Tíminn - 26.01.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 26.01.1994, Qupperneq 11
Miðvikudagur 26. janúar 1994 11 /;Er lífib nokkub annaö en ab koma og fara, rétt sisona?" Bar-hjónin eru leikin af Þráni Karlssyni og Sunnu Borg. Ljósmynd: póiia. Páisson Leikfélag Akureyrar. BAR PAR. Höfundur Jim Cartwright Þýbing: Cubrún J. Bachmann. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd og búningan Heiga I. Stefáns- dóttir. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Það þóttu nokkur tíðindi þeg- ar af því fréttist að Leikfélag Ak- ureyrar ætlaði að fara meö eina sýningu vetrarins úr gamla góða Samkomuhúsinu og eitt- hvað út í bæ. Það þóttí einnig tíðindum sæta að í þessari sömu sýningu yrðu allt að 14 hlutverk og að Sunna Borg og Þráinn Karlsson ættu að leika þau öll. Það átti sem sagt að taka tvo helstu máttarstólpa Leikfélagsins úr einu rótgrón- asta leikhúsi landsins og koma þeim einhverstaðar fyrir til að leika í lygilegu leikverki. Og nú hefur Bar Par verið frumsýnt í gömlu kjörbúöinni í Höfðahlíð. Það er skemmst frá því að segja að úr þessum ólíkindalega flutningi hefur orðið hin lygi- legasta leikhúsveisla, Ieiklist eins og hún gerist best. Leikverk Cartwrights, Bar Par, fjallar að stofninum til um par, hjón sem eru á miðjum aldri eða tæplega það, sem reka í sameiningu þennan bar. Kannski ætti ég frekar að orða það svo að þau reki hann í sundrungu, en nóg um það. Inn á barinn koma svo önnur pör, enda er þessi staður þekkt hreiður ástarsambanda og ást- lausra, formlegra og óform- legra. Stundum koma báðir að- ilar í viðkomandi sambandi, stundum annar og stundum þriöji aðili, eftir því sem við á. Innkomur alls þessa fólks lýsa svo kjarnanum í samböndum sem allir þekkja. Eins og sam- LEIKHUS ÞÓRGNÝR DÝRFJÖRÐ bandi þar sem karlinn hefur konuna í vasanum, samband þar sem hin stóra kona á væskil fyrir mann og hefur hann í vas- anum, samband tveggja ein- feldninga sem eru bara ánægðir saman, þó að hún hafi reyndar átt erfitt með að komast yfir dauða Elvis Presley. Við fáum líka mynd af sambandi mis- lukkaða töffarans, sem aldrei hefur jafnað sig eftir 6. áratug- inn, og mislukkuöu kærustunn- ar hans, sem strengir þess reglulega heit að láta hann nú róa. Það er allt þetta fólk og fleira til sem eins og opnar, með nær- veru sinni við okkur gestina á bamum, augu okkar fyrir ólík- ustu sjónarhornum á hjónalíf og sambúð og þar með á til- brigði lífsins. Og eigendurnir em líka par, eins og áður sagði. Þeirra þáttur er eins og rauði þráðurinn í verkinu og frá því mjög snemma í sýningunni verða áhorfendur þess áskynja að undir sléttu yfirborðinu, sem snýr að gestum barsins, krauma óuppgerð mál úr fortíð- inni. ímyndið ykkur Sunnu og Þráin í öllum þessum hlutverk- um og fleimm til! Þetta verk Cartwrights er hreint snilldarlega skrifað, bæði hvað varðar byggingu í heild og sköpun einstakra persóna. Það er svo auðvitað snilld út af fyrir sig að skrifa það þannig að aöeins tveir leikarar geti leikið öll hlutverkin. Verkið er, eins og Hávar Sigurjónsson orðar það í leikskrá: „einskonar ka- barett fyrir tvo framinn í fúl- ustu alvöru". Þannig er leikn- um rétt lýst. Búningar Helgu I. Stefánsdótt- ur em vel heppnaðir og stund- um beinlínis stórkostlegir. Þeir em í flestum tílfellum einfaldir og raunsæislegir, en undirstrika allir þær persónugerðir sem þeim er ætlað. Barinn er eins og hann á að vera, eins og hver annar bar og ekki verður annaö séð en að leikumnum gangi vel að athafna sig í þessari sviðs- mynd. Hönnun lýsingar er í höndum Ingvars Björnssonar; hann hefur unniö vel úr þessu óheföbundna rými og það er aðdáunarvert hvernig þeim hefur í sameiningu tekist að gera úr þessu ósköp venjulega kjörbúðarhúsnæði þetta prýði- lega leikhús. En er hægt að ímynda sér Sunnu og Þráin í svo gjörólík- um hlutverkum í einni og sömu sýningu? Það kann að vera erfitt, en þau hreint út sagt blómstra bæði í öllum sínum hlutverkum. Hver persóna hef- ur öðlast sitt sérstaka líf í meö- förum þeirra og blekking eða galdur leikhússins jaðrar við fullkomnun. Það er vart til neins að gera upp á milli hlut- verka hvors um sig og draga fram eitt frekar en annað. Á góðu var von, en þvílík snilld að geta eins og hendi sé veifað bmgðið sér úr gervi lítíls drengs í gervi hæmskotins öldungs, í tilfelli Þráins, og úr gervi lítill- ar, hokinnar konu í gervi stólpakvendis sem vill hafa þá stóra, í tílfelli Sunnu. Það væri glapræði að missa af öðm eins og þessu. Hávar Sigurjónsson hefur framið kabarett í fúlustu alvöm og gert það vel. Leikararnir spila á allt litróf tilfinninganna hjá áhorfendum. Aðra stundina ætla þeir að kafna úr hlátri, en hina berjast þeir við tárin. Bravó fyrir Leikfélagi Akureyrar! Hestamennimir flykkjast inn í Fáksheimili ogþiggja veitingar. Yst til vinstrí er Leifur rakarí, en fyrír borösendun- um sitja Emanúel Morthens (meb húfu) og Ólafur Egilsson. Kraftur í Fáksmönnum Mikill kraftur er í Fáksmönn- um þessa dagana og ekki þver- fótað á reiðleiðum í kringum Víðidalinn um síðustu helgi — allir vom að ríða út í blíðunni. Fáksnjehn hafa nú opnað fé- lagsheimili sitt og er ekki ama- legt að fá rjúkandi kaffi og vöfflur eða skúffutertu með rjóma eftir útreiðarnar. Allt starf á kaffistofunni er unniö í sjálfboðavinnu og er verðlagið eftir því. Kaftí með ábót kostar kr. 100,- og rjómavafflan eða skúffutertan kr. 150,-. í kvöld verður svo aðalfundur félagsins og er ekki búist við neinum átökum á fundinum, allt renn- ur í gegn, eins og rjómasúkku- laðið, og allir endurkjömir. Þœr sjá um kaffib og rjómavöfflurnar hjá Fák. Frá vinstrí: Lára Gub- mundsdóttir meb dœtrum sínum, Lilju og Huldu jónsdœtrum, ásamt Sól- veigu Ásgeirsdóttur, sem starfar á skrífstofu Fáks. f Komdu vestur! Þroskaþjálfar!! Því ekki að breyta til og reyna sig á nýjum vettvangi? Á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörð- um, er nýbúið að opna skrifstofu á Reykhólum. Starfssvið skrifstofunnar er að sinna stuðningi og ráð- gjöf við fatiað fólk í Austur- Barðastrandarsýslu. Reykhólar eru í 280 km fjarlægð frá Reykjavík. í Reyk- hólahreppi búa 370 manns, en helsti þéttbýliskjaminn er á Reykhólum. Þar er öll nauðsynleg þjónusta, s.s. verslanir, skóli, ieikskóli, heilsugæsla o.fl. Svæöið er kjöríð til útivistar og þar er t.d. að finna eina bestu sundlaug landsins. Nánari upplýsingar gefa Laufey Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, í síma 94 - 52 24, og Bjami R Magnússon, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í síma 93 - 4 78 80. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1994. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, VESTFJÖRÐUM Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blaösins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum „___ ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eða vélritaðar. sími (9i) 631600 M M í '<

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.