Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. febrúar 1994 3 því að sitja þetta allt saman af mér með þumbaralegri þögn. Láta líta svo út aö við öll sem værum hjá Ríkisútvarpinu stæðum á bak við þessa vit- leysu og værum sátt. Einn dag- inn bara sauð uppúr. Ég sat og horfði á þáttinn Bóndi er bú- stólpi og hlustaði á formann Stéttarsambandsins og marga fleiri bera okkur á brýn að geta ekki gert óhlutdræga þætti um landbúnaðarmál. Mér fannst þessi ásökun mjög slæm og það versta við hana var að hún var sönn. Þessar myndir sem þama höfðu verið sýndar eiga ekkert skylt við heimild- armyndir. Þarna hafði verið gerður hver þátturinn á fætur öðmm til þess að sverta eina ákveðna stétt í landinu. Þetta hefur ekkert með heimildar- myndir að gera. Þarna er verið að koma ákveðnum boðskap á fram- færi. Þetta er trúboð, sem á ekkert erindi í ríkissjónvarpið. Ríkissjónvarpið hefur lögum samkvæmt ákveðnar reglur til þess að fara eftir, þar á meðal em ákveðnar hlutdrægnisregl- ur. Það er skýrt tekið fram í lögunum, að virða eigi grund- vallar- lýðræðisreglur. Svona einelti samræmist þeim ekki. Sjónvarpið misnotað Það var komin upp í mér gremja og reiði út af þessu. Að viðbættri þeirri niðurlægingu, sem þessir heimskulegu þriðjudagsþættir hafa verið. Þjóðin öll hlær að þessu kjaft- æði. Þar em stráklingar fengn- ir úr Heimdalli til þess að stýra umræðuþáttum um efni sem þeir hafa takmarkáð vit á og hafa hvað eftir annaö reynt að troða sínum eigin sjónarmiö- um upp á viðmælendur. Einn frægasti þátturinn var einmitt um landbúnaðinn, þar sem stjómandinn bðkstaflega lagði bónda sem þar sat í einelti á svo fíflalegan hátt að það tek- ur ekki neinu tali. Mér fannst í stuttu máli ekki hægt að sitja undir því aö Sjónvarpið væri misnotað á þennan hátt - það væri búið að gerast nógu lengi - og tók þá dramatísku ákvörðun aö nú væri komið nóg. Ég vildi segja Hauki: Við erum ekki öll svona mikil fífl. Við emm ekki blind og heyrnarlaus, viö sjá- um hvað er að gerast og við getum ekkert viö því gert. - Þú talar um í þessu bréfi að þetta sé ekki þín einkaskoðun, heldur sé fjöldi manns hjá Ríkis- útvarþinu sammála þér. „Já, já, ég tek stórt upp í mig, en ég held að könnun á því myndi leiða í ljós að allur þorri starfsmanna er mér sam- mála. Ég segi ekki hver einasti maður, en ég minni á bréf sem starfsmannafélag Ríkisútvarps- ins sendi þegar átti aö fara að endursýna þætti Baldurs Her- mannssonar í annað sinn. Þeir andmæltu útvarpsráði af prinsippástæðum, en tóku jafnframt fram hvað þeir álitu um þessa þætti. Þess utan hef ég ekki verið þama einsamall í stofnuninni og er persónulega kunnugur flestum sem þarna vinna. Þessi mál hafa marg- sinnis borið á góma og allur þorri starfsmanna er óánægð- ur með vinnubrögöin." Köllun Heimis í landbúnaöarmálum - Hver var og er afstaða Heim- is? „Ég held að hann svari því nú best sjálfur. Heimir hefur síðan á fimmtudag veriö með yfirlýsingar, sem benda til þess Steinsson, skuli sínkt og heil- agt verja þessa valdníðinga. Ég trúi því að hann viti miklu betur. Að hann viti að þessir menn em ekki verjandi." - Þú talar í bréfinu til Hauks Halldórssonar um „þólitíska her- kví", sem Ríkisútvarþið sé í. Hef- ur Davíð haft afskipti afmálefn- um Ríkisútvarpsins? „Með því að þeir settu sinn mann, Hrafn Gunnlaugsson, þama inn, sem er eins og allir vita mjög handgenginn Davíð Oddssyni, þá hefur hann bein ítök í Sjónvarpinu. Mér er mjög til efs, að Hrafn hafi svo gríðarlegan áhuga fyrir mörg- um málum sem hann hefur verið að taka þama upp. Vinnubrögö heigulsins - Sambýliskona þín er þula hjá ríkissjónvarpinu og heyrir undir Hrafn. Er rétt að það hafi verið þrengt að henni? „Já. Hrafn er þekktur fyrir þau vinnubrögð að koma allt- af aftan að mönnum. Það er einkenni heigulsins. Á lúaleg- an hátt skikkaði hann umsjón- armann þulanna, fyrir nokkr- um dögum síðan, til þess að taka af sambýliskonu minni allar vaktir mánaöarins nema tvær. Án skýringa. Mér var tjáð, að þetta væri bersýnilega einhvers konar tilraun til þess að koma höggi á mig. Ég var hvattur til þess af ónefndum aðila, að reiðast nú ekki þessu máli. Ég tók það fram, að þeg- ar væri vegið svona að manni, væri það mikil geðluöra, sem sæti undir því þegjandi. Þó svo að ég hafi samið um það við útvarpsstjóra, að það væri sama á hverju gengi, hún yrði að njóta vemdar af því að hún heyrði undir Hrafn, þá var hann síöast þegar ég vissi ekki búinn að leiðrétta þetta. Ef hann gerir það ekki er hann að ganga á bak orða sinna, svíkja loforð, sem hann gaf mér í upphafi míns starfs. Hann veröur ekki meiri maöur af því." - Er Heimir þá ekki bara heigull líka? „Það gæti maður svosem haldið. En Heimir hefur nátt- úrlega bein í nefinu. Hann beitir sér bara ekki rétt. Það getur veriö kraftur í karli. Hann hefur marga kosti og gæti bmgöist allt öðmvísi viö þessum fíflaskirkus í stofnun- inni ef hann vildi. En þetta em hans aðferbir, sem ég virði og met, þó að ég sé ekki sam- mála þeim." - Sérð þú eftir einhverju í þessu máli? „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í bréfinu, en það vom mistök að skrifa það á bréfs- efni frá ríkissjónvarpinu." Ámi Gunnarsson Arthúr Björgvin Bollason. að hann sé mótfallinn fram- leiöslukerfi landbúnaðarins. Það kemur mér svolítið á óvart. Ég veit ekki til þess að hann hafi tekiö afstöðu í þeim málum hingab til. Ummæli hans í útvarpinu í dag (föstu- dag) benda til þess að hann finni einhverskonar köllun hjá sér til þess að hygla smábænd- um sem eru upp á kant við landbúnaðarkerfið. Við Heimir höfum náttúrlega ekki setið á löngum fundum um landbún- aðarmál, en þessa afstöðu hans hef ég ekki heyrt áður. Á útvarpsráðsfundi fyrir rúmri viku lét Heimir hafa eftir sér — það mun vera bókfært -- að þátturinn Bóndi er bústólpi hefði ekki verið heimildarþátt- ur, heldur áróðursmynd. Þessu má fletta upp í fundargerðum útvarpsráðs." - Sýndir þú honum bréfið áður en þú sendir það Hauki Halldórssyni? „Nei, enda veit ég að hann hefbi dregiö úr þessu eins og svo mörgu öðru. Hann hefði viljað fara ákvebna friöarleið og ekki láta fréttast neitt út fyrir stofnunina hvað þarna væri í gangi. Hann hefði beðið mig að fresta þessu og geyma til betri tíma. Hins vegar var ég búinn að segja vib hann fyrir ekki löngu, að nú væri mælirinn hjá mér að verða fullur. Það væri verið að hafa ríkissjón- varpið að athlægi með þessum vinnubrögðum og ég færi að opna munninn fljótlega. Þá sagði hann nokkurn veginn orðrétt: „Eigum við ekki að sitja þetta af okkur þar til Hrafn er farinn, annars get ég ekki lagt bann vib því að þú tjáir þig um þessi mál." Hann spurði hvort ég ætlaði að skrifa grein. Ég sagðist ekki vita það, ég ætlaði bara með einhverju móti að úttala mig um þetta mál. Ég tilkynnti Heimi um bréfið til Hauks eftir að ég var búinn að senda það. Hann var ekki ánægður. Hins vegar höfum við oft verið ósammála áður og ég taldi þetta ágreiningsefni sem vib myndum geta leyst. En að málið skyldi hafa þessar afleiðingar, þaö óraði víst eng- an fyrir því." - Hvcenær vissi hann af bréf- inu? „Hann vissi af bréfinu á mánudagskvöld, síöan sá hann ekki textann fyrir en á miðvikudeginum. Á miðviku- dagskvöld töluðum vib saman í síma, en þá var ég að vinna fyrir hann að verkefni úti á landi. Hann var nokkuð æstur og sagði að við þyrftum að ræða saman um þetta mál. En ég fullyröi að þaö var enginn brottrekstrartónn í honum þá. Hann heldur því einhverra hluta vegna fram nú, að hann hafi ákveðið þá að segja mér upp. Það tel ég vera ósatt." Pólitísk valdníbsla Davíbs - Nú liggur fyrir að Davíð Oddsson kallaði Heimi Steinsson á sinn fund og þegar Heimir kemur afþeim fundi segir hann þér upp. Er þetta ekki pólitísk valdntðsla, þar sem þér er refsað fyrir að hafa skoðanir? Tímamynd CS „Ég held að það sé ekkert vafamál. Miðaö við þau vib- brögð Sf m þetta mál hefur fengiö hjá almenningi, þá held ég að fólki sé farið að of- bjóða hvernig þessir menn misnota vald sitt. Þetta er sama pólitíska valdníöslan og átti sér stað þegar Hrafn Gunnlaugsson var endurráð- inn eftir að búið var að reka hann. Ég tel ekki vafamál að þá hafi fleiri komið ab málinu en Ól- afur G. Einarsson mennta- málaráðherra. Nú vill svo skemmtilega til ab Davíð Oddsson gegnir starfi mennta- málaráðherra, þannig að hann þurfti ekki ab beita Ólafi fyrir sig. Ég furða mig á því að minn ágæti vinur, Heimir Kennarasamband íslands Auglýsing um styrki til rannsókna og þróunar- verkefna Stjóm Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasam- bands íslands auglýsir styrki til félagsmanna sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum eða öðrum umfangsmiklum verkefnum skólaárið 1994-1995. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kennarasam- bands (slands, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðar- mönnum í skólum. Umsóknir sendist skrifstofu Kennarasambands ís- lands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81,101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 1994.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.