Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.01.1994, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 (gær) • Suburland til Breibafjarba, Faxaflóamib og Breibafjarbarmib: Hægt vaxandi austanátt. Þykknar upp meb allhvassrí eba hvassrí norb- austanátt þegar líba tekur á daginn. • Vestfirbir og Vestfjarbamib: Allhvöss norbaustanátt en hvassvibri þgar líba tekur a saginn. Él. • Strandir og Norburland vestra oq Norbvesturmib: Norbaustan stinningskaldi, vaxandi no/baustanátt þegar líba tekur á daginn, all- hvöss éba hvöss síbdegis. El. • Norburland eystra og Norbausturmib: Minnkandi norban- og norbaustanátt, kaldi fyrri partinn. Norbaustan stinningskaldi síbdegis. El á mibum en annars úrkomulítib. • Austurland ab Clettinqi, Austfirbir, Austurmib og Austfjarba- mib: Norbaustan stinningskáldi og él. Vaxandi norbaustanátt síbdegis, stormur og snjókoma undir kvöld. • Subausturland og Subausturmib: Þykknar upp meb vaxandi aust- anátt. Fyrripartinn verbur hvassvibri og snjókoma, einkum á mibum nálægt nádegi. Brábabirgbalög á sjómarmaverkfallib lögö fyrir Alþingi: Þorsteinn segir lög hafa verið brotin á s j ómönnum „Því miöur tel ég aö þaö hafi átt sér staö atriöi varöandi viöskipti meö aflaheimildir og þátttöku sjómanna í þess- um efnum sem brjóta í bága viö geröa kjarasamninga og þá um leiö lög í landinu," sagöi Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráöherra þegar hann mælti fyrir frumvarpi til staö- festingar á bráöabirgöalögum á verkfall sjómanna. Þorsteinn sagöi ennfremur aö þaö væri skiljanlegt aö sjómenn væru óánægðir meö hversu fisk- verð væri mismunandi milli byggöarlaga og fyrirtækja. Hann sagði að menn verði þar þó að hafa í huga að aðstaða byggðarlaga og fyrirtækja sé mismunandi. Víða séu menn í þeirri stöðu að þurfa að verja at- vinnutækifæri. Fyrirtækin leiti allra leiða til að hagræða og standast erfiða rekstrarstöðu. Þorsteinn sagðist vona að hægt yrði að finna leið til að leysa deilur sjómanna og útgerðar- manna um kvótaviðskipti. Hann sagði að afstaða ríkis- stjómarinnar til tillagna, sem nefnd ráðuneytisstjóranna (þrí- höfðanefndin) væri að vinna að, mundi liggja fyrir þegar formleg afstaða allra hagsmuna- aöila í sjávarútvegi til tillagn- anna lægi fyrir. „Það var ljóst að deilan hafði mjög víötæk efnahagsleg og þjóðfélagsleg áhrif og áfram- hald verkfallsins gæti leitt til víðtækari atvinnustöðvunar í landinu. Einkanlega með tilliti til þess mats þeirra sem helst Óskar Vigfússon, formabur Sjómannasambands íslands, var einn þeirra sem fylgdist meb umrœbum á Alþingi ígœr um brábabirgbalög á verkfall sjómanna. Þab var greinilegur mæbusvipur á Óskari. Tímamynd c s höfðu komið að sáttaumleitun- um, að í bráö væri ekki unnt með frjálsum samningum að ráöa deilunni til lykta þótti rík- isstjóminni bæri brýn nauðsyn til að binda endi á vinnustöðv- unina," sagði Þorsteinn. Stjómarandstaðan gagnrýndi harðlega setningu bráðabirgða- laganna og sagði að ríkisstjóm- inni hefði verið í lófa lagið að kalla þing saman. Stefán Guðmundsson, nefnd- armaður í sjávarútvegsnefnd, sagðist ekki sjá að starf þrí- höfðanefndarinnar leysti þetta mál. Hann sagði hugmyndir um opinberan kvótamarkað fela í sér að umsagnarréttur sjó- mannafélaga og sveitarfélaga um kvótatilfærslur yrði felldur niður og það sagði hann óásætt- anlegt. Jóhann Ársælsson, sem einnig á sæti í sjávarútvegsnefnd, sagði að stjómvöld hefðu átt að taka á þessu kvótabraski fyrir löngu. Sjómannasamtökin hefðu skor- að á stjómvöld á síðasta ári að gera það. Stjómvöld hefðu hins vegar kosið að gera ekkert í mál- inu og þess vegna hefðu sjó- menn ekki átt annan kost en að fara í verkfall. Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður hefur gagnrýnt að sett skuh hafa verið bráðabirgðalög á verkfallið. Einar sagöi í gær að hann teldi að ekki hefði verið hægt að leysa deiluna án laga- setningar. Þau lög hefði hins vegar átt ab setja með því að kalla Alþingi saman. Atvinnuleysisvofan fer um sem eldur ísinu. Á hverri klukkustundu missa fimm fjölskyldur fyrirvinnu sína. Tólftu hverja mínútu bætist nýr a skrána „Samfélagiö veröur aö fara aö vakna til vitundar og þaö verö- ur aö beita öllum tiltækum ráö- um til aö hrekja skelfingu at- viimuleysisvofunnar á brott. Þaö hefur veriö reiknaö út aö at- vinnuleysisskráin lengist á 12 minútna fresti," segir Guö- mundur J. Guömundsson, for- maöur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Frá áramótum hafa um 630 manns bæst í hóp atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og fjölgar dag frá degi og þá einkum ófag- lærðu fólki. Þetta gerir um 210 manns á viku, eða 40 manns á hverjum degi. Þetta samsvarar því ab á hverri klukkusmndu missi fimm fjölskyldur fyrirvinnu sína. Talið er að um 10 þúsund manns séu atvinnulaus á landinu öllu og þar af um 6 þúsund á höfuðborg- arsvæðinu. Stéttarfélögin á höfðuðborgar- svæðinu hafa boöaö til útifundar gegn atvinnuleysi á Austurvelli á morgun, fimmtudag, undir yfir- skriftinni „Við viljum vinnu." Fé- lögin telja að ríkisvaldið hafi ekki staðið sig sem skyldi og gera þá kröfu að það og Alþingi taki skjótt og af festu á þessum vanda sem atvinnuleysið er og grípi þegar til ráöstafana til að koma hjólum at- vinnulífsins í gang á nýjan leik. Sem leiðir til úrbóta benda stéttar- félögin m.a. á þær tillögur sem at- vmnumálanefndir aðila vinnu- markabarins lögðu fram sl. vor þegar unnið var að gerð núgild- andi kjarasamninga. Á blabamannafundi í gær kom m.a. fram aö víöast hvar nemur atvinnuleysið frá 15%-25% af fé- lagsmönnum stéttarfélaga. Þá virðist yfirgnæfandi meirihluti at- vinnulausra vera fjölskyldufólk. Á síbasta ári vom greiddar 2,6 milljaröar króna í atvinnuleysis- bætur og í ár bendir allt til þess ab atvinnuleysisbætur muni nema um þremur milljörðum króna. í skýrslu félagsmálaráöuneytis á afleiðingum atvinnuleysis frá því í nóvember sl. kemur m.a. fram að hver atvinnulaus einstaklingur 'kostar samfélagið um 1.5 milljón króna á ári í beinum kostnaöi. Þar af er tekjutap hvers heimilis taliö vera á milli 400 og 500 þúsund krónur á ársgmndvelli. í sömu skýrslu er staðhæft aö heildarkostnaður vegna atvinnu- leysis hafi numib um 4 milljörð- um króna 1992 og gæti orbið um 7.3 milljaröar á nýlibnu ári. Mið- ab við forsendur fjárlaga 1994 um 5% atvinnuleysi gæti þessi upp- hæð numið allt að 8 milljörðum króna að lágmarki. -grh Utanríkisrábuneytib: Sjö embættismenn skipta um stóla í gær vom tilkynntar fjölmarg- ar breytingar, sem fyrirhugabar em í utanríkisþjónustunni á næstunni en þá munu sjö manns skipta þar um stöðu. Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, muni flytjast til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík þann 1. mars n.k. Á sama tíma mun Ólafur Egilsson, sendiherra í Moskvu, taka við embætti sendiherra í Kaup- mannahöfn og Gunnar Gunnars- son sem verið hefur fastafulltrúi hjá RÖSE í Vín mun flytja til Moskvu og taka við sendiherra- embættinu þar. Þann 1. apríl mun Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson, fastafulltrúi hjá NATO, taka við embætti sendiherra í París, en þar situr nú enginn eftir ab Albert Guð- mundsson hætti. í byrjun maí mun síðan Þorsteinn Ingólfsson ráöuneytisstjóri taka við embætti fastafulltrúa hjá NATO en Róbert Trausti Ámason, skrifstofustjóri vamarmálaskrifstofunnar, taka við embætti ráðuneytisstjóra. Benedikt Ásgeirsson sendifulltrúi mun síðan um miðjan júní taka við stöðu Róberts Trausta sem skrifstofustjóri vamarmálaskrif- stofunnar. -BG BHMR kann- ar flutningá veibistjóra BHMR er nú að kanna hvort fýr- irhugaður flutningur Veiðistjóra- embættisins norður á Akureyri stangast á við nýju stjómsýslu- lögin. Félagið telur að aðdrag- andinn að flutningnum hafi ekki verið eðlilegur og það að hversu lítið samráð var haft við starfs- menn geti varðað við ákvæði um framgang stjómvalda gagnvart einstaklingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.