Tíminn - 14.01.1994, Síða 11

Tíminn - 14.01.1994, Síða 11
Föstudagur 14. janúar 1994 11 Ys og þys út af engu Ys og þys út af engu (Much Ado About Nothing) Handrít: Kenneth Branagh. Byggt á leik- riti Williams Shakespeare. Framleibendun Stephen Evans, Kenneth Branagh og David Parfitt. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Abalhlutverk: Kenneth Branagh, Emma Thompson, Denzel Washington, Robert Sean Leonard, Keanu Reeves, Kate Buck- insale og Michael Keaton. Háskólabíó. Öllum leyfb. Breski stórleikarinn og leikstjór- inn Kenneth Branagh er hér á ferö meö aðra kvikmynd sína eftir leik- riti Shakespeares. Hann hlaut heimsfrægð fyrir fjórum ámm fyrir Hinrik V og var talað um að kom- inn væri fram nýr Laurence Olivier. Það hefur vakið athygli að Branagh blandar hér saman bæbi bandarísk- um og breskum leikurum sem sum- ir telja hrein og klár helgispjöll þeg- ar um Shakéspeare er að ræða. Hann hefur gagnrýnt þetta sjónar- mib harkalega og það sem meira er þá gengur þessi blanda vel upp hjá honum. Ys og þys út af engu er eitt af KVIKMYNPIR gamanleikritum Shakespeares og segir þar af don Pedró prins (Washington) og köppum hans. Hans nánustu menn em Benedikt (- Branagh) og Kládíó (Leonard) og fjallar leikritið um ástarmál þeirra sem em æði flókin. Benedikt þolir ekki konur og Beatrís (Thompson) ekki karlmenn en með ráðabmggi verba þau ástfangin og það verða einnig Kládíó og Heró (Buckinsale). Það sem hins vegar meinar þessum tveimur pömm að njótast em and- styggileg vélabrögð Jóhanns bastarðar (Reeves), bróður don Pedrós. Það er hins vegar varðmab- ur nokkur (Kea-ton) sem er meb lykilinn að farsælum endi, en vandamálið er að hann er ótrúlega heimskur og með óskiljanlegan talanda. Eins og við var að búast heldur Branagh hér vel á spöðunum og nær því besta úr öllum leikurum. Besti hluti myndarinnar em frábær atriði þar sem reynt er að koma hin- um kaldhæönu Benedikt og Beatrís saman. Hjónakomin Emma Thompson og Kenneth Branagh fara þar bæbi á kostum. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á þessari blöndu bandarískra og breskra leik- ara, en ekki er hægt að setja neitt út á frammistöðu þeirra bandarísku. Denzel Washington og Robert Sean Leonard em báðir mjög góbir leik- arar og fara geysivel meö sín hlut- verk. Hlutverk Keatons og Reeves em minni, en þeir standa sig einnig vel. Kenneth Branagh er mikill lista- maður og einn af betri leikumm í heiminum í dag. Ys og þys út af engu er mjög vel gerb kvikmynd og gaman ab sjá að hægt er að gera leikriti frá Shakespeare þannig skil ab verkið haldi fullkomnlega at- hygli áhorfandans, sé létt og skemmtilegt án þess að þab sé á kostnað gæða. Öm Markússon Umboðsmenn Tímans Kaupstaður Nafn umboðsmanns Helmlll Slml Kefiavík Guðriður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Katrin Sigurðardóttir Hólagötu 7 92-12169 Akranes Aðalheiður Malmquist Dalbraut 55 93-14261 Borgames Soffia Óskarsdóttir Hrafnakletti 8 93-71642 Stykkishólmur Eria Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Gmndarfiöröur Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Lilja Guðmundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 Isafjörður Petrina Georgsdóttir Hrannargötu 2 94-3543 Hólmavík Elisabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmffiður Guðmundsd. Fifusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjamason Urðarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðnin Kristófersdóttir Barmahliö 13 95-35311 Siglufjörður Guðrún Auöunsdóttir Hverfisgötu 28 96-71841 Ólafsfiörður .Helga Jónsdóttir Htannarbyggö 8 96-62308 Akureyrí/Dalvík Baldur Hauksson Drekagili 19 96-27494 Húsavfk Þórunn Kristjánsdóttir Brúnagerði 11 96-41620 Raufarhöfn Erla Guðmundsdóttir Aðalbraut 60 96-51258 VopnaQörður Svanborg Viglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisfíörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Bryndfs Helgadóttir Blómsturvöllum 46 97-71682 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjörður Björg Siguröardóttir Strandgötu 3B 97-61366 FáskrúðsfiöröurÁsdís Jóhannesdóttir Skólavegi 8 97-51339 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgariandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Þóröur Snæbjamarson Heiðmörk 61 98-34191 Þoriákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Jóhannes Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Laugarvatn Ásgeir B. Pétursson Stekk 98-61218 Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlagerði 10 98-78269 Vík Áslaug Pálsdóttir Sunnubraut 2 98-71378 Vestmannaeyjar Hrefna Hilmisdóttir Bröttugötu 39 98-12408 Valgeröur Guömundur Halldór Hl M wkÆ Jóhann Finnur Ólafur Hansina Sveitarstjórnardagur Framsóknarflokksins 15. janúar 1994 Framsóknarflokkurinn boðar til fundar um sveitar- stjórnarkosningar 1994 á eftirtöldum stöðum: Reykjanes Digranesvegur 12, Kópavogur kl. 13.00. Finnurlngólfsson Páll Magnússon Hansfna Björgvinsdóttir Hafnargata 62, Keflavik kl. 13.00. Ólafur Þ. Þórðarson Anna Ósk Kolbeinsdóttir Guðbjörg Ingimundardóttir Vesturland Félagsbær, Borgamesi kl. 14.00 Jón Krístjánsson Einar Kr. Jónsson Krístín Halldórsdóttlr Félagsheimili Gmndaríjarðar kl. 14.00. Páll Pétursson Magnús Stefánsson Guömunda Wium Vestfirðir Félagsheimilið Patreksfirði kl. 10.00. Guðni Ágústsson Þórunn Guðmundardóttir Hótel Isafjörður, Isafirði kl. 14.00. Jóhann Einvarðsson Valdimar Valdemarsson Krístjana Bergsdóttir Norðurl. vestra Framsóknarhúsið Sauðárkróki kl. 16.00. Jóhannes Geir Sigurgeirsson Gunnar Bragi Sveinsson Guðrún Sighvatsdóttir Stefán Elin Norðurl. eystra Hótel Húsavlk, Húsavik kl. 10.00. Halldór Ásgrímsson Þröstur Friðfinnsson Lilja Skarphéðlnsdóttir Skrifstofa Framsóknarfiokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri kl. 14.00. Halldór Ásgrímsson Sigfriður Þorsteinsdóttir Austurland Tjaldmiðstöðin á Egilsstöðum kl. 14.00. Stefán Guðmundsson Hallur Magnússon Karen Ería Erlingsdóttir Framsóknarhúsið á Höfn kl. 14.00. Valgerður Sverrisdóttir Bjöm Sigfinnsson Ragnhildur Steingrímsdóttir Suðurland Hótel Selfoss, Selfossi kl. 14.00. Elín Líndal Sigurður Eyþórsson María Hauksdóttir Reykjavík Hótel Lind, Rauðarárstig 18, Reykjavlk kl. 13.00 Guðmundur Bjamason Óskar Bergsson Sigríður Jósefsdóttir Á fundina er sérstaklega boðið: - Stjórnum félaga - Sveitarstjórnarmönnum og frambjóðendum - Trúnaðarmönnum í nefndum og ráðum - Áhugafólki sem vill taka þátt í starfi flokksins í komandi sveitarstjómarkosn i ng um Framsóknarflokkurínn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir til- boðum í endurmálun á íbúðum aldraðra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir til- boðum í endurmálun á leiguíbúðum Reykjavík- urborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 27. janúar 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ------------------------------------------------------\ ií Móðir okkar, tengdamóðir og amma Jóhanna Bjömsdóttir Aðalbraut 59, Raufarhöfn lést 5. janúar s.l. Útför hennar verður gerö frá Raufarhafnarkirkju laugar- daginn 15. janúar, kl. 14. Aöalbjörg Hólmstelnsdóttir Bjöm Hólmsteinsson Amdfs Hólmsteinsdóttir Jónas Hólmsteinsson Gunnar Hólmsteinsson Baldur Hólmsteinsson böm og barnaböm Helgi Hólmsteinsson Jónína Ósk Pétursdóttir Karí Jónsson Rannveig Edda Kjartansdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Sigrún Guðnadóttir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.