Tíminn - 05.02.1994, Síða 4

Tíminn - 05.02.1994, Síða 4
4 fíRCBjCKraiMitLl, ?ww Laugardagur 5. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingan Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Deilur í stab stefnumótun- ar í landbúnaðinum Eftir langt þóf milli stjómarflokkanna var fmmvarp til breytinga á búvömlögum tekið til umræbu síðast- liðinn fimmtudag. Fmmvarpið, ef aö lögum verður, á að eyða óvissu um innflutning á landbúnaöarvör- um þangað til Gatt-samningar taka gildi, sem vænt- anlega verður á næsta ári. Þá verður gmndvöllurinn sá aö innflutningur verður leyfður, en jafnframt leyft að jafna aðstöbumun innlendrar framleiðslu með svokölluðum tollígildum og jöfnunargjöldum. Deila sú, sem staðið hefur á milli stjórnarflokkanna um forræði á innflutningi landbúnaðarafurða, hefur staðið nær ár, og mönnum er í fersku minni þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sendi þingið heim í maí á síðasta ári, áður en þingviljinn hafði komið fram í þessu máli. Sú ákvörðun var vegna þess að upplausn var í stjómarflokkunum í málinu. I framsöguræðu sinni á Alþingi fyrir fmmvarpinu, sem nú liggur fyrir, lét landbúnaðarráðherra svo um mælt að nú þyrfti að snúa sér að framtíðarskipulagn- ingu landbúnaðarins. Undir þau orð skal svo sannar- lega tekiö. Sannleikurinn er sá að heilu ári hefur ver- ið sóað í þessar deilur stjórnarflokkanna, og þær hafa tekið upp tíma og starfskrafta viðkomandi ráðherra, þar á meðal landbúnaðarráðherra, sem hefði átt að vera að sinna því að leggja hinar breiðu línur um hvemig landbúnaðurinn á að bregðast við gjör- breyttu umhverfi. Deilan um innflutninginn er tilkomin végna þess að Alþýðuflokkurinn hefur þá stefnu, sem ráðherrar hans em trúir, að veita landbúnaðinum enga vernd eða aðlögun að innflutningi. Bændur eiga von á öllu hinu versta úr þessari átt, og landbúnaðarráöherra hefur styrkt pólitíska stöðu sína út á það eitt að deila við samstarfsflokkinn um hvemig eigi að skipa inn- flutningsmálum í nokkra mánuði. Stóm málin bíða hins vegar öll úrlausnar. Fjöldamargar stórar spurningar bíða úrlausnar varð- andi landbúnaðarmálin. Með hverjum hætti verður skipulag framleiðslunnar í framtíðinni? Á að búa við það kerfi, sem nú er, áfram þegar sá búvömsamning- ur, sem nú gildir, fellur úr gildi? Hvernig getur land- búnaðurinn mætt vaxandi innflutningi, þegar þar að kemur? Með hverjum hætti getur hann tryggt neyt- endum samkeppnishæft verð og bændum lífskjör? Með hverjum hætti er hægt að stuðla að þeim út- flutningsmöguleikum, sem kunna að vera í landbún- aðinum? Með hverjum hætti geta stjómvöld greitt götu vistvæns landbúnaðar? Hvemig á að skipu- leggja afurðasöluna, svo að hún sé sem skilvirkust og ódýmst? Verður skipulag landbúnaðarmála miðað við það að halda byggð í landinu, eða verða önnur sjónarmið ofaná? Allt em þetta mjög stórar spurningar, sem krefjast stefnumótunar og svara frá æðstu stjórn landbúnað- armála í landinu. Hins vegar verður ekki annað séð en þessi stefnumótun hafi setið á hakanum fyrir deil- um við kratana um það að verjast innflutningi fram yfir næstu áramót. Það eitt sýnir offorsið í þeim flokki, þegar landbúnaðarmálin em annars vegar. Vonandi kemst á vinnufriður í landbúnaðarmálun- um á næstu mánuðum, en þann tíma þarf að nýta vel til stefnumótunar í landbúnaðarmálum á breið- um gmndvelli. Fjölmiblar og stjómvöld Birgir Gubmundsson skrifar :avinavœöingin tekur á sig nýja rúi útvarpsstjóra rekinn: ( -sssr* „ynd. • « kalldf á ÚM.pntjó, -uV 9 ^ bréfí, igrímur Hermannsson um „pólitíska notkun“ ríkisljölmiðlanna: Nálgast hinn fíloA ,-nii 4. KK\WÚML!22i ívarpi Stjóm Bla&amannafélags ís- lands sendi í vikunni frá sér ályktun vegna fjöldaupp- sagna hjá íslenska útvarpsfélag- inu og þess skelfilega ástands sem skapast hefur í atvinnumál- um blaðamanna. í sjálfu sér er eðlilegt að stéttarfélag eins og Blaðamannafélagið hafi áhyggj- ur af vaxandi atvinnuleysi með- al félagsmanna sinna, en at- vinnuleysið í stéttinni er að verulegu leyti angi af stærra máli, sem snertir stöðu íslenskr- ar menningar og stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart þeim stjóm- völdum sem nú ráða ríkjum í landinu. í fyrmefndri ályktun Blaðamannafélagsins er raimar komið að þessu, þvi þar segir á einum stað: „Með tilkomu 14% virðisaukaskatts á fjölmiðla á sl. sumri var gerð alvarleg atlaga aö starfsgrundvelli flestra útgáfu- og fjölmiðlafyrirtækja í land- inu.... Stjómvöld verða að snúa frá stefnu gjaldþrota og sam- dráttar og fella hið snarasta nið- ur virðisaukaskatt á fjölmiðla. Eingöngu með því móti er hægt að tryggja stööugleika í fjöl- miðlun, öryggi í atvinnumálum fjölmiðlafólks og um leið frjálsa skoðanamyndun og lýðræðis- lega umræðu í landinu." Hversdagslegur menningarvettvangur Að mörgu leyti er sú ríkisstjóm, sem nú situr, fjölmiðlafjand- samlegasta stjómvald sem veriö hefur í landinu. Það liggur við að hægt sé að tala um kerfis- bundna aðför að fjölmiðlun á síðustu ámm, rétt eins og ráöa- menn geri sér enga grein fyrir mikilvægi þeirrar þjóðfélagsum- ræðu, sem fer þar fram. Fjöl- miðlamir og ekki síst blööin em hinn hversdagslegi burbarás menningar, þar sem íslensk tunga og einhvers konar tilvís- un til sameiginlegs íslensks reynsluheims er í aðalhlutverki. íslensk fjölmiðlun er þess vegna ekkert annað en framlenging á íslenskri tungu. Hún er eitt af fmmskilyrðum þess að við get- um borið uppi eitthvað sem heitir íslensk menning, ekki síð- ur en skólahald, lestrarkunn- átta, leikhús eba bókmenntarit- un. Þetta sjónarmið virðist þó ekki eiga hljómgmnn hjá nú- verandi ráðhermm, sem ganga fram hvað eftir annað og spilla fyrir rekstrargmndvelli og tiltrú fólks á fjölmiðlunum. Það er rétt mat hjá stjóm Blaðamannafélagsins að leggja ríkasta áherslu á viröisauka- skattinn, því trúlega er álagning hans stærsta einstaka atlagan að íslenskri fjölmiðlun sem nokkm sinni hefur verið gerð. Án þess að það sé hugmyndin hér að til- taka í einstökum atriðum nei- kvæð áhrif bókaskattsins, þá er rétt að minna á að auk annars kemur hann á erfiðum tíma fyr- ir fjölmiðla og gerði t.d. útslagiö með samdráttinn sem ákveðinn var hjá íslenska útvarpsfélaginu á dögunum. Þess utan sigla ís- lendingar mótvind í þessum efnum, miðað við það sem er ab gerast í Evrópu. Þar er búib að marka sérstaka menningar- stefnu um aö afnema skatta á blöb, þar sem þeir hafa þekkst. Cegn umræðu En þó að bókaskatturinn sé al- varlegasta atlaga núverandi stjómvalda ab íslenskum fjöl- miölum, fer því fjarri ab hann sé sú eina. Fljótlega eftir að rík- isstjómin komst til valda stór- minnkabi hún blabakaup ríkis- ins og gaf út tilmæli varðandi ríkisauglýsingar, en hvort tveggja kom hlutfallslega miklu harðar nibur á minni blöðunum og héraösfréttablöðunum. Þrátt fyrir að upphæbimar, sem ríkið sparaði með þessu móti, hafi ekki verið háar, skipti þetta miklu máli fyrir þessi blöð. Rík- isstjómin vissi þetta auðvitað mætavel, en það virðist abeins hafa styrkt hana í ásetningi sín- um, enda ljóst að áhrifin yrðu ekki eins mikil á þá miðla sem tekið hafa pólitísku málsvari stjómarinnar. Vitaskuld er ekki hægt að ætlast til að fjölmiblar séu á framfæri ríkisins. Hins ✓ I tímans rás vegar er víðast hvar á Vestur- löndum talið eftirsóknarvert fyrir ríkisvaldið ab stuðla að sem fjölbreyttastri fjölmiðlaum- ræðu. Á hinum Norðurlöndun- um er beinlínis stuðlað að slíku með fjárframlögum og styrkjum til smærri blaða, sem eiga undir högg að sækja. íslensk stjóm- völd hafa hins vegar lítinn áhuga á umræðu, hvorki í fjöl-. miðlum né annars staðar. Þetta sýna dæmin, bæbi í lítilsvirö- ingu ráðherranna fyrir Alþingi og eilífum atlögum þeirra að fjölmiðlum. Raunar má segja að skilningsleysi og andúb ráö- herra á líflegri fjölmiðlaumræbu almennt, bæöi hvað varðar pól- itík og annaö, sé einkennandi fyrir afstöðu þeirra til íslenskrar fjölmiölunar. Ef til vill er sá ótrúlegi farsi, sem nú er byrjaöur á Ríkissjónvarp- inu í tengslum vib brottrekstur Arthúrs Björgvins Bollasonar, dæmigerður fyrir sljóleikann og skilningsleysið á eðli fjölmiðla almennt og Ríkisútvarpsins sér- staklega. Groddaleg pólitísk fjarstýring á ríkisfjölmiðli eins og sjónvarpinu, þar sem ákveðnum minnihlutasjónar- miöum er hyglað slag í slag, er nýmæli sem núverandi stjóm- völd hafa tekib upp. Um skeib hafa rábherrar Sjálfstæöisflokks og skjólstæðingar þeirra komist upp meb slíka fjarstýringu, en hún hefur líka orðið til þess að grafa undan trausti þjóðarinnar á Ríkisútvarpinu. Þó að þab sé fyrst og fremst Ríkissjónvarpið sem glatar tiltrú, þá á þetta líka vib um Ríkisútvarpið og í raun tapar fjölmiðillinn sjónvarp trausti. Hrafnsmálið og nú Art- húrs Björgvins- málib, sem nú ganga undir nöfmmum Einka- vinavæðing I pg Einkavinavæð- ing II, hafa skrumskælt innlent sjónvarp að því marki að það stendur eftir stórskaðað. Fjar- stýring frá hugmyndafræbileg- um rétttrúnaði er hins vegar andstæð faglegri fjölmiðlun og því hlaut að koma að því að upp úr syöi á meðal starfsmanna á Ríkissjónvarpinu. Blaðran sprakk fyrst hjá Arthúri Björg- vini og forsætisráðherrann hef- ur þegar reitt upp refsivöndinn, eins og alþjóö þekkir. Fjölmiölar sem féþúfa Öll þau atriði, sem hér hafa ver- ið nefnd — bókaskatturinn, ásamt niðurlægingu og pólit- ískri misnotkun á ríkisfjölmiðl- um og raunar margt fleira — sýna að sú ríkisstjóm, sem nú situr, skilur ekki að innlendir fjölmiðlar geta skipt sköpum fyrir menningarlegt sjálfstæði fámennrar eyþjóðar. Þess vegna er þab nánast grátbroslegt þegar menntamálaráöherra landsins, sem annan daginn hamast við að skemma rekstrargrundvöll dagblaða og annarra innlendra fjölmiðla, upphefur hinn dag- inn einhverja leiksýningu í sínu nafni og ætlar að bjarga lestrar- kunnáttu bama meb því að standa fyrir lestrarsamkeppni eins og gerbist í fyrra! Lestrar- samkeppni er í sjálfu sér ágæt, en íslenskri menningu verður ekki bjargað með einhverjum flogakenndum átaksverkefnum úr ráðuneytinu. Mebal niður- stabna úr alþjóðlegri lestrar- könmrn á dögunum var raunar það, að hvað lestur varðar standa böm betur ab vígi á þeim heimilum, þar sem dagblöð em keypt, en annars staðar. Það er aðeins lítið dæmi um hversu nátengdir fjölmiðlamir em tungunni og menningunni. Vissulega er ástæða til að taka undir ályktun Blabamannafé- lagsins gegn bókaskattinum um að brýnt sé aö tryggja í fjölmiðl- um „frjálsa skoðanamyndun og lýðræðislega umræðu". En við hana má bæta, að þörf er á stefnubreytingu stjómvalda og auknum skilningi á því að fjöl- miðlamir em lifandi vettvangur íslenskrar menningar á tímum vaxandi alþjóblegrar samvinnu og ágangs erlendra menningar- áhrifa. Þess vegna er það ein- faldlega rangt ab gera fjölmiðla ab féþúfu ríkissjóbs í illa ígmnd- uðum tilraunum til ab ná ein- hverjum heimatilbúnum mark- miðum í fjárlagagerbinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.