Tíminn - 24.12.1993, Side 16

Tíminn - 24.12.1993, Side 16
FYRIR HESTA OG HESTAMENN . MRbúðin*Laugavegi164 simi 11125 • 24355 NÝTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 Tímamynd Ámi Bjama Ingólfur komst heimfyrir jólin Ingólfur Amarson komst heim fyrir jólin, nýþveginn og fínn. Lengi vel voru horfur á að hann yrði að dúsa í Hafnarfirði yfir jólahátíðina, en aðdáendum Ingólfs í Reykjavík fannst það ótækt og lögðu áherslu á það við borgaryfirvöld að hann fengi að komast heim til sín fyrir jólin. Ingólfur hefur nú verið hreinsaður og lagaður frá toppi til táar og er alveg eins og nýr. Auk þess hefur stailurinn hans verið steyptur upp að nýju og umhverfi Amarhóls hefur einnig verið fegrað. Fjölmenni í jólaboði Hjálp- ræðishersins og Verndar Það þarf enginn að vera ein- manaumjólin Þeim, sem ekki eiga kost á að njóta jólahátíðarinnar með ætt- ingjum eða vinum, er boðið í árlegt jólaboð Hjálpraeðishersins og Verndar, sem hefst klukkan 18 annað kvöld. Þetta er í annað skipti sem þessi samtök standa sameigin- lega að boðinu og verður það hald- ið í sal Hjálpræðishersins við Kirkjustræti. Veislan verður glæsi- leg að vanda og boðið upp á þrí- réttaða máltíð. Súpu í forrétt, hangikjöt og úrbeinað lambakjöt í aðalrétt og ís og ávexti á eftir. Veisl- an hefst með því að jólaguðspjallið er lesið á ýmsum tungum og Feims um ból er sungið. Eftir matinn er gengjð í kringum jólatré og allir fá jólapakka. Seinna um kvöldið er borið fram kaffi og konfekt. Um síðustu jól mættu yfir 100 manns í jólaboðið og býst starísfólk Hjálpræðishersins við að gesta- fjöldinn verði svipaður í ár. Gest- imir eru bæði fólk, sem sækist eftir félagsskapnum, og þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda um jól- in. Eins hafa útlendingar, sem dvelja á gistiheimilinu yfir jólin, oft tekið þátt í hátíðarhaldinu. Þeir, sem óska eftir að taka þátt í jólaboðinu, eru beðnir um að skrá sig á lista sem liggur frammi á gisti- heimili Hjálpræðishersins, en allir eru að sjálfsögðu velkomnir. -GK FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Rauð jól á Kanaríeyjum Allt að 80 íslendingar eyða nú jólunum á Kanaríeyj- um á vegum ferðaskrifstof- unnar Samvinnuferða- Landsýnar og fór hópurinn utan í fyrradag að sögn Helga Péturssonar, markaðs- stjóra S-L. Hann segir þetta vera álíka stóran hóp og í fyrra. Það er hætt við að íslendingana dreymi ekki um hvít jól og vafa- laust er það ný lífsreynsla fyrir marga að spóka sig á ströndinni á þessum árstíma, í stað þess að kljást við norðannæðmginn hér á landi. Aðspurður um hvort það sé eitthvað sem einkenni hópinn öðru fremur, telur Helgi að stór- fjölskyldur séu nokkuð áberandi. Helgi segir að flestir haldi jól út- af fyrir sig, en um áramót verður sameiginleg hátíð. Hann segir að ferðir til Kanarí- eyja á þessum árstíma séu mjög vinsælar og til marks um það seld- ist strax upp í þessa ferð. Hann segir að það sé allur gang- ur á því hvort menn taki með sér jólamatinn eða ekki, en neitar því ekki að margir flytji með sér hangi- kjöt og annan þjóðlegan íslenskan jólamat. Rauðakrosshúsið opið yfir jólin Rauðakrosshúsið verður opið allan sólarhringinn yfir há- tíðarnar eins og alla aðra daga ársins. í Rauðakrosshúsinu er rekið neyðarathvarf og símaþjón- usta fyrir böm og unglinga. í gær var vitað um þijá til fjóra krakka, sem ætla að dvelja í húsinu yfir jól- in, en fleiri gætu bæst í hópinn í dag. Gestir Rauðakrosshússins fara ekki í jólaköttinn, því þar verður haldið upp á jólin á hefðbundinn hátt með jólamat og jólapökkum handa öllum. í tilkynningu frá starfsmönnum Rauðakrosshússins segir: „Þótt flestir fari í spariskapið á jólunum, þá em jólin ekki endi- lega stund hamingju og gleði hjá öllum. Því viljum við gjaman að allir viti af Rauðakrosshúsinu, því markmið okkar og tilgangur er mannúðar- og hjálparstarf í þágu bama og unglinga á íslandi.' Þetta eru áttundu jólin sem Rauðakrosshúsið er opið. Gesta- gangur hefur verið mildll í húsinu í desember, bæði af næturgestum og öðmm sem hafa komið til að leita ráðgjafar. Rauðakrosshúsið er í Tjamar- götu 35 og símanúmerið er 612266. Grænt númer er 996622. -GK Bændur gefa fátækum kjöt Nautgripabændur afhentu í gær kíló af sérvöldu nautakjöti. Hjálp- Hjálparstofnun kirkjunnar 50 arstofnunin mun sjá um að dreifa kassa af „nautaveislunni' svo- kjötinu til bágstaddra landsmanna nefndu, en hver kassi inniheldur 6 nú um hátíðamar. Níu skip á sjó um jólin Reiknað er með að alls verði m'u skip á sjó yfir hátíðamar, samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldunni. í gær vom skipin á veiðum í Rósagarðinum, út af Reykjanesi og Vestfjörðum og eitt í Smug- unni í Barentshafi. -GRH LGTTG Vinn miðv nnQtnlm* ikudaginn: 22. des. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING ■FÍÉl Efl 63,6 1 34.839.000,- Enj 5 af 6 Lffl+bónus 0 436.566.- fcl 5 a( 6 4 85.754,- | 4 af 6 292 1.868.- ra 3 af 6 f J+bónus 1.094 214,- flf Ilinningur fór tH: Darwnerttur Aðaltölur: Heildarupphæð þessa viku: 36.398.154.- áísi: 1.559.154.- UPPLÝSIN6AR, SÍMSVABI91- 68 1511 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 4S1 BIRT MEÐ FVntRVAHA UM PRENTVILLUR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.