Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 4
4 Mibvikudagur 26. janúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf, Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: '631600 Sfmbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Tekst ab laga klúðriö? Lagasetning á Alþingi til þess að tryggja forræði landbúnaöarráðherra á innflutningi á búvörum er að verða einn allsherjar skrípaleikur. Enn er komin upp réttaróvissa í málinu eftir dóm Hæstaréttar í svoköll- uðu skinkumáli, sem Hagkaup höfðaði gegn ríkis- valdinu. Dómurinn gekk á þann veg að búvörulögin ein gæfu ekki tilefni til innflutningsbanns á landbúnað- arvörum. Það tjáir ekki að deila við dómarann í réttarríki, hvorki í þessu máli né öðrum. Það er auðvitað bros- legt, þegar landbúnaðarráðherra leggur saman at- kvæði dómara á tveimur dómsstigum og segir málið hafa farið sex gegn fjórum. Dómur hæstaréttar er endanlegur. Því þarf að eyða þeirri réttaróvissu, sem nú hefur skapast með nýrri lagasetningu. Að dómar- ar Hæstaréttar eru ekki sammála um dómsorðið sýn- ir það eitt að málið er ekki einfalt. Undirrótina að hinum ótrúlegu uppákomum, sem verið hafa um innflutning á landbúnaðarafurðum, má rekja til ágreinings stjómarflokkanna í málinu. Sá atburður, sem varð í maí síðastliðnum, ætti að vera í fersku minni. Þá urðu heiftarleg átök á Alþingi um hvort afgreiða ætti breytingar á búvömlögum, sem tóku af tvímæli um forræði landbúnaðarráð- herra á innflutningi landbúnaðarvara. Þingmeiri- hluti var fyxir því að hann hefði þetta forræði, en deilur vom slíkar í stjórnarflokkunum um málið að forsætisráðherra brá á það ráð að senda þingið heim í skyndingu til þess að koma í veg fyrir að breyting- amar kæmu til atkvæða. Nú telja stjórnarliðar sig vera búna að berja liðið saman og það er greinilegt að ráðherrar Alþýðu- flokksins em auðsveipir um þessar mundir og telja ráðlegt að samþykkja um sinn konungdóm Halldórs Blöndal í innflutningsmálum. Umhverfisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að aðstæður væm nú mjög breyttar, vegna þess að Gatt-samningar væm nú að ganga í gildi. Þetta er auðvitað fyrirsláttur, því þessi staða var fyrirsjáanleg á síðasta ári. Ráðherrar Alþýöuflokksins hafa aðeins ákveðið að hafa hægt um sig um sinn. Málefni landbúnaðarins verða áfram í óvissu, vegna þess að þegar innflutningur verður leyfður veldur hver á heldur. Ekkert liggur fyr- ir um hvemig heimildum til jöfnunargjalda verður beitt, þegar þeir alþjóðasamningar, sem við blasa, hafa tekið gildi. Klúðrið varðandi landbúnaðarmálin er vegna þess að stjómarflokkarnir hafa verið að reyna að lögfesta málamiðlanir á Alþingi, sem leiöa af sér ófullkomna lagasetningu. Vilji stjórnarandstöðu í þessu máli hef- ur verið að engu hafður. Nú er gerð atrenna að því að laga þetta klúður og vonandi tekst það. Mestu máli skiptir þó að raun- vemlegur vilji sé til þess hjá stjórnarflokkunum að veita íslenskum landbúnaði sanngjarna aðlögun að breyttum aðstæðum, þegar Gatt-samningar ganga í gildi á árinu 1995. Til þess þarf pólitískan vilja. Það er út í hött aö ræöa innflutningsmálin og hag neytenda af þeim eingöngu út frá lægsta hugsanlega heimsmarkaðsverði og verði á innanlandsmarkaði og telja mismuninn hreinan gróða neytenda. Málið verður einnig að skoða frá atvinnusjónarmiðum og hvers virði það er að viðhalda innlendri atvinnu- starfsemi. Slík hugsun er ekki neytendafjandsamleg, eins og nú háttar til í atvinnumálum landsmanna. Samsærið mikla gegn Jóni B. Fram eftir degi í gær stóö Garri í þeirri meiningu að Halldór Guð- mundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, væri kominn í próf- kjör fýrir Sjálfstæöisflokkinn. Eitthvað var þó óeðlilegt við þá tilfinningu, því þó aö Guð- mundur þjóðminjavörður hafi á einni nóttu breyst úr gallhörð- um komma í einarðan boöbera frjálshyggju, þá hafði ekki frést af slíkum langstökkum hjá Hall- dóri. Halldór mun að visu ekki lengur kalla sig trotskista, en fyrr má rota en dauðrota, enda kom það á daginn að Halldór er alls ekki í framboöi í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík. Ástæðan fyrir þessum misskiln- ingi er að Halldór skrifaði grein í Morgunblaðiö, athyglisverða grein reyndar, en greinin er sett inn á milli 55 prófkjörsgreina í blaðinu, sem allar hafa ein- hverja yfirlýsingu í fyrirsögn og síðan eindálka mynd af ábyrgö- arfullum frambjóðandanum. Þegar Garri var búinn aö fletta í gegnum nokkrar síður af þess- um greinum og rakst á grein með eindálka mynd af höfundi eftir Halldór Guðmundsson mitt í allri hrúgunni, þá virtist þaö einhvern veginn svo aug- ljóst aö þar var enn einn próf- kjörskandídatinn á ferö. Svo dofinn var Garri orðinn af próf- kjörslesningu að fyrirsögnin á grein Halldórs, „Áf fáráðling- um", virtist ekkert sérlega óvið- eigandi. jón taugastrekktur En þetta var semsé eintómur misskilningur og Halldór er í grein sinni aö svara Jóni Bald- vini vegna orðhnippinga, sem átt hafa sér stað milli þeirra um hermálið. Halldór hafði lýst þeirri skoöun sinni að þaö væri snautlegt hlut- GARRI skipti fyrir íslendinga að berjast gegn samdrætti í umsvifum hersins á íslandi, en þaö fram- kallaði sterk viöbrögð frá utan- ríkisráðherra. Það, hversu há- stemmd viðbrögð ráðherrans eru, kemur í rauninni á óvart, því þau sjónarmiö sem fram koma hjá Halldóri, að óeðlilegt sé að láta efnahagsleg rök ráða ferðinni í hermálinu en ekki hernaðarleg, hafa komið fram víðar, eins og t.d. hjá Steingrími Hermannssyni, formanni Fram- sóknarflokksins. Eitthvaö virðist þó utanríkisráðherra orðinn taugastrekktur út af þessu, því hann hikar ekki við að kalla til Hitler, Stalín, Rauða penna, hel- förina, Hamsun og Halldór Lax- ness, sem hann virðist telja að eigi sérstaka samleiö, og spyrða þessa samsetningu við Halldór Guðmundsson og Mál og menn- ingu, en Halldór er greinilega í huga ráöherrans málsvari og áróðursmeistari einhverra myrkraafla, vegna gagnrýninnar á hermálið. Garri er almennt að- dáandi góðra samsæriskenn- inga, en þessi fær mann til að raula í huganum lagiö hans Bubba um paranojuna. Bókin eina og sanna um Samsærið mikla fölnar meira að segja í samanburðinum ’við þau sam- særi og launráð, sem utanríkis- ráðhena virðist telja vera brugg- uð gegn sér. í pólitísku kviksyndi Sannleikurinn er auðvitað sá, aö Jón Baldvin Hannibalsson hefur enn einu sinni farið yfir strikið. Augljóst er að utanríkis- ráðherrann veit að pólitísk sól hans er að síga í sæ, og þó að hann hafi ekki kjark eöa burði til að ráöast gegn kollegum sín- um, eins og Steingrími Her- mannssyni, sem gagnrýnt hafa hann, tekst honum ekkert betur að fást við útgáfustjórann hjá Máli og menningu. Hjákátleg gífuryrði utanríkisráðherra um „dómgreindarlausa fáráðhnga" að fornu og nýju hitta hann fyr- ir sjálfan og virka eins og sprikl þess, sem fastur er í pólitísku kviksyndi. Því meira sem hann spriklar, því dýpra sekkur hann. Garri Basil fursti og búvörulögin Mætur maður heldur því fram, að það sé alveg satt að alþingis- maður hafi týnt hefti af Basil fursta inn í þingskjalahrúguna á borði sínu og sé það þaðan kom- ið inn í Lagasafnið. Ef einhver trúir ekki þessari litlu sögu, get- ur hann bara flett upp í Laga- safni íslands og gengið úr skugga um hvort innihald týnda heftisins er ekki þar að finna. Það er ekkert ótrúlegra að frá- sagnir af Basil fursta lendi inni í lagabálkum en að laumað sé klásúlum og alls kyns ákvæöum inn í stjómarfrumvörp án þess að ráðherrar, embættismenn viökomandi ráðuneyta og þing- heimur yfirleitt hafi hugmynd um hvað verið er að binda í lög. „Ég var plataður... ég segi það barasta," sagöi Davíð Oddsson forsætisráðherra, þegar Hæsti- réttur slengdi skinkudómnum framan í hann í vikunni sem leiö. Sá, sem plataði Davíð, er Jón Sigurðsson, bankastjóri á gömlum jeppa og fyrrverandi ráðherra, en hann lét Davíð og alla hina stjómarliðana sam- þykkja lög um skinkuinnflutn- ing m.m. svo snemma sem á ár- inu 1992. Jón var svo slyngur, að ekki komst upp um íagasetninguna fyrr en með dómi Hæstaréttar, sem dæmdi innflutning Hag- kaupaskinkunnar löglegan sam- kvæmt stjómarfmmvarpi ríkis- stjómar Davíös Oddssonar, sem samþykkt var fyrir tveim ámm. Nú er verið að vinda ofan af dellunni með nýjum búvömlög- um, sem samin em í þrem ráðu- neytum og fær landbúnaöar- ráðuneytið hvergi nærri ab koma. Samt á það ráðuneyti ab fá forræði allra innflutnings- gjalda á matvælum og raöar teg- undunum í tollskrámúmer. Ef einhver skilur þetta, er hann beðinn að liggja sem fastast á vitneskju sinni. Laumuspil Vafalítið er heilu lagabálkunum laumaö í gegnum þingið án þess að þeir, sem þar sitja, hafi hug- mynd um hvaö þeir em að sam- þykkja. Stjómarfmmvörp eins og það, sem heimilaði innflutning á soðinni skinku, hafa þá sérstöðu að vera samin í ráðuneytum, Á víbavangi lögð fram af ráðhermm sem mæla fyrir þeim og stjórnar- þingmeim samþykkja sjálfkrafa, en stjómarandstaöan er á móti. Forsetinn skrifar nafnið sitt á plaggið á ábyrgð ráöherra. Önn- ur fmmvörp em litin homauga og þau felld umræðulítið. Þetta em nánast aukastörf hjá löggjafarsamkundunni, því mestallur tími hennar fer í að spjalla um heima og geima utan dagskrár og aldrei úreldist um- ræðan um þingsköpin, sem er teygð og toguö allan þingtím- ann. Búvörulög utanríkis- ráöuneytisins En í sambandi við laumulög Jóns Sigurðssonar, sem hann smyglaði gegnum þingiö, er ný- mæli að upp komist, þótt seint sé. Það var ekki fyrr en, hæsta- réttardómur var fallinn að í ljós kom hvílíku undirferli hafði verið beitt til að plata Davíb og alla þingmenn hans. Meira að segja Egill á Seljavöll- um, guð sé oss næstur, sá ekki viö vélabrögðum kratanna og greiddi lögum um frjálsan inn- flutning á soðinni skinku at- kvæði sitt. Nú bætir hann fyrir yfirsjón sína og þakkar skapara sínum hátt og í fjölmiölum fyrir að eiga engan þátt í því frum- varpi til búvörulaga, sem búið er að malla í viðskiptaráöuneytinu og utanríkisráðuneytinu og leggja fyrir þingið sem stjómar- frumvarp. Það er aldrei ab vita hverju verður laumað inn í lög landsins í þeim bálki. Sjálfsagt verbur forsætisráð- herra á varöbergi gegn öllum myrkraverkum kratanna, þegar þeir lauma nýju búvörulögun- um gegnum þingið. Enginn for- sætisráöherra sögunnar hefur verib plataður eins lymskulega og hann. Davíö Oddsson er eini oddviti ríkisstjórnar, sem játar ab hafa veitt stjómarfmmvarpi brautargengi án þess ab hafa hugmynd um hvað í því stób. Aörir í þingflokknum vissu það ekki heldur. Er jafnvel vafasamt að kratamir hafi vitab hvab þeir vom að samþykkja á sínum tíma. Það er Jón Sigurösson sem stendur með pálmann í hönd- unum. Hann hefur sýnt og sannað að hægt er að fá þing- heim til ab samþykkja hvab sem er, þar sem meirihlutinn sam- þykkir lög sem hann er á móti og forsætisráðherra hefur ekki annaö sér til afbötunar en að kvarta yfir hve auðvelt sé aö plata sig. Og vel er við hæfi að frásagnir af afrekum Basils fursta og bú- vömlögin séu hlið vib hlið í Lagasafni íslands. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.