyldu þinnar
fyrir öll okkar kynni og votta konu
þinni og öðrum aðstandendum
samúð mína. Þórður Snæbjömsson
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum
fyrir birtingardag.
Þœr þurfa að vera vélritaðar.
Reykrör - Loftræstingar
Smíða og set upp reykrör, samþykkt af
brunamálastofnun frá 1983
Smíöa og sett upp loftræstingar
* Er viöurkenndur af bygginga-
fulltrúa Reykjavlkur frá 1983
'flflfBLIKKSMIBJA skúlagötusí
IÍ6ENNA
ÖNNUMST ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk. fyrír utan efni.
SÍÐUMÚLA 3-£ j • SÍMI 681320
Félagsvist á Hvolsvelli
Félagsvist veröur I Hvolnum sunnudagskvöldiö 12. desember Id. 21 Góö kvöld-
verölaun.
Framsóknarfélag Rangælnga
Aðalfundur
Aöalfundur fulltrúaráös Framsóknarfélaganna I Reykjavlk
verður haldinn mánudaginn 6. desember 1993 I fundarsal
A Hótel Sögu, og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
10. 17.00 Setning. Valdimar K. Jónsson fbrmaöur.
Kosning starfsmanna fundaríns.
Skýrsla stjómar
a) formanns,
b) gjaldkera.
Kosningar
a) Formaöur.
b) Aöalmenn I stjóm (5) og varamenn (3).
c) Tveir endurskoöendur og einn til vara.
d) Aöal- og varamenn I miöstjóm (B).
e) Aöal- og varamenn I stjóm Husbyggingasjóösins (3).
Kl. 18.30 Borgarmál, frummælendur Sigrún Magnúsdóttir
og Alfreö Þorsteinsson.
Kl. 19.00 Matarhlé.
Kl. 20.00 Almennar umræöur um borgarmál.
Kl. 21.00 Önnur mál.
Stjóm fulltniaráðslns
Framsóknarvist
veröur spiluö sunnudaginn 5. desember n.k. I Hótel Lind
kl. 14.00.
Veitt veröa þrenn verölaun karta og kvenna.
Jón Kristjánsson alþingismaður (lytur stutt ávarp I kaffihléi.
Aögangur kr. 500,- (kaffiveitangar innifaldar).
Framsóknarfélag Reykjavlkur