Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. febrúar 1994
3
Fráveitunefnd umhverfisráöuneytisins:
Endurbætur kosta
til tólf milljarba
Össur Skarphébinsson umhverfísrábherra var ánœgbur ígœr ab vera bú-
inn ab fá skýrslu Fráveitunefndar. Hann gaf Ijósmyndara þab sterklega til
kynna eins og sjá má. Tímamynd cs
Kostnaöur víb að gera nauð-
synlegar endurbætur í frá-
rennslismálum landsmanna
er talinn vera á bilinu 8-12
milljarðar. Búið er ab fram-
kvæma fyrir um helming ■
þeirrar upphæðar. Fráveitu-
nefnd umhverfisrábuneytis-
ins leggur til að ríkisvaldiö
greiöi fjórðung þessa kostnað-
ar, en sveitarfélögin bera allan
kostnaðinn nú.
Ríkisstjómin samþykkti í
stefnuyfirlýsingu sinni að láta
gera úttekt og áætlun í fráveitu-
málum landsins alls. Skipuð var
nefnd sem héfur nú lokib störf-
um og skilað skýrslu til ráðu-
neytisins.
Nefndin telur ab ríkið verði ab
aðstoða sveitarfélögin við að
gera nauðsynlegar endurbætur í
frárennslismálum. Mörg sveitar-
félög ráöi alls ekki við þessi inál
ein og óstudd. Nefndarmenn
sögðu á kynningarfundi í gær
að í mörgum tilvikum kostubu
naubsynlegar endurbætur í
fráveitumálum meira en allt
framkvæmdafé sveitarfélags á
einu ári. Reynslan sýndi að víða
treystu sveitarstjómir sér ekki til
að gera meira en að láta verk-
fræöinga athuga málið og
hanna nauðsynlegar úrbætur.
Fráveitunefndin telur því brýnt
að ríkið komi til móts við sveit-
arfélögin og hjálpi þeim við að
koma þessum framkvæmdum af
stað.
Mengunarreglugerð og kröfur
sem ísland hefur xmdirgengist í
EES- samningnum setja þab
markmiö að fráveituvatn hafi
ekki neikvæð áhrif á umhverfið
sem það fer í. Mikið vantar á að
þetta markmið náist hér á landi.
Nefndin segir að ástand þessara
mála sé misgott, en hvergi við-
unandi. Mjög víða á landinu sé
þó verið ab vinna eitthvað að
þessum málum.
Það sem nefndin telur brýnast
átta
að gera er að sameina frárennsl-
isrör og beina þeim þangað sem
skolpinu er ætlað að renna í
framtíðinni. í kjölfariö þurfi síð-
an að stefna að lágmarkshreins-
un á skolpi. Víða á landinu em
útrásir mjög margar. Þær em
t.d. 37 í Neskaupstað, 19 í
Hveragerði, 18 á Siglufirði, 20 á
Akureyri, 27 í Reykjavík og 120 í
Mosfellsbæ.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur
undanfarin ár verið gert mikið
átak í frárennslismálum. Horfur
em á að kerfið komi til með ab
kosta fullbúið 5-6 milljarða. Það
kemur til með að þjóna þörfum
um helmings íslendinga. Um
verður að ræða þrjú kerfi og
stefnt er að því að ljúka endan-
lega við fyrsta kerfið árið 1996.
Á þessu ári mun Reykjavíkur-
borg og nágrannasveitarfélög
verja 600-700 milljónum til
þessara framkvæmda.
Búist er við að kostnaður höf-
uðborgarbúa vegna þessara
mála verði 50-60 þúsund krón-
ur á íbúa. Kostnaðiir annarra
landsmanna er nokkuö mis-
munandi, en áætlað hefur verib
að hann liggi á bilinu 30-80
þúsund á hvem íbúa. -EÓ
Samband
bankamanna:
Hundrað
banka-
menn
atvinnu-
lausir
Vilhelm G. Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra bankamanna, segir að
um eitt hundrab bankamenn,
eða um 3% af félagsfólki sam-
bandsins séu atvinnulaus.
Þá hefur ekki verið tekin
ákvörðun um það hvort höfðað
verbur mál gegn Landsbanka
íslands varbandi biðlaunarétt
þeirra 78 starfsmanna sem
bankinn sagði upp störfum á
síðasta ári.
Þar sem bankamir ráða nánast
ekki í þau störf sem losna hefur
álag á starfsmenn aukist til
muna og þá sérstaklega á fá-
mennum vinnustööum.
Nýverið lauk atkvæðagreiðslu
um kjarasaming bankamanna
sem undirritaður var þann 19.
janúar sl. Allsherjaratkvæða-
greiðsla fór fram dagana 7. og
8. febrúar. Atkvæði greiddu
2.843 af 3.394 á kjörskrá, eða
83,77%. Samninginn staðfestu
1.920 eða 67,53%, á móti vom
725, eða 25,50% og auðir og
ógildir seðlar vom 198, eða
6,97%. -grh
Landbúnaöarráöuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt gœöavottunarkerfi fyrir íslenskt nautakjöt:
Sölusamningar fyrir „hreint"
nautakjöt vestur á lokastigi
Samningar hafa tekist vib
bandariska landbúnaðarráðu-
neytib um hreinleikavottun og
merkingu á „visthæfum" vör-
um úr íslensku nautakjöti, sem
staðfestir einstakan hreinleika
íslenska kjötsins. Bandarískir
neytendur eiga ab hafa trygg-
ingu fyrir því að kjöt með vöra-
merkinu „Arctic beef" sé laust
vib fúkkalyf, hormóna, skor-
dýraeitur og illgresiseybi.
Þetta gefur kost á ab selja íslenskt
nautakjöt á sérstökum „hollustu-
mörkubum" á allt ab 30% hærra
verbi en ella, og em samningar
þar um komnir á lokastig. í
Bandaríkjunum er nú svo komið,
ab fólki er ráblagt ab gegnum-
steikja allt kjöt, því rannsóknir
sýna að öll ábumefnd efni ásamt
þungmálmum em í sumum til-
fellum í umtalsverðum mæli í
kjöti á Bandaríkjamarkabi.
Þessi áfangasigur í kjötútflutn-
ingsmálum var kynntur í gær af
fulltrúum Landssambands kúa-
bænda, Kaupsýslunnar hf. og
landbúnaðarráðuneytisins sem í
samvinnu vib embætti yfirdýra-
læknis hafa náb þessum samn-
ingi.
Sú grundvallarbreyting verbur
nú jafnframt í tilraunum til kjöt-
útflutningsins, að nú er ekki
stefnt ab útflutningi heilla
skrokka á mjög lágu veröi „sem
oft skapaði fleiri vandamál en
hann leysti", eins og Gubmundur
Lámsson orbabi það. Þvert á móti
er nú stefnt ab útflutningi á full-
unninni vöm í neytendapakkn-
ingum, litlum steikum úr hrygg
og lærvöövum, hakki og ham-
borgurum. í fyrstu mun slátur-
húsið á Húsavík annast full-
vinnslu kjötsins, sem vonast er til
að muni skapa þar töluveröa
vinnu.
Undanfama mánuöi hafa staðib
yfir samningar vib verslunarkeðju
í Bandaríkjunum meö aðstoö
bandarískra milliUba, sem sér-
hæfa sig í sölu á svokaUaðri
„hreinni" vöm. Að sögn Erlends
. Garöarssonar í Kaupsýslunni em
samningar komnir á lokastig.
Gæðavöttunarkerfib byggist á eft-
iriiti með hverri skepnu frá burbi
tU slátmnar, vinnslu og pökkun-
ar. Markaðsstarflö hefur verið
unnið í samvinnu við fyrirtækið
Vermont Country Lamb. Til aö fá
viðurkenningu fyrir „hreina
vöm" þurfa viökomandi slámrhús
og bændur að starfa eftir fyrirfr am
■ ákveðinni gæðaáætlun. Eförlits-
aðUar sjá um að farib sé eftir sett-
um reglum. TU marks um þýð-
ingu þessarar gæðavottunar upp-
lýsti Erlendur Garðarsson að að-
eins 60 bændur á Nýja-Sjálandi
hefbu heimUd tíl að merkja fram-
leibslu sína, sem er lambakjöt, á
svipaðan máta, en þó aöeins, að
það sé laust við fúkkalyf og horm-
óna. Þeir geti hins vegar ekki
tryggt að skordýraeimr og Ulgresi-
seyðir finnist ekki í kjötinu.
Ólafur Dýrmundsson landnýt-
ingarrábimautur vakti að gefnu
tilefni athygU á mismuninum á
„hreinum" vöram (sem hann vUl
nefna visthæfar) annars vegar og
„ Þetta er lykillinn ab bandaríska markabnum, en langur vegur er samt eftir því vib verbum ab fylgja vörunni alla
leib á borb neytendanna," segir Erlendur Carbarsson um nautakjötib sem hann œtlar ab fíytja út undir merkinu
„Arctic Beef". TímamyndCS
lífrænt ræktuðum vömm hins
vegar. En þessu tvennu segir hann
algengt að raglað sé saman. ís-
lenskt kinda-, nauta- og hrossa-
kjöt uppfyllir almennt þær krömr
sem gerbar em til „hreins" kjöts,
þ.e. að vera laust við áðumefndar
eimr- og lyfjategundir. Við líf-
ræna rækhm er þess hins vegar
krafist að tUbúinn áburður sé ekki
notaður, hvorki við fóðuröflun né
á beitiland. Bann vib lyfjanotkun
er nær algjört. Og ekki er aðeins
bannað ab ala dýr, t.d. hænsni, í
búmm heldur verbi að uppfyUa
kröfur um ákveðna útivist.
íslenskir kjötframleiðendur
mega búast við mjög harðri sam-
keppni á kjötmarkaðinum. Víöa
eriendis er mikið magn umfram-
birgða af nautakjöti í frysti-
geymslum sem selt er með út-
flutningsbótum og ríkisstyrkjum
fyrir mjög lágt verb. Þannig em
t.d. 1,6 mUljóna tonna umfram-
birgðir af nautakjöti í Evrópu
einni. - HEI