Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. desember 1993 tfmlnTi 5 Ibúðamat hækkar 4-8% víða á laii íbúðarhúsamarkaðurinn smám saman aðlagast hin- um áður óþekkta stöðug- leika „fbúðarhúsamarkaðurinn hefur nú búið við litla verðbólgu um þriggja ára skeið og smámsaman aðlagast þessum áður óþekkta stöðugleika. Petta ástand hefur speglast ljóslega í stöðugu raun- verði íbúðarhúsnæðis á sama tíma þar sem staðgreiðsluverð á m2 í fjölbýli í Reykjavík hefur legið á bilinu 77-81 þús.kr. og í einbýli á bilinu 68-71 þús.kr. að meðaltali á föstu verðlagi,' segir í frétt frá Fast- eignamati ríkisins. Þessi stöðugleiki lýsir sér einnig í ákvörðunum Yfir- fasteignamatsnefndar um nýtt fast- eignamat frá 1. desember 1993. En fasteignamat skal lögum sam- kvæmt vera sem næst áætluðu gangverði fasteignar .umreiknað til mni staðgreiðsluverðs í nóvembermán- uði ár hvert. Meginreglan er óbreytt mat á öllum fasteignum öðrum en íbúðarhúsnæði. Mat sumra íbúðarhúsa hækkar ekki neitt á höfuðborgarsvæðinu og víðar. En á fjölmörgum öðrum stöðum hækkar fasteignamat íbúða allt upp í 8%. Um ákvarðanir nefndarinnar segir m.a. að matsverð lóða, ein- býlishúsa og annarra sérbýlishúsa, sumarhúsa, bújarða, hlunninda og atvinnuhúsnæðis verði óbreytt. Matsverð íbúða í fjölbýli hækki hins vegar um 2%. Á eftirtöldum 13 stöðum hækkar samt matsverð um 4% á öllu íbúðarhúsnæði: Kefiavík, Njarðvík, Sandgerði, Mosfellsbæ, Sauðárkróki, Ólafs- firði, Dalvík, Neskaupstað, Egils- stöðum,.Höfn, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Selfossi. Og á átta stöðum til viðbótar hækkar fasteignamat íbúðarhús- næðis m.a.s. um 8% að þessu sinni: Grindavík, Vatnsleysu- strandarhreppi, Bessastaðahreppi, Akranesi, Stykkishólmi, Skaga- strönd, Hvolhreppi og Rangárvalla- hreppi. Með slíkum sérhækkunum á framangreindum stöðum segir Fasteignamatið að verið sé að leið- rétta, oft í áföngum, misgengi sem myndast hafi milli fasteignamats og fasteignaverðs á undanfömum ámm. Sölukannanir og aðrar fyrir- liggjandi upplýsingar úr þessum byggðarlögum leiði í ljós að sölu- verð íbúðarhúsnæðis hafi þar legið vemlega yfir fasteignamati síðustu 2 til 3 ár. Mörg þessara byggðarlaga hafa þó áður fengið shkar sér- hækkanir til leiðréttingar. En nýir staðir í þetta sinn em m.a. Stykkis- hólmur, Ólafsfjörður, Dalvík, Hella og Hvolsvöllur. - HEl Skógrækt rfkisins á Héraði veitti öllum bömum 5. bekkjar grunnskólans á Egilsstööum sérstaka viðurkenningu á alþjóöa- degi fatlaöra þann 3. desember síðastliðinn. Tilefnið var góður árangur krakkanna I námi og samvinnu, en I bekknum eru bæöi fötluö og ófötiuö böm. Á myndinni eru bömin fyrir framan sambýli fatlaöra á Egilsstööum. íslensk jólatré jafngóð þeim útlendu Sala hefur aukist umtalsvert á íslenskum jólatrjám fyrir þessi jól, en gert er ráð fyrir að yfir tíu þúsund íslensk jólatré verði seld fyrir þessi jól. Þetta slagar hátt í söluna þegar hún var hvað mest árið 1986. Sala innlendra jólatijáa dróst saman nokkur ár þar á eftir, en virðist nú vera að aukast að nýju. Ástæður samdráttarins er talin vera aukirm innflutningur á jólatijám og harðnandi verðsam- keppni í kjölfarið, auk þess sem því hefur verið haldið fram að íslensk tré séu ekki barrheldin. Forsvars- menn Skógræktar ríkisins segja það rangt, aðeins þurfi að með- höndla trén rétt til að þau haldi barrinu. Þeir segja jafnframt að hæglega sé unnt að rækta öll þau jólatré hér á landi, sem seljast fyrir hver jól, og spara með því tugi milljóna af erlendum gjaldeyri. Fyrir hvert íslenskt jólatré, sem keypt er, fæst fjármagn sem dugar til að gróðursetja 20 önnur í þess stað. HÁTÍÐARKVEÐJUR Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Þökkum viðskiptir. i árinu sem er að líða. ^tlpniinartími yfir hátíðarnar á sundstöðum ca og skautasvelli. Sundstaðir: 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. 1. ian. 2. jan. Aðfangadágur Jóladagur Annar íjólum Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Gamlársdagur Nýársdagur Sunnudagur Opiðfrá 07:00-11:30 Lokað Lokað Opiðfrá 07:00-20:30 Opið frá 07:00 - 20:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00- 11:30 Lokað Opiðfrá 08:00- 17:30 Skautasvellið G í Laugardal verður opið ef veður leyfir: 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. 1. jan. 2. jan. Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Gamlársdagur Nýársdagur Sunnudagur Lokað Lokað Opiðfrá 10:00-22:00 Opið frá 10:00-21:00 Opiðfrá 10:00-21:00 Opiðfrá 10:00 -21:00 Opiðfrá 10:00-21:00 Lokað Lokað Opiðfrá 10:00-22:00 gotfog fa*skipti* d ‘arwui W óskar eftir umboðsmanni á Hellissandi frá 1. jan. ‘94. Upplýsingar gefur Lilja í s. 93- 66864.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.