Tíminn - 26.01.1994, Page 8

Tíminn - 26.01.1994, Page 8
8 Miðvikudagur 26. janúar 1994 Landbúnaður á norðurslóðum Bcendur í norburhérub- um Finnlands, Noregs og Svíþjóbar eru áhyggjufullir vegna vœntanlegrar abildar landanna ab Evrópu- bandalaginu Þegar Jacques Delors, forseti framkvæmdastjómar Evrópu- bandalagsins, heimsótti sænska bændur í Norburbotni, noröur við heimskautsbaug, hafði hann á orði að ábúendur í fjalla- héruðum Frakklands ættu ekki heldur sjö dagana sæla. Sá sam- anburður á þó varla rétt á sér. Þegar Delors var á ferðinni í Norður-Svíþjóð í fyrravor, var enn snjór yfir öllu. Ekki er hægt ab byrja að sá fyrr en í lok maí og ræktimartíminn nær aðeins fram í september. í suðurhluta Svíþjóðar og í Danmörku er þessi tími tvöfalt lengri. Ef ekki væri fyrir stuöning stjómvalda, er hætt við að lítið færi fyrir búskap á þessum slóð- um. Eins og er kemur einn þriðji hlutí tekna hvers bænda- býlis úr ríkissjóði og bændur óttast að á því gæti orbið breyt- ing, ef Svíþjóð gerðist aðili ab Evrópubandalaginu. Áhyggjur af áhyggjum í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki hafa ráöamenn áhyggj- ur af áhyggjum bænda, því ab þær virðast ná ab smita út frá sér og draga úr líkunum á að Evrópubandalagsaðild fáist samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu í löndunum þremur. Ekki má mikib út af bera, því ab ríkin þrjú, ásamt Austurríki, stefna að því að vera orðin aðil- ar ab bandalaginu 1. janúar 1995. Ef það tekst ekki, þá er markið sett á að komast inn fyr- ir áður en kemur að ríkisstjóm- arfundi EB, en hann á að hefjast árið 1996. Á fundinum á ab endurskipuleggja bandalagið og sum EB-ríkin vilja ab tækifærið verði notað til að draga úr valdi smáríkja, en fátt óttast umsækj- endumir meira. Evrópubandalagib hefur ákvebiö að samningum við EFTA-ríkin fjögur skuh lokið fyr- ir 1. mars. Ef það tekst, má búast við ab þjóðaratkvæðagreiðslur verbi í þessum löndum seinna á árinu. Þaö er bandalaginu ekki síð- ur en löndunum fjómm mikils virði að samningar takist. Evr- ópubandalagsríkin 12 þafa ít- rekað lýst því yfir, þegar leið- togafundir hafa verið haldnir, að það sé einlægur ásetningur þeirra aö fá EFTA-ríkin í banda- lagiö. Ástæbur andstöbunnar Ástæðumar fyrir andstöbu fólks í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi vib EB-aðild em misjafn- ar og veik staöa heimskauta- landbúnaðar er bara ein af mörgum. Þab breytír því ekki ab sænska stjómin telur andstöb- una kristaUast í afstöðu íbúa Norburbotns í málinu. Sam- kvæmt nýgerðum skoðana- könnunum em aðeins 13 af himdraði þeirra fylgjandi abild, en hátt í 60% em á móti henni. Á landsvísu em fylgjendur aftur á mótí rúmlega 30 af hundraði og andstæöingamir í kringum 40%. Þegar litið er til þess aö mörgum Svíanum, sem býr í suburhluta landsins, finnst hann búa á hjara veraldar, þá er ekki skrítið þó að 260.000 íbú- um í Norburbotni líði eins og ís- lendingum í slæmu árferbi. Samninganefnd Evrópubanda- lagsins hefur faUist á að þetta landsvæði fari í hæsta styrkja- flokk, ef Svíar verða abilar að bandalaginu. Þetta tilboö hefur enn sem komib er ekki náð að sannfæra þann fjölda Svía, sem telja ab EB eigi eftir ab hola að innan þá samstöðu sem ríkt hef- ur í landinu um jöfnub og stuöning viö þá sem minna mega sín. Andstæðingar og fylgjendur abildar virbast sam- mála um að ótti fólks við að Evr- ópubandalagiö þurrki hreinlega út það, sem Svíum finnst flokk- ast undir sænskan lífsstíl, sé meginástæöan fyrir andstöð- unni við aðild landsins að bandalaginu. Ursula Berge, stjómmálafréttaritari Norr- landska Socialdemokraten, segir að andstaðan vib Evrópubanda- lagið snúist um: hlutleysi Svía og sjálfstæða utanríkisstefnu þeirra, jafnréttí karla og kvenna, atvinnuleysi, byggöastefnu og fullveldi ríkisins. Dagblaðið, sem er í eigu Sósíaldemókrata, fylgir ekki stefnu eigenda sinna í Evrópumálum og berst hat- rammri baráttu gegn Evrópu- bandalagsaöild. Berge fullyrðir að samdrátt- urinn í sænsku efnahagslífi undanfarin þrjú ár stafi fyrst og fremst af tilraun stjómvalda til að samhæfa efnahagsstefnu landsins markabshugmyndum ráðamanna EB. Hún bendir á að stefna sósíaldemókrata í efna- hags-, félags- og atvinnumálum hafi á undanfömum áratugum komið í veg fyrir fjöldaatvinnu- leysi og ekki sé vib öbru ab bú- ast en sagan endurtaki sig, ef horfið verður af leið mark- aðshyggjunnar sem nú ræöur feröinni. Rétt fyrir jól fögnubu bæbi stjóm og stjómarandstaða áfangasigri í samningaviðræð- unum vib EB.-Svíum var leyft að halda eigin umhverfisvemdar- löggjöf og áfengiseinkasölunni, auk þess sem þeim tókst ab forb- ast bann á sænska munntóbak- ið, sem Svíar kalla snus. Þetta telja fylgjendur abild- ar að sýni velvilja og umhyggju bandalagsríkjanna í garb Svía. Þama hafi Evrópubandalagið sýnt svo ekki verði um villst að það ætli ekki að umtuma sænsku samfélagi. Ef sænsku samninganefndinni tekst að ná ámóta hagstæbu samkomulagi í landbúnaöar- og byggbamáliun, má ætla að stjómvöldum reyn- ist auðveldara ab vinna almenn- ing til fylgis vib aðild að EB. Hugsanleg straumhvörf Fjöldi bænda í norburhér- uðunum hafa sagt þab bemm orðum að þeir ætli að láta um- fang styrkja frá bandalaginu ráöa afstöðu sinni til aðildar. Veikleikinn í áróðri fylgj- enda abildar er aftur sá, aö þeir hafa upp á fátt áþreifanlegt aö bjóða, þegar kemur að efnahags- málum almennt. Hvorki stjóm- völd né atvinnurekendur - en yfirgnæfandi meirihluti þeirra er fylgjandi aöild - halda því fram ab EB-aöild komi tíl meö að hleypa nýju blóði í efnahagslífiö - í ljósi þess ab Sviar njóta nú þegar flestra þeirra gæða, sem fylgja aðild, í gegnum Hib evr- ópska efnahagssvæði. Kjaminn í baráttu fylgjenda aðildar er ab Svíar eigi þess ekki kost að hafa bein áhrif á stefnu bandalagsins nema að vera inn- an þess. Ef þeir standa fyrir utan, er hætta á ab tapa viðsíciptum. Þab þarf væna gulrót til að lokka Svía af leið. Þess er því að vænta - ef ekki kemur verulegur kippur í efnahagslíf Evrópu- bandalagsríkjanna áður en þjób- aratkvæðagreiðslan um aðild að bandalaginu veröur - að Svíar hafni aðild. Fyrir tveimur árum bentu skoðanakannanir til þess að meirihlutí Svía væri fylgjandi aðild. Nýgerðar skoðanakann- anir benda til þess ab fylgjend- um aðildar hafl fjölgað nokkuð þó að þeir eigi langt í langt með að ná svipuðu fýlgi og andstæð- ingar hennar. Stjómin vonar að batinn, sem er farinn að láta á sér kræla í sænsku efnahagslífi, auki Svíum þor og kjark. Þegar þjóðin sé eins og hún á að sér, vilji hún vera meö í leik hinna stóm. Þannig getí efnahagsbat- inn byggt upp laskað sjálfstraust Svía og valdib straumhvörfum í Evrópubandalagsumræðunni. FT/ÁÞÁ BLAÐBERA VANTAR HÓLAHVERFI iiiTrallPllHiy.w3*55? Í!!í1!*Lr«Í/ '*»yÍ'i1" ''V* Blaðburður er holl og góð hreyfing ! J !.I Í mwm STAKKHOLTI4 (Inng. frá Brautarholti) SÍMI631600

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.